Morgunblaðið - 02.03.1994, Síða 1
56 SIÐURB/C
50. tbl. 82. árg.
MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
ivtíuter
Ahtisaari tekur við embætti
MARRTI Ahtisaari og kona hans Eeva (t.v.) veifa
til mannfjöldans fyrir framan forsetahöllina í Hels-
inki en Ahtisaari sór í gær embættiseið forseta Finn-
lands. Þeim á hægri hönd standa Mauno Koivisto,
fráfarandi forseti, og kona hans, Tellervo. Ahtisaari
lagði aðaláherslu á aðgerðir í efnahagsmálum í
ræðu við embættistökuna og gagnrýndi hann ríkis-
stjórnina m.a. fyr(r að fullyrða að aðeins væri einn
valkostur fyrir hendi í efnahagsmálum.
Sjá „Stefnan í efnahagsmálum . . .“ á bls. 20.
Flugvöllurinn í
Tuzla opnaður
Moskvu, Sarajevo, Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, var í heimsókn í
Moskvu í gær og féllst á að heimila flutninga á hjálpargögnum
með flugvélum til Tuzla, höfuðvígis múslima í norðurhluta lands-
ins, eftir að rússneska stjórnin hafði lofað að senda þangað her-
menn til eftirlits.
Karadzic hóf heimsóknina með
því að fara í Danílovskíj-klaustrið,
höfuðstöðvar rússnesku rétttrúnað-
arkirkjunnar, til að leggja áherslu
á trúartengsl Rússa og Serba.
Hann ræddi síðan við Andrej Koz-
yrev ‘ utanríkisráðherra í tvær
klukkustundir og að fundi þeirra
loknum gáfu þeir út yfirlýsingu um
að Bosníu-Serbar hefðu samþykkt
að flutningar á hjálpargögnum
hæfust á næstunni um flugvöllinn
í Tuzla. „Þessi afstaða Bosníu-
Serba er byggð á því að rússneskir
eftirlitsmenn fylgist með því að
flugvöllurinn verði ekki notaður í
hernaðarskyni," sagði í yfirlýsing-
unni.
Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið
Serbum frest til 7. mars til að opna
Maraþonsamningar í Brussel um stækkun Evrópusambandsins
Svíar, Finnar og Austur-
ríkismenn semja um aðild
Brussel. Reuter.
SVÍAR, Finnar og Austurríkismenn náðu í gær samningum við
Evrópusambandið um aðild að sambandinu frá og með 1. janúar
1995 en þá höfðu samningaviðræður staðið linnulaust í rúmar 30
klukkustundir. Samningaviðræðum Evrópusambandsins og Norð-
manna var fyestað fram í næstu viku. Esko Aho forsætisráðherra
Finna sagðist ekki alls kostar ánægður með samningana en á
þeim myndi fullgert aðildarsamkomulag byggjast sem síðar yrði
lagt fyrir finnsku þjóðina, Carl Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar,
sagði samninginn mjög góðan og hefðu Evrópusambands-ríkin
tekið til greina sjónarmið Svía. „Samningur Svía og aðildarríkj-
anna tólf er mikilvægasti alþjóðasamningur, sem Svíar hafa gert
á þessari öld,“ sagði Bildt.
Olga í Færeyj-
um í garð Dana
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
MARITA Pedersen lögmaður Færeyja sagði í gær að samband Fær-
eyja og Danmerkur væri hið versta í fjörutíu ár. Astæðan er krafa
Dana um að Færeyingar uppfylli danska skilmála um framseljanlega
kvóta. Forráðamenn færeyskra sjómanna hóta verkföllum ef Danir
falla ekki frá kröfu sinni en meðal sjómanna er mikil andstaða við
því að breyta kvótafyrirkomulaginu.
Færeyingar hafa hingað til ekki
viljað fallast á skilyrði Dana fyrir
skuldbreytingu erlendra lána en nú
vantar jafnvirði átta milljarða ís-
lenskra króna í ríkissjóð eyjanna.
Féð á meðal annars að nota til að
borga laun um mánaðamótin.
Poul Nyrup Rasmussen forsætis-
ráðherra Danmerkur sagði í gær
að Danir hefðu þegar lagt hart að
sér að leysa vanda Færeyinga, en
ofveiðar væru ógnun við allt at-
vinnulíf eyjanna. Hann sagði að
Færeyingar hefðu ekki staðið við
sinn hlut af samningi milli Færeyja
og Danmerkur og því gætu Danir
ekki tekið til við að endurfjármagna
færeysk lán. Færeyski fiskiflotinn
yrði að laga sig að breyttum að-
stæðum og framseljanlegir kvótar
væru hluti af þeirra aðlögun.
