Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994 47 Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks á kj ördæmaþingi Atvinnu- og fjölskyldu- mál eru mál málanna KJÖRDÆMAÞING Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík var haldið á Hótel Sögu á laugardag. Björn Bjarnason alþingismaður flutti erindi um hvort rétt væri að Reykjavik yrði eitt kjördæmi og að loknum umræðum um það mál fluttu formenn nokkurra sjálfstæðisfélaga erindi um hvað þeir teldu efst á baugi í iands- og borgarmálum. Frambjóðend- ur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fram fer um næstu helgi, kynntu sig og stefnumál sin einnig með stuttri framsögu. Voru þeir flestir sam- mála um að þeir málaflokkar, sem mesta áherslu bæri að leggja á næstu misserin, væru atvinnu- mál og fjölskyldumál. Ólafur F. Magnússon, læknir, lagði í ræðu sinni m.a. áherslu á nauðsyn þess, að það yrði gert að valkosti fyrir íbúa Reykjavíkur að ganga og hjóla í stað þess að nota bifreið og að aðgengi fatlaðra að mannvirkjum í borginni yrði bætt. Páll Gíslason, læknir, sagði að það sama og gerðist árið 1978 er vinstriflokkamir náðu meirihluta í Reykjavík mætti ekki endurtaka sig. Samsuðan þá hefði reynst blekking og það sama myndi einnig gerast nú. Vinstrimeirihluti yrði Reykvíkingum dýrkeypt reynsla. Hann sagði nauðsynlegt að leggja mikla áherslu á atvinnumál. Það starf væri hafið með Aflvaka en meira yrði að koma til. Sigríður Sigurðardóttír, fóstra, sagði að hafa bæri í huga varðandi dagvistunarmál að endurmat á kerfinu varðandi t.d. niðurgreiðslur, forgangsröð foreldra og fleira væri þegar hafið. Það yrði að breyta skiljrrðum fyrir innritun í leikskóla þannig að þau yrðu óháð hjúskapar- stöðu foreldra. Þá yrði að bæta aðstöðu heilsdagsskólans. Sveinn Andri Sveinsson, lögmað- ur, sagði að á Ig'örtímabilinu hefði hann fengið dagsskipun frá boigar- sljómarflokknum um að hagræða í rekstri almenningssamgangna og hefði tekist að bæta afkomu SVR um 200 milljónir króna. Ennfremur hefði það komið í hans hlut að fram- fylgja niðurstöðu fjölmennrar borg- armálaráðstefnu Sjálfstæðisflokks- ins um að breyta Strætisvögnum Reykjavíkur í hlutafélag. Hann sagðist sannfærður um að sú breyt- ing væri rétt og að hún myndi skila sér. Það væri líka býsna undarlegt ef hann væri ekki sannfærður um gildi sjálfstæðisstefnunnar. Hann sagði að á næsta kjörtímabili teldi hann forgangsverkefni að öllum bömum yrði tryggt leikskólapláss. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði að það sem mestu skipti væri sam- staða og góð málefnastaða boigar- stjómarmeirihlutans. Menn hefðu reynt eftir megni að vinna vel sam- an og þó að þeir hefðu ekki alltaf verið sammála hefðu þeir staðið þétt og vel saman. Hann sagði Markús Öm Antonsson hafa staðið sig frábærlega vel við erfiðar að- stæður í embætti borgarstjóra. Fjárhagsstöðu borgarinnar sagði hann sterka og mikilvægt að svo yrði áfram. Því mættí ekki lofa gulli og grænum skógum. Þorbergur Aðalsteinsson, iands- liðsþjálfari, sagði að stundum væri sagt að þeir sem næðu árangri í íþróttum væru vel til stjómunar- starfa fallnir. Þeir væm vanir að beijast til að ná settu markmiði. Hann sagði