Morgunblaðið - 02.03.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.03.1994, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 V. Akureyrarbréf á góu eftirLeif Sveinsson i. Klukkan er 11.45 fímmtudag- inn 24. febrúar 1994. Fokkerinn hefur sig til flugs frá Reykjavíkur- flugvelli undir öruggri stjórn Skúla Magnússonar flugstjóra og er stefnan tekin á Akureyri. Veðrið er eins gott og framast verður á kosið, glampandi sól og heiðskírt. Vélina ber hratt yfir, Langavatn, Reynisvatn, Hafravatn og nokkr- um mínútum síðar blasa við Þing- vallavatn og austan Reyðarbarms Laugarvatn. Ég sit við glugga hægra megin í vélinni og þaðan sé ég í fyrsta skipti ofan í gíg Skjaldbreiðar. Þar er allt mann- laust og hreint, því Gísli Gígahrell- ir Guðmundsson er víðs fjarri með snjókettina sína. Hlöðufell blasir við í allri sinni dýrð, en þá tekur við Langjökull og ber með sóma réttnefnið. Hvítárvatn kemur nú í ljós, en í fjarska Kerlingafjöll með Snækoll konung þeirra hæstan. Ógnvekjandi er Hofsjökull, en nú fer að bera á skýjum á honum og tilkynnir flugstjórinn okkur far- þegunum, að austan Tröllaskaga og allt suður til Homafjarðar sé skýjað loft, en aðrir hlutar lands- ins á heiðskíru veðri. Hrikalegt er að vanda að líta niður í jökulsárgljúfrin í Austur- dal, þar sem Monika Helgadóttir á Merkigili gerði garðinn frægan, „Konan í dalnum og dæturnar sjö“, nefndi Guðmundur G. Haga- lín bók sína um hana. Nú fljúgum við yfír Nýjabæjarfjall milli Aust- urdals og Villingadals í Eyjafirði. Yfír þetta fjall bmtust Austdæl- ingar með kirkjuvið í Ábæjarkirkju árið 1922. Fjallið er 1.034 m yfír sjávarmáli. Efnið fyrst flutt frá Ákureyri fram í Villingadal. Ábær er kominn í eyði, en messað er í Ábæjarkirkju fyrsta sunnudag í ágúst ár hvert. Nú lendum við á Akureyrarflug- velli eftir 45 mínútna flug og er af sem áður var, þegar þristarnir voru að silast þetta, þótt frábærar flugvélar væru. II. Klukkan er 10.00 föstudags- morguninn 25. febrúar. Síðasta klukkutímann hefí ég fylgst með baráttu sólarinnar við Vaðlaheið- ina. Nú hefur sólin loks vinninginn og hellir geislum sínum yfir Eyja- fjörðinn. í vestri gnæfa Súlur, þetta meistaraverk sköpunarinn- ar, eitt fegursta fjall landsins. Hærri tindur Súlna er 1.167 m.y.s., en sá lægri 1.144 m.y.s. Það rifjast upp fyrir mér ræða, sem Sigurður skáld frá Amarvatni hélt í hópferð Ungmennafélags Mývetninga í Herðubreiðarlindum sumarið 1941. Hann vildi ekki gera upp á milli Herðubreiðar og Eiríksjökuls hvað fegurð snerti. Slíku víðsýni hafði ég ekki búist við af Þingeyingi. En hvað um það, Súlur mega þá gjarnan vera í þriðja sæti. III. Göngugatan Ég snæði hádegisverð báða dagana, 24. og 25. febrúar, á Fiðlaranum, hreindýrasteik fyrri daginn, en villigæsabringur síðari daginn. Ég fullyrði að hvergi í heiminum er unnt að fá aðra eins villibráð og fara þar saman hráefni og matreiðsla. Álger snilld. Akureyringar hafa ekki alveg lagt þann sið af að hafa viðtals- tíma í göngugötunni, gjarnan á hominu, gegnt Hótel KEA. Þegar matsalurinn á Hótel