Morgunblaðið - 02.03.1994, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
Minnihluti landbúnaðarnefndar afgreiddi búvörulagabreytinguna í gær
Hugsanlegt að fjögur nefnd-
ai'álit muni fylgja frumvarpinu
Alþýðuflokkurinn fékk leið til að bakka út úr málinu, segir Egill Jónsson
BREYTINGARTILLAGAN vlð búvörufrumvarpið sem samkomuiag
náðist um milli forystumanna stjórnarflokkanna á mánudagskvöld
nýtur ekki stuðnings meirihluta landbúnaðarnefndar Alþingis. Við
afgreiðslu málsins úr landbúnaðarnefnd í gærmorgun studdu Egill
Jónsson, formaður nefndarinnar, og samfiokksmenn hans Einar K.
Guðfinsson og Árni M. Mathiesen ásamt Gisla S. Einarssyni, fulltrúa
Alþýðuflokks, frumvarp stjórnarinnar en Eggert Haukdal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, er andvígur breytingunum og segist ætla að skila
sérstöku nefndaráliti. Fjórir fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna
styðja ekki frumvarpið og ætla að skila sameiginlegu nefndaráliti.
Eggert segist eiga eftir að skoða hvort hann muni standa að öðru
frumvarpi eða breytingartillögu með stjórnarandstöðunni.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Landbúnaðarnefnd að störfum
LANDBÚNAÐARNEFND kom saman í gærmorgun ásamt þremur
lögfræðingum sem hafa verið nefndinni til ráðuneytis. Búvörufrum-
varpið var afgreitt út úr nefndinni, með áorðnum breytingum, með
stuðningi fjögurra þingmanna af níu fulltrúum sem eiga sæti í nefnd-
inni.
Þótt Gísli S. Einarsson styðji
frumvarpið eins og það liggur nú
fyrir skrifar hann ekki undir nefnd-
arálit formanns nefndarinnar
óbreytt og á þingflokksfundi Alþýðu-
flokksins í gær voru vinnubrögð
Egils Jónssonar við gerð nefndará-
litsins gagnrýnd. Var ákveðið að
óska í dag eftir viðræðum við full-
trúa Sjálfstæðisflokksins sem standa
að nefndarálitinu um breytingar á
texta þess. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins ætlar Gísli að skila
sérstöku nefndaráliti ef ekki verður
orðið við óskum Alþýðuflokksins um
að breyta þeirri túlkun á frumvarp-
inu sem fram kemur í nefndarálit-
inu. Því er hugsanlegt að fjögur
nefndarálit fylgi frumvarpinu þegar
það kemur til annarrar umræðu á
þinginu, en ekki er vitað hvenær sú
umræða fer fram.
Egill segist ekkert hafa gefið
eftir
Egill Jónsson sagði aðspurður í
samtali við Morganblaðið í gær að
stjómarslit hefðu blasað við ef breyt-
ingartillögurnar, sem lágu fyrir í
seinustu viku, hefðu komið til af-
greiðslu þingsins óbreyttar, þar sem
fyrir lá að Alþýðuflokkurinn hefði
hafnað þeim. „Ef við það hefði verið
staðið þá hefðu auðvitað orðið stjóm-
arslit, því ef ráðherra greiðir at-
kvæði á móti stjórnarfrumvarpi þá
er það dauðasök. Auðvitað hefði það
getað orðið. Það eina sem gat komið
í veg fyrir það var að Alþýðuflokkur-
inn fengi leið til þess að bakka út
úr málinu. Það hefur gerst með þess-
um hætti,“ sagði Egill.
Egill segist ekkert hafa gefið eft-
ir gagnvart Alþýðuflokknum og
kveðst hafa náð þeirri niðurstöðu
sem hann hafi barist fyrir. Sagði
hann að nefndarálitið væri mjög
mikilvægt lögskýringargagn.
„Grundvallaratriðin eru öll inni og
efnisþættir málsins. Um er að ræða
þtjár megináherslur. Landbúnaðar-
ráðherra fær heimild til að leggja
verðjöfnunargjöld á vörur sam-
kvæmt tveimur viðaukum, eða vöru-
listum. Þetta er hliðstætt og gerist
meðal annarra þjóða. í öðru lagi er
kveðið á um hvaða vinnureglur hann
á að viðhafa, alþjóðasamninga og lög
og í þriðja lagi er svo leitast við að
afmarka vinnureglumar og fram-
kvæmd málsins. Þetta er ekki póli-
tískt atriði heldur fyrst og fremst
tæknilegt atriði," sagði Egill.
