Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994 33 var ein vika á sumri hveiju og þá viku notaði hún til að heimsækja þá feðga Guðmund föður sinn og Einar bróður sinn. Guðmundur lézt árið 1967, en Einar ekki fyrr en 1991, þá farinn að kröftum. Árið sem við Hreggviður giftumst fóru þau mæðgin í ferð til Evrópu. Hann var þar með að efna gamalt loforð, sem hann hafði gefið henni. Hún dvaldi einnig hjá okkur hjónum nokkra daga í Svíþjóð 1960, meðan við bjuggum þar og Hreggviður var við framhaldsnám og síðar dvaldi hún nokkra daga í Kaupmannahöfn hjá fjölskyldu Önnu nöfnu sinnar og sonardóttur við sömu aðstæður. Viðreistari gerðist hún ekki. Eftir að Anna flutti til Reykjavík- ur vann hún eingöngu við hjúkrun- ar- og aðhlynningarstörf, fyrst hjá Bláa bandinu, sem þá var starfrækt í tveimur húsum við Flókagötu, síð- an á Hrafnistu í allmörg ár eða j>ar til hún varð að láta af störfum vegna aldurs. Hún réð sig þá til starfa hjá Reykjavíkurborg við heimahjúkrun og starfsdegi hennar lauk ekki fyrr en við 77 ára aldur., Einar maður Önnu missti síðari konu sína og stuttu síðar eða árið 1965 fluttist hann til Reykjavíkur. Þau Anna tóku þá fijótlega upp búskap öðru sinni og þau giftust aftur. Lengst af var heimili þeirra að Austurbrún 4. Einar hóf störf hjá Gamla kompaníinu eftir komuna til Reykjavíkur en varð að hætta störfum eftir vinnuslys. Hann tók sér það nærri, því að hann var vinnu- samur engu síður en Anna. Anna tendgamóðir mín naut sín aldrei eftir að hún hætti vinnu utan heimil- is. Vinnan og vinnugleðin var henni allt. Á sínum yngri árum hafði hún aldrei haft tækifæri til að þjóna sjálfri sér eða sínum löngunum. Hún kunni því ekki að njóta hvíldarinnar og tómstundanna, sem þessar breyttu aðstæður buðu upp á. og ýmsum útskurði, því listræn var hún með afbrigðum. Lengstan hiuta ævi sinnar rak hún hannyrðaverslun á Vesturgötu í Reykjavík og lagði mikinn metnað í að hafa sem mest og best úrval á boðstólnum. Oft fór hún til Kaupmannahafnar þeirra er- inda að kaupa inn fyrir verslunina og talaði oft um hve það hefðu verið ánægjulegar ferðir, því þar væri svo fallegt Þegar degi fór að halla í lífi hennar hætti hún með verslunina. Frænka giftist aldrei, en bjó sér ákaf- lega fallegt heimili á Víðimel 23. Hún var mikið samvistum við systur sína, Önnu, sem átti íbúð í sama húsi og voru þær góðar vinkonur. Varla var nafn annarrar þeirra nefnt nema hitt fylgdi með. Anna lést árið 1985 og var Möggu dauði hennar sár harmur. Magga varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að geta búið heima allt fram á síðastliðið sumar er hún fór á Drop- laugarstaði og var það ekki síst að þakka aðstoð góðrar konu, Guðnýjar Maríusdóttur, sem var hjá henni í húshjálp og gerði oft meira en henn- ar verksvið krafðist. Það var sérstakt hve Magga var minnisgóð fram á síðasta dag. Hún hafði skemmtilegan frásagnarstíl og kom oft á óvart hve hún átti það til að vera stórkostlega hnyttin í tilsvör- um og gamansöm þegar svo bar við, orðin þó svona háöldruð. Andinn var sá sami alla tíð og gaman var að hlusta á hana segja frá ýmsu sem á dagana hafði drifið, því þá brá stund- um fyrir ungu stúlkunni sem eitt sinn var. Hún undraðist stundum hvers vegna hennar dagur skyldi ekki vera liðinn og var fyrir löngu tilbúin að fylgja öllum vinunum og kunningjun- um, sem famir væru fyrir mörgum árum. Nú samgleðst ég henni yfír að vera laus úr viðjum lúins