Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994 Minning * Rósa Amadóttir Fædd 10. október 1902 Dáin 16. janúar 1994 í dag fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju útför tengdamóður minnar, Rósu Árnadóttur, fyrrum húsmóður í Hafnarfirði. Hún lést á St. Jósepssp- ítala 16. janúar sl. á nítugasta og öðru aldursári. Rósa fæddist á Borgum í Norð- fírði 10. október 1902 og voru for- eldrar hennar Guðlaug Torfadóttir og Árni Finnbogason. Systkinahópur Rósu var stór, tólf systkin, og er Rósa síðust þeirra' sem kveður þetta ’ jarðlíf. Nokkrir bræður Rósu voru miklir sægarpar, en því miður urðu sumir þeirra að gista hina votu gröf. Ámi, faðir Rósu, lést árið 1921 og var þar með lokið búskap á Borgum, jörðin lagðist þá algerlega í eyði. Rósa fluttist ung að árum til Hafn- arfjarðar og gekk að eiga Brynjólf Sveinsson, harðduglegan sjómann og verkamann. Þau stofnuðu heimili og var oft þröngt í búi fyrstu árin, þar til þau byggðu sér myndarlegt hús í Hraunhvammi 6. Lengst af bjó Rósa í því húsi. Brynjólfur lést 28. janúar 1952. Þau Rósa og Brynjólfur eignuðust fimm börn, en eina dóttur, Sesselju, misstu þau er hún var á fjórtánda ári. Bömin fjögur sem upp hafa kom- ist eru Karl, kvæntur Kristínu Kristj- ánsdóttur, búsett í Hafnarfirði, Sól- ey, gift. Bjama Ágústssyni, búsett í Garðabæ, Haukur Lyngdal, kvæntur Ásgerði Hjörleifsdóttur, búsett í Hafnarfirði, Bragi, kvæntur Guð- laugu Björgvinsdóttur, búsett í Hafn- arfirði. Barnabörnin eru tíu og barnabamabömin þijú. Rósa var af þeirri kynslóð sem er óðum að hverfa, kynslóð sem háði Erfidrykkjur Glæsileg kalfi- hlaðlxirð fiillegir síilir ojí íhjög góð þjónustíL llpplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR IÍTEL LIFTLEIIIt lífsbaráttu og bjó við almenna fá- tækt. Rósa lifði tímanna tvenna, en með dugnaði og sparsemi komst hún vel af. Henni féll aldrei verk úr hendi, prjónaði, heklaði eða saumaði í, hún hafði yndi af aliri handavinnu, og ber heimilið hennar þess glöggt merki. Hún bar mikla umhyggju fyr- ir fjölskyldu sinni, og sú umhyggja náði einnig til vina hennar. Hún bar háan aldur sinn með mikilli reisn og hélt heimili fram á síðasta æviár. Hún lá, á sjúkrahúsi aðeins stuttan tíma þar til yfir lauk. Starfsfólki Sólvangs og St. Jósefsspítala vil ég þakka fyrir hlýja umönnun sem hún naut. Að leiðarlokum vil ég þakka allt gott eftir áralanga vináttu og bið Guð að blessa minnir.gu hennar. Ásgerður Hjörleifsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við viljum með fáum orðum kveðja elskulegu Rósu ömmu. Amma settist sjaldan niður að- gerðarlaus, annað hvort vann hún við hannyrðir eða hún bakaði, t.d. sínar frægu hveitikökur. Það hindr- aði ömmu ekki þó kraftarnir væru íarnir að dvína að búa til falleg hluti, vettlinga, sokka, dúka eða að sauma út mynd. Elskulega amma, við þökkum þér fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. Brynja, Linda, ívar, Bjarki og Kristvin. Mig langar til að minnast örfáum orðum ömmu minnar, Rósu Áma- dóttur, sem lést 16. janúar sl. Amma fæddist að Borgum í Norð- firði, fluttist síðar til Hafnarfjarðar . ÚTFARARSÁLMAR . T PAKKARKORT T Gott verð, stuttur afgreiðslutími PERSÓNULEG PRENTWÓNUSTA LETURprent k Síðumúla 22 - Sími 30 6 30 v og átti þar sín búskaparár. Afi og amma byggðu sér hús við Hraun- hvamminn og bjó hún þar lengst af sinni ævi. Það var alltaf gott að koma á Hraunhvamminn, ávallt svo búsæld- arlegt og ósjaldan stalst maður í eld- hússkápana í leit að einhveiju góð- gæti. Og sjálf vildi ég verða búkona, gerði mér bú í garðinum hjá henni, og búdótið var ekki af verri endan- um, plastdósir, eggjabakkar og ann- að þvíumlíkt, eitthvað sem fólk hend- ir í