Morgunblaðið - 22.01.1994, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 22.01.1994, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1993 46 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA „Tökum því sem að höndum ber“ - segir Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, sem segir að það skipti litlu máli hverjir mótherjar íslands í EM verði. í dag verður dregið í riðla í Manchester ÁSGEIR Elíasson, iandsliðsþjálf- ari í knattspyrnu, hefur litlar áhyggjur vegna dráttarins í Evr- ópukeppni landsliða, sem fer fram í Manchester í dag. „Það skiptir ekki miklu máli hverjir mótherjarnir verða — við þurf- um mest að hugsa um sjálfa okkur, að við komum sem best ■»undirbúnir í leiki okkar. Flest þau landslið sem taka þátt í Evrópukeppninni eru sterk. Við tökum því sem að höndum ber og skoðum málið þegar dráttur- inn er yfirstaðinn," sagði Ásgeir í viðtali við Morgunblaðið f gær. Asgeir sagði að allar þær þjóðir sem væru í fyrsta styrkleika- flokki væru með mjög sterk landslið. „Ég vil gjaman sleppa við að fara til Rússland, en væri ekkert á móti því að leika gegn Dönum eða Svíum. Þegar ég skoða annan styrkleika- flokkinn, vil ég vera laus við að fara til austurhluta Evrópu, en gæti vel sætt mig við að fara til Grikklands, jen annars er ég ekkert farinn að spá í hlutina — geri það eftir dráttinn,“ sagði Asgeir. 47 þjóðir taka þátt í forkeppninni Þátttaka í Evrópukeppni landsliða hefur aldrei verið meiri, en alls taka 47 þjóðir þátt. Leikið verður í átta UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur: deild karla: KA-húsið: KA-ÍR 18 Eyjar: ÍBV - Þór 16.30 1. deild kvenna: Vestm’eyjar: ÍBV - Grótta ...kl. 16.30 2. deild karla: Digranes: HK-Fram ...kl. 16.30 Sunnudagur: 1. deild karla: Garðabær: Stjaman-Víkingur.. 20 Höllin: KR-UMFA 20 Kaplakriki: FH-Haukar 20 Körfuknattleikur Sunnudagur: Úrvalsdeild: Borgames: Skallgr. - Valur 16 Stykkishólmur: Snæfell - ÍA 18 Grindavík: UMFG-KR 20 Njarðvík: UMFN-UMFT 20 1. deild karla: Digranes: UBK-ÍS 20 Egilsstaðir: Höttur-Þór 14 Seljaskóli: ÍR-Reynir 20 Mánudagur. 1. deild kvenna: Kennarahásk.: ÍS - ÍR 20 Blak Laugardagur: 1. deild karia: KA-húsið: KA - Þróttur R 14 Hagaskóli: ÍS-ÞrótturN 18 1. deild kvenna: KA-húsið: KA - Víkingur 15.15 Hagaskóli: ÍS-ÞrótturN 1915 Sunnudagur: 1. dcild kvenna: KA-húsið: KA - Víkingur 14 Mánudagur: 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS-HK 20 1. deild kvenna: Hagaskóli: ÍS-HK 21.15 Sund Landsbankamót SH verður framhaldið í Hafnarfirði í dag kl. 10 og á sama tíma á morgun. Borðtennis Hið árlega innanfélagsmót Víkings og Jarls- ins verður í TBR-húsinu á morgun, sunnu- dag, og hefst kl. 11. Skvass Head-mótið í skvassi fer fram í Veggsporti við Stórhöfða um helgina. Mótið hófst í gærkvöldi en verður framhaldið í dag. Um aðra helgi verður keppt í unglingaflokkum. Glíma Þorramót Glímusambands Islands verður haldið að Varmá í Mosfellsbæ á morgun, sunnudag, og hefst kl. 16. £eila '1 kvöld kl. 20 verður mót Nýliða og Keilu- hallarinnar í Öskjuhlíðinni. Frjálsíþróttir Meistaramót íslands