Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994 Hjallabraut 33 - Hf. - þjónustuíbúð Höfum fengið til sölu eina af þessum vinsælu íbúðum fyrir 60 ára og eldri. íbúðin er ca 70 fm og er á 3. hæð, snýr í suður. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Árni Grétar Finnsson hrl., jCm Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hfj., símar 51500 og 51601. Frábært atvinnufyrirtæki Til sölu er mjög sérhæft umboðssölufyrirtæki sem hefur mismunandi vörur til umboðssölu eftir árstíma. Vel staðsett. Hagstæð húsaleiga. Mikil umsvif og vel tölvuvætt. Verð kr. 3,5 millj. og má greiða jafnvel á 10 árum með fasteigna- tryggðum skuldabréfum þar sem fyrsta grejðsla þarf ekki að koma fyrr en eftir 1 ár. Enga sérþekkingu þarf. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRI RTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori . KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. athyglisverðra eigna: Skammt frá Háskólanum Gott einbhús timburhús rúmir 150 fm. Ný sólstofa. Stór ræktuð Ióð m. gróðurhúsi. Skipti mögul. á góðri 3ja herb. íb. í nágr. Bankastræti - úrvalsstaður Stór rishæð 142,8 fm auk þess er mikið rými u. súð. Margs konar breytinga- og nýtingamögul. Mikið útsýni. Tilboð óskast. Verslhæð í sama húsi rúmir 100 fm. Rúmg. kj. fylgir og viðbygg. á baklóð m. bílastæðum. Uppl. á skrifst. Fyrir smið eða laghentan 2ja og 3ja herb. íb. í gamla bænum. Þarfn. nokkurrar endurn. Ennfrem- ur endaraöh. í Smáíbúðahverfi m. 4ra herb. íb. á tveimur hæðum. Innr. frá fyrstu tíð. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Við Háaleitisbraut - hagkvæm skipti 5 herb. endurn. íb. á 4. hæð um 110 fm í suðurenda. Góð sameign. Bílskúr. Fráb. útsýni. Skipti mögul. á minni eign. Einstaklingsíbúð - öll eins og ný 2ja herb. v/Dunhaga 56,1 fm. Sérinng., sérþvaðst. Allar innr. og tæki 2 ára. Stór og góð við Álfheima 3ja herb. íb. á 1. hæð. Sólrík m. sérþvaðstöðu. Sólsvalir. Ágæt sam- eign. Geymsla í kj. Mjög gott verð. • • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margs konar eignaskipti. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASTEI6NASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Garðabær - einbýli Þetta glæsilega hús sem er á einni hæð alls 164 fm býðst þér að kaupa í dag. í húsinu eru 4-5 svefn- herb., heitur pottur og rúmgóðar stofur. Parket. 63 fm bílskúrsplata. Makaskipti vel hugsanleg. Verð aðeins 14,9 millj. Ekrusmári 17 og 19 Loksins getur þú keypt þér eitt af þessum glæsilegu raðhúsum sem standa á besta stað í Kópavogi. Húsin sem eru 117-126 fm á einni hæð með innb. bílsk. verða afhent tilb. að utan og fokh. að innan fljótl. Stærðin 117-126 fm hentar þér og þínum. Verð frá 7,5 millj. hOLl FASTEIGNASALA ® 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæð t.v. Franz Jezorski, lögg. fast.sali. Hringur Jóhannesson _______Myndlist_____________ Eiríkur Þorláksson Undanfarna mánuði hafa verið haldnar átakamiklar sýningar á Mokka, sem á stundum hafa vak- ið mikla athygli og umræðu, sem stærri sýningarstaðir væru sæmdir af. Þó eru ekki allar sýn- ingar Mokka jafn uml'angsmikl- ar; í gegnum tíðina hefur fjöldi listamanna haldið litlar einkasýn- ingar á þessum vinalega stað, og í þeim anda stendur þar nú yfir sýning á nokkrum verkum Hrings Jóhannessonar, sem hann nefnir „Þokur og dalalæður". Þokan hefur xift komið fyrir í myndurn Hrings frá sumartíð í Þingeyjarsýslu, þar