Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994
31
Guðrún Alfons-
dóttir — Minning
Fædd 22. janúar 1930
Dáin 14. janúar 1994
Guðrún Alfonsdóttir er látin.
Unna, eins og hún var jafnan köll-
uð, ólst upp á Siglufirði, dóttir hjðn-
anna Alfons lögfræðings og sfldar-
útgerðarmanns á Siglufirði Jóns-
sonar faktors á Húsavík og Jennýar
Stefánsdóttur. Unna gekk í gagn-
fræðaskólann á Siglufirði, Iðnskól-
ann í Reykjavík í hattasaumi og
síðan í Húsmæðraskólann í Reykja-
vík. Árið 1952 missti hún föður sinn
og fluttist þá móðir hennar með
börn sín Unnu og Jón (síðar flugum-
ferðarstjóri) til Reykjavíkur. Þar
stofnuðu þær mæðgur Hattaversl-
unina Jenný og unnu þær af dugn-
aði að rekstri hennar í mörg ár.
Síðar á ævinni fór Unna til starfa
hjá Landsbanka íslands og var það
henni mikið áfall eftir 19 ára far-
sælt starf að verða að hætta vegna
fjöldauppsagna.
Unna var alla tíð mikil útivistar-
manneskja og elskaði tjaldbúskap
og ferðalög.
Unna giftist Einari Guðjohnsen
viðskiptafræðingi og ferðamála-
frömuði og eignuðust þau tvo syni,
Bjama stýrimann og Sigurð mynd-
listamann og eru báðir efnismenn
hvor á sínu sviði, gáfaðir og prúðir.
Unna og Einar slitu samvistir.
Mikill vinskapur var með okkur
hjónum og Unnu og Einari og»var
jafnan gott til þeirra að leita, sá
vinskapur hefur haldist æ síðan.
Unna var mjög glæsileg kona,
svo að eftir var tekið, glettin og
tindrandi augun spegluðu hennar
innri mann, skopskyn hennar var
afar næmt. Unna var hreinskilin,
hreinskiptin og jákvæð. Hún var
einhver látlausasta manneskja sem
ég hef kynnst, þó hún hefði sannar-
lega af mörgu að státa. Unna lifði
fyrir sonu sína tvo og var samband
hennar við þá afar náið, þeir syrgja
nú látna móður sína. Sorgin breytir
um svip en söknuðurinn eftir góða
móður hverfur aldrei. Er sói hækk-
ar á lofti, og svo var einnig í lífi
Unnu. Þrátt fyrir áföll hafði bjart-
sýni hennar sigrað, en maðurinn
með ljáinn spyr ekki að árstíma,
aldri né framtíðarvonum.
Unna lést langt um aldur fram
og þó samband okkar væri ekki
stöðugt nú síðari ár, þótti mér gott
að vita að þar sem Unna var átti
ég einlægan vin.
Við Einar vottum sonum og öðr-
um aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Kristín Þórarinsdóttir
frá Stórahrauni.
Guðrún, eða Unna eins og hún
var kölluð, fæddist á Siglufirði,
dóttir Alfons lögfræðings á Siglu-
firði, fæddur 26. júlí 1898 á Bakka
á Tjömesi, dáinn 29. apríl 1952,
Jónssonar bæjarfógetaskrifara á
Akureyri, síðar verslunarstjóra á
Siglufirði, fæddur 29. október 1874,
dáinn 12. febrúar 1927, Guðmunds-
sonar bónda á Fagranesi í Þingeyj-
arsýslu, Bjömssonar og konu Jóns,
Jóhönnu, fædd 28. september 1875,
dáin 31. ágúst 1959, Jónsdóttur
bónda á Jarlsstöðum í Bárðardal,
Þorkelssonar.
Móðir Unnu og kona Alfons var
Jenný Stefánsdóttir hattameistari,
kjördóttir Stefáns bónda á Stóra
Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd,
Jónssonar og Guðrúnar Einarsdótt-
ur, en ættuð úr Grindavík. Einn
bróður á Unna, Jón Alfonsson flug-
umferðarstjóra, fæddur 10. október
1935 á Siglufirði, kvæntur Eyrúnu
Eyjólfsdóttur og eiga þau þijú börn.
