Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994 Sjónarhorn Hefur altæk gæðastjorn- un skilað árangri? eftir Magnús Jóhannesson Altæk gæðstjórnun hefur verið æ fyrirferðarmeiri í umræðunni und- anfarið. Ýmsir halda því fram að hér sé á ferðinni ein önnur loftbólan sem eigi eftir að springa með hveili. Ástæða þykir því að skoða hvort þessi stjórnunaraðferð hafi skilað einhveijum árangri eða hvort þetta séu óþarfa upplýsingar á upplýs- ingaöld. Saga altækrar gæðastjórnunar Gæðastjórnun á sér sögu sem rekja má aftur til fyrri hluta þessar- ar aldari Bandaríkjamenn voru fyrstir til að taka upp tölfræðilega stjórnun ferla. Á árunum milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar vann maður að nafni Walter A. Shew- hart við rannsóknir hjá Bell síma- fyrirtækinu í Bandaríkjunum, sem leiddu til tengingar tölfræði (Stat- istics) og stjórnunar. Niðurstaða þessara rannsókna var tölfræðileg stjórnun ferla sem altæk gæða- stjórnun (AGS) spratt upp af. Á árunum fyrir seinni heimsstyijöld og á meðan á styijöldinni stóð þurftu Bandaríkjamenn að auka stórlega framleiðslu sína samhliða því að halda gæðunum í hámarki. Þeim tókst að ná árangri með að- stoð tölfræðilegra aðferða. Á þess- um árum voru bandarískar vörur eftirsóttar um allan heim vegna gæða og mikiilar endingar. Hver man ekki eftir bandarískum bifreið- um frá þessum tíma, bifreiðum sem eru til enn í dag. Fljótlega eftir seinni heimsstyijöidina hættu Bandaríkjamenn að nota tölfræði- legar aðferði;- við stjórnun fyrir- tækja sinna. Ástæðan var mikil eft- irspurn eftir vörum sem framleiddar voru í Baridaríkjunum og lítil sam- keppni. Á markaði þar sem allt seldist sem framleitt var þótti stjórnendum taka of langan tíma að tryggja gæði með tölfræðilegum aðferðum og því var fallið frá þess- um hugmyndum. Enda hefur það sýnt sig að bandarískar vörur hafa farið halloka fyrír öðrum vörum í samkeppninni. Þó AGS sé upprunnin í Banda- ríkjunum var hún tekin upp í Japan eftir seinni heimsstyijöldina, þegar hafin var endurreisn japansks efna- hagslífs. Japanir fengu til liðs við sig tvo menn sem voru í farar- broddi í gæðastjórnun í Bandaríkj- unum, þá dr. Joseph M. Juran og dr. W. Edwards Deming. Dr. Dem- ing, tölfræðingur að mennt, kynnti AGS fyrir Japönum, stjórnendum japanskra fyrirtækja og verkfræð- ingum í japönsku efnahagslífi. Þeg- ar þessir menn komu inn í japanskt efnahagslíf var japönsk vara þekkt fyrir háa bilanatíðni og „Made in Japan“ var merki um lélega vöru. Nokkrum árumjseinna þegar Jap- anir höfðu beitt'AGS í ríkum mæli við stjórnun sinna fyrirtækja voru Japanir að hefja stórsókn sína á heimsmarkað t.d. með bifreiðar og rafmagnstæki. I dag vita allir hve stóran hluta markaðarins Japanir hafa yfirtekið með vörugæðum og hagkvaímni sem þeir náðu með al- tækri gæðastjórnun. Eftir að Bandaríkjamenn hættu ALP bílaleigan hefur flutt aðal- stöðvar sínar frá Hlaðbrekku 2 á Skemmuveg 20 í Kópavogi (beint á móti BYKO). Þar hefur einnig verið innréttað glæsilegt bílaverkstæði, sem opið er al- menningi og sérhæfir það sig í réttingum og sprautun. að nota tölfræðilegar aðferðir við stjórnun gæða áttaði dr. Deming sig á því að í Bandaríkjunum var það rangur hópur manna sem helg- aði sig gæðastjórnun. Stjómendur fyrirtækjanna höfðu ekki verið með í verkefninu. Áherslan hafði verið lögð á að kenna verkfræðingum og hönnuðum aðferðirnar. Síðan þá hefur dr. Deming lagt megináherslu á leiðtogahlutverk stjórnenda fyrir- tækjanna í altækri gæðastjórnun. Þetta hafa stjórnendur