Ulf Dinkelspiel, Evrópumála-
ráðherra Svíþjóðar og aðalsamn-
ingamaður Svía, var mjög ánægð-
ur með niðurstöðuna og sagði
Svía eiga eftir að hagnast mjög á
aðild að sambandinu. Taldi hann
niðurstöðuna mjög hagstæða
Svíum og vera gott veganesti í
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild
síðar á árinu.
Svíar náðu einnig fram að þurfa
ekki að greiða fullt framlag til
sambandsins fyrr en eftir fimm
ár. Fyrsta árið greiða þeir einung-
is 50 milljónir Ecu, annað árið 150
milljónir og síðan töluvert meira á
því þriðja og fjórða og loks alla
upphæðina á fimmta ári aðildar.
Ann Wibble, fjármálaráðherra Sví-
þjóðar, vildi í gær ekki gefa upp
hvert árlegt heildarframlag Svía
til Evrópusambandsins verður,
þegar upp er staðið. Þá sögðu
sænskir stjórnmálamenn að mjög
viðunandi samkomulag hefði náðst
varðandi landbúnaðarmál.
Eykur ekki þrýsting
á Norðmenn
Gro Harlem Brundtland, for-
sætisráðherra Noregs, sagði það
ekki setja neina tímapressu á
Norðmenn að Svíar hefðu náð
samkomulagi. Samningaviðræður
Norðmanna og Evrópusambands-
ins hefjast á ný þann 8. mars og
þá verður reynt að finna viðun-
andi lausn varðandi sjávarútvegs-
og landbúnaðarmál. Brundtland
sagði samningsstöðu Norðmanna
vera óbreytta enda stæði vilji Evr-
ópusambandsríkjanna til að öll rík-
in fjögur, sem sótt hafa um aðild,
næðu samkomulagi. Björn Tore
Godal, utanríkisráðherra Noregs,
sagði að þegar samningaviðræð-
unum var frestað hafí flest bent
til að samkomulag væri í augsýn,-
Gangi Svíar, Finnar, Norðmenn
og Austurríkismenn í Evrópusam-
bandið stækkar það um helming
að flatarmáli og auður þess eykst
um 10%. Nær það við svo búið frá
Miðjarðarhafi langt norður fyrir
heimskautsbaug og austur að
landamærum Rússlands.
flugvöllinn í Tuzla, en hann var
eitt af skotmörkunum í sprengju-
árásum þeirra á borgina á mánu-
dag. Kozyrev lýsti samkomulaginu
sem „stóru skrefi“ í friðarumleitun-
um rússnesku stjórnarinnar. Ejup
Ganic, varaforseti Bosníu, sagði
hins vegar að samkomulag Serba
og Rússa væri „móðgun við Sam-
einuðu þjóðirnar" og ekki kæmi til
greina að fjölga rússneskum her-
mönnum í landinu. „Sú aðferð að
dæla Rússum inn í Bosníu og láta
þá standa andspænis vestrænum
hermönnum er óviðunandi.“
Tuzla er iðnaðarborg og var með
85.000 íbúa fyrir stríðið en tugir
þúsunda flóttamanna hafa komið
þangað frá yfirráðasvæðum Serba
í Austur- og Norður-Bosníu.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti og
John Major, forsætisráðherra Bret-
lands, sögðust í gær ætla að senda
nefnd til Sarajevo til að kanna
hvað gera þurfi til að tryggja að
Sarajevo-búar fái rafmagn, vatn
og eldsneyti til kyndingar.
Frakkar hafa lagt til að öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna samþykki
ályktun þess efnis að samtökin.
beiti sér fyrir því að Sarajevo-búar
fái rafmagn og vatn og að fjórar
borgir í Bosníu fái sérstaka vernd
eins og Sarajevo. Stjórnarerindrek-
ar hjá Sameinuðu þjóðunum segja
nú að þessi tillaga verði látin liggja
í salti vegna andstöðu Rússa.
Bosníska höfuðborgin hefur ver-
ið án vatns og rafmagns mánuðum
saman vegna umsáturs Serba og
Rússar eru ekki andvígir þeim hluta
tillögunnar. Þeir eru hins vegar á
móti hugmyndum Frakka um
hvernig orða eigi ályktunina um
að veita fjórum borgum til viðbótar
sérstaka vernd Sameinuðu þjóð-
anna með fulltingi NATO. Þeir vilja
tryggja að öryggisráðið samþykki
ekki ályktanir sem gætu réttlætt
loftárásir af hálfu NATO til að
fylgja þeim eftir.
Reuter
Vináttuböndin treyst
JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, er nú í heimsókn í Banda-
ríkjunum og fór í fyrrakvöld til Pittsburgh í Pennsylvaníu ásamt Bill
Clinton Bandaríkjaforseta. Heimsókninni er meðal annars ætlað að
draga úr spennunni milli ríkjanna að undanförnu. Vel fór á með leið-
togunum í gær og myndin var tekin í Pittsburgh, þar sem afi Majors
og faðir munu hafa starfað um tíma.