Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994
43
Mr. Wonderful er hressilega
skrifuð og vel mönnuð...
Uppfull af skemmtilegum
rómantískum uppátækjum...
Indælis kvöldskemmtun fyr-
ir þá sem eru í rómantísku
stuði og líka fyrir þá sem
hefðu áhuga á að komast í
slíkt hugarástand.
(Guðlaugur Bergmundsson D.V.)
Fyrir þá sem skemmta sér
að vönduðum og vel leiknum
rómantískum gamanmynd-
um er „Hinn eini sanni"
myndin til að sjá.
(Arnaldur Indriðason Mbl.)
★ ★ ★
A.I.Mbl.
★ ★ ★ ★
Fllm Review
★ ★ ★ ★
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
21. - .24. janúar 1994
Á föstudagskvöld var til-
kynnt um þjófnað á núm-
erslausum vélsleða frá
verkstæði í Höfðahverfi.
Nokkru síðar var tilkynnt
um drengi á tveimur núm-
erslausum vélsleðum er ek-
ið höfðu frá bensínaf-
greiðslu í austurborginni
án þess að greiða fyrir elds-
neytið. Lögreglumenn
komu fljótlega auga á sleð-
ana þar sem þeim var ekið
áleiðis í Mosfellssveit. Sleð-
unum var veitt eftirför upp
í Kollafjörð. Við malarnám-
ið í firðinum var öðmm
sleðanum ekið utan í kyrra-
stæða lögreglubifreið. Öku-
maður sleðans og farþegi
duttu af honum. Ökumað-
urinn meiddist lítilsháttar,
en talið var að farþeginn
hefði slitið krossbönd við
hné. Báðir vom þeir fluttir
með sjúkrabifreið á slysa-
deild. Hinum vélsleðanum
var snúið við áleiðis í bæ-
inn. Akstur hans var stöðv-
aður af lögreglunni á Vest-
urlandsvegi við Skálatún.
Sleðinn, sem lenti í árekstri
við lögreglubifreiðina,
reyndist sá er tilkynntur
hafði verið stolinn fyrr um
kvöldið.
Skömmu eftir hádegi á
sunnudag var tilkynnt um
menn vera að stela bifreið
við veitingahús í miðborg-
inni. För þeirra endaði á
ljósastaur þar skammt frá.
Þrír menn voru handteknir
og færðir á lögreglustöð-
ina. Talið er að Bakkus
hafi verið í för með mönn-
unum.
Eitthvert ónæði hlaust
af akstri vélsleðamanna um
helgina, sérstaklega í aust-
urborginni. Ekið er um
göngustíga, gagnstéttar,
útivistarsvæði, garða og
annað, sem fyrir er. Tveir
þeirra ökumanna, sem.lög-
reglan þurfti að hafa af-
skipti af, reyndust réttinda-
lausir. Samkvæmt óná-
kvæmum ákvæðum um-
ferðarlaganna mega þeir,
sem þurfa yfir veg, einung-
is aka vélsleðum sínum eft-
ir vegi skemmstu leið sem
hentugt er. Þar má ekki
aka sleðunum hraðar en 40
km/klst. Að öðru leyti má
ekki aka vélsleða á vegi,
sem ekki er einkavegur.
Þar segir sig því sjálft að
ekki má aka slíkum tækjum
á öðrum þeim leiðum, s.s.
