Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994
Anna Guðmunds-
dóttir -
Fædd 1. ágúst 1903
Dáin 17. janúar 1994
Ég dey og ég veit nær dauðann að ber.
Ég dey, þegar komin er stundin.
Ég dey, þegar ábati dauðinn er mér.
Ég dey, þegar lausnin mér hentust er,
og eilífs lífs uppspretta er fundin.
(St.Th.)
Þannig hóf ég hugrenningar mín-
ar, er ég minntist eiginmanns
tengdamóður minnar, Einars S.
Guðjónssonar, en hann lézt 2. ágúst
1991. Þetta sígilda sálmavers finnst
mér eiga vel við nú, sem þá, við
andlát hennar.
Langri og farsælli ævi er lokið.
Allt hefír sinn tíma og ég lít svo
á, að tími tengdamóður minnar hafí
verið kominn. Hin andlega heilsa
var farin og ekki merkjanlegt, að
hún nyti lífsins og lífsins gæða eða
unnt væri að gleðja hana á nokkum
hátt. Okkur, sem næst henni stóð-
um, var huggun i, að henni virtist
ekki líða illa og um hana var ann-
azt af einstakri nærgætni af starfs-
fóiki hjúkrunarheimilisins Skjóls.
Því er okkur nánustu aðstandendum
hennar ekki sorg efst í huga við
andlát hennar. Hvíldin er svo sann-
arlega líkn, þegar þreyttur og veik-
burða iíkami gefst upp og sálin flyt-
ur yfír á annað tilverustig. Hún trúði
því, að hún ætti eftir að hitta látna
ástvini, svo oft hafði faðir hennar
vitjað hennar í draumi. Tengdamóð-
ir mín skilaði sínu hlutverki með
sóma.
Anna Guðmundsdóttir var fædd
að Stekk á Þórarinsstaðaeyrum við
Seyðisfjörð. Þar og í nágrenni ólst
Minning
hún upp ásamt þremur systkinum,
Sveinbjörgu, f. 25. nóvember 1901,
þá Önnu, f. 1. ágúst 1903, Einari,
f. 24. september 1904, og Jóni, f.
19. apríl 1909. Miili bræðranna
fæddist drengur, Stefán, sem lézt
fljótlega eftir fæðingu. Foreldrar
þeirra voru hjónin Vilborg Sigríður
Jónsdóttir og Guðmundur Bekk Ein-
arsson bæði af austfirskum ættum.
Tengdamóðir mín ólst upp við
ástríki jafnvel dekur foreldra sinna,
það sannar bezt, þegar rifjuð er upp
barátta þeirra við veikindi Einars
sonar þeirra, en hann veiktist af
lömunarveiki á fyrsta aldursári og
gat aldrei gengið óstuddur, báðir
fætur lömuðust og öll hægri hlið
líkamans einnig. Þegar Einar var
níu ára árið 1913 tóku Vilborg og
Guðmundur þá ákvörðun að freista
þess að leita honum lækninga er-
lendis til að bæta líkamlegt ástand
sonarins, ef þess væri kostur, það
þótti þrautreynt á íslandi. Því hélt
Guðmundur faðir hans með.dreng-
inn til Kaupmannahafnar. Það má
segja, að sigur hafí unnizt. Við
heimkomuna gat Einar gengið við
staf og hækju. Aftur var haldið til
Danmerkur þegar Einar var 18 ára
og nú til að læra handiðn en enga
starfs- eða sjúkraþjálfun var unnt
að fá á íslandi í þann tíma. Einar
lærði burstagerð, sennilega hefir
ekki margt annað boðizt, og svo
auðvitað dönsku og önnur bókleg
fræði. Einari nýttist burstagerðin
ekki, þegar heim til Seyðisfjarðar
kom aftur. Þar gekk mannlífíð út á
allt annað.
Einari bauðst framhaldsdvöl í
Danmörku, en það var lengra á
milli íslands og Danmerkur þá en
nú og Vilborg móðir hans gat ekki
hugsað sér að skilja fatlaðan son
sinn þar eftir, þannig leit hún á
málið. Ég tel, að þó að Einar hafi
ekki getað starfað við burstagerðina
var betra af stað farið en heima
setið. Allur lærdómur hlýtur að vera
til góðs á öllum tímum. Einar var
handlaginn þrátt fyrir fötlun sína
og þótti nærgætinn og var eftirsótt-
ur við kennslu barna. Aldrei hafði
hann þó atvinnu af því.
