Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994 23 Bill Clinton Bandaríkjaforseti sakaður um fjöllyndi í ástamálum Fyrrverandi viðhaldi boðið þægilegt starf fyrir að þegja? St. Louis. The Sunday Telegraph. FYRRVERANDI fegnrðardrottning, sem kveðst hafa verið í þingum við Bill Clinton Bandaríkjaforseta árið 1983, segir í viðtali við The Sunday Telegraph að sér hafi verið boðið starf hjá ríkinu ef hún þegði yfir sambandi þeirra í kosningabaráttunni fyrir forsetakosning- arnar árið 1992. Þá segist hún hafa orðið fyrir ofsóknum og hótun- um af ýmsu tagi ef hún hegðaði sér ekki „eins og þæg stelpa“ í kosningabaráttunni. Konan heitir Sally Miller Perdue, er 55 ára gömul og fyrrverandi Ungfrú Arkansas. Hún var með dagiegan viðtalsþátt í útvarpi í Little Rock, höfuðstað Arkansas, þegar meint samband hennar við Clinton átti sér stað. Perdue býr nú í St. Louis í Misso- uri og er forstöðukona heimilis fyrir fullorðið fólk með Downs-syndróm og lömun vegna heilaskaða. Hún segir að eftir að kosningabaráttan hófst hafi hún sætt hótunum af hálfu manns á sextugsaldri, Rons Tuckers, sem hafi sagst ganga er- inda „háttsettra demókrata“. Hún segist hafa talað við hann í þijár klukkustundir á veitingahúsi 19. ágúst 1992 og hann hafi þá boðið henni embætti sem myndi tryggja henni góða afkomu fyrir lífstíð, um 4,2 milljónir króna á ári. „Og hann sagði að ef ég tæki ekki tilboðinu vissu þeir að ég væri oft ein úti að hlaupa og hann gæti ekki ábyrgst hvað kæmi fyrir fæturna á mér. Líf mitt yrði mjög erfitt.“ Vinnufélagi konunnar, Denison Diel, kveðst hafa hlerað allt samtal þeirra og hefur skýrt bandarísku alríkislögreglunni, FBI, frá því. Perdue segist hafa sætt ofsóknum eftir að hún hafnaði tilboðinu. Hún hafi misst starf við háskóla í Misso- uri, fengið hótanir í síma og bréfum og bíll hennar hafi verið skemmdur. Perdue segir að hún hafi ákveðið að skýra frá sambandi sínu við Clint- on vegna þess að hún vildi staðfesta ásakanir fyrrverandi lífvarða forset- ans, sem héldu því fram fyrir jólin að forsetinn hefði notað ríkisbifreið- ar og starfsmenn til að komast til ástkvenna sinna. „Það þarf að segja frá þessu öllu svo bandaríska þjóðin geti tekið afstöðu í málinu." Perdue heldur því fram að lífverð- ir Clintons hafi ekið honum í ríkisbif- reiðum heim til hennar tólf sinnum í ágúst til desember árið 1983. „Þeir lögðu bílnum í skógi skammt frá húsinu og biðu þar,“ sagði hún. „Þegar Bill var tilbúinn til að fara gaf hann þeim merki með því að kveikja og slökkva ljósið á verönd- inni.“ Perdue segist hafa kynnst Clinton þegar hann hafi komið inn í húsið Stenberg tekur við stjórninni hjá SAS Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. JAN Stenberg, 54 ára gamall sænskur framkvæmdastjóri, hefur verið ráðinn aðalframkvæmdastjóri SAS-flugfélagsins. Stenberg leysir af hólmi Norð- manninn Jan Reinás sem hefur stjórn SAS til bráðabirgða eftir að Jan Carlzon sagði af sér. Hans bíð- ur að endurskipuleggja starfsemi SAS eftir skakkaföll í rekstrinum undanfarið. Stenberg þykir hafa staðið sig vel sem framkvæmda- stjóri rafeindafyrirtækisins LM Ericsson þar sem hann hafði umsjón með' endurskipulagningu fyrirtæk- isins. Hann þykir hreinn og beinn stjórnandi sem ekki lætur tilfinn- ingar ráða þegar starfið er annars vegar. r STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ÞRIÐJUDACiSTILBOÐ Verð kr. 4.995 