líkama, fullviss þess, að hún hafi notið góðr- ar heimkomu. Efst í huga er þakklæti til almætt- isins fyrir að hafa fengið notið kynna við þessa sérstæða konu. Mæt kona er gengin, en í hjarta mínu lifa and- artök minninganna um stundimar okkar saman. Milli stranda bindur bönd bræðra andans kraftur. Hylli landans vina vönd vitjar handan aftur. (Einar Ben.) Signhild B. Borgþórsdóttir. Brauðstritið hafði svo lengi verið hennar hlutskipti. Líkamlegu þreki hélt hún mörg ár eftir þetta. Helzta ánægja hennar var að fara í langar gönguferðir og hún gekk rösklega, enda var hún létt í spori. Ég minn- ist þess, þegar hún var komin á áttræðisaldur greip hún sippuband hjá bömum mínum og sippaði af engu minni leikni en þau. Heilsa þeira hjóna tók að bila, hans líkamlega, en hennar andlega. Hún fékk Alzheimer-sjúkdóm og átti í erfiðleikum með að tjá sig. Þó var það helzt að hún tæki undir er hún heyrði sungið og ein og ein Ijóðlína gat þá rifjast upp fyrir henni. Það kom að því, að gömlu hjónin urðu að leysa upp heimili sitt, þau fengu inni á hjúkrunarheimilinu Skjóli eins og fram hefur komið. Anna, sem áður hafði annast aldrað fólk og sjúkt.'læm þurftu manninn með sér varð nú háð því fólki, sem annast slík störf. Á Skjóli var þeim hjónum veitt öll aðhlynning eins og best verður á kosið. Var ánægjulegt að verða vitni að þeirri hlýju og mannkærleika, sem þau nutu þar. Þar em störfin ekki unnin eingöngu af skyldurækni, þess varð ég svo sannarlega vör síðustu dægrin, sem tengdamóðir mín lifði. Störfin eru unnin af kærleika og nærgætni. Starfsfólki á Skjóli viljum við hjón þakka fyrir umönnun þeirra hjóna beggja. Ég vil ljúka þessum hugrenning- um um tengdamóður mína með bæn, sem ég fann á lúnu handskrif- uðu blaði, skrifuðu af henni sjálfri, innan í gamalli sálmabók, sem hún átti. Hún hafði greinilega oft farið um það höndum og bezt gæti ég trúað að bænin sé eftir föður henn- ar. Ég á í handritum eftir hann ýmislegt sem bendir til þess, eins og þessi fáu þakkarorð, sem segja svo mikið: „Allt sitt lán og óskir fékk Guði frá Guðmundur Bekk.“ Bæn þessa las ég yfir hinni látnu, áður en ég yfirgaf hana á Skjóli hinzta sinni. Láttu Drottínn Ijósið þitt lýsa á vegi mínum. Breið þú yfír bólið mitt blæju af kærleik þínum. Þá mun heimsins hismi valt hugann ekki naga. Verða í sátt við alla og allt andann léttar draga. Langri og farsælli ævi er lokið, hana ber að þakka. Minningin lifír. Hún hvíli í friði. Herborg H. Halldórsdóttir. Láfið er fljótt; líkt er það elding sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, títrpr á bárum. (M. Joch.) Þegar litið er til baka finnst okk- ur tíminn hafa liðið svo fljótt. Ég sé tengdamóður mína fyrir mér unglega og fallega með uppgreiðslu og fléttu yfír höfuðið. Hún var sann- arlega spengileg í svörtu dragtinni sinni á leið norður í Fomahvamm í Norðurárdal þar sem hún vann mörg sumur við gistihúsið, en á vetuma vann hún í samkomuhúsi Vestmannaeyja við matreiðslu. Hún var þá búsett í Vestmannaeyjum hjá Vilborgu dóttur sinni og manni hennar Einari Runólfssyni. Oft sagði hún mér frá glæsjlegum mat- arveislum sem þau Óli ísfeld reiddu fram. Ekki efa ég að vel hafi tekist til því að öll störf léku í höndum hennar hvort sem það var við mat- reiðslu, húshald eða hjúkrun sjúkra. Mörg ár vann Anna á „Bláa band- inu“, stofnun fyrir drykkjusjúka, og talaði um fyllibyttumar sínar með hlýju. Anna skildi alltaf svo vel