Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994 37 SUNNLENDIN GUR ÁRSINS Fæ mikinn stuðning og hvatning’u frá fólki Svanur Ingvarsson trésmiður á Selfossi var útnefndur Sunn- lendingur ársins 1993 af lesendum Dagskrárinnar á Selfossi. „Mér þykir afar vænt um þessa útnefn- ingu og lít á hana sem stuðning og hvatningu," sagði Svanur, sem er fatlaður. Hann er kunnur fyrir þátttöku sína í íþróttum og ákveðni í að láta fötlunina hefta sig sem minnst. Frarnundan hjá honum er þátttaka í Ólympíuleikum fatlaðra í Lillehammer í Noregi 10.-20. mars þar sem hann keppir í sleða- stjaki. Mikil þátttaka var í kjörinu og bárust kjörseðlar víða að, en þetta er í fyrsta sinn sem útnefningin fer fram. Voru úrslitin kynnt í hófi á Hótel Selfossi 18. janúar þar sem Svani var afhent skrautritað viður- kenningarskjal. Tilkynnti Örn Grét- arsson ritstjóri Dagskrárinnar að ákveðið væri að þetta kjör yrði ár- legur viðburður. Þátttakendur áttu að rökstyðja val sitt á kjörseðlinum í nokkrum orðum og sem dæmi má nefna setn- ingar eins og þessar: „Hefur sýnt kraft og ákveðni þrátt fyrir fötlun. — Er góð fyrirmynd öllum, fötluð- um og ófötluðum. — Er sérlega bjartsýnn og kjarkaður maður, syngur mikið og er vel gerður." Smíðar eigin hjálpartæki Svanur hefur nýtt sér kunnáttu sína í smíðum með því að hanna og smíða bekk til að standa í. Einn- ig smíðaði hann handknúið hjól sem hann notar i langferðum um Sel- fossbæ. Þannig hefur hann bjargað sér sjálfur í orðsins fyllstu merk- ingu. „Ég nota stólinn sem hvíld frá hjólastólnum, við lestur og að horfa á sjónvarpið. Hann nýtist vel sem hvíld og sem þjálfun. Það örv- ar blóðrásins að geta staðið upp og um leið hvílt sitjandann og bakið. Svo er það líka gott fyrir andlegt jafnvægi að geta staðið uppréttur.“ Hjólið sagðist hann hafa séð er- lendis. Hann hefði síðan útfært hugmyndina með aðstoð vinar síns sem er vélsmiður. Hvatningin er dýrmæt Svanur er ættaður úr Flóanum og frá Vestmannaeyjum. Hann er sonur Helgu Guðmundsdóttur frá Hurðarbaki í Flóa og Ingvars Gunn- laugssonar frá Gjábakka í Vest- mannaeyjum. Hann er kvæntur Maríu Óladóttur og eiga þau einn son, Ara Steinar, fjögurra ára. „Ætli maður sé ekki bara góð blanda, ættaður úr kjördæminu,“ sagði Svanur. „Það hefur reynst mér vel að koma úr þessum bæ og ég hef fengið mikinn stuðning héð- an og af öllu Suðurlandi. Þetta kem- ur fram í hvatningu frá fólki sem er mér afar dýrmæt,“ sagði Svanur Ingvarsson. HJÁ ANDRÉSI Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Svanur Ingvarsson ásamt eiginkonunni Maríu Oladóttur og syninum Ara Steinari. Fyrir aftan þau rétt glittir í hjólið sem Svanur smíðaði. Haddaway var ekki lengi að kaupa sér glæsilegan sportbíl þegar hann fór að hala inn pen- inga með plötusölu. TÓNLIST Verðlaun- ar sig með hring Popptónlistarmaðurinn 'Nestor Haddaway sem komst inn á vinsældalista á Islandi síðastliðið sumar með laginu „What Is Love“ segist þakka Norðurlöndum fyrir hversu tónlist hans sé orðin vinsæl, því þar hafi hann í raun verið upp- götvaður. í Danmörku hafa lögin „What Is Love“ og „Live“ verið lengi á vinsældalistum, en nú eru öll lögin á plötunni meira og minna að slá í gegn, enda þykja þau meló- dísk og auðveld að læra. Þá eru lögin góð sem danstónlist. Haddaway, sem er 28 ára, á ættir að rekja til Karíbaeyja, en hefur mest alla ævi sína búið í Evrópu. Nú býr hann til dæmis í Þýskalandi. Eitt er mjög sérstakt við Haddaway en það er að í hvert skipti sem eitthvert laganna hefur komist inn á vinsældalista kaupir hann sér hring. Sagan hermir að þeir séu orðnir nokkuð margir. ÁSTARSAMBAND Vönduð jakkaföt, nýkomin verð kr. 14.900 Giftir Alberto Tomba sig innan tíðar? Frá Bergljótu Leifsdóttur, fréttaritara Mbl. í Flórens. Martina Colombari ásamt unnusta sínum, Al- berto Tomba. Alberto Tomba, átrúnaðargoð skíðaunnenda á ítal- íu, er trúlofaður Martinu Colombari, sem kosin var ungfrú Ítalía árið 1991. Alberto var einn af gestum feg- urðarsamkeppninn- ar og kynntust þau krýningarkvöldið. Alberto lýsti því yfir fyrir stuttu að hann hygðist giftast Marinu á þessu ári, en þegar blaðamenn spurðu Martinu hvort þetta væri rétt kom hún af fjöllum. Hún er aðeins 18 ára og lýkur stúdentsprófí á þessu ári. Alberto er hins vegar 27 ára. Martina vinnur fyrir sér sem sýn- ingarstúlka fyrir Armani, Versace,Nazareno Gabrielli og Blumarine og segist vel geta hugs- að sér að gera sýningarstörf að ævistarfi sínu. Hún er 1,76 m á hæð og mál hennar eru 80-60-86. Hún er fædd og uppalin á Riccione, sem var einn af sumarleyfisstöðum ís- lendinga og henni líkar vel að búa þar. Hún gæti hins vegar þurft að flytja til Mílanó vegna vinnu sinnar. Faðir hennar vill að hún fari í íþróttakennaraskóla en hún vill frekar læra tungumál með því að ferðast til New York, Parísar og Tókíó. Alberto er ekki sammála þessu og vill að liún verði húsmóð- ir. Nú er bara að bíða eftir fréttum af þeim skötuhjúum. Janúartilboð Jakkaföt áður kr. 9.B0Ó,- nú kr. 6.900,- Stakir jakkar áður kr. 4>£KJCÍ,- & 5^00",- nú kr. 3.900,- 10 TILBOÐSDAGAR 25. janúar til 3. febrúar veitumvið 15°/o afslátt af öllum vörum + sértilboð Þegar þú gefur gjöf Laugavegi 52, sími 91 -624244 UTSALA 10 - 60% AFSLATTUR Vetrarfatnaður, skíðagallar, dúnúlpur, íþróttaskór, íþróttagallar o.fl. »hummel5 SPORTBÚÐIN Ármúla 40 ■ Sími 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.