Unna giftist 22. júlí 1953 Einari
Þórði Guðjohnsen, þau slitu sam-
vistir. Tvo drengi áttu þau, Björn
Jóhann, fæddur 8. mars 1961, vél-
stjóri í Reykjavík og Sigurð Kristin,
fæddur 27. ágúst 1962, sem bjó
með móður sinni. Unna var hatta-
meistari að mennt og vann lengi
með móður sinni í Hattabúð Jenný-
ar, síðan gerðist hún bankastarfs-
maður hjá Landsbanka íslands og
var þar í mörg ár.
Ég og fjölskylda mín vottum
aðstandendum öllum okkar dýpstu
samúð. Blessuð sé minning hennar.
Þóra Ása.
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Aöeins 4 nemendur í hóp. Basöi dag-
og kvöldtúnar. Faglæröur kennari.
Upplýsingar í síma 17356.
heilsurækt
■ ÍR-skokkhópur
í nýja ÍR-húsinu, Mjódd. Allir velkomnir
á skokkæfingar á miðvikudðgum, úti-
hlaup kl. 17.30, inniæfing kl. 18.00.
Upplýsingar í síma 28228 (Gunnar Páll).
myndmennt
I Námskeið i keramik
6 vikna keramiknámskeið hefjast að
Hulduhólum, Mosfellsbæ um miðjan
febrúar. Byrjendaflokkar, framhalds-
flokkar. Upplýsingar í síma 666194.
Steinunn Marteinsdóttir.
■ Málun - teiknun
Myndlistamámskeið fyrir byrjendur og
lengra komna. Vatnslitir, olía og teiknun.
Upplýsingar eftir kl. 13.00 alla daga.
Rúna Gfsladóttir, sími 611525.
■ Keramiknámskeið
í Gallerí Kobolt hefjast á næstu vikum
fyrir byijendur og lengra komna.
Upplýsingar og innritun í Gallerí
Kobolt, súni 26080, kl. 12-17.
Rannveig Tryggvadóttir,
Brita Berglund.
■ Bréfaskólanámskeið: Teiknun og
rnálun 1, 2, 3 og 4. Skrautskrift, innan-
hússarkitektúr, híbýlafræði, garðhúsa-
gerð og teikning og föndur. Fáið sent
kynningarrit skólans án kostnaðar.
Pantanir og upplýsingar í síma 627644
eða póstbox 1464, 121 Reykjavík.
■ Myndlistaskólinn í Reykjavík,
Tryggvagötu 15, 101 Reykjavik,
sími 11990.
tvmmm
Vomámskeiðin hefjast 31. janúar. Fjól-
breytt nám fyrir böm og fulloröna.
Leitið upplýsinga.
Skólastjóri.
stjórnun
■ Breytum áhyggjum í
uppbyggjandi orku!
ITC námskeiðið, markviss, málflutningur.
Upplýsingar: Kristín Hraundal,
s. 34159.
starfsmenntun
■ Námskeið hjá
Stjórnunarféiagi
(slands:
Valddreifing og verkstjórn
26. janúar kl. 13.00-17.00.
Hvernig skal standa að ráðningum
og uppsögnum
1. febrúar kl. 13.00-17.00.
Hinn skapandi stjórnandi
2. febrúar kl. 13.00-17.00.
Leiðin til árangurs (Phoenix)
2., 3. og 4. febrúar kl. 12.00-18.00.
Stjórnun sölufyrirtækis
7. febrúar kl. 13.00-17.00.
Árangursrík sala
8. febrúar kl. 13.00-17.00.
Nánari upplýsingar
í síma 621066.
tungumál
Túngötu 5.
¥
Hin vinsælu 12 vikna enskunámskeið
em að hefjast.
★ Áhersla á talmál.
★ 10 nemendur hámark í bekk.
★ 10 kunnáttustig.
Einnig er í boði:
Viðskiptaenska, rituð enska, umræðuhóp-
ar, toefl-undirbúningur, stuðnings kennsla
fyrir unglinga og enska fyrir bðm 4-12 ára.
★ Enskir sérmenntaðir kennarar.
★ Markviss kennsla í vinalegu umhverfi.
Hafðu samband og fáðu frekari
upplýsingar í síma 25900.
tölvur
■ Námskeið Tölvu- og verkfræði-
þjónustunnar á næstunni:
■ Unglinganámskeið. Fyrir hressa
krakka 10-16 ára. Byrjendur og forritun
I og II á laugardögum í 12 vikur. Hefj-
ast 29. janúar.
■ Umsjón tölvuneta. 48 klst. hag-
nýtt námskeið um rekstur netkerfa. Einu
sinni í viku í 16 vikur.