Það má ef til vill álíta, að hin
börnin hafí liðið fyrir erfiði foreldr-
anna vegna veikinda Einars en
þroskazt hafa þau áreiðanlega þar
af. Oft fannst mér, að Anna tengda-
móðir mín hafí verið dekurbarn.
Sem dæmi þar um minntist hún
þess oft, þegar pabbi hennar seildist
í þá bita af diskinum hennar, sem
hann vissi, að henni féllu ekki í
geð. Og þótt ótrúlegt megi virðast
var tengdamóðir mín matvönd,
nokkuð sem okkar kynslóð fínnst
nánast ótrúlegt af konu, sem alin
var upp á tveim fyrstu tugum aldar-
innar. Og mikil var væntumþykja
Önnu á þeim feðgum báðum og
móður sinni líka, en Vilborg var
látin, þegar ég kom inn í fjölskyld-
una, sem tengdadóttir Önnu.
Það, að mér verður svo tíðrætt
um Einar bróður Önnu stafar af
því, að allt, sem gert var til að gleðja
Einar var henni mikils virði. Hún
mat mikils þau bréf og kveðjur, sem
Halldóra dóttir okkar hjóna sendi
honum og hafði orð þar um. Anna
tengdamóðir mín var ekki alira og
hún bar heldur ekki tilfinningar sín-
ar á torg. Ég minnist eins atviks,
sem stendur mér ríkt í minni. Ég
var beðin, að færa þeim hjónum
andlátsfrétt lítillar dótturdótturdótt-
ur. Einar meimaði strax. Fréttin
kom ekki á óvart, svo mjög hafði
það fengið á þau gömlu hjónin að
fylgjast með baráttu iitlu stúlkunnar
við sjúkdóm sinn. Anna aftur á
móti virkaði köld og bitur. Ég sagði
við hana, að stundum þyrfti maður
að gráta til að lina sorgir sínar og
bauð henni öxl mína. Hún þáði það
og saman grétum við smá stund.
Mér ieið strax betur og ég fann að
svo var því líka farið með hana.
Anna var söngvin og fýllti jafnan
hóp söngvara þar sem lagið var tek-
ið. Hreggviður sonur hennar segir
að hún hafi gjama sungið þegar hún
var ein við störf sín.
Anna fór snemma að vinna og
vinnan var henni lífið sjálft. Ég
held, að fyrsta vinnan hafí verið að
beita línu og ung reri hún til fiskjar
með Einari bróður sínum. Anna reri
og þau bættu hvort annað upp.
Ung giftist Anna Einari S. Guð-
jónssyni, hann var fæddur í Breiðu-
vík við Borgarfjörð eystri, en flutt-
ist ungur til Mjóafjarðar að föður
sínum látnum. Til Seyðisfjarðar
flutti hann svo 1918. Anna og Ein-
ar kynntust ung og Einar sagði frá
því, þegar hann reri með Önnu norð-
ur yfir Seyðisfjörð að Dvergasteini
til fermingamndirbúnings. Fjöl-
skyldur þeirra bjuggu þá á Þórarins-
staðaeyrum sunnan fjarðarins, sem
gat talist þorp í þá tíð. Anna og
Einar eignuðust þrjú börn: Vilborgu,
gifta Einari Runólfssyni, Einar,
kvæntan Ólöfu Stefánsdóttur, og
Jórunni, gifta Friðþjófi Mássyni.
Leiðir þeirra hjóna skildu, þegar
börnin voru enn ung að áram. Einar
kvæntist öðru sinni og bjó á Seyðis-
fírði. Þau höfðu áður flutt inn í bæ,
sem kallað var.
Anna giftist ekki aftur en eignað-
ist son, Hreggvið, eiginmann undir-
ritaðrar, með Þorgeiri Sigurðssyni
frá Borgarfirði eystri. Hún bjó um
nokkurt árabil áfram á Seyðisfírði.
Á þessum áram starfaði Anna
sem matráðskona á sjúkrahúsinu á
Seyðisfírði og einnig við hjúkranar-
störf. Hún var harðdugleg til allra
starfa og til hennar var jafnan leit-
að, ef um veikindi eða aðra erfið-
leika var að ræða hjá skyldum jafnt
sem vandalausum. Það voru því
margir, sem áttu henni gott upp að
unna. En sjaldnast var ætlast til að
hljóta umbun fyrir aðra en þá að
aðstoðin væri þegin. Enda er sælla
að gefa en þiggja eins og svo marg-
ir hafa reynt. Einnig vann Anna
fyrir sér á þessum árum með því
að fara sem matráðskona á vertíð-
ar, m.a. til Keflavíkur.
