Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994
Farsi
Ef þú gleymir öllu þegar þú
drekkur, vildirðu þá vera svo
vænn að borga fyrirfram?
Með
morgunkaffinu
Við erum að fara í frí. . .og
datt í hug hvort þú. . . nei
annars, gleymdu því.
Ast er...
. .. að losna ekki við hann
úr huga þér.
TM Reg. U.S Pat Oft,—ail rights reserved
® 1994 Los Angetes Tknes Syndicate
HÖGNI HREKKVÍSI
JUwrgtitiM&Mfe
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
y
Slæm lífsreynsla á sjúkrahúsi
Frá Margréti Jónsdóttur:
ÉG VAR búin að vera veik og þjást
mikið. Ég leitaði til margra lækna.
Þeir voru elskulegir og létu mig hafa
ótal lyf, sem hlutu að laga þetta. En
batinn lét standa á sér og þetta virt-
ist versna heldur en hitt. Ég vildi
leggja á mig mikið erfiði til að láta
rannsaka þetta. Það var ekkert
sjúkrahús þar sem ég átti heima svo
ekki var um annað að ræða en fara
þangað sem fullkomið sjúkrahús var.
Nú er ég hér á stóru sjúkrahúsi með
valið læknalið. Það er búið að gera
aðgerð á mér. Mér líður, já hvað skal
segja, líklega bara vel. Ég býst við
að það yrði sagt, ef spurt væri um
mig. Ég ligg hér á stofu með tveimur
konum. Lagleg hnáta er að búa okk-
ur undir nóttina. Hún skilur eftir
dauft ljós þegar hún fer. Hún mætir
yfírlækninum í dyrunum. Hann horfír
djúpt í augu hennar um leið og þau
mætast, eins og maður sem er að
dauða kominn af þorsta starir í upp-
sprettulind. Konuefni hans, hugsa ég,
og þó. Margir læknar eru svona elsku-
legir í aðra röndina. Yfírlæknirinn
gengur inn með rúmi mínu, sem er
fremst. Hann talar ekki við mig, virð-
ist ekki vita að nokkur sé í því rúmi,
þó búið væri að gera stóra aðgerð á
mér og mér væri bannað að hreyfa
mig. Hann talaði nokkur orð við kon-
una í innsta rúminu, fór svo og leit
hvorki til hægri né vinstri, bauð ekki
einu sinni góða nótt. Jæja, engan var
við að sakast nema þá sjálfa mig, þó
mér liði ekki sem best, þá vildi ég
láta gera þessa aðgerð og það var allt
í lagi ef það bar árangur.
Læknar og hjúkrunarlið hugsa
ekki, eða virðast ekki hugsa út í það,
hvað sjúklingum er það mikils virði
að þeim sé sýnd ofurlítil samúð. Eitt
hlýlegt orð eða lítið bros getur létt
fargi af hrelldum huga. Þar sem ég
lá þama í þessum hugleiðingum, dálít-
ið undrandi yfír hugsunarleysi læknis-
ins, opnuðust dymar og inn kom
hjúkrunarfræðingur. Hún var mjög
lagleg, eins og nýútspmngin rós, en
við konur geram lítið með fegurð
kynsystra okkar, það er aðeins freist-
ing fyrir þá hvötu. Konan hélt á
sprautu og mér fannst fylgja þessu
einhver óhugnaður. Hún gekk að rúmi
mínu. Ég spurði hana hvort hún ætl-
aði að gefa mér þessa sprautu. Hún
sagði já. Mig langaði til að flýja. En
þar sem mér var stranglega bannað
að hreyfa mig varð ég að taka því
,sem að höndum bar. Ég áræddi að
spyija aftur. „Hver segir að ég eigi
að fá þessa sprautu?" Svarið kom
snöggt, eins og þegar steinum er
barið saman. „Það veit ég ekki, yfír-
læknirinn. sjálfsagt." Þá þýddi ekki
að þráast við lengur, en dálítið fannst
mér þetta undarlegt þar sem yfir-
læknirinn spurði ekki um líðan mína
er hann kom á stofugang og hann
var áður búinn að segja mér að biðja
um sprautu ef mér færi að líða illa.
Ég hafði ekki beðið um þetta. Konan
hafði ekki fleiri orð um þetta. Hún
svipti sænginni af mér, rak spraut-
unálina á kaf í lend mína, snerist síð-
an á hæli og fór. Þar með var hennar
hlutverki Iokið. En ég flúði ekki und-
an því sem þessi sprauta gerði mér.