gmndvöll þess að borg- in gæti mætt sívaxandi kröfum um aukna þjónustu vera að auka ráð- stöfunartekjur hennar með spamaði og ráðdeild. Þá yrði að treysta at- vinnulífið í borginni. Fulltrúar á kjördæmisþingi sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sterk málefnastaða Þórhallur Jósepsson, aðstoðar- maður samgönguráðherra, sagði tvo málefnaflokka verða efst á baugi á næstunni. Annars vegar atvinnumál til að fólk gæti lifað af og hins vegar málefni fjölskyldunn- ar. Um þetta myndu kosningamar snúast og væri málefhastaða Sjálf- stæðisflokksins á þessu sviði góð. Þá væri einnig mikilvægt að Sjálf- stæðisflokkurinn byði fram aðlað- andi lista í kosningunum. Amal Rún Qase, háskólanemi, sagði mikilvægasta málið vera að Markús Öm Antonsson fengi glæsi- lega kosningu. Hann væri vandaður og heiðarlegur maður, sem Reyk- víkingar mættu ekki missa sem borgarstjóra. Amal sagðist hafa búið á mörgum stöðum í heiminum og séð margt ljótt um ævina. Hvergi hefði henni liðið jafii vel og í Reykja- vík. Ámi Sigfússon, framkvæmda- stjóri, sagðist á núverandi kjörtíma- bili hafa einbeitt sér að uppbygg- ingu í fræðslumálum, heilsdags- skóla, atvinnumálum og málefnum Borgarspítalans. Hefði hann sett fram hugmyndir sem ætlað væri að byggja upp sterka framtíðar- möguleika og reyna um leið að forða sem flestum frá atvinnuleysi. Hann sagðist hafa hug á að vinna áfram að eflingu þessara málaflokka og teldi sig hafa öðlast dýrmæta reynslu í því að vinna fyrir Reykvík- inga. Axel Eiríksson, úrsmíðameistari, sagði að þau mál sem honum væm sérstaklega hugleikin væm verndun þeirra opnu svæða, sem enn væri að finna í borginni og heilsdagsskól- inn. Hann væri eitt af því jákvæð- asta sem gerst hefði í langan tíma. Heilsdagsskólinn væri enn að þró- ast og markmiðin með honum myndu ekki nást fyrr en allir skólar væm orðnir einsetnir. Einsetinn skóli ættí því að vera eitt af aðal- málum sjálfstæðismanna á næsta kjörtímabili. Aukin ábyrgð einstaklinga Björgólfur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, sagðist fagna því að vera kominn aftur til starfa á vett- vangi Sjálfstæðisflokksins eftir langa fjarvera. En af hveiju væri hann kominn aftur? Hann sagðist bjóða sig fram því hann vildi taka þátt í því að skapa nýtt umhverfi. Islendingar væm nú komnir í harð- an heim [með EES] og hvemig tíl tækist með dagvistarmál, gang- stéttir og annað færi eftir því hvem- ig við stæðum okkur. Hann sagðist vera á móti sameiningu sveitarfé- laga og að í staðinn yrði að auka ábyrgð einstaklinganna. Einnig væri hann á móti öfgum og ein- strengingshætti. Einkavæðingar- vesenið væri gengið of langt. Það ætti ekki að einkavæða nema sam- keppni væri fyrir hendi. Ef hún væri það ekki ætti að leggja áherslu á að skipa rétta menn í ráð og nefndir. Anna K. Jónsdóttir, lyfjafræðing- ur, sagði ljóst að smáflokkamir hefðu sterk spil á hendi en þeir hefðu gert þau mistök að leggja þau á borðið nú þegar. Hún sagði að þeir sem hefðu verið í boigar- stjóm með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vissu að hún væri sterk- ur málsvari síns flokks en einnig að hægt væri að svipta af henni hulunni. Hún gæti sýnt á sér aðrar hliðar