dag, en amma var af gamla skól- anum, henti engu og nýtti allt. Bú- bótin var rabarbarinn sem óx á stilk- um í garðinum. Rifsberin á tijánum og jarðarberin sem voru engu lík. Stundum gisti ég hjá henni þegar hún bjó á Hraunhvamminum, ég man hvað var gott að vakna við slögin í gömlu veggklukkunni, og marrið í gólfunum þegar hún gekk um. Ég man eftir henni ávallt með eitt- hvað á pijónunum, saumandi í eða hekiandi, og var hún að pijóna og hekla á dóttur mína fram á síðasta dag. Ég man eftir henni talandi við blómin sín um leið og hún vökvaði þau. Hún hlúði vel að þeim og sagði þau dafna betur ef maður talaði við þau. En umfram allt hlúði hún vel að sínum nánustu, ijölskyldu sinni og vinum. Ég vii bara þakka fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og þær stundir sem við áttum saman. Helena Hauksdóttir. Nú þegar Rósa mín er látin, kert- ið útbrunnið og ljósið slokknað, lang- ar mig að minnast hennar í örfáum orðum og þakka henni fyrir hvað hún var okkur hjónum og bömum okkar hlý og góð alla tíð. Það er margt sem kemur upp í huga minn eftir 40 ára samleið með henni, en þá kom ég í fjölskyldu mannsins míns. Hann er sonur Osk- ars, yngsta bróður Rósu, og var mjög kært með þeim systkinum Óskari og Rósu. Rósa var fædd á Borgum í Norð- fírði og var hún næstyngst af börnum hjónanna Guðlaugar Torfadóttur og Áma Finnbogasonar. Þegar ég kynntist Rósu var hún nýbúin að missa eiginmann sinn. Hann hét Brynjólfur Sveinsson. Rósa og Brynjóifur eignuðust 5 böm, Sess- elju, Karl, Sóley, Hauk og Braga. Þau urðu fyrir þeirri sorg að missa Sesselju, þá 13 ára að aldri. Fann ég oft á Rósu minni mikinn söknuð og sorg yfir þessum dótturmissi. Rósa missti eiginmann sinn 1952. Voru þau þá með nýbyggt hús sitt, Hraunhvamm 6 hér í bæ, og því ekki alveg skuldlaus eins og gengur hjá allflestum þegar verið er að koma þaki yfír sig. Rósa fór þá að vinna við ýmis störf þar á meðal að sauma og gera við föt. Einnig tók hún að sér þvotta hjá stórum fjölskyldum og gat hún tekið Braga son sinn með sér, en hann var aðeins 6 ára þegar faðir hans dó. Hún fór líka í að vaska fisk, en það var stundum unnið við það á kvöld- in, stundum fram á nótt við vondar aðstæður. Þessu fylgdi mikill kuldi í lélegum húsakynnum, en þetta varð að sætta sig við. Rósa starfaði lengst við fiskvinnu hjá Jóni Gíslasyni hér í Hafnarfirði og vann hún þar og í saltfiski hjá Vilhjálmi Sveinssyni, þar til hún var 72 ára. Rósa var mikil handavinnukona. Eftir að hún hætti að vinna úti hafði hún meiri tíma fyrir handavinnu sína. Hún heklaði fallega dúka, saumaði fallega púða og klukkustrengi. Síð- ast en ekki síst voru fallegu myndim- ar, stórar og smáar, sem prýða vegg- ina hjá henni í íbúð hennar að Lauf- vangi 16, en þar bjó Rósa eftir að hún seldi hús sitt og kunni hún vel við sig þar. Ekki má heldur gleyma öllum peysunum á bamabörnin og sokkum og vettlingum sem hafa yljað köldum fótum og höndum. Mér, sem þessar línur skrifa, þótti afar vænt um Rósu, því ég fann svo margt líkt með henni og móður minni. Þær voru báðar fæddar um aldamótin og kynntust báðar fátækt- inni og að kunna að nýta allt vel og fara vel með. Síðasta handverk Rósu minnar, sem ég sá hjá henni á afmæl- isdegi hennar í haust, voru litlir hvít- ir og bláir sokkar sem hún var að pijóna á langömmustráka í Ameríku, en þar býr sonardóttir hennar og nafna og eiginmaður hennar, sem er þar í læknisnámi. Hún sagðist ekki vita hvort það yrðu nú sokkar úr þessu, því hún væri farin að gleyma úrtökunni og þá var nú mik- ið sagt. Rósa var okkur hjónum og bömum okkar afar hlý og góð og litu bömin okkar á hana sem hálfgerða ömmu sína og fannst henni það allt í lagi. Dætur okkar nutu þess