Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994 7 Istak með lægsta til- boð í brú á Jökulsá ÍSTAK hf. átti lægsta tilboð í byggingu nýrrar brúar á Jökulsá á Dal í lokuðu útboði Vegagerð- ar ríkisins. Tilboð fyrirtækisins var 94,8 milljón- ir kr. sem er 88% af kostnaðaráætlun en hún hljóðaði upj) á 107,7 milljónir. Næst lægsta tilboð- ið var frá Álftárósi hf., 97,1 milljón. Núverandi brúarstæði Jökulsár á Dal (Jökulsár á Brú) er hið elsta á landinu. Brúin er rúmlega 60 ára gömul og aðkoman að henni er slæm. Nýja brú- in verður nokkru ofar í Jökuldal og styttist Austur- landsvegur milli Akureyrar og Egilsstaða um 2,6 km með nýja vegarstæðinu. Verkfræðistofan Línuhönnun hf. hannaði nýju brúna í samvinnu við brúahönnuði Vegagerðarinn- ar. Aðstæður til brúargerðar eru fremur erfiðar. Gljúfrið er um 60 metra breitt og hæð veglínu yfir Ný brú á Jökulsá NÝJA brúin á Jökulsá á Dal verður stafboga- brú, eins og sjá má á þessari tölvuteikningu, og svipar henni til gömlu brúarinnar. gljúfurbotni um 40 metrar. Undir er beljandi jökulá- in. Ákveðið var að byggja svokallaða stafbogabrú með fimm höfum yfir boga. Er það svipað form og er á núverandi brú. Hámark bifreiða- gjalda 18.136 kr. HÁMARK bifreiðagjalda er 18.136 krónur sem greiða ber tvívegis á árinu 1994, þannig að samanlagt getur fólk þurft að greiða 36.272 krónur. Samsvarandi hámark á árinu 1993 var 12.729 krón- ur og því er um rúmlega 40% hækkun á þessu hámarki að ræða milli ára. Þess misskilnings gætti í Morg- unblaðinu á laugardag að há- marksupphæðin í fyrra var sögð hámarksupphæð í ár. Gjalddagi bifreiðagjalda er tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí, og er eindagi greiðslu síðasti dagur næsta mán- aðar eða lok febrúar og 31. ág- úst. Gjaldið fer eftir þyngd bifreið- ar og greiðast á árinu 1994 5,62 kr. fyrir hvert kíló að 1.000 kílóa þyngd og 9,27 kr. fyrir hvert kíló umfram það, en þó aldrei meira en 18.136 kr. í hvort skipti eins og fyrr sagði. Strand Bergvíkur I > > > > > > I > * I I- Fullnaðar- viðgerð kostar um 10 milljómr HAFIN er bráðabirgðaviðgerð á Bergvíkinni, sem strandaði í Vöðlavík 18. desember, hjá Dráttarbrautinni hf. í Neskaup- stað. Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, sem er tryggingaraðili skipsins, segir að útgerðin hafi óskað eftir því við Siglingamálastofnun að frestun fengist vegna lokavið- gerðar og ekki væri ljóst hvenær hún færi fram. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir að fulln- aðarviðgerð á skipinu kosti um 10 milljónir króna. „Á skipinu eru botnskemmdir, laga þarf stýri, kæla og botnstykki eru ónýt. Svo þarf að yfirfara raf- ala, aðalvél, skoða öxul, skrúfur og fleiri tæki,“ sagði Gunnar. Hvað bráðabirgðaviðgerð varðaði sagði hann að farið yrði yfir skipið og gert við botn þess. Aftur á veiðar Gunnar sagði að gert væri ráð fyrir að viðgerðin nú tæki um tvær vikur og eftir hana færi skipið á veiðar. Hann sagði að útgerðin hefði óskað eftir því við Siglinga- málstofnun að frestun fengist á lokaviðgerð á skipinu. Skipið lá á strandstað í þijár og hálfa viku og eru skemmdir þess ekki taldar miklar miðað við þann tíma. -----» ♦ ♦----- Kindur heimt- ast á þorra Borg í Miklaholtshrcppi. ERFIÐLEGA hefur gengið að handsama kindur úr fjalli á Skógarströnd en fyrir nokkru fóru menn að kanna livort eitt- hvað væri um kindur þar í fjöll- um. í leiðangrinum fundust 18 kind- ur en þær voru varar um sig og vildu hafa sitt frelsi lengur. Þá náðust þrjár en fimmtán sluppu. Nú var gerður út annar leiðangur og fundust þá átta kindur. Leitar- skilyrði voru erfið, mikill laus snjór og sleipt í spori. Kindurnar voru mikið snjóbryn- jaðar og þungar á sér. Þijár kind- ur af þeim voru frá Minni Borg og ein frá Hrútsholti. Hinar voru af Skógarströnd. Holdafar kind- anna er talið þokkalegt. - Páll Taktu markvissa stefhu í spamabi 1994 íslandsbanki kynnir nýjar, einfaldar og árangursríkar Sparileiöir Nýir möguleikar í sparnaöi á Sparileiöum íslandsbanka. Meginmarkmiöiö meö nýjum Sparileiöum er aö bjóöa spari- fjáreigendum fjölbreyttarí valkosti og betri ávöxtun af sparnaöi sínum, eftir því sem spariféö stendur lengur óhreyft. «► Sparileiö 12 Verötryggö Sparileiö 12 hentar vel fyrir sparnaö sem getur staöiö óhreyföur í aö minnsta kosti 12 mánuöi. ^Sparileiö 24 Verötryggö Sparileiö 24 er sniöin fyrir sparnaö í minnst 24 mánuöi. # Sparileiö 48 Verötryggö Sparileiö 48 hentar vel fyrir sparnaö Í48 mánuöi eöa lengur. ♦ Óbundnar Sparileiöir Fyrirþá sem ekki vilja binda fé sitt bjóöast einnig óbundnar Sparileiöir, en íslandsbanki var einmitt meö bestu ávöxtunina á óbundnum reikningi áriö 1993. Fleirí möguleikar meö reglubundnum sparnaöi Nú opnast nýir möguleikar fyrírþá sem vilja spara reglubundiö og taka allt spariféö út í lok sparnaöartímans. Efþú gerir samning um reglubundinn sparnab á Sparíleiöum 12, 24 eöa 48, þá er öll sparnaöarupphœöin laus aö loknum umsömdum binditíma reikningsins og öll upphœbin nýtur verbtryggingar, óháö því hvaö hvert innlegg hefur staöiö lengi á reikningnum. Ánœgjuieg „útgjöld" Þaö ánægjulega viö reglubundinn sparnab er ab jafnvel smáar upphœöir eru fljótar aö vaxa ef þœr eru lagöar reglulega til hlibar. Þaö hefur því reynst mörgum vel aö gera sparnaöinn aö föstum, ófrávíkjanlegum hluta af „útgjöldum" hvers mánaöar. Þab er aubveldara en þú heldur. Nú er réttl tímirm til aö taka markvissa stefnu íspamabi. / ÍSLANDSBANKI YDDA F26.186 / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.