en fólk sæi í dag. Einar G. Guðjónsson, veitinga- maður, sagði að Reykvíkingar ættu að leggja aukna áherslu á að gæta sinna hagsmuna. í ljósi vaxandi atvinnuleysis hlyti að vakna sú spuming hvort atvinna í Reykjavík ættí ekki fyrst og fremst að vera fyrir Reykvíkinga. Menn hlytu að gera þá kröfu að fjármununum væri haldið innan borgarinnar. Guðrún Zoega, verkfræðingur, sagði mikilvægt að sveitarfélög reyndu ekki að leysa atvinnuleysis- vandann með eigin atvinnurekstri I samkeppni við einkaaðila. Slíkt væri skammgóður vermir, sem mörg sveitarfélög hefðu farið illa út úr. Hún sagði mikla uppbygg- ingu hafa átt sér stað undanfarið og væri Reykjavík nú með fegurstu borgum. Hún sagði mikilvægt að sjálfstæðismenn féllu ekki í gryíju yfirboða og færu að lofa gulli og grænum skógum. Gunnar Jóhann Birgisson, lög- maður, sagði festu og stöðugleika vera þá eiginleika, sem sjálfstæðis- menn ættu að leggja mesta áherslu á. Það ætti að slá á þann málflutn- ing að borgarstjómarflokkurinn væri ósamstílltur. Hann las einnig upp kafla úr ævisögu Hannesar Hafsteins þar sem Reykjavík í byij- un aldarinnar var lýst á miður fagr- an hátt. Hann sagði þetta minna á hve miklar breytingar hefðu orðið í borginni á einni mannsævi en einn- ig að alltaf væri ástæða til að minna á að gömlu góðu gildin væru enn í gildi. Fjölskyldan, einstaklingurinn og virðingin fyrir eigum annarra. Óhræddir við atvinnurekstur Haraldur Blöndal, lögmaður, Morgunblaðið/Þorkell sagði að Reykjavíkurborg hefði ver- ið óhrædd við að fara út í atvinnu- rekstur og nefiidi sem dæmi Sogns- virkjun og bæjarútgerðina. Sjálf- stæðismenn hefðu aldrei verið hiæddir við að beita sér fyrir opin- bemm rekstri þar sem það ættí við en jafnframt að breyta honum þeg- ar þurfa þætti, líkt og hið vel heppn- aða dæmi af Granda sýndi. Hann sagði Reykjavík hafa byggst upp af fólki sem hefði flúið vinstri- byggðimar úti á landi. Einu árin sem hefði fækkað í borginni hefði verið þau íjögur ár sem vinstrimenn vom við völd. Helga Jóhannsdóttir, húsmóðir, sagði að nú þegar krepptí að íþjóð- arbúskapnum yrði að leggja aukna áherslu á atvinnumál. Nú væri líka ár fjölskyldunnar og því yrði Sjálf- stæðisflokkurinn að leggja áherslu á að gera veg hennar sem mestan. Hilmar Guðlaugsson, múrari, sagði komandi kosningar vera ein- hveijar þær mikilvægustu til þessa. Hafa bæri þrennt í huga. Að hlutur kvenna jrrði veglegur á framboðs- lista, að listínn væri þannig að hann endurspeglaði allar stéttir og að hann væri skipaður jafnt reynslum- iklum mönnum sem fulltrúum end- umýjunar. Inga Jóna Þórðardóttir, rekstrar- hagfiæðingur, sagði að það eina sem sameinaði vinstrimenn væri heift út í sjálfstæðismenn. Staða Sjálfstæðisflokksins væri sterk og i Reykjavík hefðu þeir sýnt fram á hvernig haldið væri á málum þar OLTINN 3. leikvika, 23. Jan. 1994 Nr. Lákur: Röóiiu 1. Cremonese - Inler - - 2 2. Foggia - Lecce 1 - - 3. MUan - Piacenza 1 — fftlftltf HF. SKÓGARHLÍÐ 10 - SÍMI 20720 4. Parma - Lazio 1 - - 5. Rcggiana - Atalanta 1 - - 6. Roma - Udinese - - 2 7. Sampdoria - Juventus - X - 8. Torino - Napoli - X 9. Ancona - Vcrona - X 10. Bari - Lucchcse 11. Brescia Hd.Andria 1 - - 12. Modena-Pba 