Morgunblaðið - 22.01.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994
15
Arna Sigfússon í 2. sæti!
eftir Margréti
Theodórsdóttur
Mörg stórfelld framfaraskref
hafa verið tekin í skólamálum Reyk-
víkinga á síðasta kjörtímabili undir
farsælli forystu Áma Sigfússonar.
í skólum Reykjavíkur eru í vetur
um 14 þúsund nemendur og fjöl-
margir starfsmenn. Það er því aug-
ljóst að umbætur í skólamálum
tengjast beinlínis daglegu lífi stórs
hluta Reykvíkinga því allir þessir
nemendur og starfsmenn skólanna
tilheyra auðvitað ijölskyldum og
það er kunnara en frá þurfi að segja
áð góður vinnustaður bama og full-
orðinna skiptir miklu máli hvað
varðar heill þeirra og hamingju.
Einkunnarorðin sem unnið hefur
verið eftir em: Reykjavík á að hafa
forystu í skólamálum sem og öðrum
góðum málum. Mikil ábyrgð fylgir
þessu keppikefli en Árni hefur sýnt
mikla burði til þess að bera þá
ábyrgð. í þessu felst ekki einungis
það að tryggja sem best að lög-
bundnum verkefnum sé skilað held-
ur ekki síður að leitast við að hafa
góða framtíðarsýn og leyfa sér að
hugsa hátt og róa síðan að því öllum
árum að hinar ýmsu hugmyndir
verði að vemleika. Þá er ég ekki
bara að tala um steinsteypu, tækja-
kost, aðstöðu af ýmsu tagi eða ann-
að sem tengist ytri ramma skóla-
starfsins — heldur ekki síður að
„Til vitnis um nútíma-
leg vinnubrögð Árna er
að hafin er tilraun um
gæðamat í skólum
borgarinnar.“
taka upp ýmsar nýjungar sem bein-
ast að því að hlúa að Uppeldisþætt-
inum í skólastarfi.
Heilsdagsskólaverkefnið er geys-
iumfangsmikið og margþætt, bæði
í undirbúningi og framkvæmd. Við
stjóm þessa verkefnis hefur Áma
tekist að hrífa starfsmenn skóla
með sér, sýnt góða skipulagshæfi-
leika og fylgt málum vel eftir. Þetta
verkefni felur í sér að hver skóli
þarf að sýna frumkvæði — og leit-
ast við að bjóða nemendum og for-
eldrum í hverfum borgarinnar upp
á nýtt skipulag, sem er sérstakt í
hveijum skóla fyrir sig. Þetta tæki-
færi hlýtur að vera kærkomið, nú
á tímum óska um aukið sjálfstæði
skóla og að hver skóli eigi mögu-
leika á að hafa meiri fjölbreytni í
sínu skólastarfi, í takt við þá skóla-
stefnu sem hver skóli setur sér.
Með öðmm orðum, skólar hafa nú
betra tækifæri til að skapa sér sér-
stöðu/sjálfstæði. Gaman!
Marga jákvæða þætti má nefna
sem tengjast heilsdagsskólanum:
Öryggi nemenda hefur áukist;
ferðum til og frá skóla fækkar og
foreldrar vita af barninu sínu á
ömggum stað meðan á skóladegin-
um stendur.
Foreldrar geta nú tekið þátt í að
skipuleggja skóladaginn að nokkm
leyti með ungviðinu sínu. Með því
móti getur sambandið við skólann
orðið sterkara og nánara.
Starfsmenn skóla fá fleiri tæki-
færi til þess að kynnast nemendum
sínum við fjölbreyttari iðju.
Aukin þörf fyrir starfsmenn
skóla hefur einnig komið sér vel á
tímum atvinnuleysis.
Heilsdagsskólinn hófst sem til-
raunaverkefni á síðasta vetri með
þátttöku fimm skóla en í vetur em
allir borgarskólamir þátttakendur,
nema einn. Um 2.000 nemendur
hafa verið þátttakendur í vetur.
Má segja að þessi fjöldi sé meiri
en björtustu vonir fólu í sér. Áfram
verður haldið að þróa þetta verk-
efni — og árangurinn markvisst
metinn.
Það markmið að gera skólana
einsetna hefur þótt nokkuð lang-
sótt. Árni hefur lagt á það mikla
áherslu að leita leiða til þess að flýta
fyrir langþráðu takmarki. Þegar er
ljóst að á þessu ári bætast skólar
í hóp þeirra einsetnu, góðu heilli,
með nýtingu lausra kennslustofa
m.a. og markvisst verður unnið
áfram að því að stika stórum í átt
að einsetningu.
Af sama eldmóði vann Árni ötul-
lega að því heillaskrefi að skólar
Margrét Theodórsdóttir
Reykjavíkur tölvuvæddust svo um
munaði. Ráðist var í þetta verkefni
í tveimur áföngum: Tölvuverum var
fyrst komið upp í þeim skólum sem
hafa unglingastig en síðan í skólum
yngri bama. Einnig var samið um
tengingu allra skóla borgarinnar
við tölvukerfi Menntanetsins svo-
nefnda. Sú tenging býður upp á
fjölmarga möguleika fyrir bæði
nemendur og kennara, á íslandi
sem í öðrum löndum.