Þegar örlítil stund var liðin fór mér
að líða einkennilega. Ég fékk ákafan
höfuðverk og ógleði, en þetta stóð
ekki lengi. Ég fór að dofna, hægt og
hægt læddist dofínn og tilfínninga-
leysið um mig, jafnhliða sljógvaðist
hugsunin þar til hún lamaðist alveg.
Ég lá þama eins og lifandi lik með
hálfopin augu. Engin minnsta hreyf-
ing á líkama mínum eða hugsun. Ég
aðeins heyrði og sá, en þetta kom
mér ekkert við lengur. Ég gerði mér
enga grein fyrir ástandi mínu. Ég var
búin að missa hæfileikann til að
hugsa.
Ég veit ekki hvað ég var búin að
liggja lengi í þessu ástandi. Vökukona
kom og laut yfír mig, tók á æðinni,
sennilega hefur henni fundist ég eitt-
hvað einkennileg, en ekki kallaði hún
á lækni. Hún hefur eflaust álitið það
óþarfa, eða ekki gert sér grein fyrir
ástandi mínu^ Þetta var mér alveg
óviðkomandi. Ég sá þegar konan kom
og fór. Ég lá bara í þessu ástandi
og færðist lengra frá raunveraleikan-
um, þó ég gerði mér ekki grein fyrir
því. Enn kom vökukonan inn og tók
á æðinni, fór svo sína leið og áfram
sniglaðist tíminn. Allt í einu fannst
mér ég sjá í gegnum sængina. Líkami
minn fór að skiptast, fyrst fæturnir.
Þetta hélt áfram upp að bijósti. Ég
fann ekki fyrir líkamanum sem lá í
rúminu, lífíð var í líkamanum sem
sveif. Þetta fór ekki lengra en upp
að bijóstum, þá allt í einu samlöguð-
ust þessir tveir líkamar. Nú fór ég
smátt og smátt að færast í mitt eðli-
lega ástand, en hægt fór það. Undir
morgun sofnaði ég augnablik áður
en farið var að ganga um, en ég var
marga daga að ná mér eftir þetta
ástand sem ein sakleysisleg sprauta
gerði mér, sem ég átti ekki að fá.
Mannleg mistök, því miður. Þegar
yfirlæknirinn kom á stofugang um
morguninn hafði hann sama háttinn
á og kvöldið áður. Hann talaði við
konuna í innsta rúminu, ætlaði svo
að fara án þess að tala við mig. Það
átti að láta ógert að segja honum frá
veikindum mínum um nóttina. Ég var
enn svo sljó að ég gerði mér enga
grein fyrir því. Þá sagði gömul kona,
sem lá í næsta rúmi við mig, að ég
hefði verið veik um nóttina, hefði
veikst af sprautunni sem mér var
gefíð kvöldið áður. Yfirlæknirinn
stansaði í dyranum, talaði eitthvað
við hjúkranarfræðinginn, kom svo til
mín og spurði eitthvað sem ég man
ekki hvað var, enda í því ástandi að
ég gat litlu svarað. Hann fór með
það. Eitthvað var komið með til mín
sem hefur átt að hressa rhig og hefur
sjálfsagt gert það, ég gerði. mér ekki
grein fyrir því.
Tveimur dögum síðar kom yfír-
læknirinn til mín. Hann spurði:
„Fannst þér þessi aðgerð mjög erfíð?“
Hann brosti til mín þessu einkennilega
brosi sem sumir læknar nota er þeir
vilja að sjúklingurinn láti að vilja
þeirra. Svo sagði hann: „Hvað segir
þú um það að vera færð yfír á stof-
una sem þú varst í áður en óperasjón-
in var gerð á þér?“ Á þeirri stofu
hafði mér liðið vel svo ég hélt að
þetta væri umhyggja fyrir líðan minni.
Því spurði ég hvort það væri ekki of
mikið fyrirhöfn. Það kom einkennileg-
ur glampi í augu læknisins. Hann
sneri til dyra og sagði: „Við þurfum
þetta pláss.“ Mig langaði til að hlæja
hátt. Þetta var þá ástæðan fyrir bros-
inu og elskulegheitunum, ekki nein
umhyggja fyrir líðan minni. Vonandi
hefur hann skemmt sér yfir bama-
skap mínum.
Ég var færð inn á hina stofuna.