■ Macintosh fyrir byrjendur. Nýtt
og betra námskeiö 31. janúar-3. febrúar
kl. 16-19.
■ Windows og PC grunnur. 9 klst.
um grunnatriði tölvunotkunar 31. janú-
ar-2. febrúar kl. 16-19.
■ Excel töflureiknirinn. 15 klst. nám-
skeið um töflureikninn frábæra 31. janú-
ar-4. febrúar kl. 9-12.
■ Windows kerfisstjórnun. 12 klst.
ítarlegt námskeið. 31. janúar-3. febrúar
kl. 9-12.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS
■ Tölvuskóli í fararbroddi.
ÖH hagnýt tölvunámskeið.
Hringdu og fáðu senda nýju námskrána.
■ Windows, WORD og EXCEL.
Ódýr og vönduð námskeið. Tónlist auð-
veldar námið. Næstu námskeið:
Windows: 28. og 31. jan.
Word: 1.-4. féb. kl. 9-12 eða kl.
16.10-19.10.
Excel: 31. jan. - 3. feb. kl. 13-16;
7.-10. feb. kl. 16.10-19.10.
■ Access gagnavinnsla.
Námskeið 7.-10. feb. kl. 13-16.
■ PageMaker umbrot.
7.-10. feb. kl. 13-16.
■ CorelDraw myndvinnsla.
8.-11. feb. kl. 9-12.
■ WordPerfect f. Windows.
Námskeið 8.-11. febrúar kl. 13-16.
■ Sendibréfsfærni
-Intemational Pen Friends" er alþjóðleg-
■ Barnanámskeið fyrir 5-6 ára og
7-9 ára.
ur pennavinaklúbbur, stofnaður á írlandi
árið 1967. Hann útvegar þér a.m.k. 14
jafnaldra pennavini frá ýmsum lðndum
eftir þmurn óskum.
Fáið frekari upplýsingar og umsókna-
reyðublað.
I.P.F.,
Pósthólf 4276, 124 Reykajvík.
■ MÍMIR
HRAÐNÁMSTÆKNI
Nýjustu kennsluaðferðir auðvelda þér
námið.
Enska - þýska - spænska.
Símar 10004 og 21655.
Námskeið, sem veitir bami þínu verð-
mætan undirbúning fyrir framtíðina.
Námskeiöinu er m.a. ætlað aö þroska
rókhugsun bamsins, minni og sköpun-
argáfu og hjálpa því við lestur og reikn-
ing. Kennt er tvisvar í viku. Svona nám-
skeið hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum
og Kanada.
Námskeiðin hefjast 14. febrúar.
Hringið og fáið sendar upplýsingar.
STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS
OG NÝHERJA
69 77 69
62 1 □ 66
<o>
NÝHERJt
■ Nýttu tölvuna betur!
Námstefna um tölvunotkun á Hótel Sögu
næsta fimmtudag og föstudag. Sýndar
em spennandi nýjungar og kennt að nýta
tölvur betur við ritvinnslu, umbrot, töflu-
reikna, gagnagrunna og í tölvusamskipt-
um. Námstefnan er í þremur hlutum:
■ Frá lyklaborði til lesenda.
Fjallað um nýjungar og margvísleg not
sem hafa má af ritvinnslu og umbrotsfor-
ritum. Þú lærir fljótvirkari aðferðir við
að útbúa áhrifaríkari skjöl. Fimmtudagur
27. janúar kl. 9-12.
■ Frá áætlun til aðgerða.
Fjallað um töflureikna og gagnagrunna,
ákvarðanatöku og tölfræðilega úr-
vinnslu. Sýnt verður hvemig staðla má
innslátt og útprentanir og tengingu töflu-
reikna við gagnagrunna. Fimmtudagur
27. janúar kl. 13-16.
■ Skjárinn, gluggi að heiminum.
Notkun mótalda til aðgangs að margs-
konar þjónustu og gagnabönkum. Komið
er inn á leiðir til að tengjast umheimin-
um, notkun staðar- og víðneta og hvem-
ig hægt er að vinna heima en hafa fullan
aðgang að tölvukerfi fyrirtækisins.
Föstudagur 28. janúar kl. 9-12.
Hægt er að bóka sig á einn, tvo eða
þijá hluta.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
■ Novell námskeið i boði hjá
Tæknivali hf.
