Morgunblaðið - 02.03.1994, Side 9

Morgunblaðið - 02.03.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 9 FATASTÍLL, TÓNAFÖRÐUN OG TÓNA- LITGREINING Upplýsingar hjá Únnu F. Gunnarsdóttur í síma 682270 164 kr. á da§ koma sparnabinum í lag! Það þarf aðeins 164 kr. á dag til að spara 5.000 kr. á mánuði með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú bíður með að spara þangað til þú heldur að þú hafir „efni" á því byrjar þú aldrei. Líttu á sparnað sem hluta af reglulegum útgjöldum þínum, þannig verður sparnaðurinn auðveldari en þú heldur. Ert þú búin(n) að spara 164 kr. í dag? Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og byrjaðu reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Óviðunandi framtíðar- mynd! Fréttabréf um verð- bréfaviðskipti segir m.a. um þau dæmi sem sýnd eru á meðfylgjandi mynd: „Skuldsetning hins op- inbera eykst í öllum dæm- unum, en þeim mun meira sem reiknað er með hæg- ari hagvexti. Þannig verða opinberar skuldir saman- lagt árið 2000 um 74% af landsframleiðslu í dæmi 1, um 68% í dæmi 2 og 62% í dæmi 3. Til saman- burðar er áætlað að þetta hlutfall muni svara til um 56% af landsframleiðslu á líðandi ári. Samkvæmt þessu hækkaði umrætt skuldahlutfall að minnsta kosti um 6 prósentustig fram til aldamóta og versta falli um 18 pró- sentustig. Þetta er auðvit- að óviðunandi framtíð- armynd, jafnvel þó að hagvaxtarhorfur væru taldar góðar. í þessu sam- bandi má einnig minna á að umrætt skuldahlutfall er farið að nálgast óþægi- lega 60% markið sem Evr- ópusambandið telur að aðildarríkin þurfi að halda sig innan i framtíðinni. Þessi dæmi eru vissu- lega mikil einföldun á veruleikanum. Setja mættí dæmin fram á mun full- komnari hátt, meðal ann- ars með því að vinna út frá nettóskuldum hins op- inbera, afkomu hins opin- bera fyrir vaxtagreiðslur, raunávöxtun og aðgrein- ingu milli eríendra og inn- lendra lána. Slík vinnu- Skuldir opinberra hlutfall af landsframleiðslu Dæmi 1—i s P Á 10 t-----1----1-----1----1----1-----1----1----1-----1----r 0 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 Tafla úr Fréttabréfi um verðbréfaviðskipti. Þróun opinberra skulda Fréttabréf um verðbréfaviðskipti (Sam- vinnubréf Landsbankans) hefur reiknað út þrjú einföld dæmi um þróun opinberra skulda (brúttó) sem hlutfall af landsfram- leiðslu til aldamóta. Þau eru tíunduð á meðfylgjandi skýringarmynd. í dæmi 1 er enginn hagvöxtur; í dæmi 2 1,5% hagvöxtur og í dæmi 3 er hann 3% á ári. brögð hefðu þó ekki breytt heildarmyndinni að neinu því marki sem skipt- ir nuili fyrir umíjöllun hér. í því sambandi nægir að benda á að opinberar skuldir hafa hækkað úr 36% af landsframleiðslu i 56% á siðustu sex árum. Það gengur einfaldlega ekki að sagan endurtaki sig á næstu sex árum, ekki einu sinni verulega endurbætt...