1 — 13. Ravenna - AscoU - X - Ileildarvinningsupphsrðin: 17,2 milljón krónur 13 réttir: 752.630 | kr. 12 réttir: 11.230 1 kr. 11 rcttir: 840 I kr. 10 rcttir: 0 \ kr. sem flokkurinn færi einn með völd. Hún sagði trúna á manninn og framtak hans, þörfina fyrir fram- farir, bjartsýni og stórhug vera það sem vinstri menn vildu koma í veg fyrir að yrði áfram haft að leiðar- ljósi. Enginn gerljafn vel og Reykjavík Markús Örn Antonsson, bfjrgar- stjóri, sagði Reykjavík vera vaxtar- broddinn í íslensku þjóðlífi. Hann sagði borgarstjómarmeirihlutann hafa orðið að bregðast til vamar og sóknar vegna samdráttar í þjóð- arbúinu. Hefði enginn gert jafn vel og Reykjavík til að bregðast við atvinnuleysinu, jafnt með skamm- tíma- sem langtímaaðgerðum. Framkvæmdir hefðu verið miklar þó að það hafi köstað að skuldí?' jrðu auknar lítillega. Fyrirtækið Aflvaki hefði til dæmis verið að ná samstarfí um ýmis verkefni þar sem Reykjavík hefði haft forgöngu um að leiða fyrirtæki saman. Boigar- stjóri sagði einnig mikilvægt að nútímavæða Reykjavík og stjóm- sýslu borgarinnar. Hann sagði sjálfetæðismenn líka hafa sinnt mjúku málunum þannig að tekið væri eftir og mikil áhersla verið lögð á umhyggju fyrir bömum og unglingum. Það væri þó nauð- sjmlegt að taka uppeldismál æsk- unnar miklu fastari tökum. Jóna Gróa Sigurðardóttir sagði það vera staðrejmd að stuðningur-- við sambræðing vinstrimanna ein- kenndist af nýjungagimi. Það væri líka óhjákvæmilegt að langvarandi aflasamdráttur og kreppa leiddi til óánægju með Sjálfetæðisflokkinn. Vinstriflokkamir veittust nú að Sjálfstæðisflokknum fyrir stefiiu- leysi en þegar málið væri athugað sæist að ekki væri fótur fyrir slíkum ásökunum. Júlíus Hafstein, framkvæmda- stjóri, sagði enga stjómmálastefnu hafa náð eins inn i huga íslendinga*. og sjáJfstæðisstefnan. Andstæðing- ar Sjálfstæðisflokksins hefðu nú sameinast í hræðslubandalagi, sem hefði það eitt að markmiði að fella meirihlutann og komast að kjötkötl- unum. Þau leiktjöld sem vinstri- menn hefðu verið að setja upp villtu hins vegar er.gum sýn og væri sókn besta vömin. Katrín Gunnarsdóttir, húsmóðir, sagði atvinnumál vera mál málanna en nú væri á fjórða þúsund Reykvík- inga án atvinnu. Það yrði að auka nýsköpun í atvinnulífinu samhliða skammtímaaðgerðum og efla Afl- vaka þannig að honum yrði kleift að hefja sókn sína. Þá yrði að sam- ræma reglur um dagvistarmál og - opna umræðu um hvort leikskóla- kerfið væri það eina sem hentaði. Tveir frambjóðendur, Siguijón Fjeldsted og Þorleifur Fjeldsted, vora forfallaðir og fluttu því ekki erindi á kjördæmaþinginu. 3. leikvika, 22. Jan. 1994 Nr. Lexkur: RnAin: 1. Arsenal - OMham - X - 2. Chebea - Aston VHla -X- 3. Coventry-QPR - - 2 4. Ipswich - Wimbledon - X - 5. Liverpool - Manch. City 1 - - 6. Manch. IJtd. - Everton 1 - - 7. Newcastle - SouthampL - - 2 8. ShefT. Wed - ShefT. Utd 1 -- 9. Swindon - Tottenham 1 — 10. Btrmingh.- Sundertand - X - 11. C. Palace - Lekrester 1 -- 12. Luton - Derby 1 - - 13. WBA - Milhraii -X- Heildarvinningsupphsrðin: 126 milljón krónur 11 rcttir: 1 8.484.820 1 1 102.730 1 kr- 1 6.460 1 kr- L 1360 1 kr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.