í fjölþrautum innan- húss fer fram í dag og á morgun. Keppt er 1 7 íþróttagreinum karla og 6 greinum kvenna. Mótið hefst í Baldurshaga í dag kl. 11 og á morgun kl. 10. Keppni í stangar- stökki og 800 m hlaupi karla og 1.000 m hlaupi kvenna fer síðan fram á Laugar- "vatni á morgun kl. 15. riðlum. Leikið verður í sjö sex þjóða riðlum og einum fimm þjóða riðli í undankeppninni og komast sigurveg- aramir úr hveijum riðli í úrslita- keppnina, ásamt sex þeim þjóðum sem ná bestum árangri í öðru sæti. Síðan leika þær þjóðir sem ná verst- um árangri í öðru sæti í riðlunum — aukaleik á hlutlausum velli um síð- asta lausa sætið. Þess má geta að þegar uppi verður staðið verður árangur gegn fjórum efst liðunum í riðlinum látinn gilta. Þetta er gert til þess að mikið markaregn gegn þjóðum eins og San Marínó og Arme- níu geta ráðið úrslitum um marka- hlutfall. Úrslitakeppninn fer fram í Eng- landi 1996. Þá verða 30 ár síðan heimsmeistarakeppnin fór þar fram. Eins og þá verða sextán þjóðir sem taka þátt í úrslitakeppninni og verð- ur leikið í fjórum Ijögurra þjóða riðl- um á átta keppnisvöllum. Tvær þjóðir komast upp úr hveij- um riðli og þá í átta liða úrslit. Búið er að ákveða, að ef verður jafntefli í leikjum í átta liða úrslitunum, verða þeir framlengdir, en flautaðir af strax og annað liðið skorar í fram- lengingunni. Ef jafnt verður einnig eftir 30 mínútna framlengingu, þá fer fram vítaspymukeppni. Þannig fyrirkomulag hefur verið reynt í keppni yngri knattspymumanna með góðum árangri. Það kemur sterklega til greina að þriggja stiga fyrirkomulagið verði tekið upp í undankeppninni — að sig- ur gefi þijú stig, en jafntefli eitt. Það fyrirkomulag verður í HM í Bandaríkjunum í sumar. Styrkleikaflokkar Breytingar voru gerðar á styrkleikaflokkum EM í gær. Wales var fært í 2. flokk, en Tékkland fært úr flokknum í 3. flokk. Macedonía var fært úr 6. flokk í 4. flokk, en Slóvakía úr 4. flokk niður í 5. flokk og Luxemborg úr 5. flokki í 6. flokk. Styrkleikaflokkamir eru því þannig þegar dregið verður í dag: 1. FLOKKUR: Þýskaland, Frakkland, Rússland, Holland, Danmörk, Sví- þjóð, Ítalía, írland. 2. FLOKKUR: Noregur, Rúmenía, Sviss, Portúgal, Grikkland, Spánn, Wales, Úkraína. 3. FLOKKUR: Búlgaría, Belgía, Skotland, N-írland, Pólland, Ungveija- land, Tékkland, Króatía. 4. FLOKKUR: ísland, Austurríki, Finnland, Litháen, ísrael, Macedonía, Hvíta-Rússland, Georgía. 5. FLOKKUR: Tyrkland, Lettland, Albanía, Kýpur, Malta, Færeyjar, Eist- land, Slóvakía. 6. FLOKKUR: Luxemborg, San Marínó, Lichtenstein, Slóyenía, Moldavía, Armenía, Aserbajdsjan. í Englandi Villa Park, 39.406 áhorfendur Nottingham | Birmingham Borgir sem leikið verður í og keppnisvellir LONDON Wembley, 80.000 áhorfendur Opnunarleikur 8. júní Úrslitaleikur 30. júní SKIÐI / HEIMSBIKARINN Reuter Maier á sigurbraut í Maribor ULRIKE Maier frá Austurríki sigraði í annað sinn í stórsvigi heimsbikarsins á þessu keppnistímabili í Maribor í Slóveníu í gær. Hún var 0,25 sekúndum á undan svissnesku stúlkunni Verni Schneider, sem náði besta tímanum í síðari