á umferðareyjum og á
gangstéttum, sem öðrum
vélknúnum ökutækjum eru
bannaðar. í lögreglusam-
þykkt Mosfellsbæjar er
akstur vélsleða bannaður
um götur bæjarins. í lög-
reglusamþykkt Seltjarnar-
ness er notkun vélsleða á
götum bæjarins háð leyfi
lögreglu. í lögreglusam-
þykkt Reykjavíkur er ekki
minnst á vélsleða eða tor-
færutæki, einungis tor-
færuhjól. Hins vegar liggur
fyrir samþykkt frá borgar-
stjórn, sem kveður á um
bann við akstri vélsleða í
Elliðaárdalnum og er svæð-
ið við hesthúsin í Víðidal
þar ekki undanskilið. Þá
hefur verið lagt bann við
akstri vélsleða á fólkvöng-
um, s.s. á skíðasvæðunum
í Bláfjöllum. Lögreglan hef-
ur nokkrum sinnum reynt
að fá reglur um akstur vél-
sleða samræmdar á höfuð-
borgarsvæðinu, en lítið hef-
ur unnist. Málið hefur verið
í höndum SSH um nokk-
urra missera skeið. Lög-
reglan vill hvetja ökumenn
vélsleða til þess að fara að
reglum og gæta þess að
valda ekki öðrum óþarfa
ónæði eða hættu.
Lögreglan þufti níu sinn-
um að hafa afskipti af
sendibílstjórum, sem reynd-
ust vera að flytja fólk gegn
gjaldi. Slíkt er með öllu
óheimilt, því sá sem vill
stunda leiguakstur með
fólk gegn gjaldi á höfuð-
borgarsvæðinu þarf að hafa
atvinnuleyfi útgefið af um-
sjónanefnd fólksbifreiða,
hafa afgreiðslu á viður-
kenndri fólksbifreiðastöð,
nota í leiguakstrinum eigin
bifreið, sem skráð er fólks-
bifreið samkvæmt reglu-
gerð um gerð og búnað
ökutækja, hafa TAXA-
merki á þaki bifreiðarinnar
og löggiltan gjaldmæli í
bifreiðinni. Fylgst verður
með því á næstunni hvort
atvinnubifreiðar séu notað-
ar til þess sem þeim er
ætlað.
Að öðru ieyti er dagbókin
með venjubundnum hætti;
39 skráð ölvunartilvik, 2
umferðarslys, 38 árekstrar,
6 ökumenn grunaðir um
ölvunarakstur (þar af 2 í
umferðaróhöppum), 7 inn-
brot, 4 þjófnaðir, 4 líkams-
meiðingar, 1 nauðgun, 11
heimilisófriðir, 17 vegna
hávaða og ónæðis, 45 um-
ferðarlagabrot o.s.frv.
Fátt fólk var í miðborg-
inni að kvöldi og næturlagi
eða þangað til hleypt var
út af vínveitingastöðunum.
Þrátt fyrir leit fundust þar
engir unglingar 'undir 16
ára aldri. Þá var ekki held-
ur að finna í úthverfunum.
Svo virðist sem foreldrar
og börn þeirra hafi brugðist
vel við nauðsyn þess að
halda reglur í gildi um úti-
vist barna og unglinga.
Vonandi er að sú samstaða
megi halda þegar fram líða
tímar.
SÍMI: 19000
KRYDDLEGIIM HJÖRTU
Aðsóknarmesta erlenda myndin í USA frá upphafi.
„ Drífið ykkur. Þetta
er hnossgæti, sæl-
gæti, fegurð, ást,
losti, list, matarlyst,
þolgæði og snilld...“
„...Gerið það nú fyrir
mig að sjá þessa
mynd og látið ykkur
líða vel...“
„...Fyrsta flokks, verk,
þetta er lúxusklass-
inn...“
„...Ef það erlíf íbíó,
þá er það íhinum slá-
andi Kryddlegnu hjört-
um í Regnboganum."
★ ★ . ★ hallar í
fjórar, OlafurTorfa-
son, Rás 2.
★ ★ ★ ★ H.H.
Pressan.
★ ★ ★ J.P.
Kemp Eintak
★ ★ ★ Hilmar
Karisson, D.V.
Bragðmikil „latínó" ástarsaga í orðsins fyllstu merkingu, krydduð með
kímni, hita, svita og tárum.
Aðalhlutverk: Marco Leonardi (Cinema Paradiso) og Lumi Cavazos.
Leikstjóri: Alfonso Arau.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ‘
MAÐUR ÁN ANDLITS
Stepping Razor
★ ★ ★ A.l. MBL.