fólk, þegar eitthvað mikið var að. Seinna vann hún á Hrafnistu og vann þar störf sem nú væm flokkuð undir störf sjúkraliða. Þar var hún greinilega á réttri hillu eins og stundum er sagt. Hún var farsæl í sínum störfum og vel liðin, enda mjög dugleg og samviskusöm. Og hún vann svo lengi sem henni var unnt og síðustu árin við heimilisað- stoð hér í bæ. Vinnan var henni mjög dýrmæt og sagði hún oft: „Það vildi ég óska að „skapari" minn tæki mig til sín þegar ég get ekki unnið lengur." Anna var trúuð kona og fann oft fyrir því að hún var studd á lífsleiðínni. Hún var svo lánsöm að hafa fengið í vöggugjöf góða heilsu, sem hún kunni vel að meta. Anna var fædd og uppalin á Seyðisfírði. Foreldrar hennar vom hjónin Vilborg Sigríður Jónsdóttir og Guðmundur Bekk Einarsson sem þar bjuggu allan sinn búskap. Eign- uðust þau hjón fímm böm, þijá syni og tvær dætur, einn sonur dó mjög ungur, en hin bömin komust öll til fullorðinsára og hafa þau öll náð mjög háum aldri en bróðir Önnu, Einar, lést veturinn 1991 á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Anna var næstelst sinna systkina. Hún giftist ung Einari Sigfinni Guðjónssyni sem þá stundaði sjómennsku og bjuggu þau saman á Seyðisfirði, nánar tiltekið á Hánefsstaðaeyram til ársins 1934, að þau flytja inn í kaupstaðinn. Þau eignuðust þijú böm saman, en þau em: Vilborg, búsett í Kópavogi, gift Einari Run- ólfssyni fyrrv. skipstjóra; Einar, rafvélavirki, býr í Reykjavík, vinnur nú hjá Tryggingastofnun ríkisins, kvæntur Olöfu Stefánsdóttur, Jór- unn, búsett í Vestmannaeyjum, hennar maður er Friðþjófur Sturla Másson, starfsmaður hjá útgerð Heijólfs í Vestmannaeyjum. Þau systkin eiga einn hálfbróður, Hreggvið Þorgeirsson tæknifræð- ing, kona hans er Herborg Halldórs- dóttir. Þau em búsett í Garðabæ. Öll böm Önnu eiga marga af- komendur sem of langt mál yrði upp að teija og svo átti Anna einn- ig stóran hóp bamabama og bama- barnabama. Anna og Einar slitu samvistir fljótlega eftir að þau fluttu inn í kaupstaðinn. Elsta barn þeirra, Vil- borg, var alin upp hjá móðurafa sínum og ömmu en eftir skilnaðinn bjó Anna nokkur ár á Seyðisfírði með bömum sínum. Þetta vom ár fátæktar og kreppu, en Anna var ákveðin og sjálfstæð persóna og ekki gefín fyrir að bera erfiðleika sína á torg. Sagt hefur mér maður sem þekkti heimilið vel að allt hefði verið svo frábærlega snyrtilegt og hlýlegt á hennar litla heimili þrátt fyrir lítil efni. Það þarf ekki alltaf glæstan húsbúnað. Bömin fóru fljótlega að vinna fyrir sér eftir fermingu. Þetta var leið flestra unglinga á þessum ámm. Skóla- ganga var ekki jafnsjálfsögð þá og nú til dags. Eftir að dætumar vom báðar giftar og búsettar í Vest- mannaeyjum fór Anna að hugsa sér að flytja á Suðurland og eins og áður er getið vann hún í Vest- mannaeyjum um tíma. Anna sagði mér einu sinni draum sem var ráðinn fyrir hana af draum- spakri konu. Þessi kona tjáði Önnu að draumurinn þýddi það að hún ætti eftir að giftast Einari Guðjóns- syni aftur. Það fannst mér fráleitt að gæti gerst, en Anna taldi að þetta gæti svo sem átt sér stað. Það er ekki að orðlengja það að löngu seinna eftir að Einar hafði misst seinni konu sína Ármanníu Jónsdóttur og var kominn til Reykjavíkur til bama sinna tóku þau saman aftur eftir 30 ára að- skilnað. Þau giftu sig á Þorláks- messu árið 1965 og bjuggu saman eftir það lengst af á Austurbrún 4. Síðustu árin vom þau svo lánsöm að fá vist á