Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994 35 Petra B. Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 18. september 1913 Dáin 14. janúar 1994 Útför frænku minnar og vin- konu Petru hefur farið fram í kyrr- þey að eigin ósk. Hún var dóttir hjónanna Aðal- bjargar Pétursdóttur og Guð- mundar Halldórssonar sem bjuggu í Haganesi í Fljótum í Skagafirði. Systkinin voru alls fjögur: Jón, Jórunn, Halldóra og yngst var Petra. Auk þess áttu þau fóstur- systur, Sigríði Benediktsdóttur, en öll eru þau nú látin. Á uppvaxtarárunum var oft mikil fátækt og erfiðir tímar í Fljótum. Frostaveturinn mikli hjó stór skörð bæði meðal fólks og fénaðar, það má því kallast þrek- virki að kosta fróðleiksfúsan ungl- ing til náms. Petra var eins og öll systkinin vel gefín og að loknu námi í heimasveitinni hélt hún til náms í Kvennaskólann í Reykja- vík. Að námi loknu vann hún margvísleg störf, þar á meðal verslunarstörf hjá Haraldi Svein- bjarnarsyni kaupmanni sem varð lífsförunautur hennar. Hann er nú látinn fyrir nokkrum árum. Minningarbrot mín um Petru byija er hún dvaldi á heimili for- eldra minna á sumrum er hún ásamt fleiri frænkum komu í sfld- ina á Siglufírði. Það var ævintýr.a- ljómi yfir síldarbænum á þeim tima og oft þröngt setinn bekkurinn, en allir voru glaðir því nóg var vinnan. Árið 1947 fórégtil Reykjavíkur til lækninga og þá dvaldi ég hjá Petru frænku og Haraldi Svein- bjarnarsyni sem bjuggu á Snorra- braut 22. Þar átti ég svo eftir að dvelja síðar er ég var við nám í Reykjavík. Heimili Petru og Haraldar var fallegt og hlýlegt. Petra var snyrti- leg í allri umgengni og reglusöm. Á meðan ég dvaldi á heimilinu var ég eins og ein úr fjölskyld- unni, fór í sunnudagsbíltúrana, upp á Kjalarnes, suður með sjó, og ekki má gleyma helgarferðun- um í Vatnsholt í Grímsnesi, en þar áttu þau sumarhús. Petru þótti vænt um landið sitt og hafði gam- an af að ferðast um það, einkan- lega Fljótin, æskustöðvamar. Petra var hlédræg kona, vann störf sín vandvirknislega, hvort sem voru á heimilinu eða við versl- unarstörfin með Haraldi. Hún var mjög góð saumakona og kenndi mér að sníða og sauma og hefur það oft komið sér vel á lífsleiðinni. Petra eignaðist ekki börn sjálf en systkinabörn hennar voru henni mjög kær því að mikill kærleikur var með fjölskyldunni. í minn- ingarbrotunum eru heimsóknir til systranna á Mánagötunni og Lönguhlíð ofarlega á blaði, þar ríkti glaðværð og einlægni. Petra var mjög gestrisin og vin- ur vina sinna, það hefi ég svo sannarlega fengið að reyna í gegn- ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- PERLAN sími 6202Ö0 ERFIDRYKKJUR 1ÚTBL ESJA sími 689509 um árin, meðal annars dvaldi dótt- ir mín hjá henni er hún var við nám. Fyrir allt langar mig að þakka, en brestur orð. Elsku frænka mín! ég kveð þig nú í hinsta sinni í þessu lífí, en ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. Ég og fjölskylda mín sendum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðj ur. Guð blessi minningu Petru Guð- mundsdóttur. Valey Jónasdóttir. t Eiginmaður minn, SVEINN H. SIGURJÓNSSON, Óðinsvöllum 19, Keflavík, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 22. janúar. Jóhanna Einarsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR SIGURGEIRSSON, Grandavegi 47, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum 24. janúar. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Ólafsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Magnús Gunnarsson, Aðaheiður Magnúsdóttir, Gunnar Kristinn Magnússon. t Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, PÁLA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Vesturhólum 17, lést á heimili sínu 21. janúar. Útförin fer fram fró Fossvogskirkju mánudaginn 31. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ingi Sigurður Ásmundsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐBJÖRG BRAUN, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 26. janúar kl. 14.00. Sæmundur Jónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minnismerki ur steim Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. ags. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 oiroiv ♦ H *4 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát föður okkar, JÓNS STEINÞÓRSSONAR, Grettisgötu 45. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sesselja Jónsdóttir, Grétar Jónsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, SÖLVA KRISTINS FRIÐRIKSSONAR frá Batavíu íVestmannaeyjum. Inger J. Friðriksson, Hrefna Sölvadóttir, Hjalti Sölvason, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkirfærum við þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÁSBJÖRNS SKARPHÉÐINSSONAR, Brennihlíð 7, Sauðárkróki. Fjóla Guðbrandsdóttir, Ásgeir Ásbjörnsson, Dröfn Guðmundsdóttir, María Björk Ásbjarnardóttir, Stefán Guðjónsson, Skarphéðinn Ásbjörnsson, Anna Dóra Garðarsdóttir, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Guðbjörg Bjarnadóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og sambýliskonu, SVÖVU SVEINSDÓTTUR, Aflagranda 40, áður Álfheimum 44. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarliði svo og öðru starfsfólki á deild A7 og Grensásdeild Borgarspítala fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Kristinn Stefánsson, Hjördfs Guðmundsdóttir, Erlingur Jennason, Sigrún Ingimarsdóttir, ömmubörn, Finnbogi Júlíusson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, fósturföður, afa og lang- afa, ODDGEIRS HJARTARSONAR, Hólmgarði 33. Lilja Margrét Oddgeirsdóttir, Paul Oddgeirsson, Kristjana Gi'sela Herbertsdóttir, Markúsina Guðnadóttir, Erlingur Reinhold Herbertsson, Sonja Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU GÍSLADÓTTUR, Njálsgötu 86, Reykjavík. Aðalheiður Jóhannesdóttir, Haukur Pálmason, Jóhanna Jóhannesdóttir, Anna Soffía Hauksdóttir, JóhannesHauksson, Helga Hauksdóttir, Þóra Þórsdóttir, Vésteinn Atli Þórsson, Þór Jakobsson, Þorgeir Óskarsson, Kristrún Einarsdóttir, Paul Garrad, Aaliyah Gupta, Haukur Óskar Þorgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.