Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994 Reykvíkingar virða sam- stöðu, staðfestu og framsýni eftirÁrna Sigfússon í umróti íslenskra stjórnmála fínn- um við landsmenn best hversu mikil- vægt er að viðhorf staðfestu og fram- sýni séu betur virt. Flokkadrættir, um srmestu jafnt sem stærstu mál, skaða ísland meira en nokkur afla- brestur. Þetta kemur skýrt fram í landsmálum og mörg bæjarfélög eru illa særð eftir víg og samstöðuleysi þeirra sem eiga að stjóma. Slíkan skaða hafa Reykvíkingar jafnan reynt að forðast þegar kemur að nánasta umhverfi þeirra í stjórn borgarmála. Nýjar kynslóðir hafa borið með sér skilaboð hinna eldri um að sú staðfesta og bjartsýni sem ríkt hefur í stjóm borgarmála séu afar mikilvæg forsenda í framtíðar- mynd Reykjavíkur og íslands. í þeirri mynd erum við íslendingar sterkefn- aðir í heilbrigðu umhverfi sem við emm stolt af. „Sundurleitir stjórnmála- flokkar á vinstri kanti stjórnmála, sem oft hafa opinberað illilega ágrein- ing sinn í borgarstjórn og borgarráði og hafa sjaldnast náð saman á Alþingi, gefa nú til kynna að þeir geti sameinast um það eitt að fella sjálfstæð- ismenn í Reykjavík.“ Framtíðin byggist á landi hrein- leikans. Landi þar sem hæfir stjóm- endur fyrirtækja, landsmála og bæj- arfélaga hafa tekið höndum saman til þess að skapa og nýta hina sterku ímynd hreinnar náttúru, orku og af- urða til þess að skapa fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir og önnur fyrir- tæki. í því umhverfi er menntun mikils virði. Hún verður okkur einnig mikilvægur farmiði inn í framtíðina. Hjá okkur búa miklir möguleikar sem við þurfum að virkja. Ef íslensk þekk- ing í heilbrigðisþjónustu, vatns- og varmaorku og sjávarútvegi er virkjuð með öflugum rannsóknum og eftir- fylgni til framkvæmda, munum við án efa ná að skapa ný og vel launuð störf. Okkur verður kleift að selja fágæta þekkingu og vörur og þjón- ustu sem byggja á sérstöðu íbúanna. Til þess að þetta verði að veruleika þarf samstilltan hóp, sem kemur heiðarlega fram. Reynslan hefur kennt okkur að forðast samsteypur stjómmálaflokka. Þetta reyndu borg- arbúar 1978-1982 þegar fjórir vinst- riflokkar stýrðu borginni. Þeir sem ekki þekkja þann tíma ættu að spyrja þá sem það gera. Ágreiningur og aðgerðaleysi voru einkunnarorð þess- ara tíma í Reykjavík. Framundan er prófkjör sjálfstæð- Árni Sigfússon ismanna í Reykjavík. Prófkjörsbar- áttan hefur verið heiðarleg. Við sjálf- stæðismenn munum ekki sundrast í margar fylkingar, þótt við höfum valið það viðkvæma.tæki sem próf- kjör er, til vals á mönnum. Það mun best sýna borgarbúum að samhentur hópur, undir forystu Markúsar Arnar Antonssonar, er fær um að leiða höfuðborgina til áhugaverðrar fram- Aukum ábyrgð einstaklinganna eftir Björgólf Guðmundsson í fyrri grein rakti ég í grófum dráttum sóknarfæri í áætlun um að útrýma atvinnuleysi í Reykjavík. Áður en ég ræði lýðræðismálin vil ég bæta við um atvinnumálin: Meðal frekari verkefna sem ég rakti í þeirri grein, og bíða aðhlynn- ingar borgarinnar, framkvæmdar og hugvits athafnamanna, er að vinna út frá framtíðarhlutverki ís- lands milli Evrópu og Ameríku. Þessi landfræðilega staða landsins og efnahagslega nýja staða með EES gera einkar fýsilegt að setja hér upp erlendar samsetningarverk- smiðjur og þjónustufyrirtæki. Þann- ig verður hin mikli styrkleiki íslands vegna staðsetningar landsins vel nýttur. Möguleikamir eru gífurlegir á þessu sviði. Ég hef starfað erlend- is og þekki áhuga útlendinga á þess háttar af eigin raun. En hér verður að koma til raunvemlegur vilji þeirra, sem borginni stjóma, hug- kvæmni og örvun að laða hin er- lendu fyrirtæki hingað. En aðalat- riðið í þessum efnum er þó rétt markaðshugsun og sölumennska af hendi fyrirtækjanna sjálfra, stórra sem smárra. Atvinnuleysi leiðir af sér margvís- legar hremmingar og ákveðið rót- leýsi sem í okkar samfélagi hefur magnað vímuefnavandann og of- beldi er sorglega mikið í borginni. Ég vil að við tökum á þeim málum af miklum krafti á næstunni og hef ákveðnar hugmyndir þar um, sem ég byggir á reynslu minni og þekk- ingu vegna starfa minna á þessum málum hér á landi og erlendis. Um leið og við þurfum að útvega þúsundir nýrra starfa verðum við að nýta betur fjármuni en við höfum „Ég- vil virkja borgar- ana, minni miðstýr- ingu.