Gott, betra, best...
Fleira til vitnis um nútímaleg
vinnubrögð Árna er að hafin er til-
raun um gæðamat í skólum borgar-
innar undir forystu skólamálaráðs.
Hér er um mjög forvitnilegt við-
fangsefni að ræða á sviði skóla-
mála. Hugmyndafræði og aðferðir
gæðastjórnunar geta svo sannar-
lega nýst í skólastarfi og það verð-
ur spennandi að fýlgjast með næstu
skrefum gæðastjórnunar í grunn-
skólum borgarinnar. Þekking Árna
á stjórnun og nútímalegum vinnu-
brögðum á því sviði hefur tvímæla-
laust opnað fyrir þennan farveg inn
í skólana.
Það hefur hvorki ríkt lognmolla
né deyfð í skólamálaráði þessi fjög-
ur ár. Þvert á móti hafa ráðsmenn
smitast af athafnagleði Áma, vilja
hans til þess að gera vel og bæta
skólastarfið í borginni. Fyrir hendi
hefur verið áhugi, opinn hugur og
framkvæmdagleði. Eins og fram
kemur hér á undan hefur margt
snúist til betri vegar í skólamálun-
um að frumkvæði Áma. Þó er fjöl-
margt ótalið. Það hefur verið gam-
an að kynnast vinnubrögðum hans
og festu, samviskusemi og getu til
þess að fylgja málum vel eftir. Það
sama gildir um kynni mín af Árna
sem borgarfulltrúa sl. fjögur ár.
Hann er traustur athafnamaður
með mikinn áhuga á málefnum
Reykvíkinga og er auk þess dreng-
ur góður.
Eg gef honum mín bestu með-
mæli á vettvangi TíoVgarmálanna
og styð heils hugar brautargengi
hans í 2. sætið í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í lok mánaðarins.
Höfundur er skólastjóri og
varaformaður skólamálaráðs
Reykjavíkur.
Valgerður í eitt af
þrem efstu sætum
eftir Helgu
Ingólfsdóttur
Dagana 29. og 30. janúar nk. fer
fram opið prófkjör sjálfstæðismanna
í Hafnarfirði. Fjölmargir hæfir fram-
bjóðendur eru í kjöri en þó vil ég
vekja sérstaka athygli á Valgerði
Sigurðardóttur sem stefnir að kjöri
í 3. sæti í prófkjörinu.
Valgerður er fædd árið 1953. Eig-
inmaður hennar er Friðbjörn Björns-
son og eiga þau þijár dætur og tvö
barnaböm.
Valgerður hefur gegnt fjölmörg-
um trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn sl. 20. ár Hún sat S stjórn
Kvenréttindafélags íslands frá árinu
1985 til 1992 sem fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins. Hún starfaði í jafnréttis-
nefnd Hafnarfjarðar í átta ár, þar
af fjögur ár sem formaður. I átta
ár hefur Valgerður verið stjórnar-
kona í Vorboða, félagi sjálfstæðis-
kvenna í Hafnarfirði, og sl. þijú ár
„Valgerður hefur sýnt
það og sannað að hún
er verðugur fulltrúi
sjálstæðisfólks í bæjar-
stjórn.“
formaður félagsins. Einnig hefur
hún setið í stjórn Fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Hafnarfirði og í
kjördæmisráði Reykjanesskjördæm-
is. Síðasta kjörtímabil hefur Val-
gerður setið sem varamaður í hafn-
arstjóm Hafnarfjarðar en höfnin og
starfsemi hennar er eitt aðaláhuga-
svið Valgerðar, en hún og maður
hennar hafa rekið fiskverkum hér í
Hafnarfirði í nokkur ár.
Sjálf hef ég átt þess kost að starfa
með Valgerði í stjórn Vorboða sl.
þijú ár og hef þar kynnst mannkost-
um hennar og starfsgleði. Valgerður
hefur sýnt það og sannað að hún
er verðugur fulltrúi sjálfstæðisfólks
Helga Ingólfsdóttir
í bæjarstjórn og mun starfa þar af
heilindum fyrir alla bæjarbúa nái
hún kjöri.
Til þess að geta teflt fram breiðum
lista sem endurspeglar íbúa bæjarins
í bæjarstjórnarkosningunum í vor
er nauðsynlegt að kona skipi eitt af
þremur efstu sætum listans.
Sameinumst um Valgerði í 3. sæti.
Höfundur er gjaldkeri Vorboðans.
Styðjum Pál í annað sætið
eftir Halldór Svein
Rafnar
Kjósum öll Pál Gíslason í 2.
sætið á lista sjálfstæðismanna.
Páll Gíslason læknir er Reykvík-
ingum að góðu kunnur fyrir merk
störf sín í þágu heilbrigðismála,
félagsmála og öldrunarmála
borgarinnar.