Aðalhlutverk: Mel Gib-
son og Nick Stahl.
Leikstjóri: Mel Gibson.
Sýnd kl. 4.50,6.50,9 og
11.10
TIL VESTURS Into the West
★ ★ ★ G.E. DV.
Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Ellen Barkin.
Sýnd kl. 5 og 7. Miðav. kr. 350
HVTrATJALÐffi
Stórbrotin mynd um reggí-
meistarann Peter Tosh.
Sýnd kl. 9 og 11. Miðav. kr. 350.
PÍANÓ
Sigurvegari Cannes-hátíðar-
innar 1993
„Píanó, fimm stjörnur af fjórum
mögulegum.11
★ ★★★★ G.Ó. Pressan
Aðalhlutverk: Holly Hunter, Sam
Nelll og Harvey Keitel.
Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9
og 11.10.
„Gur -‘ igsson vág in i
barndomslandet ár
rakare án de flestas."
Elisabet Sörensen,
Svenska Dagbladet.
„Pojkdrömmar ár en
oerhört chármerande
och kánslig film som jag
tycker ár váldigt bra.“
Nils Peter Sundgren,
Gomorgon TV
★ ★ ★ ★
íslenskt - já takk!
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
„Ég hvet alla sem vilja sjá
eitthvað nýtt að drifa sig
i bíó og sjá Hin helgu vé.
Þetta er yndisleg Irtil saga
sem ég hefði alls ekki
viljað missa af!“
Bíógestur.
„Hrrfandi, spennandi, eró-
tisk.“ Alþýðublaðið.
„...hans besta mynd til
þessa ef ekki besta ís-
lenska kvikmynd sem
gerð hefur verið seinni
árin.“ Morgunblaðið.
★ ★★y2„MÖST“
Pressan
Keppni hafin hjá hestamönnum
Grímuglens í Hafnarfirði
Hestar
Valdimar Kristinsson
Sörlamenn í Hafnar-
firði byrjuðu sitt
keppnistímabil á laugar-
dagskvöldið sem leið með
léttri töltkeppni þar sem
knapar klæddust grímu-
búningum. Keppnin fór
fram í hinni glæsilegu
reiðskemmu Sörla, sem
er staðsett á mótssvæði
þeirra. Var hér um að
ræða léttan leik þar sem
glens og gaman sat í fyr-
irrúmi enda hestarnir
vart komnir í gott keppn-
isform enn sem koniið er.
í fullorðinsflokki sigraði
Pjetur N. Pjetursson á
Safír frá Ríp, í öðru sæti
Elsa Magnúsdóttir á Kol-
baki frá Húsey, Þorsteinn
Sófusson þriðji, í fjórða
sæti Sævar Leifsson og
fimmti Sigrún Magnús-
dóttir. Bestu tilþrif í full-
orðinsflokki sýndi Sigurð-
ur Ævarsson og verðlaun
fyrir besta búning hlaut
Sindri Sigurðsson klæddur
sem hirðfífl. í flokki ungl-
inga og barna sigraði
Hrafnhildur Guðrúnar-
dóttir á Roða, Ragnar
Ágústsson varð annar,
Magnea Rós Axelsdóttir á
Vafa frá Mosfellsbæ varð
þriðja, Bryndís K. Sigurð-
ardóttir fjórða og Ríta
Björk Þorsteinsdóttir í
fimmta sæti. Verðlaun fyr-
ir besta búning í barna-
og unglingaflokki hlaut
Sigríður Pjetursdóttir sem
var klædd sem Trópí fugl
og hesturinn Skagfjörð frá
Þverá allur skreyttur með
Trópífernum. Bestu tilþrif
í unglingaflokki þótti Hin-
rik Þór Sigurðsson sýna.
Dómarar voru hjónin
Ragnar Hinriksson og
Hildur Claessen auk Guð-
rúnar Eysteinsdóttur, en
þulur Sigurður Sigmunds-
son sem jafnframt stjórn-
aði keppninni.