“ oft gert. Ekki sóa peningum eins og ég óttast að endurbygging Korp- úlfsstaða gæti kostað. Er ekki hugsanlegt að listamaðurinn leyfði sölu á einhveijum hluta listaverka- safnsins og andvirðið yrði notað til að fjármagna þær viðgerðir sem þarf að gera á Korpúlfsstöðum? Þannig væri hægt að hnýta saman listalíf og atvinnulíf með gjöfulum hætti fyrir borg og þjóð. Við verðum að finna arðbær störf. Því miður er yfirleitt einfaldara að búa til óarðbær störf, skammtímala- usnir, til dæmis að mála götur, en slíkt skilar engu í þjóðarbúið. Það vantar ný störf og þess vegna verð- um við að þjálfa sölumenn erlendis til að skapa störf hér heima eins og ég rakti fyrri grein. Uppi hafa verið hugmyndir um að þenja út yfirráðasvæði borgar- innar. Af hveiju þarf Reykjavík að eftirHelgu Jóhannsdóttir Það er talið að tjón af völdum umferðaróhappa í Reykjavík nemi allt að fímm milljörðum króna á ári. Þetta samsvarar um þrettán milljón- um króna dag hvem. En nú berast fréttir af því að skera eigi niður fram- lag ríkisins til Reykjavíkurlögregl- unnar um tæplega 60 milljónir króna á þessu ári. Viðleitni til niðurskurðar í yfírstjórn dómsmála, t.d. með fækk- un sýslumanna, var kveðin í kútinn á Alþingi í haust og afleiðingin er þessi samdráttur sem bitnar á þeirri löggæslu sem snýr beint að borgur- unum og fyrirbyggjandi aðgerðum, Björgólfur Guðmundsson stækka? Meiru skiptir fyrir borg- arbúa að draga úr miðstýringu en stækka landsvæði sveitarfélagsins. Fólkið þarf að fá að ráða meiru. Þess vegna er nær að efla hverfalýð- sem geta sparað hundruð milljóna króna með því einu að fækka umferð- aróhöppum um nokkur prósent. í miklum umræðum um löggæsluna í Reykjavík vegna miðborgaróeirða kom fram að það væru takmörk fyr- ir því hve langt væri hægt að ganga í niðurskurði til löggæslu, jafnvel þótt áraði illa í þjóðarbúskapnum. Tíðindin úr miðborginni voru iil, en tjónið þar er þó aðeins brot af þeim fórnum sem umferðin krefst. Þvert ofan í þessa umræðu um aukna lög- gæslu á nú að skera niður framlög til löggæslumála. Hvar ætla menn að skera? Mannaflinn er þegar í lág- marki. Dæmi: í umferðardeild lög- reglunnar í Reykjavík eru átta menn á vakt hveiju sinni, sem fást við umferðarmálin í borginni, aðhald, leiðbeiningar, umferðarfræðslu o.s.frv. á svæði með sextíu þúsund ökutækjum. Ég spyr: Ætlum við, að láta skera þetta niður? Annað dæmi: Biflijólum lögreglunnar hefur á síð- ustu árum fækkað úr fímmtán í átta. Á að skera þetta enn meira niður? Þriðja dæmið: Eftirlit vegalög- reglu hefur verið dregið saman um 75 prósent á síðustu árum á sama tíma og slysum með meiðslum á þjóð- vegunum hefur fjölgað um 120 pró- sent. Nú. eru tveir vegalögreglubílar í notkun. Á að skera hér enn meira niður? Rökin voru þau, að verkefni ræði í borginni. Þar eru miðstöðvar fóiksins; skólarnir, kirkjurnar, íþróttafélögin og íbúasamtökin, m.ö.o. vettvangur fólksins að takast á hendur meiri ábyrgð. Hugmyndir um að stækka Reykjavík að óbreyttu þýða meiri miðstýringu sem er auðvitað þvert á það sem menn vilja gera á vett- vangi ríkisvaldsins, þar sem hug- myndir hafa verið um að draga sam- an seglin og flytja stofnanir út á land. Auðvitað er fjöldi verkefna sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að vinna saman að. Slík hag- kvæmnisverkefni á að framkvæma á jafnréttisgrundvellí með fijálsum samningum allra aðila. Ég vil virkja borgarana, minni miðstýringu. En samtímis vil ég auka ábyrgð einstaklinganna, auka vald þeirra á eigin málum. Við vilj- um meira lýðræði í Reykjavík. Við skulum vinna saman. Höfundur er í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn vegna borgarstjórnarkosninga. „Með fyrirbyggjandi aðgerðum má fækka umferðarslysum og spara samfélaginu ómældar fjárhæðir og koma í veg fyrir þján- ingar og missi sem ekki verður metinn til fjár. Sameining sveitarfé- laga og aukin samvinna þeirra gæti snúið hér vörn í sókn.