KEA blasti við göngugötunni, sá ég oft Pétur á Hallgilsstöðum, Steindór Stein- dórsson og þessa karla í hróka- samræðum, en það var áður en menn tóku upp þann leiða sið að vera alltaf að flýta sér. Ég rölti eftir göngugötunni að máltíð lok- inni á fímmtudaginn og viti menn, ég rekst á Pál Þúfnavallagoða Arason frá Baug í Hörgárdal, hinn landsfræga ferðafrömuð. Páll er nýkominn frá Náttúmörvunarhæl- inu í Hveragerði, þar sem hann safnaði kröftum til nýrra átaka við ekkjur og fráskildar. Norðlend- ingar eru mjög nákvæmir í lýsing- um sínum á samskiptum karls og konu. T.d. svaraði Björn Sigfússon frændi minn hlustanda í þættinum „íslenskt mál“: „Hlustandi spyr, er rétt að nota orðið bólfimur um hjónaleikfimi?" Svar, „nei, rúmr- öskur er betra“. Menn heilsa okk- ur Páli á báða bóga, Jón hótelves- ír Ragnarsson nýkominn frá Madrid, Gunnar Sólnes, Ólafur B. Árnason og fleiri lögmenn, en þeirra vettvangur er Sýslumanns- embættið, þar sem Elías vinur minn ræður ríkjum. IV. Nú er klukkan að verða ellefu á þessum föstudagsmorgni 25. febrúar og nú er eigi til setu boð- ið, sundlaugarnar bíða, enda veðr- ið frábært, sólin að steikja mig ~Wm 1 jioBjf ■■■ K} ~ * r pj Leifur Sveinsson „Ég- endurtek það sem ég reit í Akureyrar- bréfi fyrir nokkrum árum: „Veðurfar á Ak- ureyri er með þeim hætti, að ekki er nema um tvennt að velja, að duga eða drepast. Ak- ureyringar hafa ákveð- ið að duga.““ hérna við altangluggann í Tjarnar- lundi 14, þar sem ég sit við ritvél- ina að glíma við bréf þetta. Það verða fagnaðarfundir, er ég hitti félaga mína í Sundlaug Akur- eyrar. Menn leika á als oddi í blíð- unni, en gefa sér þó tíma til þess að hlusta á útvarpsfréttir af Hrafnaþinginu við Austurvöll. Menn vorkenna Davíð Oddssyni, sem nú er fangi að Seljavöllum, en virða það hins vegar við Jón Baldvin, að hann skuli heldur halda myndárlega upp á níræðisaf- mæli móður sinnar, heiðurskon- unnar Sólveigar Ólafsdóttur, en standa í þrasi við framsóknarþing- mennina í Sjálfstæðisflokknum. Eftir hádegi á föstudaginn höld- um við Elli Kára, bílstjóri minn, fram Eyjafjörð, því engin heim- sókn er fullkomin, nema ekinn sé stærri Eyjafjarðarhringurinn, allt fram til Hóla, þótt Leyningshólum sé sleppt. Mjólkurkýr eru úti við Grund, alls staðar hestamenn að teygja gæðingana, því ekki er enn kominn kvóti á hrossaeign, hvað sem seinna verður. Eyjafjarðará, hin forna aðdráttarleið eyfirskra bænda á vetrum, er nú að mestu ísi lögð, en nú er sleðaöld liðin, bílaöld tekin við. VI. Flugfar er tryggt kl. 18.15, rétt tími til að ljúka bréfí þessu. At- vinnuleysisvofan er nú magnaðri hér á Akureyri en nokkru sinni fyrr. Hvert fyrirtækið af öðru end- ar í gjaldþroti og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn. Allir góðir menn hljóta að leggjast á eitt að reyna að skapa hér ný at- vinnutækifæri og flytja enn fleiri stofnanir frá Reykjavík hingað norður, þannig að jafnvægi skap- aðist milli höfuðstaðarins og Norð- urlands. En Eyfirðingar hafa séð hann svartari, þannig lýsir Þorvaldur Thoroddsen veðurfarinu sumarið 1882: „Taldist mönnum svo til, að tíu sinnum hefði alsnjóað nyrðra frá Jónsmessu til rétta.