Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANLIAR 1994 BANVÆNT EÐLI „Efþér famt The Conwiifinents góð, JKEPFYHÍJIir finnst þér The Snanuer frábær" m. ne ,Maðnr kemur yfirmáta glaúur og ánsgúur úr bíó“ Leibstiári STEPHEH FKEKKS. Ný stórskemmtileg grínmynd um írsku Curley fjölskylduna. Það kemur eins og þruma ur heiðskíru lofti þegar elsta dóttirin Sharon tilkynnir að hún sé ófrísk. Fjölskyldan og nágrannarnir eiga bágt með að trúa henni um að faðirinn sé spænskur sjóari. Það uekur upp miklar grunsemdir þegar faðir vinkonu hennar flytur skyndilega að heiman. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Ferðamót skáta á Homströndum í sumar CAKE'S BANDALAG íslenskra skáta gengst dagana 9. til 19. júlí nk. fyrir ferðamóti á Hornströndum. Mótið er ætlað norrænum skátum sem fæddir eru 1976 eða fyrr. Sérstök áhersla verð- ur lögð á náttúruskoðun og á það jafnt við um jarð- fræði, jurta- og dýralíf. Mótið verður sett í Skála- vík þar sem lokaundirbún- ingur fyrir gönguferðina hefst. Þátttakendum er skipt í göngusveitir, verkefnum, leiðarlýsingum, og ferða- nesti verður útdeilt o.þ.h. Þátttakendur fara svo með Fagranesinu frá Bolungar- vík yfir Djúpið og verða sett- ir í land á nokkrum mismun- andi stöðum, s.s. Aðalvík, Hesteyri o.fl. stöðum. Þaðan hefst svo hin eiginlega 5 daga gönguferð en þeim lýk- ur með því að allir hóparnir hittast í Reykjafirði. Þaðan verður siglt til ísafjarðar eftir þriggja daga dvöl við sund, veiðar, úrvinnslu, jökulgöngu og hvíld. Mótið er haldið í samvinnu við og með aðstoð frá Hjálp- arsveit skáta á ísafirði sem jafnframt mun annast neyð- arþjónustu á meðan á mót- inu stendur. Auk íslenskra skáta er STRANDIR PROJEKT ISLAND'94 búist við talsverðri þátttöku frá flestum hinna Norður- landanna. Þetta er í þriðja sinn sem Bandalag íslenskra skáta stendur fyrir norrænu ferða- móti fyrir eldri skáta. Hið fyrsta var Vulcan Projekt sem haldið var á Mývatnsör- æfum sumarið 1978 og hitt var Ís-Hike sem einnig var haldið á Mývatnsöræfum veturinn 1990. Þessi mót hafa verið haldin í nánu samstarfi norræna skáta- bandalaga og verið styrkt af norræna æskulýðssjóðn- um. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu BSÍ, Skátahúsinu, Snorrabraut 60. Skemmtun Edin- borg'ar félagsins EDINBORGARFÉLAGIÐ á ísjandi heldur sinn 17. Bruns Supper í sal Veisluþjónustunnar okkar, Duggu- vogi 12, Reykjavík, laugardaginn 29. janúar nk. Sam- koman hefst kl. 20 stundvíslega og henni lýkur um kl. 2 eftir miðnætti. Veislustjóri verður Ög- mundur Jónasson og ræðu- maður kvöldsins verður Vil- hjálmur Hjálmarsson. Að vanda mun verða sungið dátt undir stjórn Kristjáns Árnasonar. Þjóðlagahljóm- sveitin Keltarnir munu leika skoska þjóðlagatónlist undir borðum og fram eftir kvöldi. Allir sem dvalist hafa um lengri eða skemmri tíma í Skotlandi og aðrir, sem áhuga hafa á skosk-íslensk- um menningarsamskiptum, eru velkomnir með mökum sínum og gestum. Aðgangs- eyrir er 1.800 kr. UCH . >ABOL NOIHING A KENNETH BRANACH FILM ★ ★ ★ ★ NEW YORK POST ★ ★★★ EMPIRE ★★★ ★★★ •' Rás 2 MBL. Sannkölluð stórmynd með úrvals leikurum sem hefurfengið frá- bæra dóma. „Fyrirtaks skemmtun, ærslafullt og hressilegt bió sem svikurengan." ★ ★ ★ A.l. Mbl. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. Christopher WAUCEN Tirsnr ■fiUil iil Hörku spennumynd og um leið eldheit ástarsaga. Frábærir leikarar. + ★ ★ A.l. Mbl. Sýnd kl. 