Morgunblaðið - 22.01.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1994
7
Eitt hundrað
ára verslun í
Vík í Mýrdal
- eftir Kjartan
Ólafsson
VERSLUNARSAGA Vestur-
Skaftfellinga, þriðja bindi, eftir
Kjartan Olafsson, fyrrverandi
ritstjóra, er komið út. Útgefandi
er Vestur-Skaftafellssýsla. Er
þetta lokabindi verksins sem
fjallar ítarlega um verslun Vest-
ur-Skaftfellinga. Jafnframt er
það víðtæk saga samgangna í
héraðinu, svo og stjórnmála-
átaka og félagslegrar þróunar.
Varpað er ljósi á mannlíf og
atvinnuhætti og þá menn sem
voru í fararbroddi í sókn til
framfara og bættra lífskjara.
í þriðja bindi Verslunarsögu
Vestur-Skaftafellsýslu er m.a.
fjallað um vöruflutninga með suð-
austurströndinni, að Skaftárósi og
Hvalsíki og uppskipun og verslun
á eyðisöndum, Kaupfélag Skaft-
fellinga frá 1928 þar til starfsemi
þess lauk 1990, Verslun Halldórs
Jónssonar á árunum 1914-1950,
Verslunarfélag Vestur-Skaftfell-
inga og arftaka þess, Kaupmanna-
verslanir í Vík og sveitaverslanir
í byijun aldar og síðar. Að lokum
er ítarlegur kafli um verslunar-
hætti Öræfinga allt frá því á 17.
öld og viðskipti þeirra við verslan-
ir í Vík.
Bókin er 456 bls. að stærð og
hana prýða um 670 ljósmyndir
sem fæstar hafa birst áður.
Bókin verður send í póstkröfu
til áskrifenda en þeir geta einnig
vitjað hennar hjá Björgvin Salóm-
onssyni, 'Skeiðarvogi 29, Reykja-
vík.
-----» ♦ ♦----
Athugasemd
Morgunblaðinu barst í gær svo-
hljóðandi athugasemd frá Þór-
unni Sigþórsdóttur, sem er
frambjóðandi í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Hafnarfirði:
„Vegna prófkjörs Sjálstæðis-
manna í Hafnarfirði var óskað
eftir að frambjóðendur sendu inn
upplýsingar um sjálfa sig til bæjar-
blaðsins Hamars. í textanum sem
ég sendi frá mér stóð að ég stund-
a,ði nám í hagfræði við Háskóla
íslands, en hann birtist í blaðinu
undir litmynd af frambjóðandan-
um var hann orðinn að hagfræð-
ingi. í Morgunblaðinu í gær eru
birtar myndir af öllum frambjóð-
endum í prófkjörinu í Hafnarfirði
með sama texta. Af tillitsemi við
Ara fróða, skólasystkin mín og
kennara, skal það því áréttað að
ég er ekki fræðingur í einu eða
neinu, heldur nemi í H.Í., sem og
í Söngskólanum í Reykjavík.“
Höföar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
TOYOTA kynnir festingu
fyrir hlut sem VOLVO
kynnti árid 1972
- Barnabílstól í framsæti.
Volvo kynnti árið 1972 hlut sem margoft
hefur orðið fyrirmynd annarra - barnastól
sem snéri baki í mælaborðið.
TÍL Aö AUKA ÖRYGGI
BARNA ÞINNA í BÍLNUM
DUGAR EKKERT MINNA
EN ÁRATUGA REYNSLA
OG RANNSÓKNIR.
volvo LLi
BRIMBORG
BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST!
Volvo kostar frá 1.498.000 kr. staðgreitt kominn á götuna.