Morgunblaðið - 02.03.1994, Side 4

Morgunblaðið - 02.03.1994, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 Geðlæknafélag íslands segir atvinnulausa vera sérstakan áhættuhóp Atvinnulausir fái heilbrigð- isþjónustu á góðum kjörum STJÓRN Geðlæknafélags íslands ályktaði í gær um heilbrigðisþjón- ustu við atvinnulausa. Stjórnin skorar á heilbrigðis- og félags- málayfirvöld að sjá til þess að atvinnulausir njóti sömu kjara við heilbrigðisþjónustu og öryrkjar. Slíkt myndi leiða til raunverulegs sparnaðar þar sem kostnaður við læknismeðferð sjúkdóma á frum- stigum er hverfandi borið saman við lækningu alvarlegra veikinda og örorku en í ályktuninni segir að atvinnulausir séu sérstakur áhættuhópur í heilsufarslegu tilliti. Þeir spari við sig heilsuvernd- andi læknisaðgerðir og komi ekki til eftirlits fyrr en í óefni sé komið. Heilbrigðisráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson, segir að hann sé tilbúinn til að láta skoða þetta mál í ráðuneyti sínu. Ólafur Ólafsson landlæknir lagði til í grein sem birtist í Morg- unblaðinu í maí á síðasta ári að þeir sem hafi verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur njóti sömu kjara og elli- og örorkulífeyrisþeg- ar hvað varðar læknis- og lyíja- kostnað. Hið sama skuli gilda fyr- ir fjölskyldur ef fyrirvinna er at- vinnulaus. Að sögn Kristins Tómassonar, ritara Geðlæknafélags íslands, voru skrif Ólafs kveikjan að álykt- un félagsins. í henni segir að at- vinnulausum sé hættara við að fá ýmsa sjúkdóma, s.s. ýmsa geð- sjúkdóma, þ.m.t. áfengissýki, hjarta- og æðasjúkdóma, melting- arfærasjúkdóma og aðra alvarlega sjúkdóma. Þetta geti stafað af ýmsum ástæðum. Bæði leiði aukið álag á einstaklinginn til þess að sjúkdómur komi fram, til þess að atvinnulausir spari við sig heilsu- vemdandi læknisaðgerðir og að þeir komi ekki til eftirlits fyrr en í óefni sé komið. Sjúkdómar geta orðið illvígir Þannig geti alvarlegir sjúkdóm- ar skotið djúpum rótum og orðið illvígir viðureignar. Til þess að fyrirbyggja þetta sé nauðsynlegt að atvinnulausum bjóðist heil- brigðisþjónusta á sömu lqörum og ellilífeyrisþegar og öryrkjar njóti. Þetta sé eðlilegt þar sem kjör at- vinnulausra séu um margt lík og hjá þessum tveimur hópum. Ólafur Ólafsson segir áð þessu máli hafi verið hreyft í heilbrigðis- ráðherratíð Sighvats Björgvins- sonar en það hafi ekki náð fram að ganga. Ólafur segir fyllstu ástæðu til að leggja áherslu á þetta og lýsir ánægju sinni með að Geðlæknafélagið skuli hafa tek- ið það upp. VEÐUR w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +2 léttskýjað Reykjavlk 2 úrkoma Bergen 4-1 léttskýjað Helsinki +6 heiðskfrt Kaupmannahöfn +1 alskýjað Narssarssuaq •i4 skýjað Nuuk -i-1 alskýjað Ósló +7 léttskýjað Stokkhóimur +5 léttskýjað Þórshöfn 2 haglél Algarve 18 iéttskýjað Amsterdam B þokumóða Barcelona 16 léttskýjað Berlín 0 rigning Chicago -i-3 alskýjað Feneyjar 11 þokumóða Frankfurt 11 skýjað Glasgow 5 skýjað Hamborg 0 frostúði London 6 alskýjað LosAngeles 12 heiðskírt Lúxemborg 10 skýjað Madrid vantar Malaga 17 léttskýjað Mailorca vantar Montreal +20 þokumoða NewYork +4 skýjað Orlando 16 alskýjað París 9 skýjað Madeira 16 skýjað Róm 17 skýjað Vín 11 skýjað Washington 1 alskýjað Winnipeg +7 (éttskýjað VEÐURHORFUR í DAG, 2. MARZ YFIRLIT: Um 400 km suðvestur af Reykjanesi er 965 mb. heldur vaxandi laegð, sem þokast norður. Yfir Skandinaviu er 1.035 mb. hœð. SPÁ: Suðvestan- og vestanátt, víða allhvöss. Éljagangur um landið sunnan- og norðanvert, en norðan- og norðaustanlands léttir til. STORMVIÐVÖRUNBúist er við stormi á öllum miðum og á Vestur-, Norður-, Aust- ur-, Faareyja-, Suðaustur- og Suðurdjúpum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Ailhvöss suðvestanátt, einkum aunn- an- og suðvestanlands, en mun hægari norðan- og austanlands. Á Suður- og Vest- urlandi verða él en úrkomulaust annars staðar. Frost 4-7 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg austan- og suðaustanátt. Dálítil snjókoma suðaustan- og austaniands en úrkomulaust annars staðar. Frost 7-8 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.46,16.30, 19.30, 22. 