508 Netware v3.1x Administration:
Fyrir umsjónarmenn Novell stýrikerfa.
Þetta námskeið veitir nemendum þekk-
ingu til þess að stjóma Novell netstýri-
kerfi. Byrjað er á umræðu um netkerfi
og grunnuppbyggingu netstýrikeríisins.
Námskeiðiö nær til hugbúnaðar, upp-
setningar notenda, skráasafna og örygg-
isbúnaðar. Kennt er á forrit Netware
stýrikerfisins með hjálp verkefna, verk-
legum sem skriflegum æfingum og hóp-
vinnu. Nemendur læra einnig að búa til
innskráiúngar (System login script) og
valmyndir, velja notendahugbúnað fyrir
netkerfi og sjá um óryggisafritun.
Haldið 7.3. ’94.
518 Netware v3.1x Advanced Syst-
em Manager:
Fyrir reynda umsjónarmenn Novell
stýrikerfa.
Þetta námskeið veitir reyndum Netware
3.1x umsjónarmönnum þekkingu til að
fylgjast með og viðhalda Netware 3.1x
netkerfi. Það tekur ekki til forritunar
eða vélbúnaðar. Námskeiðið nær til efri
stiga umsjónarþátta kerfisins. Veitt er
verkleg þjálfun og hefur hver og einn
vinnustöð tU afnota og verklegra æfinga.
Farið er í gegnum minnismeðhöndlun
og þætti í netstýrikerfinu sem notaðir
eru til að greina og bæta afköst netkerf-
isins.
Þátttakendur fara í flóknari uppsetningar
útprentunar og læra að aölaga útprent-
anir með notkun „PRINTCON” og
JPRINTDEP forritanna. Þátttakendur
læra einnig aö viðhalda kerfinu og bregð-
ast við vandamálum, sérstaklega með
viðeigandi aðferðum við ðryggisafritun.
Haldið 10.3. '94.
520 Netware v4.0x Administration:
Þetta námskeið veitir þá þekkingu og
hæfni sem þarf til þess að hafa umsjón
með og stjóma NetWare 4.0 netstýri-
kerii á árangursrikan hátt. Þátttakendur
sem Ijúka þessu námskeiði munu verða
færir um að sinna öllum helstu þáttum
sem lúta að daglegum rekstri NetWare
4.0 netkerfis.
Haldið 14.3. '94.
Leiðbeinandi
Leiðbeinandi kemur frá viðurkenndu
Novell kennslufyrirtæki, NOVELL
Authorised Education Center, NAEC.
Novell gerir strangar kröfur til NAEC
fyrirtækja og hafa þau eingóngu á sínum
vegum leiðbeinendur með víðtæka
reynslu í kennslu sem þessari. Nám-
skeiöin fara ðll fram á ensku.
Innifalin eru öll námskeiösgögn, kaffi og
meðlæti og matur í hádeginu.
Boðin er fulUcomin aðstaöa í góðum húsa-
kynnum.
Nánari upplýsingar og skráning í
símum 681665 og 683020.
MTæknlval
SKFIFAM 7 PéitM/t2*4
I2Í MYKJAVtK
SlMI 91 • éilUS FAX: 914109*4
tómstundir
■ Ættfræðinámskeið
Ný 5-7 vikna námskeið hefjast í janúar,
einnig helgarnámskeið á ísafirði, Akur-
eyri, Keflavík og Akranesi/Borgamesi.
Uppl. og skráning í síma 27100.
Ættfræðiþjónustan.
tónlist
TONLISTARSKOLI
ÍSLENSKA
SUZUKISAMBANDSINS
■ Er ekki tilvalið á ári fjölskytdunnar
að læra að syngja með bömunum
okkar?
Bjóðum upp á söngnámskeið fyrir for-
eldra, börn og verðandi mæður í anda
uppeldiskenninga Dr. Shinichi Suzuki.
Námskeiðin hefjast í febrúar.
Nánari upplýsingar og skráning í síma
15777 frá kl. 9.00-13.00 alla virka
daga.
ýmislegt
■ Námskeið í hollensku
Byijunar- og framhaldsstig.
S. 622463 milli kl. 18 og 21.
■ Opin vinnustofa,
Eiðistorai 11
í kvöld: Oskjugerð. Sími: 611570.
■ Námskeið f ættfræði
Lærið að relqa og skrá ættir ykkar o;
frændgarð. Fullkomin aðstaða.
Ættfræðiþjónustan, s. 27100.