Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994 Dulúð o g víddir Myndlist Bragi Ásgeirsson Málarinn Eyjólfur Einarsson hefur að baki langan feril á vett- vangi pentskúfsins og hefur hald- ið tryggð við sígildu miðlana, og eins og hann orðar það sjálfur „gömul lögmál um heild lita og forma. En framslátturinn verður áleitinn og maður fer að hugsa um afstæði hlutanna, því að öll grunnlögmál eru í eðli sínu í senn gömul og ný. Hátturinn hvernig maður hagnýtir sér þau er hins vegar mismunandi líkt og að við vöknum upp við mismunandi veðr- áttu, sem aftur getur haft áhrif á geðslagið, andlegu loftvogina, og framvindu dagsins. Hins vegar eru öll skynjanleg lögmál til stað- ar í kringum okkur og þau hagg- ast ekki, jafnvel ekki í þágu listar- innar. Ætli að það skipti ekki mestu máli að fara að dæmi náttúrunnar og vera alltaf ferskur og nýr og samkvæmur sjálfum sér. I öllu falli er langt síðan mér fór að finnast þeir málarar athyglisverð- astir, sem tekst jafnan að gæða myndir sínar töfrum óskilgreinds ferskleika hvar sem þá ber niður og hvenær starfsvettvangur þeirra svo sem var. Þannig verður Hieronymus Bosch (1450-1516) jafnan mestur og ferskastur súr- realistanna í mínum augum og eru þó fimm aldir síðan hann skóp meistaraverk sín. Yndislega öfug- snúinn og fáranlegur myndheimur hans er á þann veg, að fram koma smáatriði sem enn eru að ögra og hneyksla í annarri og afmark- aðri mynd, sbr. sumar ljósmyndir Robert’s Mapplethorpe (1946- 1990), en þær eiga nú ekkert skylt við súrrealisma, ekki einu sinni pottþétt að kallinn hafi þekkt til niðurlenzka snillingsins. Dulúðin sem örlar á í málverk- um Eyjólfs Einarssonar og sem segja má að sé í bland við súrreal- isma er af allt öðrum toga, því að hún er hvorki ögrandi né öfugs- núin. Byggir mun frekar á fortíð- arþrá og tilhneigingu til hins fjar- læga „eksótíska", en með góðri vitund um nálægari breiddargráð- ur. Þetta kemur fram í öllum 7 málverkunum sem til sýnis eru í listhúsinu Sólon íslandus fram til 14 febrúar. Meiri hluti málverkanna eru í yfirstærðum en tvær myndanna eru í meðalstærð og ein er ef minni gráðunni, en telst þó með þeim athyglisverðustu. Slíka vídd og spennu sér maður ekki oft á sýningum hér í borg nú orðið. Segja má að það einkenni þessa sýningu að hrifmestu myndirnar séu af andstæðum stærðum, þ.e. sú stærsta og minnsta. Hvað þá stærstu snertir, sem nefnist „Djúpið“ og vísar á skip í haf- snauð, má um leið segja, að hún sé næst því að vera súrrealísk og yfir henni er um leið mesta dulúð- in. Yfir litlu myndinni er mikil og mögnuð stemmning, sem nýtur sín best í sterku ljósi. — Vel á minnst, þetta með ljósið, ég skoð- aði sýninguna fyrst að kvöldi dags í sterkri rafmagnsbirtu, en daginn eftir í dagsljósi og þá virkuðu myndirnar allt öðruvísi á mig. Nú naut rauða myndin, „1912“, sem er á vegg á stigapalli, sín mjög vel í hliðarljósi, en hins vegar nutu myndirnar á aðalvegg, sem nú voru í náttúrulegu mótljósi, sín síður. Þetta segir okkur, að gervi- birtan hafí verið of sterk um kvöldið, a.m.k. á þessari mynd, sem er ein sú athyglisverðasta á sýningunni, en var oflýst. Skip í sjávarnauð er algengt fyrirbæri hér við land, en við gerð myndanna virðist listamaðurinn þó helst hafa haft í huga hinn mikla harmleik er risaskipið Tit- anic fórst í árekstri við borgarí- sjaka 5. apríl 1912, — í öllu falli bendir nafngiftin til þess. Málverkið „Fjallkona 11“ er mjög áleitið, en hefði sennilega þurft að hanga eitt sér vegna hinna sterku formrænnu vísana í því. Og að öllu samanlögðu álít ég að húsakynnin henti síður þess- ari tegund myndverka. Það vakti óskipta athygli mína hve þessi málverk eru betur unnin og markvissari í útfærslu en lengi hefur sést til Eyjólfs Einarssonar, og sýningin er tvimælalaust sú athyglisverðasta frá hans hendi um langt árabil. Hrafnhild- ur og Guð- ríður í Operunni HRAFNHILDUR Guðmundsdóttir mezzósópran og Guðríður Sigurð- ardóttir píanóleikari koma fram á tónleikum Styrktarfélags íslensku óperunnar í kvöld, þriðjudags- kvöld klukkan 20.30. Á efniskránni verða íslensk þjóð- lög í útsetningúm Ferdinands Reut- ers og Sveinbjörns Sveinbjömssonar, ljóðasöngflokkur- inn Frauenliebe und Leben eftir Robert Schumann, sönglög eftir Granados, Satie og Hahn og óperuar- íur eftir Gounod og Mozart. Þetta eru debut- tónleikar Hrafn- hildar Guðmunds- dóttur. Hún hóf söngnám við Tón- listarskóla Kópa- vogs. Árið 1985 lauk hún brottf- ararprófí frá söng- deild Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem Rut Magnússon var aðalkennari hennar. ur einsöngvaraprófi frá sama skóla, en þá var Sieglinde Kahmann aðalkennari hennar. Frá þeim tíma hefur Hrafnhildur stundað nám hjá Sigurði Demetz og sótt fjölda náms- skeiða bæði hér á landi og erlendis. Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Guðríður Sigfurðardóttir. Trúarlegur andi er yfir myndum Magnúsar Kjartanssonar á Kjarvals- stöðum og fermingarbörn hafa hópast til að skoða þær. Mjög góð aðsókn að Kjarvalsstöðum Þess vegna AÐSÓKN hefur verið góð að Kjarvalsstöðum að undanförnu, óvenju mikil miðað við þennan árstíma að sögn Þorra Hrings- sonar starfsmanns safnsins. Hann segir hópa skólafólks hafa verið meðal gesta á sýningu Magnúsar Kjartanssonar, ferm- ingarbörn hafí sérstaklega komið, enda myndimar inn- blásnar af píslarsögunni. Nýjar bækur ■ Búðu til bók (Create-A- Book) eru persónulegar sögubæk- ur, þar sem allir geta orðið miðdep- illinn og eru þær nú fáanlegar hér heima. Fólk býr til eigin bók og gerir börnin sín og eða vini að söguhetjum. Til að byija með verð- ur um að ræða fimm bamatitla Þijár sýningar standa yfir í húsinu: Málverk eftir Magnús, verk eftir Finnboga Pétursson og yfirlitssýning á verkum Geoffrey Hendricks. Fjöldi gesta sem sótt hafa sýningarnar liggur ekki fyrir en Þorri segir næsta víst að þeir séu á fjórða þúsund. Sýningarnar eru opnar daglega milli 10 og 18 og standa til 13. febrúar. og einn fullorðinstitil. Það hefur sýnt sig að böm og unglingar hafa áhuga á að eignast eintak af bókunum með eigin nöfnum. Einnig hafa þær verið notaðar sem gríngjafir fyrir fullorðna. Hægt er að fá bækurnar á sjö tungumál- um, íslensku, ensku, frönsku, þýsku, donsku, norsku og sænsku. Umboðsaðili á íslandi er Guð- björg Bjarnadóttir, Kópavogi. Bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir SVÍAR leggja fram til bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs skáldsöguna Atburðir við vatn (Hándelser vid vatten) eftir Kerstin Ekman og ljóðabókina Því að (Ty) eftir Werner Asp- enström. Krabbamein Hryllileg morð eru framin við eitt af fjallavötnunum í Norður- Svíþjóð. Lítið tjald er fellt yfir sof- andi ungmenni og þau stungin til bana gegnum tjaldið. Atburðurinn við vatnið gerist á Jónsmessunótt snemma á áttunda áratugnum. Allir íbúar í afskekktri