Morgunblaðið - 22.01.1994, Page 19

Morgunblaðið - 22.01.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1994 19 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Selljarnarnesi Tólf bjóða sig fram PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fer fram í dag, Iaugardaginn 22. janúar. Kosið verður að Austurströnd 3, frá kl. 10 til 20. Atkvæðisrétt hafa allir fullgildir félagar í sjálfstæðisfélögum á Seltjarnarnesi sem eru 16 ára og eldri. Auk þess þeir stuðningsmenn flokksins, sem hafa kosningarétt í komandi bæjarstjórnarkosningum og undirrita stuðningsyfir- lýsingu við flokkinn. Kjósa skal ákveðinn mann í ákveðið sæti á framboðslistanum með því að tölusetja framan við nöfn manna á kjörseðlinum í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi listann. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu sex frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Boðið er upp á heimakosn- ingu fyrir fatlaða og sjúka sem ekki komast á kjörstað. Jón Hákon Magnússon, fram- kvæmdastjóri, 52 ára, kvæntur Aslaugu G. Harðardóttur og býr á Látraströnd 6. Jón Sigurðsson, bókhalds- og ijárhagsráðgjafi, 43 ára, kvæntur Ingveldi Sveinbjörnsdóttur og býr á.Selbraut 10. Petrea I. Jónsdóttir, ritari, 44 ára, gift Kristni Guðmunds- syni og býr á Vallarbraut 6. Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri, 59 ára, kvæntur Sigríði Gyðu Sigurðardóttur og býr á Miðbraut 29. Sveinn H. Guðmarsson, nemi, 19 ára og býr á Barðaströnd 23. Þröstur Haraldsson Eyvinds, lögreglufulltrúi, 41 árs, kvæntur Sigurlaugu Bjarnadóttur og býr á Bollagörðum 27. Erna Nielsen, húsmóðir, 51 árs, gift Birni Jónssyni og býr á Barðaströnd 11. Guðmundur Jón Helgason, flugumsjónarmaður, 40 ára, kvæntur Lilju Ægisdóttur og býr á Vesturströnd 8. Gunnar Lúðviksson, verslun- armaður, 36 ára, kvæntur Grétu Birgisdóttur og býr á Bollagörð- um 119. Hildur Jónsdóttir, ferðamála- fulltrúi, 45 ára, gift Sigmundi Ríkarðssyni og býr á Melabraut 52. Jens Pétur Hjaltested, rekstrarhagfræðingur, 44 ára, kvæntur Maríönnu Haraldsdóttur og býr á Nesbala 33. Jón Jónsson, kaupsýslumaður, 63 ára, kvæntur Ástríði G. Páls- dóttur og býr að Barðaströnd 25. Jón Hákon Jón Sigurðsson Magnússon Sveinn H. Þröstur Haraids- Guðmarsson son Eyvinds Gunnar Hildur Jónsdóttir Lúðvíksson Ema Nielsen Sigurgeir Sigurðsson Guðmundur Jón Helgason Jens Pétur Hjaltested Jón Jónsson Fræðirit frá Almannavörnum ALMANNAVARNIR ríkisins hafa gefið út fræðslurit um hópslysa- viðbúnað sjúkrahúsa, greiningarsveita og fyrstuhjálparflokka. Rit- inu er dreift endurgjaldslaust til allra sjúkrahúsa, heilsugæslu- stöðva, björgunarstöðva, almannavarnanefnda, lögreglustjóra og annarra þeirra sem málið varða samkvæmt heildarskipulagi al- mannavarna. Þá gefa Almannavarnir ríkisins árlega út yfirlit yfir þjálfun manna í sérhæfðum störfum á sviði al- mannavarna skv. því sem gert er ráð fyrir í heildarskipulaginu. Um er að ræða þjálfun í fimm mismun- andi greinum almannavarna. í skránni kemur fram að staða þjálfunarmála vegna Almanna- varna er sem hér segir en vakin er athygli á að almannavarnaum- dæmi í landinu eru alls 60 talsins: 1. 117 vettvangsstjórar frá 41 almannavarnaumdæmi hafa verið þjálfaðir. 2. 68 flokkstjórar frá 28 al- mannavarnaumdæmum hafa verið þjálfarið í björgunar- og ruðnings- störfum. 3. 188 flokkstjórar frá 36 al- mannavarnaumdæmum hafa verið þjálfarir í fjölda- og félagshjálp. 4. 96 flokkstjórar frá 18 al- mannavamaumdæmum hafa verið þjálfaðir í fyrstu hjálp. Morgunblaðið/B.B. Við Bláalónið MIKIÐ var um að vera við Bláa lónið þegar tökur á kvikmynd Frið- riks Þórs, Cold Fever, fóru þar fram í vikunni. Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Tafir á kvikmynda- tökum vegna bílslyss „OKKUR hefur gengið ágætlega fyrir utan bíislys um helgina. Við lentum útaf í Krísuvík með allt dótið. Enginn meiddist alvarlega en slysið seinkaði okkur um tvo daga,“ sagði Friðrik Þór Friðriks- son, kvikmyndagerðarmaður, þar sem hann var við tökur á nýj- ustu kvikmynd sinni, Cold Fever, í Bláa lóninu á mánudag. Fyrstu atriði myndarinnar voru tekin upp í Japan fyrir áramót. Eftir það var haldið til íslands og hefur verið myndað hér á landi í tæpar tvær vikur. Friðrik sagði að myndað hefði verið á nokkrum stöðum á landinu og í Bláa lóninu færi aðalleikarinn Nasatoshi Nag- ose í bað. í myndinni leikur hann mann sem tekur sér ferð á hendur til íslands til þess að vitja jarð- neskra leifa foreldra sinna. Nasa- toshi er þekktur popptónlistarmað- ur og kvikmyndaleikari í heima- landi sínu, Japan. Aðrir áberandi leikarar í mynd- inni eru Fisher Stevens og Lilly Taylor. Friðrik sagði að Fisher væri sennilega þekktastur fyrir að hafa lengi vel verið fylgisveinn hinnar þekktu bandarísku leikkonu Michelle Pfeiffer. Lilly hefði leikið í myndum eins og Arizona Dreams og Short Cut. Leitað hafði verið eftir íslenskri leikkonu í eitt af stærri hiutverkum myndarinnar en Friðrik sagði að nú hefði verið tekin ákvörðun um að ráða erlenda leikkonu í hlut- verkið. Ekki hefði hins vegar verið tekin endanleg ákvörðun um hver yrði fyrir valinu. Upplýsingaskrifstofa Björgólfs Guðmundssonar Vatnagörðum 28 S 88 30 44 • 88 30 45 Opið 13 - 22. Allir velkomnir! PROFKJÖR SJALFSTÆÐISMANNA 5.- sæi Allar pottaolöntur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.