“ Og enn segir Þorvaldur: „Svo kalt var sumarið, að vetrarís var ekki leystur af Ólafsfjarðarvatni 6. júlí.“ Fjöldi fólks fluttist til Ameríku áratuginn 1880-90, en harðasti kjarninn varð eftir. Ég endurtek það sem ég reit í Akureyrárbréfí fyrir nokkrum árum: „Veðurfar á Akureyri er með þeim hætti, að ekki er nema um tvennt að velja, að duga eða drepast. Akureyringar hafa ákveð- ið að duga.“ VII. Ferðalok Elli ekur mér suður á flugvöll. Ég sting mannbroddunum í vas- ann á frakkanum og stíg um borð í flugvélina. Lent er á Reykjavík- urflugvelli kl. 19.00. Lokið er 31 tíma ógleymanlegri Akureyrarheimsókn. Höfundur er lögfræðingur. Eitt rekur sig á annars horn eftir Jakob Jakobsson í Morgunblaðinu 17. febrúar 1994 er grein eftir Kristin Péturs- son sem hann nefnir „Veiðiráðgjöf og reynsla“. Kristinn vitnar þar í viðtal sem birtist í Fiskifréttum 10. nóvember 1989. Þar er haft eftir mér að við vestanvert Atl- antshaf sé fylgt mjög ábyrgri físk- veiðistefnu og fískveiðistjóm sem versni þegar austar dregur. Síðan segir Kristinn: „Árið 1992 — tveimur og hálfu ári eftir þessa yfirlýsingu Jakobs (forseta Al- þjóðahafrannsóknaráðsins) lagði Alþjóðahafrannsóknaráðið til stöðvun veiða að hluta á fískveiði- svæði Kanada til að byggja upp stofninn." Sannleikurinn er auðvitað sá að Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur aldrei lagt fram neinar tillögur um veiðistjórn við Kanada, hvorki stöðvun veiða né neitt annað. Til- lagan kom frá Kanadastjórn og ráðgjöfum hennar. Þegar ég minntist á ábyrga fiskveiðistefnu og fiskveiðistjóm við vestanvert Atlantshaf í framangreindu viðtali átti ég að sjálfsögðu við stefnu Kanadastjómar sem mörkuð var við útfærslu fiskveiðilögsögunnar þar árið 1977 og fólst í því að afli skyldi ekki fara mikið yfír 20 prósent af veiðistofninum hvetju sinni. Síðar kom í ljós að veiðiálag- ið var miklu meira en menn höfðu gert sér grein fyrir. Árið 1989 var talið að veiðiálagið hefði verið tvö- falt meira en fískveiðistefnan gerði ráð fyrir en síðar hefur komið í ljós að það var miklu meira. Það er álit Kanadamanna að stjómlaus veiði utan kanadísku lögsögunnar eigi mikinn þátt í því hvemig kom- ið er. Því til viðbótar virðist óvenju stór hluti þorskstofnsins við Ný- fundnaland hafa hrakist út fyrir 200 mílna lögsögu vegna mikils sjávarkulda á kanadíska land- grunninu um og upp úr 1990. Þetta gerði ýmsum Évrópubanda- lagsþjóðum auðveldara að stunda rányrkjuna. Enginn sem til þekkir dregur í efa að samverkandi áhrif umhverf- isþátta og harðrar sóknar eiga stærstan þátt í hmni þorskstofna við austurströnd Kanada, en Krist- inn Pétursson þykist vita betur og kennir ónógum veiðum um. Um Barentshaf segir Kristinn: „Á hinn bóginn hefur verið mokveiði á þorski í Barentshafi eftir „of- veiði“, „rányrkju" og „smáfiska- dráp“ frá því að umrætt viðtal átti_ sér stað við Jakob Jakobsson.