byggðinni eru yfírheyrðir. Enginn segir frá öllu sem hann veit. Málið upplýsist ekki. Svo líða átján ár en þá er það tekið upp að nýju og í kjölfar- ið fylgir nýtt morð. í þetta skipti upplýsast báðir glæpirnir. Frá þessu segir í skáldsögu Kerstin Ekman Atburðir við vatn. Kerstin Ekman (f. 1933) hóf rit- höfundarferil sinn á sjötta ára- tugnum sem spennusagnahöfund- ur og hún kann lagið á að fylla lesanda af illum grun, lokka hann til að lesa fram á nætur, knúinn af þörf fyrir merkingu. Aðferð hennar er afhjúpunartækni sem flettir smám saman ofan af þeim flóknu hvötum sem fá venjulegt fólk til að elska, svíkja og drepa hvert annað. Aðalpersónur eru þijár og þremur sögum fer fram í bókinni en inn í þessar sögur dragast fjölmargar aðrar persónur, heilt samfélag, heilt þjóðfélag, heill heimur. Þetta er stór-bók í marg- földum skilningi, hún gefur sér góðan tíma (466 bls.), fer víða og notar goðsögur sem eins konar þriðju vídd í textanum. Öupplýst morðin verða miðja þessarar sögu og þögnin um það sem gerðist verður æ merkingar- þrungnari. Þögnin færir ábyrgðina af glæpnum yfir á margar fjöl- skyldur og hin sameiginlega sekt breytist í krabbamein sem heltekur samfélagslíkamann hægt en ákveðið. „Sannleikurinn" hættir að skipta máli. Hvaða máli skiptir það þó að skógarnir séu höggnir og lífríkið lagt í rúst ef eyðileggingin úti gerir ekki annað en spegla prýðilega hina innri auðn íbúanna? Samræmið gæti ekki verið betra! Um leið væri ekkert fjær Kerst- in Ekman en að afskrifa fólk á þennan hátt, hún tekur of ríkan þátt í breyskleika, ást og þjáningu persónanna til þess. Á níunda ára- tugnum skrifaði hún torskildar .bækur, (of) fullar af táknum og vísunum en Atburður við vatn minnir á Ljósborgina (En stad av ljus, 1983), síðustu bókina í fjór- leiknum um konur og borgarmynd- un í Svíþjóð. Um þá bók hefur sænski bókmenntafræðingurinn Maria Scottenius skrifað merka doktorsritgerð. Þetta er í fjórða skipti sem Svíar tilnefna Kerstin Ekman til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Því að Ljóðabók Werners Aspenström (f. 1918) heitir „Því að“. Samtengingar eru heillandi orð- flokkur þó að þær láti minna á sér bera en ýmsar aðrar og háværari formdeildir í málinu. Það fer prýði- lega á því að nota samtengingu, sem titil á þessari lágmæltu og kyrrlátu ljóðabók. Samtengingin „því að“ er or- sakatenging sem boðar útskýringu á einhvetju sem á undan hefur verið sagt. Ljóð Werners Aspenström eru hugleiðingar á æfikvöldi hans; það er engin ástæða til að æsa sig út af smá- munum því að logi ástríðunnar er orðinn að flöktandi týru, á sjón- glerið sem áður var skyggt af þrá, fellur engin móða lengur. Sam- ferðafólkið hreyfir sig og talar inn í ísmola í ljóðinu „Draumurinn um Kerstin Ekman Werner Aspenström stóra ísmolann“. Það fylgir því mikil einsemd að horfa svo skýrt á lífið án þess að taka þátt í því. Undirtitill ljóðabókarinnar er „Harmljóð og önnur ljóð“, en það er hvorki harmur né dramatísk lífs- uppgjör í þessum ljóðum, aðeins æðruleysi. í ljóðinu „Ef hún frá Póllandi væri hér einmitt núna“ segir m.a.: Sitta ensam, ganska illa? Battra tvá? Annu báttre: vara mánga, mánga, mánga... Hávamál orða sömu hugsun svo: auðugur þðttumsk, er eg annan fann; maður er manns gaman. Ef Óðinn hefði verið húmanisti hefðu ræður hans trúlega hljómað eins og ljóð Werners Aspenström.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.