Morgunblaðið - 02.03.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
7
Skriður hefur komist á líffæraflutninga héðan til annarra Norðurlanda
Líffæri úr átta íslend-
ingnm hafa verið gefin
LÍFFÆRI úr átta íslendingum hafa verið send utan síðan
samningur milli Norðurlanda um líffæraflutninga tók gildi
í mars í fyrra og eru þetta fyrstu dæmi um íslenska líffæra-
gjafa hér fyrir utan færslu líffæra, s.s. augna og nýrna,
milli ættingja og annarra aðstandenda. Að sögn Olafs Z.
Ólafssonar, svæfingalæknis á Borgarspítala, er búist við að
að árlega verði send út líffæri úr fjórum Islendingum, en
það sé þó háð framboði sem geti verið minna eða meira.
Hann segir að yfirleitt séu nýru tekin, auk lifrar, lungna,
hjarta og briss. Að sögn Ólafs er búið að skipa nefnd sem
vinnur að því að greina almenningi frekar frá ferli og mikil-
vægi líffæraflutninga til að auka vitneskju og vitund um
þá. Gera þurfi fólk meðvitaðra um líffæragjöf, samanber
þróunina í Bandaríkjunum þar sem slíkar aðgerðir hafa
farið fram í ein tuttugu ár.
„í Bandaríkjunum og raunar
víðar lætur fólk jafnvel vita að
fyrra bragði að það sé fúst að
gefa úr sér líffæri. Fólk ber þá
á sér sérstakt kort sem segir að
viðkomandi sé líffæragjafi, eða
hitt að hann sé ekki reiðubúinn
til að gefa líffæri. Kringumstæð-
ur eru yfirleitt mjög erfiðar, oft
á ungt og hraust fólk í hlut og
um hörmuleg slys er að ræða.
Staðan fyrir þá sem taka eiga
ákvörðun um líffæragjöf er erfið
og einnig fyrir lækna að hefja
máls á þessu við sjúklinga og
aðstandendur," segir Ólafur.
Einn getur bjargað fjórum
„Öll framkvæmd þarf af þeim
sökum að vera afar varfærin og
ekki má fara of geyst í sakirnar
til að sómi sé að. Það er oft tölu-
verður léttir fyrir ættingja að
vita ,að líffæri viðkomandi komi
að gagni, því líffæri úr einum
einstaklingi geta kannski bjarg-
að þremur eða fjórum öðrum og
lengt líf þeirra til muna. Orðið
hefur gjörbylting hjá líffæraþeg-
um á seinustu árum, vegna þess
að með lyfjameðferð og fleiri
aðferðum er hægt að halda ut-
anaðkomandi líffærum miklu
Iengur í einstaklingum en var
hægt.
Ónæmiskerfið bregst ekki jafn
hratt við og fólk lifir næstum
eðlilegu lífi, að vísu undir eftir-
liti sérfræðinga,“ segir hann.
Gríðarleg þörf í heiminum
Ólafur segir að um heim allan
sé gríðarleg þörf fyrir líffæri og
sjái ekki fyrir endann á henni.
Sérstaklega sé vöntun á nýrum,
lifrum, brisum, hjörtum, hjarta-
lokum, lungum, augum o.s.frv.
„Þetta er mjög vel skipulagt
enda þurfa líffæraþegar oft að
bíða vikum, mánuðum eða jafn-
vel árum saman eftir því að rétta
líffærið kemur og þá þurfa þeir
að vera tilbúnir að leggjast inn
á sjúkrahús með fárra klukku-
stunda fyrirvara. Líffæraflutn-
ingurinn sem fór fram á mánu-
dag er ágætt dæmi um þetta,
því undirbúningur hófst í Svíþjóð
áður en flugvélarnar tvær fóru
í loftið þaðan. Þar fengu menn
upplýsingar varðandi stærð líf-
færanna, blóðflokk og fleira, sem
þeir mata síðan tölvur á sem
finna þá líffæraþega sem til
greina koma,“ segir Ólafur.
Hann segir að flutningur líffær-
anna milli Norðurlanda taki yfir-
leitt tvær til þrjár klukkustundir,
en ígræðslan sjálf geti tekið allt
að hálfum sólarhring og jafnvel
lengur.
Morgunblaðið/Júlíus
Líffæri sótt
HRAÐI er iykilatriði við líffæraflutninga og hefst undirbúningur
hjá bæði upphafsstað Iíffæris og móttökustað nokkru áður en
sjálfur flutningurinn fer fram. Á mánudag sóttu læknar og hjúkr-
unarfólk frá Gautaborg og Lundi í Svíþjóð hjarta, lungu og nýru
úr íslendingi.
NOTAÐIR BILAR
' ••••• 'V • IfaáÍ5 :■ i Sp
HYUNDAI ELANTRA GLSI 1600, árg. ‘92, sjálfsk., 4ra dyra, vín-
rauður, ek. 20 þ. km. Vökvast.,
rafm. í rúðum, samlæsingar. Verð
1.080 þ.
1
MMC GALANT GLSI 2000, 4x4, árg. ‘91, 5 gíra, 4ra dyra, hvítur. Samlæsingar, vökvast., skrið-
stillir. Verð 1.090 þ.
i SNhL/- v G>. í.
SAAB 9001, árg. ‘88, 5 gíra, 4ra
dyra, rauður, ek. 116 þ. km. Verð
620 þ.
MMC LANCER GLX 1500, árg.
‘91, sjálfsk., 5 dyra, rauður, ek. 57
þ. km. Vökvast., rafm. f rúðum,
samlæsingar. Verð 890 þ.
TOYOTA COROLLA GLI 1600,
árg. ‘93, sjálfsk., 5 dyra, græn, ek.
30 þ. km. Liftback m/vökvast.,
rafm. í rúðum, samlæsingar. Verð
1.330 þ.
MMC LANCER 1500, árg. ‘90, 5
gíra, vfnrauður, ek. 100 þ. km.
Rafm í rúðum, vökvast., sam-
læsingar. Verð 650 þ.
w wW
HYUNDAI SCOUPE TURBO 1500, árg. ‘93, 5 gíra, 2ja dyra, vínrauður, ek. 20 þ. km. Álfelgur, vindskeið, vökvast. Verð 1.190 þ.
MMC COLT 1300, árg. ‘91, 5 gíra, 3ja dyra, grænn, ek. 33 þ. km. Vökvast. Verð 750 þ.
MAZDA 626, árg. ‘88, sjálfsk., 5
dyra, hvítur, ek. 110 þ. km. Verð
520 þ.
MMC LANCER EXE 1500, árg.
‘89, 5 gíra, 5 dyra, grár, ek. 55 þ.
km. Álfelgur, vökvast., samlæs-
ingar. Verð 670 þ.
FIAT TEMPRA, árg. ‘91, 5 gíra,
4ra dyra, blár, ek. 53 þ. km. Verð
720 þ.
LADA SAMARA 1500, árg. ‘92, 5
gíra, 4ra dyra, grá, ek. 20 þ. km.
Verð 550 þ.
HYUNDAI PONY 1300, árg. ‘92,
4ra gíra, 3ja dyra, rauður, ek. 30
þ. km. Verð 670 þ.
LADA SAFÍR 1200, árg. ‘92, 4ra
gíra, 4ra dyra, blár, ek. 10 þ. km.
Verð 380 þ.
FORD ECONOLINE 5800, árg.
‘91, sjálfsk., blár, ek. 45 þ. km.
Verð 1.890 þ.
Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar
Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga kl. 10-14.
im£>notaðir
BIIAR
814060/681200
LADA