Árið 1949 flutti Anna ásamt
manni mínum, Hreggviði, sem þá
var 13 ára, til Vestmannaeyja. Börn
þeirra Einars höfðu þá öll stofnað
eigin heimili og báðar dæturnar
voru þar búsettar. í Vestmannaeyj-
um vann hún ýmist í fiskvinnslu eða
matargerð, en hún var listakokkur.
Til Reykjavíkur flutti hún upp úr
1960 og þar stóð heimili hennar upp
frá því. Einu fríin, sem hún tók sér
Margrét Sigríður Kon
ráðsdóttir — Minning
Fædd 25. janúar 1891
Dáin 30. nóvember 1993
Kær afasystir mín, .Margrét Sig-
ríður Konráðsdóttir, hefði orðið 103
ára í dag 25. janúar, en hún lést
hinn 30. nóvember sl. á Droplaugar-
stöðum í Reykjavík.
Margrét var elsta barn hjónanna
Sigríðar Björnsdóttur bónda og
húsfrúar á Ytri Brekkum í Akra-
hreppi í Skagafirði og Konráðs Am-
grímssonar barnakennara og bónda.
Sigríður var dóttir Margrétar Sigríð-
ar Pálsdóttur og Bjöms Péturssonar
hreppstjóra á Hofsstöðum í Viðvík-
ursveit. Konráð var sonur Guðríðar
Gísladóttur og Arngríms Jónssonar
á Kjartansstöðum í Langholti. Kon-
ráð ólst upp hjá Ragnheiði og Einari
á Reynisstað í Staðarsveit.
Systkini Margrétar eru öll látin.
Þau voru Ragnheiður, húsfrú á
Hellulandi í Hegranesi, gift Ólafi
Sigurðssyni; Bjöm, bústjóri á Vífíls-
stöðum, kvæntur Signhild Konráðs-
son frá Argjö í Færeyjum; Anna,
lengst af kennari í Austurbæjarskóla
í Reykjavík; Emma, dó fyrir aldur
fram; Pála, húsfrú á Ytri Brekkum,
gift Vilhjálmi Jónassyni frá Hróarsd-
al í Hegranesi.
Strax á unga aldri var Margrét
sérlega hög við saumaskap og pijón
og gerði mikið af því að sauma og
pijóna fyrir aðra. Margrét talaði oft
um það með miklum söknuði, að hún
hefði viljað fá að læra með piitunum
sem faðir hennar tók að sér að kenna
aukalega á heimilinu. Hana þyrsti í
fróðleik, en í þá daga tíðkaðist ekki
að stúlkur fengju að læra til bókar
umfram skylduna.
Margrét fór í Kvennaskólann á
Blönduósi og var þar í tvö ár. Einnig
var hún bamakennari í sveitinni um
nokkurt skeið.
Tæplega þrítug veiktist hún af
berklum. Hún lá mikið veik, fyrst á
Sauðárkróki, síðan eitt ár á Vífíls-
staðahæli og fékk góðan bata. Á
Vífilsstöðum kynntist hún mörgu
fólki og myndaði við það ævarándi
vináttutengsl.
Eftir leguna á Vífilsstöðum sigldi
hún til Kaupmannahafnar og dvaldi
þar í fjögur ár. Anna systir hennar
var þar með henni lengstan hluta
tímans. í Kaupmannahöfn unnu þær
fyrir sér á saumaverkstæði. Jafn-
framt stundaði Margrét nám í hann-
yrðum, málun, útskurði og leður-
vinnu.
Þegar heim kom fluttust þær syst-
ur til Vestmannaeyja og bjuggu þar
í sex ár. Margrét kenndi þar hann-
yrðir og listiðn en Anna var barna-
kennari.
Eftir þetta flytjast þær búferlum
til Reykjavíkur. Margrét stofnaði
hannyrðaverslun á Vesturgötunni og
rak verslunina í tæp 40 ár. Á þessu
tímabili fór hún margar ferðir til
útlanda, oftast til Danmerkur, bæði
í verslunar- og skemmtiferðir. Anna
systir hennar fór oft með henni. Þær
heimsóttu þá gjarnan frændasinn
Skúla Guðjónsson prófessor í Árós-
um. Þau vora systrabörn. Eftir lát
Skúla héldu þær góðu sambandi við
fjölskyldu hans.