“ Ég held að sjaldan hafi önnur eins öfugmæli birst á prenti á ís- lensku. Það er kunnara en frá þurfi að segja að árið 1989 og upp úr því gerbreyttu Norðmenn og Sovétmenn um fiskveiðistefnu og fískveiðistjórn í Barentshafi og tóku reyndar upp stefnu Kanada- manna um að aflinn skyldi vera í námunda við 20 prósent af veiði- stofninum á árunum 1990 til 1992. Á sama tíma jókst loðnustofninn, sem hafði verið í mikilli lægð, og þorskur í Barentshafí óx mjög hratt því að hann hafði nóg að éta. Það er árangurinn af ábyrgri fiskveiðistefnu og fiskveiðistjórn ásamt batnandi umhverfisþáttum sem veldur því að nú er mokveiði í Barentshafí. Ástæðan er svo sannarlega ekki „ofveiði“ og „rán- yrkja“ eins og Kristinn Pétursson heldur fram. Kristinn heldur því mjög á loft að íslandsmet í nýliðun hafí verið sett þegar hrygningarstofninn hafi verið lítill og tekur sem dæmi ár- gangana 1973, 1983 og 1984. Rétt er að minna á að hrygningar- stofninn árið 1973 var um 430 þúsund tonn eða tvöfalt stærri en hann er nú. Ennfremur er rétt að minna á að það hafa ekki einung- is verið sett met í nýliðun þegar hrygningarstofninn hefur verið til- tölulega lítill heldur hafa einnig þá verið sett íslandsmet í lélegri nýliðun og nægir að minna á árin 1986 og 1991. Kristni verður tíðrætt um hve þorskstofninum hafí vegnað vel á áttunda áratugnum þrátt fyrir harða sókn og tekur sem dæmi að á árunum 1972-1975 hafi ver- ið veitt fjörutíu og eitt prósent af „Ég held að sjaldan hafi önnur eins öfug- mæli birst á prenti á íslensku.“ stofnstærð. Hann getur þess hins vegar ekki að á síðari hluta þess áratugar eða á árunum frá 1976 til 1980 var veiðiálagið um eða innan við 30 prósent. Maðurinn virðist gersamlega hafa gleymt því að við unnum landhelgisstríðið árið 1976. Við það minnkaði veiði- álagið og þorskstofninn blómstraði þangað til skuttogaravæðingin komst í algleyming á níunda ára- tugnum. Hinn 12. febrúar síðastliðinn var haldin mikil ráðstefna á Sel- fossi um jarðvegseyðingu og gróð- urvernd. í viðtali við lok ráðstefn- unnar sagði Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra eitthvað á þá leið að það væru einkum þrír þætt- ir sem hefðu valdið gróðureyðingu á íslandi. Fyrst nefndi hann eld- gos, þá óblíða veðráttu og í þriðja lagi búskaparhætti. Þá gerði Össur grein fyrir því að við réðum hvorki við eldgos né tíðarfar. Eini þáttur- inn sem við gætum haft áhrif á væri búskapurinn. Nákvæmlega það sama á við fiskstofna. Enginn dregur í efa að sveiflur í umhverfisþáttum í hafinu eiga mikinn þátt í vexti þeirra og viðgangi. Jafnvel eldgos koma þar hugsanlega við sögu, -samanber það að Surtsey stendur nú þar sem helstu hrygningar- stöðvar vorgotssíldarinnar ís- lensku voru. Að sjálfsögðu á það einnig við um sjóinn eins og land- ið að við ráðum hvorki við eldgös né getum við stjómað umhverfis- þáttum hafsins. Hið eina sem við getum stjórnað er nýting auðlind- arinnar og hveiju sinni verður að taka mið af breytilegri afraksturs- getu hennar. Höfundur er forstöðunmður Hafrannsóknnstofnunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.