sem hin milda sýn landsins mótast af birtu norð- ursins. Hér getur að líta nokkrar litkrítarmyndir, sem listamaður- inn byggir upp litinn á kyrrlátan og markvissan hátt, þannig að látlaust myndefnið — ókennd tún, mýrar og móar — virðist anda frá sér þvf mistri, sem oft liggur við jörðu á sumarkvöldum. Þessar myndir eru örlitlar og draga ekki að sér athyglina við fyrstu sýn, en reynast vandaður vitnisburður um vinnubrögð listamannsins þegar betur er að gáð. Það eru stærri verkin sem draga að sér mestu athyglina. „Þoka við gamla heyið“ (nr. 4) verður til út frá kunnuglegu myndefni listamannsins, heysátu og himninum ofan hennar, en hér er mildara yfirbragð á litunum en í flestum eldri myndum Hrings sem eru svipaðs eðlis. Augaverð- ust er þó án efa myndin „Miðnæt- urþoka hjá vinnustofunni" (nr. 6), þar sem listamaðurinn bland- ar saman úti- og innimynd; í flet- inum sér innan úr rökkvaðri vinnustofu hans á vegg þakinn ýmsum smærri áhöldum og út um glugga til bæjarhúsa and- spænis; á milli ber mjólkurhvíta þokuslæðu baðaða miðnætur- birtu sumarsins, sem fæstir list- málarar ná að grípa á þann sann- færandi hátt sem hér ber fyrir augu. Listsýn Hrings Jóhannessonar tekur ekki stökkbreytingum, heldur. vinnur hann stöðugt að frekari þróun og útfærslu þess sem hann hefur helst kosið að fást við. Því er mikilsvert að skoða verk hans vel hvert sinn sem þau birtast, og hér gefa litk- rítarmyndirnar gestum gott tæki- færi til að sjá hvernig listamaður- inn byggir myndir sínar upp frá hinum smæsta grunni til hinna stærri verka. Sýningin „Þokur og dalalæð- ur“ stendur til sunnudagsins 6. febrúar, og mun því gefa Mokka vinalegt yfirbragð enn um sinn. Gítartónleikar _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Kristinn H. Arnason gítarléikari hélt tónleika í Seltjarnarneskirkju sl. laugardag. Á efnisskránni voru verk eýtir Narvaez, Tárrega, J.S. Bach, Brouwer, Granados og Barr- ios. Kristinn er leikinn gítaristi, ræður yfir góðri tækni og fallegum tóni. Auk þess býr í leik hans sterk tilfinning fyrir hendingamótun og þar með formgerð verkanna, sem kom hvað skýrast fram í E-dúr svítunni eftir Bach, sem var í heild, þó að undanteknum Loure-kaflan- um, mjög vel leikin, sérstaklega þeir tveir síðustu. E1 Decameron Negro eftir Leo Brouwer var eina „nútímaverkið" og er það um margt skemmtilega samið en fremur laust í formi, eins konar röð af tónhugmyndum, sem ekki mynda nógu sterkan sam- felldan tónbálk, nema helst í síð- asta kaflanum, ballöðunni, sem 51500 Hafnarfjörður Hvassaberg Glæsil. ca 220 fm tvíl. einbh. auk bílsk. Mögul. á tveimur íb. Hjallabraut - þjónustuíbúð Góð 2ja herb. þjónustuíb., fyrir Hafnfirðinga 60 ára og eldri, á 4. hæð ca 63 fm. Áhv. byggsj. ca 3,2 millj. Verð 7,8 millj. Skipti mögul. Álfaskeið Góð ca 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í þríbýlishúsi. Klettagata Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í tvíbýlishúsi auk bílskúrs. Geta selst saman. Arnarhraun Góð 5 herb. íb. á 3. hæð í þríb- húsi ca 136 fm. Sérinng. Áhv. ca 1,5 millj. Lindarhvammur Glæsil. efri sérhæð ásamt risi ca 140 fm. Mikið endurn. Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn- arfirði ca 200-300 fm. Drangahraun Til sölu og/eða leigu bifreiða- verkstæði í eigin húsnæði. Nán- ari uppl. á skrifst. