Morgunblaðið - 25.01.1994, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994
Ekkert samkomu-
lag í álviðræðunum
Brussel. Reuter.
EKKI náðist samkomulag um að minnka álframleiðsluna á fundi
helstu álframleiðsluríkja heims og fulltrúi Evrópubandalagsins sagði
á sunnudag að ríkin hefðu fengið frest til miðnættis á föstudag til
að samþykkja viljayfirlýsingu um málið.
Fulltrúi Evrópubandalagsins,
Jorn Keck, var fundarstjóri og lagði
fram drög að viljayfirlýsingu se'm
voru ekki samþykkt. Fundurinn
stóð í fjóra daga og honum lauk á
föstudag. Síðan hafa fulltrúar ríkj-
anna rætt málið í síma.
Talsmaður Evrópubandalagsins
sagði að enn væri „ágreiningur um
eitt atriði" en vildi ekki tjá sig um
það nánar. Ríkin vilja minnka ál-
framleiðsluna í heiminum um 10%,
eða um 1,5-2 milljónir tonna á ári,
á næstu 18 mánuðum. Vestrænir
álframleiðendur segja að mikill út-
flutningur Rússa á áli hafi ieitt til
verðhruns á álmörkuðum.
Jorn Keck sagði í fréttatilkynn-
ingu að fulltrúar álframleiðsluríkj-
anna - Bandaríkjanna, Rússlands,
Kanada, Ástralíu og Noregs -
myndu koma saman að nýju í
Kanada í lok næsta mánaðar til að
ræða ástandið á álmörkuðunum.
Fulltrúarnir hefðu verið sammála
um að Alþjóðaálstofnunin í Lundún-
um væri best til þess fallin að veita
upplýsingar um álviðskiptin í heim-
inum og fulltrúi Rússlands hefði
lofað samvinnu rússneskra álfram-
Reuter
Hneyksli
EDITH og Thomas Kleistil, forsetahjón Austurríkis, eru nú skilin
vegna konunnar sem stendur á milli þeirra, Margot Löffler.
Páfi ekki andvígnr
hernaðaraðgerðum
Páfagarði. Reuter.
JÓHANNES Páll II. páfi virðist ekki lengur fráhverfur valdbeitingu
til að binda enda á hörmungarnar í Bosníu. I ræðu, sem hann hélt
á sunnudag, hvatti hann til, að allt, sem „i mannlegu valdi stæði“,
yrði gert til að „afvopna árásarmennina11. Sagði hann þetta daginn
eftir að sex börn létu lífið í Sarajevo í sprengjuregni frá Serbum.
Króatar skýrðu hins vegar frá því, að múslimar hefðu drepið fjögur
börn í skyndiárás í borginni Mostar.
„Við stöndum agndofa frammi grunn að réttlátum friði.“
fyrir gn'mmdarverkunum og mann-
réttindabrotunum í Bosníu og ailar
tilraunir til að binda enda á þær
hafa engan árangur borið. Nú get-
um við ekki og megum ekki sitja
lengur hjá,“ sagði páfi í ræðu, sem
hann flutti á alþjóðadegi kaþólsku
kirkjunnar. „Þeir, sem um það eru
færir, verða að gera allt, sem í
mannlegu valdi stendur, til að af-
vopna árásarmennina og leggja
Fyrir aðeins rúmum hálfum mán-
uði sagði páfi, að hjálparstarf frem-
ur en hernaðaríhluturr væri best
fallið til að koma einhveiju til leiðar
í Bosníu en nú virðist hann ekki
útiloka, að valdbeiting sé nauðsyn-
leg. Raunar var haft eftir háttsett-
um embættismanni páfagarðs fyrr
í mánuðinum, að páfi myndi styðja
„takmarkaðar en ákveðnar“ hern-
aðaraðgerðir í Bosníu ef ekkert
annað dygði.
Dauði barnanna sex hefur vakið
hörð viðbrögð víða og kröfur um,
að gerðar verði loftárásir á stór-
skotalið Serba í kringum Sarajevo.
Haris Silajdzic, forsætisráðherra
Bosníu, sagði um helgina, að með
árásunum hefðu Serbar verið að
gefa umheiminum langt nef, eink-
um Sameinuðu þjóðunum og Atl-
antshafsbandalaginu, NATO, þar
sem menn hefðu uppi stór orð en
þyrðu ekkert að aðhafast.
KrÖatíska útvarpið sagði í fyrra-
dag, að fjögur börn hefðu látist og
sex særst í skyndiárás múslima í
borginni Mostar en þjóðarbrotin
beijast um yfirráðin þar.
