Morgunblaðið - 22.01.1994, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994
^ Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
I Daníelsslipp
STARFSMAÐUR í Daníelsslipp í óvenjulegri málningarvinnu, en hann var að „skreyta" perustefni á skipi
í slippnum.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 21. JANUAR
YFIRLIT: Skammt norðaustur af Jan Mayen er 950 mb lægð sem þok-
ast noröaustur en nærri kyrrstæð 964ra mb lægð er við strönd Græn-
lands vestur af Vestfjörðum.
SPÁ: Framan af degi verður allhvöss eða hvöss vestan og suðvestanátt,
éljagangur vestanlands en úrkomulítið austantil. Þegar líður á daginn snýst
vindur smém saman til norðvestlægrar áttar og hvessir þá enn norðaust-
an til á landinu, með éljum norðan og vestanlands, áfram þurrt og bjart
veður á Suðausturlandi og Austurlandi. Frost á bilinu 5 til 9 stig.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Nokkuö hvöss norðanátt, einkum um landið
austanvert. Éljagangur á Norður- og norðausturlandi, annars staðar
úrkomulítið,. Frost 4 til 10 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Hæðarhryggur verður yfir landinu og vindur
því yfirleitt fremur hægur. Bjartviðri í flestum landshlutum og frost víða
um eða yfir 10 stig.
HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Á þriðjudag verður stíf austanátt og snjókoma
með S- og SA-ströndinni, en annars staðar þurrt og enn talsvert frost.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsími Veðrstofu fslands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
r r r * r *
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
& é á
Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduéi Él
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
s Þoka
■'ig-.
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í gær)
Vegir á Suðvestur- og Vesþjrlandi eru flestir færir en hálir og er þar
taisverður éljagangur. Á Vestfjörðum er ófært um Hálfaán og Breiðadals-
heiði en þokkaleg færð er á Kleifaheiði, Botnsheiði og Steingrímsfjarðar-
heiði. Vegna veðurs er þungfaert um Holtavörðuheiði og Vatnsskarð,
en ófært um bröttubrekku og Öxnadalsheiði. Fært er frá Sauðárkróki
til Siglufjarðar. Frá Akureyri er fært um Víkurskarð og með ströndinni
til Vopnafjarðar. Á Austurlandi eru vegir víðast færir en þó er þungfært
um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Aðrir vegir á landinu eru víðast færir
en umtalsverð hálka er víðast hvar á vegum. Áformað er að opna milli
Akureyrar og Reykjavíkur á morgun ef veður leyfir.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tfma
Akureyri Reykjavík hiti ■i-5 -r5 veður skafrenningur skafrenningur
Bergen 7 rigning
Helsinki 2 súld
Kaupmannahöfn 5 þokumóða
Narssarasuaq +16 skýjað
Nuuk +16 skýjað
Osló 5 8kýjað
Stokkhólmur 7 alskýjað
Þórshöfn 2 snjóél
Algarve 12 helðsklrt
Amsterdam 6 suld
Barcelona 9 heiðskírt
Berltn 3 alskýjað
Chicago +16 léttskýjað
Feneyjar 8 heiðskírt
Frankfurt +1 þokumóða
Glasgow 8 súld
Hamborg 5 súld
London 8 alskýjað
Los Angeles 9 þoka
Luxemborg +1 þokumóða
Madríd 9 heiöskírt
Malaga 'vantar
Mallorca 12 léttskýjað
Montreal +18 léttskýjað
New York +13 heiðskfrt
Oriando 9 þokumóða
Parfe 3 þokumóða
Madelra 16 skýjað
Róm 12 léttskýjað
Vín 2 skýjað
Washington +16 léttskýjað
Wlnnipeg +14 heiðskírt
ÍDAGkt. 12.00
Heimild: Veðurstofa íslands
. (Byggt é veðurspá kl. 16.30 i gær)
Býður 100 togara í öllum verðflokkum til sölu
Talsvert fram-
boð og hægt að
gera góð kaup
„ÉG VILDI vekja athygli á að ég get boðið skip i öllum verðflokkum,
en það er auðvitað kaupendanna að meta hvort þau henta öll við okk-
ar aðstæður. Þá hef ég einnig lagt áherslu á að vinna markaði fyrir
notuð, íslensk skip erlendis. Síðasta dæmi um slíka sölu er þegar Lísa
María frá Olafsfirði var seld til Rússlands skömmu fyrir jól. Fyrir
skipið fékkst gott verð og það var
son, rekstrarhagfræðingur.
Þorsteinn auglýsti í Morgunblað-
inu í gær undir yfirskriftinni „Hvaða
lit viltu?“, að hann hefði til sölu yfir
100 togara af öllum gerðum og
stærðum, á verði frá 10 milljónum
króna. „Ég hef undanfarin 7 ár ver-
ið í ýmsum viðskiptum með skip,
haft milligöngu um kaup þeirra hing-
að, sölu þeirra úr landi og sölu innan-
lands,“ sagði Þorsteinn. „Það er tals-
vert framboð á skipum um þessar
mundir og hægt að gera góð kaup.