verð áður kr. 7,995 Litur: Brúnn Stærðir: 36-46 Tcg.: 170 Verð kr. 4.995 verð áður kr. 7.995 Litur: Svartur, brúnn Stærðir: 36-46 V 0 S T S I \ I) I M S V M I) i: (, I 15 S | Tökum við notuðum skóm til handa bágstöddum STEINAR WAAGE STEINAR WAAGE ^ Sally Miller Perdue hennar í skokkfötum þegar hún hafi verið að spila á píanóið sitt. Hann hafi beðið hana að spila fyrir sig. Seinna hafi hann komið með saxófón með sér og þau hafi leikið gömul rokklög saman. Þau hafi síðan gerst elskendur. „Hann var gæddur strákseiginleikum sem ég stóðst ekki,“ segir hún. Perdue lýsir forset- anum sem „skemmtikrafti" og „frá- bærum leikara", sem hafi mikla þörf fyrir ástúð kvenna. Kvennafarið þagað í hel? Talsmaður FBI í Missouri vildi ekki ræða málið, kvaðst ekki geta tjáð sig um mál sem verið væri að rannsaka. Asakanir Perdue um að forsetinn hafi notað ríkisbifreiðar og lífverði á þennan hátt þykja alvarlegar. Old- ungadeildarþingkona frá Texas, Kay Bailey Hutchison, hefur verið ákærð fyrir að hafa látið starfsmenn sína sinna einkaerindum hennar og hún á allt að 10 ára fangelsisdóm yfir •höfði sér. Mál hennar er þó ekki talið eins aivarlegt og Clintons. Ýmislegt þykir benda til þess að frásögn Perdue sé sönn og að aðstoð- armenn Clintons hafi beitt mikilli hörku til að þagga niður í fólki í kosningabaráttunni. Lögfræðingur í Little Rock, Gary Johnson, sagði til að mynda félögum sínum frá því að hann hefði tekið myndir upp á mynd- band af Clinton ganga inn í hús söngkonunnar Gennifer Flower, sem hélt því fram að hún hefði átt í ástar- sambandi við forsetann. Skömmu síðar, 22. júní 1992, komu þrír menn heim til hans, slógu hann í rot og stálu myndbandsspólunni. Þá var brotist þrisvar sinnum inn í skrifstofu tímaritsins American Spectator þegar verið var að leggja síðustu hönd á grein um ásakanir fyrrverandi lífvarða forsetans. Þykir þetta grunsamlegt þar sem í 26 ára sögu tímaritsins hafði aldrei áður verið brotist inn í skrifstofuna. Perdue sakar bandaríska fjöimiðla um að hafa þegið málið í hel í kosn- ingabaráttunni og því hafi hún ákveðið að segja sögu sína í breska biaðinu The Sunday Telegraph. Telly Sav- alas látinn TELLY Savalas, sem öðlaðist frægð fyrir hlutverk einkalög- reglumannsins Kojak í sam- nefndum sjónvarpsþáttum, lést á laugardag úr krabbameini. Hann stóð á sjötugu. Mirror bjargar Independent MIRROR-útgáfan sem eitt sinn var í eigu blaðakóngsins Ro- berts Maxwells hefur ákveðið að koma blaðinu Independent, sem átt hefur í fjárhagsörðug- leikum, til bjargar með kaupum á 40% hlutíjár. Útgefendur El Pais á Spáni og La Repubblica á Ítalíu hafa sömuleiðis ákveðið að auka hlutafjáreign sína úr 37% í rösk 50%. Cartland hug- myndasmiður Majors? BARBARA Cartland, 92 ára gömul skáldkona sem skrifað hefur hátt í 600 ástarsögur án þess að minnast á kynlíf, sagð- ist í viðtali um helgina hafa gefið John Major forsætisráð- herra Bretlands hugmyndina að nýrri fjölskyldustefnu, aftur- hvarfi til gamalla gilda, er þau hittust yfir hádegisverði í fyrra. Kosningaskrifstoffa Gunnars Jóhanns Birgissonar vegna prófkjörs í Reykjavík er ó Grensósvegi 8, símar 883244 og 883248. Gunnar Jóhann í 4. sæti. Stuóningsmenn SKOVERSLUN ^ SÍMI 18519 SKOVERSLUN SÍMI 689212 ^ Júlíus Hafstein borgarfulltrúa í 2. Kröftugan málsvara sjálfstæðisstefnunnar. REYNSLA - FORUSTA - ARANGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.