Dauði sex barna í Sarajevo vekur hörð viðbrögð
leiðenda við stofnunina og boðað
aðild Rússa að henni. Fulltrúarnir
hefðu ennfremur verið sammála um
þörfina á.því að aðstoða rússnesk
álver við að laga sig að heimsmark-
aðinum „á grundvelli sanngjarnar
samkeppni og strangra krafna í
umhverfismálum". Rússar hefðu
krafist þess að vestrænir álfram-
leiðendur bættu þeim upp minni
álframleiðslu og veittu þeim Ijár-
hags- og tækniaðstoð til að end-
urnýja úrelt álver og koma upp
betri mengunarvörnum.
Reuter
Rósir á sleða
SLEÐI með rauðum rósum minnir á börnin sex, sem létust í
sprengjuárás Serba á Sarajevo á laugardag. Þau uggðu ekki að sér,
veðrið var gott og sprengjurnar höfðu ekki fallið í nokkra daga,
en skyndilega dundi skelfingin yfir.
Forseti Austurríkis sakaður um framhjáhald
Afsögn Klestils
sögð ástæðulaus
Vín. Reuter.
AUSTURÍSKIR hægrimenn sögðu í gær að ástæðulaust væri fyrir
forseta landsins, Thomas Klestil, að segja af sér vegna ásakana um
framhjáhald. Segja þeir um einkamál að ræða, en æsifréttablöð hafa
slegið upp sambandi Klestils, sem
hans, Margot Löffler.
Á forsíðu stærsta dagblaðs Aust-
urríkis var í gær skorað á Klestil að
fara í mál við blöðin eða segja af
sér. Sagði blaðið að þjóðin ætti inni
skýringu á málinu hjá forsetanum.
Hann var kjörinn árið 1992 og er
kjörtímabil hans sex ár.
Edith, eiginkona Klestils, sagðist
um helgina hafa yfirgefið mann sinn
er 61 árs, og 39 ára aðstoðarkonu
þar sem hún teldi að Löffler hefði
hrifsað til sín hlutverk forsetafrúar.
Eiga margir Austurríkismenn erfitt
með að átta sig á því hver er forseta-
frúin, eiginkonan Edith, aðstoðar-
konan Löffler eða dóttir Klestils,
Ursula, 37 ára, en hún hefur oft
komið fram opinberlega með föður
sínum.
Godal tekur við af Holst
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
NORSKA ríkisstjórnin skipaði í gær Björn Tore Godal, áður við-
skipta og siglingamálaráðherra, í embætti utanríkisráðherra í stað
Johán Jörgen Holst, sem borinn var til grafar á laugardag. Godal
hélt áfram starfi Holst, sem átti stóran þátt í friðarsamningi ísraela
og Palestínumanna, og stýrði hann viðræðum fulltrúa þjóðanna i
Ósló um helgina.
Godal var formaður utanríkis-
málanefndar stórþingsins 1990-
1991. Hann er 49 ára og hefur
unnið ötullega að inngöngu Norð-
manna í Evrópubandalagið, EB, frá
því að hann tók við embætti árið
1991. Er Norðmenn greiddu at-
kvæði um inngöngu árið 1972 var
hann hins vegar andvígur aðild.
Við starfí Goldals í viðskipta- og
siglingamálaráðuneytinu tekur
Grete Knudsen, félagsmálaráð-
herra. Hún hefur ekki mikla reynslu
af þeim málum sem helst koma upp
á borð viðskipta-
ráðherra. Hún er
þó vel heima í
Evrópumálun-
um, en við-
skiptaráðherra
stýrir aðildarvið-
ræðum Norð-
manna að EB.
Eftirmaður
Knudsen í emb-
ætti verður Hill-Martha Solberg,
varaformaður Verkamannaflokks-
ins. v
Reuler
Eiginmaður og faðir kvaddur
MARIANNE Heiberg leggur hvíta rós á kistu eiginmanns síns, Johans Jorgens Holst, við útfararathöfn
í dómkirkjunni í Ósló. Við hlið hennar stendur fjögurra ára sonur þeirra, Edvard.
Útför Holst gerð með viðhöfn
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÆÐSTU menn Noregs, háttsettir fulltrúar frá 60 ríkjum og nán-
ustu ættingjar kvöddu Johan Jargen Holst utanríkisráðherra með
virðuleik við athöfn í dómkirkju Oslóar á laugardag.
Sorgarblær var yfir miðborginni
þegar helsti arkitekt friðarsamn-
inga ísraela og Frelsissamtaka Pal-
estínumanna (PLO) var borinn til
grafar.
Shimon Peres, utanríkisráðherra
ísraels, Yasser Arafat, leiðtogi PLO
og Warren Christophe.r utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, voru með-
al viðstaddra fyrirmenna sem
minntust Holst.
I fjölmörgum minningarræðum í
dómkirkjunni var hans minnst sem
stjórnmálamanns, sáttasemjara,
friðararkitekts, hugmyndasmiðs og
vinar. Sú stund þegar Edvard, fjög-
urra ára sonur Holst og seinni konu
hans, lagði hvíta rós að kistu föður
síns snart viðstadda hvað mest.