Þar vora fyrir ókunnugar konur, hin-
ar voru famar sem ég var með áður.
Þetta vora mér vonbrigði. Ekki síst
þar sem þessar konur vora þannig
að það lá við að mér byði við sumu
sem var þeim samfara, svo ég gat
stundum ekki sofíð, en það réðu þær
ekki við. Ég gat ekkert nema legið
kyrr, þar sem ég, mátti ekki hreyfa
mig fyrr en eftir vissan tíma. Ijarri
var það skapi mínu að kvarta.
Sjúklingurinn sem kóm í plássið
mitt á stofunni sem ég var færð út
af var ung stúlka, sem hafði fótavist,
svo hún gat hreyft sig eftir þörfum.
Lækninum hefur ekki fundist það
boðlegt að setja hana á þessa stofu,
þó hún væri full boðleg fyrir mig, sem
lá bara og gat verið ánægð. Ég var
mjög sár yfír þessu og fannst mér
að ég hefði verið beitt órétti.
Ég vona að þetta verði birt og
þessi ágæti læknir lesi þetta. Ég sendi
honum þökk fyrir alla hugulsemina.
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Öldustíg 8,
Sauðárkróki.
Víkverji skrifar
Þeir eru ekki margir, sem hafa
haft jafn mikil áhrif á neyzlu-
venjur okkar íslendinga á síðari
helming þessarar aldar og séra Hall-
dór Gröndal, sem átti upptökin að
þorramatnum í Naustinu fyrir fjórum
áratugum. Þessi snjalla markaðs-
setning á gömlum íslenzkum mat
hefur haft ótrúlega víðtæk áhrif á
það, sem nú til dags er hægt að
kalla neyzlumynstur fólks.
Á þessum árstíma er þorramatur
ekki aðeins borðaður í Naustinu held-
ur fjölmörgum veitingastöðum, á
þorrablótum félagasamtaka um land
allt, á vinnustöðum og í heimahúsum.
Það hlýtur að vera orðin töluverð
atvinnugrein, sem veitir nokkram
hópi fólks vinnu að undirbúa og verka
þennan mat. Ætli hinn ungi veitinga-
maður í Naustinu liafi látið sér detta
í hug fyrir fjörtíu árum til hvers
þessi skemmtilega hugmynd mundi
leiða?!
Alþingi kom saman í gær. Eitt
af því, sem brýnt er að þing-
menn ræði í sinn hóp og við sjálfa
sig eru gæði þeirrar löggjafarvinnu,
sem unnin er á Alþingi. Hvernig má
það vera, að tvisvar sinnum komi
upp alvarlegar efasemdir um að laga-
texti sá, sem þingið sendir frá sér sé
í samræmi við tilgang og vilja þess?
Skýringin getur tæplega verið önnur
en sú, að löggjafarvinnan sé ekki
nægilega vönduð. Það þarf bersýni-
lega að taka upp gæðastjórnun á
Alþingi.
XXX
Ráðamenn þjóðarinnar halda því
gjarnan fram, að lánstraust
íslendinga í öðrum löndum sé með
því bezta sem þekkist. Á ráðstefnu
um Hvalfjarðargöngin kom það fram
hjá Erlendi Magnússyni, sem starfar
hjá japönsku fjármálafyrirtæki í
London, að íslendingar hafi næst
lægsta lánamat þjóða innan EES. I
því felst ekki að lánstraustið sé lítið
en augljóslega ofmælt að það sé með
því bezta sem þekkist.
XXX
Bankaráð Seðlabankans hefur
auglýst stöður tveggja Seðla-
bankastjóra lausar til umsóknar.
Talsmenn Alþýðuflokksins hafa haft
við orð síðustu mánuði, að þeir geti
hugsað sér einn bankastjóra við
Seðlabankann. I því felst væntan-
lega, að þeir hafi talið eðlilegt, að
fagleg sjónarmið en ekki pólitísk
mundu ráða því vali. Samstaða hefur
ekki skapast á milli stjórnarflokk-
anna um þessa leið. Hins vegar á
Alþýðuflokkurinn kost á því að
standa við stóru orðin og skipa
bankastjóra í stað Jóns Sigurðssonar
a.m.k. á faglegum grundvelli. Það
verður fróðlegt að sjá, hvort sú af-
staða verður ofan á innan Alþýðu-
flokksins eða hvort pólitískt mat
verður látið ráða ferðinni.