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hœö, Hfj., símar 51500 og 51601. V ✓ hvað varðar tónrænt innihald er í raun sætt dægurlag. Það þarf tölu- verða tækni t.d. fyrir annan kafl- ánn, Flótta elskendanna, og hann lék Kristinn mjög vel. Lögi eftir Tárrega, mazúrka, tvær prelúdíur og Alhambra-lagið fræga, eitt lag eftir Granados og annað eftir Barrios, sem öll teljast til hefðbundinna gítarverka, voru mjög vel leikin. Kristinn, sem hef- ur haslað sér völl meðal okkar bestu gítarleikara, ber fram í leik sínum einhver þau tilfinninga- skilaboð, sem gefa verkunum sér- kennilegan og persónulegan blæ, eitthvað sem ekki verður skilgreint eða búið til og er örfáum gefið að tjá. Með öðrum orðum, það bjarmar á eitthvað stórt í leik Kristins, sem gerir leik hans sér- stæðan, stundum gæddan einsemd Nýjar bækur ■ Komið er út 6. bindið í flokkn- um Málfræðiranpsóknir. Það nefnist Getið í eyðurnar. Um eyður fyrir frumlög og andlög í eldri íslensku, og er eftir Þóru Björk Hjartardóttur cand. mag. í þessu riti eru teknar til athugun- ar setningar sem innihalda vísandi nafnliði, svokallaða rökliði, án hljóðforms. í nútímaíslensku eru slíkir liðir almennir í frumlags- stöðu tengdrar aðalsetningar ef frumlag fyrri setningarinnar vísar til hins sama. Á eldri málstigum íslensku giltu aðrar og rýmri regl- ur um vísandi nafnliði án hljóð- forms og eru rannsóknir á því meginviðfangsefni þessa rits. Niðurstöður eru þær helstar að vísandi liðir án hljóðforms hafi verið mun fjölbreyttari og önnur skilyrði gilt um þá í íslensku allt fram á 18. öld en nú er. Einnig Tímarit Húnvetningur, Ársrit Húnvetn- ingafélagsins í Reykjavík 1993, er kominn út. Meðal efnis er sér- stakur þáttur um Breiðabólstað í tilefni hundrað ára vígsluafmælis kirkjuhússins. Höfundur hans er séra Ágúst Sigurðsson á Prest- bakka. í ávarpi ritnendar Hún- vetnings segir um Breiðabólstað að tvennt sé það sem geri sögu Breiðabólstaðar merkilegri en annarra staða á landinu: „Þar var hluti þjóðveldislaganna, vígslóði, fyrst skráður og þar var fyrsta Kristinn H. Árnason og trega, sem á sér marga snerti- fleti hjá þeim sem á hlýða. að þær kenningar sem efniviður- inn er borinn að geti ekki skýrt eðli þessa fyrirbæris í eldri i's- lensku til hlítar. Því er gerð tilraun til endurskoðunar á nokkrum at- riðum í þessum kenningum svo að heimfæra megi þær upp á ís- lenska efniviðinn. Útgefandi er _ Málvísinda- stofnun Háskóla íslands. Ritið er 132 blaðsíður og fáanlegt í öllum helstu bókabúðum en einnig er hægt að panta það hjá Málvísindastofnun. ■ Stofnaður hefur verið sér- stakur bókaklúbbur sem nefnist Nýjar metsölubækur. Klúbbur- inn hefur þegar sent frá sér eftir- taldar bækur: Á valdi vitna eftir William J. Coughlin, Austan við sól I-II eftir Barbara Bickmore og Dóttir foringjans eftir Nelson Demille. Fyrir klúbbfélaga kostar hver bók 995 krónur og á inn- göngutilboði 495 krónur. prentsmiðja á landinu." Grein er eftir Jón Torfason um upphaf byggðar á Blönduósi, minnst er Jóns Lárussonar kvæða- manns og birtir kaflar úr æviminn- ingum Fritz Henrik Berndsen. Ólafur Jónsson gluggar í niðjatal Jóns rauðbrota og Arinbjörn Árna- son á nokkur minningarorð úr lífi og starfí Þóru Jóhannsdóttur á Bergsstöðum. Margt annað efni er í Húnvetn- ingi, fróðleikur og ýmsir þættir. Ritnefnd skipa Björn Þ. Jóhannes- son, Jón Torfason og Ragnar Ágústsson. Ritið sem er 143 blað- síður er unnið í Prentsmiðju Hafn- arfjarðar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.