Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994
Sýning á samkeppnisverkum grunnskólanema í Ráðhúsinu
Nær 7 0 skólar sendu um 8
þúsund myndir o g kjörorð
SÝNING á verkum nemenda í grunnskólum landsins sem þátt tóku
í samkeppni um gerð viðvörunarmerkinga á tóbaksvörur var opnuð
í Ráðhúsi Reykjavíkur sl. laugardag af Guðmundi Árna Stefáns-
syni, heilbrigðismálaráðherra. Verðlaun voru afhent við sama tæki-
færi. Samkeppnin fór fram dagana 15. september til 15. nóvember
á liðnu ári og sendu nálægt sjötíu skólar um fjögur þúsund myndir
og annað eins af kjörorðum með nýjum tillögum að viðvörunarmerk-
ingum á tóbaksvörur.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið, menntamálaráðuneytið,
Landlæknisembættið og Tóbaks-
varnanefnd stóðu að samkeppninni,
en auk fulltrúa þessara aðila sátu
í nefndinni um viðvörunarmerking-
ar á tóbaksvörur fulltrúar Félags
myndmenntakennara og Sambands
íslenskra auglýsingastofa. Hrafn
Pálsson, formaður nefndarinnar,
sagði að athygli hefði vakið að stór
hluti innsendra mynda og texta í
samkeppninni var með slíkum
ágætum að erfitt hafi verið að velja
þá fremstu meðal jafningja. Nem-
endurnir sem tóku þátt voru á aldr-
inum 6-12 ára og segir Hrafn að
þátttakan hafi farið fram úr vonum
nefndarmanna. „Sérstaklega vorum
við ánægð með dreifbýlisskólana,
vegna þess að þar virðist ekki glepja
eins mikið framboð af ýmsu efni
þar og hér á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu. Þannig komu heilu skólarnir
með sérstaklega góða og jafna út-
komu, t.d. norður í Húnaþingi þar
sem margir fengu góð verðlaun.
Þar fengu skólastjórarnir heilsu-
gæslulækna, hjúkrunarfræðinga og
aðra sérfróða menn til að ræða við
krakkana um þessi mál og áhrif á
hjarta og lungu, þannig að krakk-
arnir höfðu eitthvað áþreifanlegt
úr að moða og er til fyrirmyndar í
alla staði,“ segir Hrafn.
Hann segir þennan aldurshóp
áhrifamikinn og duglegan erind-
reka í baráttunni gegn tóbaksnotk-
un og mikilvægt að virkja eftir
Háskóli íslands
Byrjað að
brautskrá
17. júní 1995
BRAUTSKRÁNING kandídata
frá Háskóla Islands á vormisseri
verður 17. júní frá og með næsta
ári í stað síðasta laugardags í
júní eins og verið hefur undan-
farin ár.
Háskólinn brautskráir kandídata
þrisvar á ári og vegna breytinga á
misseraskipan sem gerð var fyrir
nokkrum árum var brautskráning
í febrúar færð fram. Að sögn Þórð-
ar Kristinssonar, kennslustjóra Há-
skóla íslands, var beðið með að
færa brautskráningu í júní fram til
að sjá hver reynslan af nýrri miss-
eraskipan yrði. Ástæður fyrir því
að beðið er til 1995 sagði Þórður
vera þær helstar að háskólaárið
væri í fyrsta lagi skipulagt með
löngum fyrirvara og um þetta leyti
í fyrra var búið að ákveða braut-
skráningu í ár og í öðru lagi væri
17. júní í ár mjög ásetinn dagur
vegna lyðveldisafmadisins.
Menntaskólinn á Akureyri hefur
útskrifað stúdenta 17. júní en að
sögn Tryggva Gíslasonar skóla-
meistara hafa skólanum borist
nokkrar fyrirspurnir frá fulltrúum
afmælisárganga, sem jafnan heim-
sækja skólann við útskrift stúdenta,
um það hvort útskrift verði flýtt
þetta árið. Tryggvi segir fyrirspurn-
irnar hafa borist vegna þess hve
margir vilji vera á Þingvöllum á
þjóðhátíðardaginn. Enn er ætlunin
að útskrifa 17. júní en að sögn
Tryggva er í athugun hvort því
verður breytt vegna áðurnefndra
fyrirspurrla.
megni. Sýningin í Ráðhúsinu stend-
ur til 28. janúar nk. en áður en
verðlaunamyndir og kjörorð verða
send aftur til höfunda sinna ásamt
viðurkenningarskjali verða þau
skráð í gagnabanka Tóbaksvarna-
nefndar sem er í vörslu Krabba-
meinsfélagsins. Hrafn segir að þar
sé að finna efnið sem skaraði fram-
úr í fyrri samkeppnum af sama
tagi og hyggist nefndin nýta sér
slagorð og myndir úr keppninni nú
eftir atvikum. Kostnaður við keppn-
ina var um ein milljón króna, sem
Hrafn segir lága upphæð miðað við
þann „óþijótandi brunn skemmtileg-
heita, hugmyndaflugs og sköpunar
sem samkeppnin færir okkur“.
' Morgunblaðið/Þorkell
Frá opnun sýningar á verkum úr samkeppni sem efnt var til meðal
grunnskólanema á síðasta ári um viðvörunarmerkingar á tóbaksvörur.
m
VAKNADU!
0
Þriðjungur íslenskra heimila er ótryggður. *
Býr ffólskylda þín við stíkt óöryggi ?
Óhöpp gera ekki boð á undan sér og erfitt er að
varast þau. Li'til óhöpp sem stór geta hæglega
sett varanlegt strik f fjárhag heimilisins. A tímum
samdráttar og erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna
koma slík álöll veir við eldhúsbuddumar en
nokkm sinni.
Skandia býður heimilis- og húseigendalryggingar
á verði og kjömm sem flest heimili ættu að ráða við.
I leimilistryggingin veitir fjölskyldum heilsteypta
vemd. Hún er þríþætt og skiptist í irmbústryggingu,
ábyrgðartryggingu gegn skaðabótaábyrgð og
slysatryggingu í fntíma.
Húseigendatryggingin vemdar eigendur fyrir
skakkaíöllum vegna tjóna á húseignum.
Öryggisráðgjafar Skandia heimsækja flesta þá
sem panta húseigendatryggingu og leiðbeina
um öryggismál á staðnum, eigend-
unum að kosmaðarlausu.
TILBOÐ
Efþúkaupirbæðiheimilis-og |
húseigendatryggingarfyrir 1. mars
n.k. færðu vandaöan reykskynjara í bónus.
Pantaðu strax - þín ogjjölskyldu þinnar vegna!
msg Skandia
Vátryggingarfélagið Skandia hf.
Laugavegi 170, sími 61 97 00 • Akureyri, sími 1 22 22
* Samkvœmt iqiplýsingam Sattibands íslenskra tryggingatfélaga eni 33%
Lslenskra heitnila áti heimilistryggingar og 48% án húseigendatryggingar.
B
■
Vátryggingarfélagið Skandia hf. er alfarið i eigu Skandia-sarnsteypunnar.
IHBllHBHBililtlWiiHiiliWiliiiiilliiiHliWililiiiiliiiimtl
IHIi