30. Svar- sfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. O -'i '-á Æ Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V Ý V Skúrir Slydduél B r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vmdörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v Súld = Þoka stig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Töluverð hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vestfjörðum er þungfært um Breiðadals- og Botnsheiðar, sömuleiðis er þungfært um Fjarðar- heiði og Breiðadalsheiði á Austurlandi. Annars staðar á landinu eru allir aðalvegir yfirleitt greiðfærir en sums staðar er nokkur hálka á heiðum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni linu 99-6315. Vegagerðin. I DAG kl. 12.00 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Riðið frá borði JÚLÍUS Guðni Antonsson kemur í land eftir að hafa siglt með hest sinn á Akraborginni. Með honum á myndinni er Sólveig Einarsdóttir en hún tók á móti Júlíusi Guðna. Áheitasöfnun norðlenskra hestamanna Tæplega 700 þús- und hafa safnast UM 680 þúsund krónur höfðu safnast í söfnun norðlenskra hesta- manna til styrktar krabbameinssjúkum um kvöldmatarleytið i gær, að sögn Halldóru Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Krabba- meinsfélagsins á Akureyri. Þrír norðlénskir hestamenn riðu boðreið suður frá Staðarskála I tilefni norðlenskra hestdaga í Reiðhöllinni í Víðidal og söfnuðu áheitum á leiðinni. Sigurður Óskarsson, einn knapanna, sagði að reiðin hefði gengið vel enda hefði veðrið verið frábært, en lagt var upp á sunnu- dag. Sigurður reið fyrsta áfang- ann, Sighvatur Benediktsson tók svo við og Júlíus Guðni Antonsson fór svo síðasta áfangann með hjálp tækninnar en hann kom með Akraborginni frá Akranesi á hádegi í gær. Söfnunarféð rennur t.il kaupa á innbúi í nýja íbúð sem Krabba- meinsfélagið hyggst festa kaup á handa krabbameinssjúkum utan af landi sem þurfa að leita lækn- inga til Reykjavíkur. Að sögn Halldóru eru fjórar slíkar íbúðir í notkun nú og er ein þeirra sérstaklega ætluð aðstand- endum krabbameinssjúkra bama. Verður söfnuninni haldið áfram til laugardags á norðlensk- um hestadögum í Reiðhöllinni og verður tekið við áheitum í síma 91-674012. Borgarlögmaður segir starfi sínu lausu Vil sjálfur ráða hvenær ég hætti MAGNÚS Óskarsson, borgariögmaður, sagði starfi sínu lausu í gær. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri margra ára göm- ul ákvörðun sín að ráða því hvenær hann hætti hjá borginni frekar en að bíða eftir því að vera skyldaður til að hætta. Magnús ætlar að snúa sér að störfum á lögfræðistofu. „Ég er búinn að vinna í 38 ár á sama stað, kominn á eftirlaunaaldur fyrir nokkru og það er ekkert merki- legt við það að gera alvöru úr því að hætta,“ sagði Magnús. „Það má alltaf velta fyrir sér hvenær rétti tíminn er kominn. Það sem réð úr- slitum um að ég geri það núna er tækifæri til að setjast inn á lög- fræðistofu þar sem sonur minn starfaði, þangað til hann tók nokkuð óvænt við öðru starfí. Þar fæ ég aðstöðu til að sinna eitthvað lög- fræðistörfum, hóflega mikið vona ég, og prófa að vera sjálfs mín herra.“ Magnús sagði að það gæti verið að mönnum dytti í hug að gefa þessari ákvörðun einhveija dular- fulla, pólitíska merkingu vegna væntanlegra borgarstjómarkosn- inga. „Þeir mega það fyrir mér, en það síðasta sem mér dytti í hug væri að láta skoðanakannanir hjá Skáís eða öðrum stjóma mínu lífí. Auk þess er ég búinn að upplifa allt of margar kosningar til að fara að ákveða úrslit þeirra þrem mán- uðum fyrirfram," sagði Magnús Óskarsson, borgarlögmaður. Þýska skipið Frithjof Á leið í land með veikan grænlensk- an sjómann ÞÝSKA eftirlitsskipið Frithjof er á leið til Islands með grænlenskan sjómann sem þjáist af botnlanga- bólgu. Að sögn landhelgisgæslunnar var maðurinn sóttur um borð í græn- lenska togarann Kiliutaq á mánu- dag. Á Frithjof er sjúkrahús og læknir en skipið fylgist með veiðum þýskra skipa á Dornbanka, innan grænlenskrar lögsögu. Frithjof er langt frá landi og er búist við því að hann komi ekki til Reykjavíkur fyrr en á fimmtudag. Slæmt veður er á þessum slóðum og tefur það förina nokkuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.