umferð. TENNIS / OPNA ASTRALSKA Courier stefnir á þrennu Jim Courier hefur tekið stefnuna á þrennu á opna ástralska meistaramótinu, eftir sigur á Svíanum Nicklas Kulti, 6-3, 6-3, 7-6. Curier, hefur ekki tapað tenn- isleik í Melbourn síðan 1991, stefnir að því að verða fyrstur í 27 ár til að fagna sigri á mótinu þijú ár í röð. Hann mætri Wayne Ferriera frá S-Afríku í sextán manna úrslit- um. Bandaríkjamaðurinn Pete Samp- ras, sem vann vinstrihandarmann- inn Stephane Simian frá Frakk- landi, 7-5, 6-1, 1-6, 6-4, mætir Ivan Lendl. Sampras, sem er núm- er eitt á heimsstyrkleikalistanum, hefur komist í sextán manna úrslit í átta stórmótum í röð. Lendl sigr- aði Hollendinginn Paul Haarhuis 4-6 6-2 6-2 6-4. Þess má geta að Lendl var sektaður um 72 þús. ísl. krónur, fyrir að láta línuvörð fá það óþvegið í leiknum gegn Haar- huis. Steffi Graf, sem stefnir á sinn ljórða meistaratitil í Melbourn, lagði Barbara Roittner að velli 6-2 6-4, en Helena Sukova (þrettánda á heimslistanum), sem lék til úr- slita 1989, tapaði, 4-6, 3-6, fyrir frönsku stúlkunni Sandrine Testud, sem er númer 115 á styrkleikalist- anum. URSLIT Körfuknattleikur *» NBA-deildin Leikir aðfararnótt fimmtudags: Minnesota - San Antonio...........93:83 ■Dog West gerði 23 stig fyrir Minnesota. David Robinson var stigahæstur hjá San Antonio að vanda, gerði 25 stig. Denver - Houston...............111:106 ■Reggie Williams gerði 25 stig í tvífram- lengdum leik fyrir Denver. Houston gerði aðeins eina körfu, þriggja stiga, í síðari framlengingunni á móti sjö stigum frá heimamönnum. Otis Thorpe gerði 24 stig fyrir Rockets og Hakeem Olajuwon 22. LA - Lakers - Phoenix..........107:102 ■Þetta var fyrsti NBA-leikurinn í Los Angeles frá því að jarðskjálftamir riðu yfir fyrir viku. James Worthy gerði 14 af 22 stigum sínum í síðari hálfleik og var besti leikmaður Lakers sem hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir þennan leik. Fyrrum leik- maður Lakers, AC Green, var stighæstur í liði Phoenix með 24 stig. Skíði Heimsbikarkeppnin Maribor, Slóveníu: Stórsvig kvenna: Ulrike Maier (Austurríki)......2:28.83 (1:11.44/1:17.39) Vreni Schneider (Sviss).........2:29.08 (1:12.00/1:17.08) Katja Seizinger (Þýskal.)......2:29.31 (1:11.84/1:17.47) Martina Ertl (Þýskal.).........2:29.62 (1:12.80/1:16.82) Anita Wachter (Austurríki).....2:30.21 (1:12.43/1:17.78) Deborah Compagnoni (Ítalíu)....2:30.23 (1:12.33/1:17.90) Christina Meier-Hoeck (Þýskal.).2:30.63 (1:12.76/1:17.87) Heidi Voelker (Bandar.)........2:31.10 (1:12.87/1:18.23) Marianne Kjörstad (Noregi)......2:31.38 (1:13.33/1:18.05) HANDBOLTI Selfyssingar hittast á Hard Rock Café Selfyssingar mæta ungverska fé- laginu Pick Szeged í fyrri viðureign liðanna í 8-Iiða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í Ungveijalandi í dag. Bjarni Felixson, íþróttamaður á ríkisútvarp- inu er með í för og lýsir leiknum beint í útvarpinu. Stuðningsmenn Selfossl- iðsins hér heima ætla að hittast á Hard Rock Café kl. 15 og hlusta á lýsinguna, sem hefst kl. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.