japanskra fyrirtækja tileinkáð sér með frá- bærum árangri. Er ástæðan menningin? Margir hafa haldið því fram að menning Japana sé ástæða vel- gengni þeirra. Það má vel vera en menning Japana árið 1951 var mjög svipuð og 1971 eða 1991. Munurinn á efnahagslegri velgengni þeirra er hins vegar mikill. Árið 1951 höfðu vörur framleiddar í Japan orð á sér fyrir að vera lélegar með eindæm- um. í dag eru þetta hágæðavörur. Menningin hefur breyst lítið sem í húsnæðinu við Skemmuveg 20 var áður fyrirtækið Úði sf. sem var í eigu bílamálarans, Sigurðar Krist- mundssonar. ALP bílaverkstæðið hefur nú yfirtekið þá þjónustu auk þess sem fyrirtækið mun taka að sér allar almennar bílaviðgerðir. Þeir sem koma með bíla sína til viðgerða á ALP bílaverkstæði eiga ekkert en japanskar vörur í dag eru viðurkenndar fyrir gæði og end- ingu. Árið 1951 hófu Japanir inn- leiðingu altækrar gæðastjórnunar sem veitti þeim alþjóðlega viður- kenningu fyrir framúrskarandi vörugæði. Lokaorð Ef Japanir hafa getað náð yfir- ráðum á heimsmarkaði með aðstoð altækrar gæðstjórnunar er vert að gefa stjórnunaraðferðinni gaum. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja ættu að kynna sér þessar aðferðir út í hörgul áður en þeir afskrifa þær sem hveija aðra loftbólu sem muni springa innan skamms. Altæk gæðastjórnun er lífsviðhorf jafnt sem stjórnunaraðferð. Ef menn til- einka sér þessar aðferðir, þetta lífs- viðhorf, munu þeir ná árangri. Mik- ilvægt er að nýta sér það fordæmi sem Japanir hafa sett. Höfundur er rekstrar- og stjórn- unarfræðingur og framkvæmda- stjóri íslenskrar gæðastjórnunar sf. kost á bílaleigubíl á meðan á mjög hagstæðum kjörum, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Fyrirtækið mun áfram reka af- greiðslu við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík. ALP bílaverkstæðið er í eigu feðganna Arnórs L. Pálssonar og ívars Arnórssonar bifreiðasmiðs. Fyrirtæki ALP bílaleigan ínýtthúsnæði ATHYGLISVERÐASTA AUGLÝSING ÁRSINS 1993 LUMAR PU A AUGLYSINGU? íslenski markaösklúbburinn, ÍMARK, efnir til samkeppni í samráöi viö Samband íslenskra auglýsingastofa um athyglisverðustu auglýsingu ársins 1993. Skilyröi fyrir þátttöku er aö auglýsingin sé gerö af íslenskum aöila og hafi birst fyrst á árinu 1993. Tilgangur samkeppninnar er aö vekja aimenna athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aöstandendum þeirra veröskuldaöa viðurkenningu. Veitt veröa verölaun fyrir bestu auglýsinguna í eftirtöldum flokkum: Kvikmyndaðar auglýsingar Útvarpsauglýsingar Dagblaöaauglýsingar Tímaritaauglýsingar Auglýsingaherferðir Umhverfisgrafík Útsendiefni Vöru- og firmamerki. Skilafrestur rennur út á hádegi 31. janúar 1994. Þátttökureglur og eyðublöð liggja frammi á skrifstofu SÍA, frá kl. 09:00-12:00, Háteigsvegi 3, 105 Reykjavík, sími 91-629588. BILALEIGA — Á myndinni eru eigendur ALP fyrirtækjanna, frá vinstri: Arnór L. Pálsson forstjóri, Betsý Ivarsdóttir og ívar Arnórs- son. Brúðkaups myndatökur þarf að panta með góðum fyrirvara. Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Ljósmyndast. Barna og fj.myndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs , sími: 4 30 20 3 Odýrastir HLÐVANDAMAL? Of þurr húð • húðerting exem ■ hruni o.fl. S fím CTAR® Al E Vera C TMENT Verð kr. 550 •“ 50g ALOA VERA Undraáburðurinn. Linar sársauka fljótt, dregur úr útbrotum, bruna, sviða.græóir sárog skrámur. Ómissandi í sjúkrakassann. NECTAR Náttúrulega. Kringlan 17, 103 Reykjavík Augi sf Sigrunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.