“ Frá halla til jafnvægis „Enginn vafi er á því að hátt hlutfall erlendra lána í opinberum skuldum hér á landi er veikleika- merki, sérstaklega í Ijósi nettó skuldastöðu þjóðar- búsins út á við. Flestar aðrar þjóðir fjármagna lánsfjárþörf hins opinbera með útgáfu verðbréfa í innlendum gjaldmiðli. ís- lendingar þurfa smám saman að þoka sér inn á sömu braut og í þvi skyni er nauðsynlegt að draga úr Iánsfjárþörfinni til þess að koma í veg fyrir að vextir hækki úr hófi. Þannig yrði staða rflds- sjóðs treyst og jafnframt staða þjóðarbúsins út á við. Til að rétta af búskap hins opinbera er mikil- vægt að horfa til nokkurra ára í senn. Vandinn verð- ur ekki leystur í einu vet- fangi og það er ekkert hald í almennum yfirlýs- ingum um að jafnvægi verði náð í ríkisfjármálum á næsta eða þarnæsta ári. Slíkar yfirlýsingar eru innantóm orð. Þess í stað þarf að gera vandaða fjár- lagaáætlun til nokkurra ára og ræða hana með Qárlagafrumvarpi á hverjum tíma. Fjárlaga- áætlun af slíku tagi ætti að sjálfsögðu að byggja á gildandi lögum og reglum um þau atriði sem hafa áhrif á gjöld og telgur rik- issjóðs og þeim breyting- um sem stjómvöid hafa ákveðið að beita sér fyrir til þess að ná markmiðum sinum í ríkisfjámiálum ... Nefna má að flest aðild- arriki OECD, ef ekki öll utan Islands, gera slíkar fjárlagaáætlanir tíl langs tíma. Við rflgandi aðstæður í þjóðarbúskapnum og þær horfur sem við blasa virð- ist hæfilegt að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum á tveimur til þremur ámm. Gera þarf fjár- lagaáætlun til nokkurra ára, ef til vill fjögurra til flmm ára, sem sýnir í ein- stökum atriðum hvernig áformað er að ná þvi markmiði. Áætlunin þarf að sýna hvaða útgjaldaliði á að lækka og hvaða gjöld- um og sköttum á að breyta og jafnframt hvenær. Þannig má vinna sig út úr vandanum í áföngum og koma ríkisfjármálun- um á varanlegan grunn". Ný stuttmynd frumsýnd NÝ íslensk stuttmynd, „Byron“, verður frumsýnd í Tjarnarbíói föstu- daginn 4. mars kl. 9. Myndin er 20 mín. löng og er gerð á svart/hvíta filmu. Höfundur og leikstjóri er Guðmundur Karl Björnsson. Myndin fjallar um ljósaperuna „Byron" sem lendir í ýmsum hrakn- ingum og verður bitbein hagsmuna- afla sem tengjast stjórnmálum, trú- málum, listsköpun og fleiru. Þótt myndin sé í gamansömum anda er myndmálið í ætt við ex- pressionisma og „film noir“. Steingrímur E. Guðmundsson og Einar Jónsson sömdu tónlist við myndina, Magnús S. Guðmundsson sá um myndræna hönnun og Þor- kell S. Harðarson gerði sviðsmynd. Einnig verður sýnd stuttmynd Þorvarðar Ámasonar, „Nature Morte“, en Þorvarður er einnig kvikmyndatökumaður myndarinnar um Byron. Myndirnar verða sýndar 4., 7., 9., 11. og 14. mars kl. 9 og 10 í Tjarnarbíói. SPEGILSJÓÐIR VÍB Oryggi frá upphafi til framtídar Þú þarft ekki endilega að kaupa spariskírteini ríkissjóðs til þess að njóta öryggis og eignarskattsfrelsis. Mun minni sveiflur eru á ávöxtun Sjóðs 5, auk þess sem viðskiptin eru einfaldari og þægilegri. • 11,5% RAUNÁVÖXTUN SL. 12 MÁN. • ABYRGÐ RÍKISSJÓÐS • EIGNARSKATTSFRELSI • ÓKEYPIS VARSLA Ráðgjafar VIB vejta frekari upplýsingar uin Sjóðsbréf 5 í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 91 - 68 15 30. Jafnframt er hægt að kaupa Sjóðsbréf 5 í útibúum Islandsbanka utn allt land. Verið velkomin í VÍB! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • I— Ármúla 13a, sími: 91 - 68 15 30. __l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.