Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994
29
Sálfræði
Betri samskipti á vinnustað
SÁLFRÆÐIN GARNIR Hugo
Þórisson og Wilhelm Norðfjörð
hafa um nokkurt skeið haldið
námskeið í samvinnu við fyrir-
tæki og stofnanir um samskipti
fólks á vinnustað. Kennslugögn
eru útbúin sérstaklega fyrir
hvert námskeið, þar sem tekin
eru raunhæf dæmi úr vinnuum-
hverfi þátttakenda.
„Við ræðum við nokkra starfs-
menn áður en námskeið er haldið
og fáum upplýsingar um aðstöðu,
starfsemi og helstu vandamál sem
til staðar eru á vinnustaðnum.
Þannig er hvert námskeið í raun
sérhannað þó grundvallaratriði í
kennslu séu alltaf hin sömu.“
Wilhelm Hugo Þórisson
Norðfjörð
Algengast segja þeir að að starfs-
mannastjóri eða stjórnandi fyrir-
tækis hafí samband við þá, en þó
komi fyrir að fulltrúar starfsmanna-
félaga óski eftir námskeiði.“ „Við
lítum á góð samskipti samstarfs-
fólks sem hluta af gæðastjórnun
fyrirtækja, enda er ekkert fyrirtæki
betra en starfsfólkið sem vinnur
þar.“
Báðir eru þeir sálfræðingar frá
háskólanum í Árósum og er Hugo
yfirsálfræðingur hjá unglingádeild
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur,
jafnframt því að vera formaður
Sálfræðingafélags Íslands. Wilhelm
er forstöðusálfræðingur á Heilsu-
gæslustöð Seltjarnarness. Undan-
farin átta ár hafa þeir haldið marg-
vísleg námskeið um bætt samskipti
og eru kenningar sálfræðingsins dr.
Thomasar Gordons hafðar til
gnmdvallar á öllum námskeiðum
þeirra.
Byggingariðnaður
Innval
setur upp
, 130
Islands-
stiga
INNVAL hf. í Kópavogi hefur
nú lokið uppsetningu 130 tré-
stiga í nýjum húsum Húsnæðis-
nefndar Reykjavíkur í félags-
lega íbúðakerfinu. Hér er um
að ræða 120-130 fermetra rað-
hús í Húsa- og Rimahverfi í
Grafarvogi sem voru fyrstu
áfangarnir og nú síðast 24 rað-
hús við Laufengi í Grafarvogi.
Samkvæmt upplýsingum Ed-
vards Sverrissonar, framkvæmda-
stjóra Innvals er þetta stærsta
„verkefni við smíði og uppsetningu
tréstiga frá upphafi nýbygginga
hér á landi. Tréstiginn sem smíð-
aður er úr furu var sérstaklega
og fyrir þetta verkefni. Verksamn-
ingur Innvals og Húsnæðisnefndar
Reykjavíkur var gerður í kjölfar
útboðs. Verð á Islandsstiganum
hefur hins vegar lækkað frá því
gengið var frá samningum m.a.
vegna gengislækkunar sænsku
krónunnar og er nú á sérstöku
tilboðsverði.
TRESTIGAR ~■ Nýiega lauk Innval uppsetningu 130 tréstiga
fýrir Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. Á myndinni eru þeir Páll Sveinbjörns-
son, trésmiður og Edvard Sverrisson, framkvæmdastjóri Innvals.
hannaður fyrir þetta yerkefni og
hlaut fyrir vikið heitið íslandsstig-
inn hjá framleiðandanum, sænska
fyrirtækinu Tratrappor ab í Nord-
sjö í norðurhluta Svíþjóðar. Þetta
fyrirtæki er stærsta stigaverk-
smiðja á Norðurlöndum og fram-
leiðir um 12 þúsund tréstiga á ári
bæði staðlaða og sérsmíðaða eins
NÝSKÖPUN
FRÁ HUGMYND TIL HAGNADAR
Aðgerðaþing um nýsköpun á Hótel Holiday Inn
föstudaginn 28. janúar 1994
12:45-13:15 Skráningþátttakenda
13:15-13:30 Setning - ávarp
Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
13:30-14:45 Concepts and instruments in innovation policies in
OECD countries - Nordic experience
(Hugtök og stjórntœki sem varða nýsköpunarstefnu í
OECD ríkjunum - reynsla Norðurlanda)
Keith Smith, Research director
Norsk Regnesentral, Oslo
Fyrirspumir
14:45-15:00 Heiðursviðurkenningfyrir nýsköpun
Pétur Stefánsson, formaður Rannsóknaráðs ríkisins
15:00-15:20 Kaffi
15:20-16:05 Hvernig má efla nýsköpun á íslandi?