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. Meiriháttar grínbomba þar sem gert er stólpagrín að stórmyndum á borð við „Fatal Attraction" og „Basic Instinct". Sýndkl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 12ára. ð míTŒvKí COLMMBANBY Amfimfifmscttön mfitv TMwmm ikítmvscah wiscbmevas KELUEGHEH ROTHMcCABE <■, nc M/sS wc* Ais&aty mstem* mmmfiíÁp* Til skemmtunar og fróðleiks Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Stepping Razor — Red X Handritshöfundur og leikstjóri Nicholas Campbell. Kvikmynda- tökusljóri Edgar Egger. Aðalleikendur Lloyd „Rocky“ Allen, Edward „Bigs“ Allen, Andrea Davis. Kanadísk. 1993. Að hluta leikin heim- ildarmynd um feril og frá- fall jamaísku reggí-stór- stjörnunnar Peters Tosh, krydduð viðtölum við sam- ferðamenn hans og mörg- um tónleikaupptökum sem verma hjörtu aðdáenda. Rauði þráðurinn í gegnum myndina eru þó minnis- punktar, segulbandsupp- takan Red X, lífsviðhorfs- legar vangaveltur söngvar- ans um lífíð og tilveruna er fundust að honum látn- um. Frábær tónlist, gagn- rýnin heimspeki. Hér er rakið merkilegt lífshlaup listamanns sem ólst upp í versta fátækra- hverfi Kingstonborgar. Uppgangi reggítónlistar- innar samfarandi sívaxandi vinsældum meginflytjenda hennar sem voru auk Tosh þeir Bunny Livingstone og Bob Marley, en saman stofnuðu þeir hljómsveitina The Wailers. Með henni náðu þeir heimsfrægð. En er Tosh féll í skuggann af Marley hóf hann glæstan sólóferil sem endaði hörmulega er hann var myrtur á heimili sínu í Kingston ásamt nokkrum félaga sinna. Það er undirstrikað í þessari forvitnilegu mynd að hér hafi ekki verið um ránmorð að ræða heldur hafi átt að þagga niður í uppreisnar- og hugsjóna- manninum Tosh sem brýndi fyrir löndum sínum að vera stoltir af litarafti sínu og afrískum uppruna. Hann var ósmeykur við að mótmæla kynþáttamisrétti og láta óvægna þjóðfélags- gagnrýni í ljósi. Sannleik- urínn hefur veríð dæmdur útlægur og ólöglegur. Þad_ er hættulegt að eiga sann- leikann í fórum þínum. Þú gætir veríð fundinn sekur og dæmdur til dauða, segir Tosh m.a. á hinum merki- legu Red X-upptökum. Kvikmyndatökumennirnir sigla í gegnum sult og seyru sólskinseyjunnar og finna lítinn botn í gátuna um Tosh. Enda þurfa gjarnan að vaða þétt maríjúanaskýin, en hamp- urinn er reyktur af ofur- kappi af eyjarskeggjum. Ekki síst þeim, sem líkt og Tosh og flestir aðrir reggí- tónlistarmenn, tilbiðja Rasta. Þeim er hampurinn guðdómlegt hreinsunarefni þó svo það sé ekki að sjá að hann sé þeim nein and- leg né líkamleg guðsbless- un. Myndin er, líkt og marg- ar aðrar um hliðstætt um- fjöllunarefni, mishæðótt. Fellur stundum um sjálfa sig á listrænum stælum (skyldi skýjaþykknið hafa tekið sinn toll?) en þess á milli brýst reiði listamanns- ins út á tjaldinu og dulúðin sem einkennir hina þel- dökku íbúa Karíbahafsins. Engu að síður eru það tón- leikaatriðin sem standa uppúr í Stepping Razor.... Viðtölin voru reyndar mörg torskilin, jafnvel svo að hinir kanadísku framleið- endur myndarinnar (sem ætluðu m.a. að gera Meffí á sínum tíma) hafa séð sig tilneydda að setja í hana enskan skýringartexta. Því hefði ekki verið vanþörf á þeim íslenska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.