Markaðsverð er nokkuð undir kostn-
aðarverði og eg hef orðið var við
áhuga manna á að kanna þessi mál
betur. Við getum boðið allt frá göml-
um ísfisktogurum frá um 1960 og
upp í mjög nýleg skip og verðið er
frá 10 milljónum upp í einn milljarð
staðgreitt," sagði Þorsteinn Guðna-
króna. Svo verður hver að gera upp
við sig hvað hentar honum.“
Þorsteinn sagði að hann vildi einn-
ig vekja athygli á að fyrirtæki hans,
UNS, hefði milligöngu um sölu skipá
úr landi. „Nýjasta dæmið er frá því
skömmu fyrir jól þegar við seldum
Lísu Maríu frá Ólafsfírði til Rúss-
lands. Mjög gott verð fékkst fýrir
skipið og Rússamir staðgreiddu, sem:
ég held að þeir hafi ekki gert áður
í viðskiptum með notuð skip. Ég heft
lagt talsverðan kostnað í það að
kanna möguleika á sölu íslenskra
skipa til útlanda og samstarf um
veiðar íslenskra skipa erlendis.
Árangur þessa starfs er að byija að
skila sér,“ sagði Þorsteinn Guðnason,
rekstrarhagfræðingur.
122 þúsund greiðsluseðlar vegna bif-
reiðagjalda fyrri hluta ársins sendir út
Þriðjungshækk-
un o g tekjurnar
1.830 milljónir
UM þessar mundir er verið að senda út 122 þúsund greiðsluseðla vegna
innheimtu á fyrrihluta bifreiðagjalda árið 1994. Gjöldin miðast við
þyngd bifreiðar og hækka um nær þriðjung frá fyrra ári og á hækkun-
in að mæta að nokkru því tekjutapi ríkissjóðs sem orsakaðist vegna
lækkunar virðisaukaskatts á matvæli úr 24,5% í 14%. Alls er gert ráð
fyrir að tekjur af bifreiðagjöldum skili rúmum 1.830 miiijónum króna
í ríkissjóð í ár, samanborið við 1.350 milljónir króna í fyrra.
Gjöldin miðast við þyngd bifreiðar
og eru greiddar í ár 5,62 kr. fyrir
hvert kíló ef bifreiðin er undir eitt
þúsund kílóum á þyngd. Gjöld á kíló
í fyrra voru 4,33 kr. Hækkunin er
1,29 kr. sem jafngildir tæplega 30%
hækkun. Fyrir hvert kíló umfram
eitt þúsund greiddist 50% hærra
gjald í fyrra en álagið hækkar nú í
65%. 6,50 kr. voru greiddar í fyrra
fyrir hvert kíló umfram eitt þúsund
en í ár þarf að greiða 9,27 krónur
fyrir hvert kíló. Fyrri hluti bifreiða-
gjalda af fólksbíl sem er til dæmis
930 kíló að þyngd nemur því krónum
5.226 en var í fyrra 4.027 krónur.
Fyrir jeppabifreið sem vegur 1.790
kíló þarf í ár að greiða tvívegis
12.109 krónur, -en bifreiðagjöld geta
aldrei numið hærri upphæð en
12.729 krónum í hvort skipti sam-
kvæmt upplýsingum fjárrnálaráðu-
neytisins.
Gjald vegna vátryggingar
ökumanns fellur niður
Á móti kemur að innheimta gjalds
vegna vátryggingar ökumanns fellur
niður frá áramótum, en í fyrra voru
innheimtar 1.200 krónur tvívegis
vegna þess með bifreiðagjöldunum.
Gjöldin eru greidd af öllum bifreiðum
á ökutækjaskrá 400 kíló eða þyngri
burtséð frá því hvort bílarnir eru í
umferð eða númer þeirra hafa verið
lögð inn. Gjalddagi vegna fyrrihluta
gjaldanna er 1. janúar og eindagi
síðasti dagur febrúarmánaðar og
vegna seinnihluta gjaldanna 1. júlí
og eindagi 31. ágúst.
Viðvörunarmerkingar á tóbaksvörur
Sýning í Ráðhúsinu á
tillögnm frá 6-12 ára
SYNING á tillögnm 6—12 ára barna um gerð nýrra viðvörunarmerk-
inga á tóbaksvörur verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 15.
Tillögurnar á sýningunni voru valdar úr innsendingum í samkeppni
sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið efndi til í samvinnu við
menntamálaráðuneytið, Landlæknisembættið, Tóbaksvarnanefnd og
fleiri í grunnskólum landsins 15. september til 15. nóvember sl.
Þátttaka í keppninni og gæði þeirra
úrlausna sem bárust fóru langt fram
úr vonum aðstandenda keppninnar.
Nálægt sjötíu skólar sendu um fjögur
þúsund myndir og annað eins af slag-
orðum um nýjar tillögur að viðvörun-
armerkingum á tóbaksvörur. Það
vakti athygli nefndarmanna í undir-
búningsnefnd samkeppninnar hversu
stór hluti mynda og texta í samkeppn-
inni skyldi vera með slíkum ágætum
að erfitt yrði að velja þá fremstu
meðal jafningja, eins og segir í frétta-
tilkynningu frá heilbrigðis: og trygg-
ingamálaráðuneytinu.
Sýningin stendur í Ráðhúsi
Reykjavíkur til 28. janúar. Opnun-
arathöfn sýningarinnar og afhending
verðlauna hefst í dag kl. 15.
Apple-umboðið, Flugleiðir hf. og
Vaka-Helgafell gefa verðlaun til
keppninnar.