Nýsköpun tengd hefðbundnum reynslusviðum
íslendinga
Islenskar sjávarafurðir hf.
Gunnar Már Kristjánsson
Vaki hf.
Hermann Kristjánsson
Nýsköpun á nýjum sviðum - nýjar vörur - nýir
markaðir
Taugagreining hf.
Sigurður Helgason
Sigurður Hjálmarsson
16:05-17:15 Vmrœðuhópar
17:15-18:30 Skýrslur umrœðuhópa - niðurstöður
Þingstjóri:
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands
Þátttökugjald er 1000 kr., veitingar innifaldar. Vinsamlega tilkynnið
þátttöku til Rannsóknaráðs ríkisins í síma 621320, eða til
Útflutningsráðs íslands í síma 688777.
0
/// ^ •
ÚTFLUTNINGSRÁÐ JJ RANNSÓKNARÁÐ
ÍSLANDS I WJrikisins
R AÐ A UGL YSINGAR
ÞJÓNUSTA
Stakfell 687633 rf
Fasleignasaia Sudurianasbraui 6
íbúð óskast til leigu
Einn af umbjóðendum okkar óskar eftir góðri
4ra herbergja íbúð (eða stærra húsnæði) til
leigu sem fyrst. Leigutími um 2 ár. Æskileg
staðsetning í Austurborginni. Þrennt í heim-
ili, hjón með 13 ára ungling. Góðri umgengni
heitið. Reyklaust. Öruggar greiðslur.
Upplýsingar í síma 688513 og 688591.
Einnig í Stakfelli á skrifstofutíma.
Málverk
Óskum eftir verkum gömlu meistaranna.
Fyrir viðskiptavin okkar leitum við að góðri
mynd eftir J.S. Kjarval.
Höfum hafið móttöku á málverkum fyrir
næsta listmunauppboð.
Opið daglega frá kl. 12.00-18.00.
Sími 24211.
BORG
Fjármálaþjónusta
Endurskipulagning fjármála, gerð rekstrar-
og greiðsluáætlana, bókhald, ársuppgjör og
skattaskýrslur fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Víðtæk reynsla.
Sími 91-19096, fax 91-19046.
TÓNLISTARSKÓLI
ÍSLENSKA
SUZUKISAMBANDSINS
Er ekki tilvalið á ári fjölskyld-
unnar að læra að syngja
með börnunum okkar?
Bjóðum upp á söngnámskeið fyrir foreldra,
börn og verðandi mæður í anda uppeldis-
kenninga Dr. Shinichi Suzuki.
Námskeiðin hefjast í febrúar.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 15777
frá kl. 9.00-13.00 alla virka daga.
Mígrensamtökin
Mígrensamtökin halda fræðslufund þriðju-
daginn 25. janúar kl. 20.30 í Bjarkarási,
Stjörnugróf 9, Reykjavík.
Fyrirlesari: Karl Örn Karlsson. Efni: Er bitið
aðeins höfuðverkur tannlækna?
Kvenfélagið
Hringurinn
90 ára
Afmælishóf verður í Hótel Borg laugardaginn
29. jan. nk. kl. 19.00. Aðgöngumiðar- seldir
í Hótel Borg í dag þriðjudaginn 25. jan. milli
kl. 15 og 18, borð tekin frá um leið.
Ath. aðgöngumiðar verða ekki seldir við inn-
ganginn.
Hátíðarnefndin.