Nú æðir breiðfylking fjórflokk-
anna vígreif fram á völlinn í
væntanlegum borgarstjórnarkosn-
ingum. Allir þeir Reykvíkingar sem
styðja vilja núverandi borgarstjóra
og fylgismenn hans til sigurs,
verða að beita blákaldri skynsemi
í væntanlegum átökum.
Mestu sigurlíkur borgarstjórans
byggjast á því að hann eigi ágætis
liðsmönnum á að skipa í væntan-
legum átökum, og þar tel ég Pál
Gíslason lækni einna fremstan í
flokki. Ég hef þekkt Pál Gíslason
í meira en hálfa öld, allt frá því
Halldór Sveinn Rafnar
„Tel ég Pál Gíslason
lækni einna fremstan í
flokki.“
er við urðum samstúdentar frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1943.
Páll Gíslason er drengur góður,
öruggur, varkár og ákveðinn og
hefur verið það alla tíð.
í dag á ég því láni að fagna að
sitja með honum í stjórn Hjúkr-
unarheimilisins Eirar þar sem
borgin og Blindrafélagið ásamt
fleirum vinna saman að merku
máli og lífsnauðsynlegu.
Sem stjómarformaður Eirar
sýnir Páll enn sama dugnaðinn og
útsjónarsemina og þá ódrepandi
seiglu sem einkennir hann í öllum
verkum hans.
Ég skora á alla þá sem vilja sig-
ur núverandi borgarstjórnarmeiri-
hluta, að styðja Pál Gíslason til
setu í öðru sæti listans.
Með von um vissu um væntan-
legan sigur.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Blindnifélngsins.
Breyttar áherslur
— ný vinnubrögð
eftir Ragnheiði
Kristjánsdóttir
Það er gaman að vígja ný mann-
virki, standa að stórum uppákom-
um, klippa á borða og komast í
fréttirnar. En það getur líka verið
nauðsynlegt að vinna góðum mál-
um brautargengi þótt þau komist
e.t.v. ajdrei í sviðsljósið með sama
hætti. í Hafnarfirði er röðin komin
að fjölmörgum verkefnum sem
seint munu vekja þjóðarathygli en
hafa setið á hakanum í alltof lang-
an tíma.
Sú vinna snýst ekki fyrst og
fremst um steinsteypu — heldur
fólk. Hún snýst ekki um nýjungar
heldur viðhald. Hún snýst ekki um
fjáraustur heldur ráðdeildarsemi.
Hún snýst um að fólki líði vel í
fallegum og góðum bæ, hafí at-
vinnu eins og frekast er unnt á
erfiðleikatímum og safni ekki sam-
eiginlegum skuldum vegna rangra
fjárfestinga og fjármálalegrar
óstjórnar.
Framboð mitt í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði er án
stórra upphrópana. Mér þykir hins
vegar vænt um bæinn minn og
vil gjarnan leggja mitt af mörkum
til þess að gera hann enn betri.
Sem kennari í Hafnarfirði og full-
trúi í skólanefnd bæjarins veit ég
eðlilega um ótal verkefni, bæði
stór og smá, sem bætt geta líðan,
öryggi og menntun barnanna og
sem foreldri sé ég ekki síður margt
sem auðgað getur daglegt líf fjöl-
skyldufólks og heimilanna í bæn-
um.
Brýn verkefni í atvinnuupp-
byggingu bíða okkar á allra næstu
misserum. Við Hafnfírðingar höf-
um ekki farið varhluta af erfiðleik-
um stórra fyrirtækja í verktaka-
iðnaði sem skapað hafa fjölda
bæjarbúa atvinnu og þegar físk-
vinnslan hefur að auki dregist
saman jafn hastarlega og raun ber
vitni er óhjákvæmilegt að leita
tafarlaust nýrra leiða. Atvinnu-
leysi eða yfírvofandi missir at-
vinnu er staðreynd á mörgum
heimilum í bænum og það er af-
Ragnhelður Kristjánsdóttir
„Samhliða átaki í at-
vinnumálum er lykilat-
riði að vel sé haldið á
fjármálum bæjarins.“
dráttarlaust forgangsmál að tak-
ast á við þann vanda af ábyrgð
og útsjónarsemi. I þeim efnum
þurfum við að nýta öll þau tæki-
færi sem lífæð athafnalífsins.
Hafnarfjarðarhöfn, hefur upp á
að bjóða og hafa það að auki hugf-
ast að það er fráleitt á öllum svið-
um sem reglan um „stærra fyrir-
tæki — aukinn hagnað" fær stað-
ist.
Samhliða átaki í atvinnumálum
er lykilatriði að vel sé haldið á fjár-
málum bæjarins. I þeim efnurn
þurfa breyttar áherslur og ný
vinnubrögð að koma til. Með
traustan fjárhag að bakhjarli eig-
um við Hafnfirðingar endalausa
möguleika á að gera góðan bæ
enn betri.
Höfundur er kennari og
þátttakandi í prófkjöri
sjálfstæðisnmnna í Hafnarfirði.