Þær systur Anna og Margrét
keyptu sér sína íbúðina hvor á Víði-
mel 23. Þær voru mjög samdrýndar.
Anna lést í mars 1985 og saknaði
Margrét hennar mikið.
Margrét hafði alla tíð áhuga á
bókmenntun. Hún átti safn góðra
bóka, sem hún l_as mikið, allt fram
á síðasta æviár. íslendingasögurnar,
Eddukvæði og Halldór Laxness las
hún reglulega. Hún hafði yndi af
ljóðalestri og var ávallt með ljóðabók
nálægt sér. Einar Benediktsson var
hennar uppáhaldsskáld ög vitnaði
hún oft 5 hann. Hún unni fegurð og
listum. Hún skemmti sér einnig við
lestur tímarita. Var sjálfmenntuð í
dönsku og ensku. Las dönskublöðin
í tugi ára og fylgdist með frægu
fólki og tíðarandanum í íslenskum
tímaritum, þá orðin 100 ára.
Kynni mín sem barns af þeim
systrum eru sterk í minningunni. Þær
tóku vel á móti telpunni og buðu
ávallt til sætis í betri stofu. Þær
spurðu frétta og hlustuðu. Höfðu lif-
andi áhuga á að fylgjast með lífi og
starfi barnsins. Það var gaman að
eiga svona líflegar og skemmtilegar
frænkur.
Hin síðari ár var það oftar hún
sem talaði og ég hlustaði. Sem áður
spurði hún frétta. Svo fór hún að
segja frá. Gamlir tímar og samferða-
menn vora henni ofarlega í huga.
Sárt fannst henni að hafa þurft að
sjá á eftir svo mörgum ættingjum
og vinum. Hún talaði líka um skáld-
in og verk þeirra og kunni margar
vísur utanbókar. Það var unun að
hlusta á hana. Mörg minningarbrot
úr ævi hennar fékk ég að heyra.
Eitt sinn vann hún í síld á Siglufírði
og kynntist þá ungu fólki eins og
gengur. Stúdentar að sunnan vora
þar í síldarvinnu og komu þeir oft í
heimsókn til hennar, því að oft var
hún með kaffí á könnunni. Eitt sinn
þegar þeir drukku hjá henni kaffi,
sem hafði staðið lengur á hitanum
en skyldi, segir annar þeirra; Görótt-
ur er drykkurinn ái. Margrét svarar
að bragði: Lát grön sía sonur. Stúd-
entar að sunnan urðu hvumsa við
og undraðust kunnáttu síldarstúlk-
unnar á Fomaldarsögunum, en Mar-
grét taldi að það þyrfti ekki mikla
kunnáttu til að lesa það sem
skemmtilegt væri. Mest hissa var
hún á því, að þeir væra hissa. Og
var allt að því móðguð, að þeir skyldu
halda að síldarstúlka gæti ekki lesið
þessi fræði eins og hver annar.
Annar þeirra bar við að yrkja ljóð
og las fyrir Margréti og spurði hana
hvemig henni þætti. Hún svaraði að
sér fyndist álíka um það og Jónasi
Hallgrímssyni um veðrið og fór með
vísuna.
Veðrið er hvorki vont né gott,
varla kalt, og ekki heitt
það er hvorki þurrt né vott,
það er svo sem ekki neitt.
Hann brást reiður við og sagði
vísuna ekki vera eftir Jónas heldur
annan höfund og sagðist veðja við
hana koníaksflösku. Höfum þær þá
tvær svaraði Margrét. En aldrei fékk
hún flöskurnar, þó að hún hefði rétt
fyrir sér. Seinna spurðu þeir hvernig
hún þekkti ljóð Jónasar svona vel.
Hún hélt nú að hún þekkti Jónas.
Hún sem svæfí með hann undir kodd-
anum. Mörgu öðru sagði hún frá og
nær allt var það með spauglegu ívafi.
Margrét var í mörg ár í Guðspeki-
félaginu og leiddi oft hugann að því
hvað tæki við eftir þetta líf. Nokkru
fyrir andlát sitt sagði hún við góða
vinkonu sína Helgu Rafnsdóttur sem
heimsótti hana á Droplaugarstaði,
að hún færi jafn fáfróð og hún var
þegar hún kom. Var hún þá að tala
um almættið og eilífðargátuna.