að fá að búa í kjallaranum hjá Rósu á fyrstu bú- skaparárum sínum og veit ég ekki annað en þeim hafí líkað þar vel. Þegar börnin okkar vom lítil hafði Rósa það fyrir sið að bjóða okkur í jólaboð milli jóla og nýárs. Hélst t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Þingholtsstræti 30, lést laugardaginn 22. janúar. Einar Laxness, Elsa Theódórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR ODDNÝ JÓNSDÓTTIR, Brekkubyggð 89, Garðabæ, er látin. Jarðarförin verður auglýst sfðar. Kristján Arnfjörð Guðmundsson, Jóna Guðbjörg Gunnarsdóttir, Valgarður Bjarnason, Kristjana Kristjánsdóttir, Pótur A. Maack, Hilmar Sigurður Kristjánsson, Ragnar Kristján Kristjánsson, Helga J. Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og fóst- urfaðir, GUÐMUNDUR GÍSLASON, Engjaseli 66, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt laugardagsins 22. janúar. Sigurlaug B. Gröndal, Valgerður Gréta Guðmundsdóttir, Gfsli Bjarki Guðmundsson, Páll Ingi Hauksson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdasonur og bróðir, JÓN ELDON Ifffræöingur, Reykási 20, lést í Landspítalanum 22. janúar. Ingibjörg Pálsdóttir, Bjarki Jónsson, Lilja Dögg Jónsdóttir, Guðrún Sif Jónsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og systkini hins látna. þetta í mörg ár og í nestið heim fengu þau sælgætispoka. Þetta fannst börnunum gaman og eiga þetta í minningunni um Rósu okkar. Síðasta heimsókn Rósu til okkar var um hvítasunnuna á síðasta vori, er hún var með okkur íjölskyldunni í matar- boði. Vorum við að fagna því að taka í notkun efri hæðina í húsi okkar sem við vorum að stækka. Hafði hún mikla ánægju af þessum degi. Rósa mín var svo lánsöm að hafa góða heilsu og gott minni alveg fram á síðasta ár. Þá fór að halla undan fæti, enda árin orðin 91. Hún var búin að lifa tímana tvenna eins og aldamótakynslóðin, sem lifði og uppskar mikla fátækt og mikla vinnu til þess að lifa af, einnig miklar breyt- ingar í nútímanum, þægindi og alls- nægtir eins og þjóðin lifir við í dag. Þegar Rósa fór að verða lasin og þurfti meiri umönnun komst hún í dagvist á Hrafnistu og fannst mér hún ánægð þar, að hitta fólkið og spjalla við það, því hún kannaðist þar við marga. Rétt eftir afmælið sitt í haust var Rósa lögð inn á St. Jósefsspítala og þar lá hún þar til hún var lögð inn á sjúkradeildina á Sólvangi í fyrstu viku desember. Við hjónin komum til Rósu daginn fyrir gamlársdag. Var hún þá orðin mikið veik og mikið af henni dregið á skömmum tíma. Á afmælisdegi hennar í haust þegar við komum til hennar var hún svo hress og glöð og ánægð að fá fólk í heimsókn. Svona breytist margt á stuttum tíma. Ég fer nú að enda þessi kveðjuorð um Rósu mína. Við hjónin og bömin okkar þökkum henni fyrir allt það góða sern hún gaf okkur í gegnum árin. Vertu svo kært kvödd, elsku Rósa mín. Góður Guð gefi dánum ró, en hin- um líkn sem lifa. Við sendum bömum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og langömmubörnum innilegar samúð- arkveðjur. Ég enda svo þessi skrifuðu orð með þessu ljóði: Ertu horfín? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og ^tofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. - Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflt við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss bqoti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. - Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fyilgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. - Okkur seinna í eilífðinni eilíft Ijós frá guði skín. (Ámi Helgason) Þórir, Inga og fjölskylda. Blómastofa Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöid til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.