“ þeirra skyldu færð inn í umdæmin, en vegna niðurskurðar hafa heima- menn ekki tök á að sinna þessu. Sem dæmi má nefna, að á einu löggæslu- svæðinu á Suðvesturlandi getur lög- reglan ekki einu sinni farið milli helstu þéttbýliskjarna svæðisins vegna „kílómetrakvóta". Annars staðar getur lögregla stundum ekki sinnt aðkallandi útköllum vegna þess að vinnustundakvótinn er fylltur. í störfum mínum að málum fatlaðra hef ég séð fjölda fólks á besta aldri bætast í þann hóp af völdum umferð- arslysa. Þau verða því miður ekki upprætt, en með fyrirbyggjandi að- Færri en átta menn með sextíu þúsund bíla? tíðar fyrir borgarbúa, smáa sem stóra. í framhaldi af prófkjöri sjálfstæð- ismanna hefst barátta við fjóra flokka, sem líklegt er að leiki enn á ný „samstarfsleikinn" sinn. Fjórum sinnum áður hefur samstarf verið reynt en sprungið í andlit Framsókn- ar, Krata, Alþýðubandalags eða Kvennalista, nokkrum mánuðum eða vikum fyrir kosningar. Nú virðist ætla að takast að lengja svo í sprengjukveiknum að hann springi fremur eftir kosningar en fyrir. Sundurleitir stjórnmálaflokkar á vinstri kanti stjórnmála, sem oft hafa opinberað illilega ágreining sinn í borgarstjórn og borgarráði og hafa sjaldnast náð saman á Alþingi, gefa nú til kynna að þeir geti sameinast um það eitt að fella sjálfstæðismenn í Reykjavík. Samtök sem stofnuð voru í nafni kvenréttinda og jafnrétt- is hyggjast taka að sér að leiða hina gamalgrónu andstæðinga. Markmið- ið er að fella okkur sjálfstæðismenn og þau verk sem ég eða aðrir sam- starfsmenn mínir hafa leitt. Þessir flokkar gefa nú til kynna að þeir muni, eins ólíkir og þeir eru, og eins ólíkir og frambjóðendur þeirra eru, ætla að ná fullu samstarfí í íþrótta- málum, skólamálum, dagvistarmál- um, kirkjumálum, skattamálum og lóðamálum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ég læt þér eftir að meta, les- andi góður, hvort þú telur að fram- tíð Reykjavíkur næstu fjögur ár verði betur borgið í höndum þeirra en okk- ar sjálfstæðismanna. Forystumálefni mín á þessu kjör- tímabili hafa aðallega tengst upp- byggingu í fræðslumálum, heilsdags- skóla, atvinnumálum og málefnum Borgarspítala. Ég hef verið hvata- maður hugmynda sem bæði er ætlað að byggja upp sterka framtíð- armöguleika okkar um leið og reynt er að forða sem flestum frá atvinnu- leysinu. Ég hef fullan hug á að standa áfram að öflugri uppbyggingu á þeim sviðum sem ég hef hér nefnt og tel mig hafa öðlast dýrmæta reynslu til þess að vinna vel fyrir Reykvíkinga. Til þess þarf Sjálfstæðisflokkurinn meirihlutastuðning í vor. Prófkjör okkar er fyrsta skrefið. Mikilvægt er að sjálfstæðismenn taki þátt í því og að samhentur hópur leiði síðan Sjálfstæðisflokkinn til endurnýjaðs meirihluta í borgarstjórnarkosning- unum í maí. Ég býð mig fram í 2. sætið á lista flokksins. Höfundur er einn af borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna. Helga Jóhannsdóttir gerðum má fækka umferðarslysum og spara samfélaginu ómældar fjár- hæðir og koma í veg fyrir þjáningar og missi sem ekki verður metinn til fjár. Sameining sveitarfélaga og auk- in samvinna þeirra gæti snúið hér vörn í sókn. Það mál leysist best með frumkvæði samstillts meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er hægt, alveg eins og það var hægt að byija að borga heimavinnandi fólki þrátt fyrir vantrú minnihlutans á að nokkur tímann rynni króna til þess. Höfundur er í umferðarnefnd Reykjavíkur og í Umferðarráði og er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. > > > > > > > > > > > > >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.