Það er dýrmætt að hafa átt hana
fyrir afasystur. Margrét var stórbrot-
inn persónuleiki, heiðarleg og hrein-
skiptin. Hún var stolt og stundum
þver og stíf. Hjálpsöm og afar
skemmtileg. Hún naut þess og sjá
spaugilegu hliðarnar á lífinu og
hlæja. Hún var hávaxin og glæsileg.
Falleg kona. Ég er þakklát fyrir sam-
verustundir okkar og að börnin mín
skyldu fá að kynnast henni. Það
auðgar lífið fyrir börn að eiga sam-
neyti við aldrað fólk.
Síðustu árin voru Margréti oft á
tíðum erfið vegna líkamlegrar vanlíð-
unar og hún átti bágt með að sætta
sig við að verða æ meira ósjálf-
bjarga. Sjálfsagi hennar og dugnaður
var aðdáunarverður. Hún gætti vel
að mataræði sínu, borðaði reglulega
og gerði leikfimiæfingar daglega,
helst á sama tíma. Hún var svo lán-
söm að halda heilli hugsun og minni
fram á það síðsta. A hún trúlega
einhvern þátt í því sjálf með heilsu-
samlegu lífemi og þjálfun hugans.
í rúm tíu ár naut Margrét þjón-
ustu frá Félagsmálastofnun Reykja-
víkurborgar. Aðstoðarkona var hjá
henni hálfan daginn. Síðustu sjö árin
sinnti Guðný Maríusdóttir því starfi
og gerði það vel. Einnig fékk hún
þjónustu frá Heilsugæslustöð Sel-
tjarnamess einu sinni í viku, og var
hún mjög ánægð með Stefaníu sjúkr-
aliða sem sýndi henni sérstaka hlýju
og virðingu. Hún bjó í íbúð sinni á
Víðimelnum þar til í júli' sl. er hún
flutti á Droplaugarstaði.
Foreldrar mínir Sigurður Björns-
son og Helga Magnúsdóttir reyndust
þeim systrum alla tíð mjög vel og
mynduðu við þær góða vináttu. Þau
ferðuðust saman og fóru m.a. hring-
inn í kringum landið fyrir tæpum
tuttugu árum. í þeirri ferð gekk
Margrét eldhress upp að Svartafossi
til að líta náttúrufegurðina augum,
þá 83 ára gömul. Þau litu til með
þeim og hjálpuðu þeim er þær gátu
ekki lengur séð um hin ýmsu mál
sjálfar. Faðir minn var bróðursonur
Margrétar. Hann lést 6. apríl sl.
Eftir það hélt móðir mín áfram að
sinna Margréti og hlúa að henni.
Hún á virðingu mína og þakklæti
fyrir þá umönnun og velvild er hún
sýndi Margréti.
Ég þakka elskulegri frænku minni
góð kynni og samverustundir. Ég bið
góðan guð að taka hana í faðm sinn
um eilífð.
Signhildur Sigurðardóttir.
Vegir skiptast. Allt fer ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdagskveðja,
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför eih, með sama brag.
Veikt og Sterkt í streng er undið,
stórt og smátt er saman bundið.
(Einar Ben.)
Mér er bæði ljúft og skylt að minn-
ast afasystur minnar, Margrétar Sig-
ríðar Konráðsdóttur frá Ytri-Brekk-
um í Skagafirði. Hún fæddist á
Miklabæ í Óslandshlíð í Skagafírði
25. janúar 1891 og lést á Droplaug-
arstöðum hinn 30. nóvember sl, södd
lífdaga, tæplega 103 ára gömul.
Jarðsett var í kyrrþey að ósk hennar
15. desember.
Magga frænka, eins og hún var
jafnan kölluð, var afskaplega greind
og vel gefin kona. Tilfinningar sínar
bar hún ekki á torg og ekki var hún
héldur allra. En þeirra sem hún var,
var hún afar elskuleg og hjartahlý.
Hún minnti um margt á nútímakon-
una, því hún var ákveðin í að kom-
ast til mennta og fannst mikið órétt-
læti fólgið í mismunun kynjanna til
mennta hér áður fyrr. Með ákveðni
og þijósku náði hún þeim markmið-
um sem hún setti sér, fór utan til
Danmerkur til náms í hannyrðum