hjúkmnarheimilinu Skjóli, enda bæði orðin mjög heilsu- laus. Þau bjuggu þar sitt á hvorri hæðinni. Hún var hin síðustu ár með Alzheimer-sjúkdóm og minnið nær farið. Þau studdu hvort annað í ellinni og á hveijum degi á meðan Einar lifði kom Anna upp á 6. hæðina og þar var maður hennar alltaf til staðar og reyndi af veikum mætti að tala við hana og stytta henni stundimar. Einar maður hennar lést 2. ágúst 1991. Þegar mest á reynir er þörf fyrir hjálp og aðstoð og það veitti Anna tengdamóðir mín mér fyrir mörgum ámm þegar ég átti við erfíð veik- indi að stríða. Fyrir það er ég henni ævinlega þakklát. Anna var orðin hvfldarþurfi og löng ævi að baki. Hjúkranarfólkið á Skjóli veitti henni mikla um- hyggju og alla aðstoð sem hægt var að veita henni. Þökk sé þeim öllum. Ólöf Stefánsdóttir. í dag kveðjutn við elskulega ömmu okkar. Ámma Anna var ein af þessum harðduglegu aldamóta- konum sem þekktu ekkert' annað en að vinna hörðum höndum fyrir sér og sínum. Hennar störf vom einkum hjúkran og aðhlynning. Amma Anna hafði enga menntun í þeim fræðum en var hjúkmnarkona af guðs náð, öragg og sjálfstæð í starfi. Amma kunni illa iðjuleysi og vann utan heimilis í mörg ár eftir að sjötíu ára aldri var náð. Amma Anna var ákaflega góð og hlý'ttíð okkur bamabömin. Hún hafði gaman af að gefa okkur fallegt,- ar gjafir og mjúkhent var hún þeg- ar hún strauk okkur um kollinn. Seinna þegar við bjuggum í útlönd- um var amma dugleg að skrifa okk- ur, en hafði jafnan áhyggjur af því að við skildum ekki skriftina hennar. Amma Anna var mjög viðræðu- góð, hún bar hag sinna nánustu mjög fyrir bijósti og fylgdist af áhuga með öllum. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær í ljós ef henni sýndist svo. Nú er hún amma komin til afa og vitum við að hann tekur vel á móti henni. Blessuð sé minning hennar. Anna Vilborg og Ólöf Ragnheiður. Farinn er góður vinur og félagi. Amma var ekki allra, en reyndist okkur einstaklega vel, glettin, góð heim að sækja og hafði jafnan ákveðnar skoðanir málunum. Hún fór sínar eigin leiðir, án þess að fást um hvort þær samrýmdust hugmyndum fjöldans. Því varð hennar æviganga að mörgu leyti ólík göngu samtímamanna hennar. Réttlætiskenndin var henni í blóð borin. Hún mátti ekkert aumt sjá, hvort heldur vora svangir fuglar eða óknyttapiltar að ráðast á sér minni máttar. Amma lét sig málið varða. Dyggð, sem flestum ætti að vera í blóð borin. Dugleg var hún og ósérhlífín og vildi alla tíð vera sem minnst upp á aðra komin. Léttfætt eins og ung- lamb fór hún um allar trissur alveg fram á niræðisaldur. Við hin yngri hefðum getað verið montin af sama líkamlega atgervi. Líkaminn hélt sér ótrúlega vel, þó hugurinn léti undan síðustu árin. Því er hún amma ör- ugglega hvfldinni fegin og ánægð með að geta loks tjáð sig aftur við þá sem vom henni hjartfólgnir en komnir yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning ömmu. Halldóra, Þráinn Valur og Snorri. HANK00K JEPPAH JÓLBARDAR ,nreiðs\ay| Frábærdekk á frábæru verði Verðsýnishorn staðgr. 215/75 R15 ....8.560,- 7.704,- 235/75 R15 ....9.750,- 8.775,- 30x9,50 R15 ..10.550,- 9.495,- 31x10,50 R15 ..11.950,- 10.755,- 31x11,50 R15 ..12.950,- 11.655,- 33 R12.50 R15 ..13.800,- 12.420,- 215/85 R16/10Pr... ..10.980,- 9.882,- 235/85 R16/10Pr.... ..12.600,- 11.340,- 875 R16,5/8Pr. ..10.640,- 9.576,- Barðinn hf. Skútuvogi 2 • Sími 683080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.