„Þessi mál era öll fullkomlega
skýr og alveg ljóst að það hefur
náðst fram, sem var grundvallarat-
riði í þessu máli, að ef þessi breyting
hefði ekki orðið má ætla að unnt
hefði verið að flytja inn í landið vör-
ur án þess að þar væri komið við
nokkrum vörnum. í öðra lagi er líka
alveg Ijóst að landbúnaðarráðherra
hefur núna alla möguleika á að fara
að vinna af fullum krafti í þessu
máli,“ sagði Egill.
Aðspurður um afstöðu Eggerts
Haukdals og stjórnarandstöðunnar
sagði Egill að engum hefði þurft að
koma á óvart þótt vending yrði inn-
an nefndarinnar. „Pólitíkin á sína
dali og sína toppa og það þurfti
engum að koma á óvart, að á sama
tíma og Alþýðuflokkurinn gæfi eftir,
þá myndu aðrir fara frá mér. Þetta
mál var einfaldlega of mikið spennu-
mál í pólitík til að menn gætu hald-
ið áfram að sitja við sama borð við
afgreiðslu málsins. Þetta er pólitík
og svona hluti sér maður fyrir-sér,“
svaraði hann. „Það hefur fengist sú
niðurstaða sem ég hef barist fyrir.
Það er mér nægjanlegt og ég þarf
ekki að standa í neinum eijum við
nokkurn mann og tek það sérstak-
lega fram að allt starf í nefndinni
var mjög málefnalegt," sagði hann.
Vörulistinn viðunandi
Gísli S. Einarsson sagði að loknum
fundi landbúnaðarnefndar að frum-
varpstextinn væri staðfesting á sam-
komulagi formanna stjórnarflokk-
anna en hann ætti eftir að skoða
breytingar á nefndarálitinu og því
hefði hann ekki skrifað undir það.
„Þegar verið er að semja ná báðir
aðilar aldrei öllu fram. Vörulistinn
er til dæmis orðinn mikið lengri en
hann var en hins vegar er hann nú
tvíþættur eins og við óskuðum eftir
strax í upphafi og ég tel að eftir þá
yfírferð sem unnin var um helgina
og á mánudag af ráðuneytunum, þá
sé hann ásættanlegur. En þá er
búið að taka þær vörar út af þessum
lista sem við gátum engan veginn
sætt okkur við að væru inni, svo sem
sojavörur, búðingar og því um líkt,“
sagði Gísli.
Áframhaldandi slagsmál
„Þetta er þriðja útgáfa sem lög-
fræðingar hafa unnið fyrir landbún-
aðarnefnd. Fyrsta og önnur útgáfa
var studd af nefndinni allri, utan
kratans. í þessari þriðju útgáfu er
látið undan og GATT tekið út og
við það er ég meðal annars ósáttur.
Svo er utanríkisráðherra að leika
leiki í sambandi við EES og hefur
verið að hlunnfara landbúnaðinn
mjög. Ég hef oft talað fyrir því í
mínum þingflokki að við ættum að
fá okkur nýja ferðafélaga," sagði
Eggert Haukdal. „Með því að kippa
GATT út eram við, auk þeirra vanda-
mála sem það veldur, að skapa
áframhaldandi slagsmál og áfram-
haldandi tog í þessum málum. Það
er búið að eyða það miklum tíma í
þetta mál að það er orðið til skamm-
ar fyrir Alþingi og ríkisstjórn og
skyldi nú vera betra að semja ^ið
kratana um næstu áramót eða þegar
kemur að næstu kosningum?" sagði
Eggert.
Verðjöfnun eftir GATT
í breytingartillögunum er öll tilvísun
til fyrirkomulags tollamála eftir gild-
istöku Úrúgvæ-samnings GATT
felld út úr frumvarpsdrögunum.
Ágreiningur er hins vegar á milli
alþýðuflokksmanna og Egils Jóns-
sonar um túlkun Egils á framvarpinu
í nefndarálitinu, þar sem gert er ráð
fyrir heimild landbúnaðarráðherra
til að leggja á verðjöfnunargjöld eft-
ir gildistöku GATT.
I nefndarálitinu segir m.a.: „Taki
hinn nýi Úrúgvæ-samningur gildi
að því er ísland varðar á næsta ári,
mun verðjöfnunargjaldaheimild
landbúnaðarráðherra með sama
hætti taka til innflutnings hinna til-
greindu landbúnaðarvara, sem falla
undir þann samning, innan þeirra
marka sem hámark verðjöfnunar-
gjalda segir til um. Álagning verð-
jöfnunargjalda á innfluttar landbún-
aðarvörar er því ótvírætt á forræði
landbúnaðarráðherra..."
Þá segir í nefndarálitinu að, að
því marki, sem GATT-samningurinn
veiti rýmri heimildir til álagningar
gjalda vegna umreiknings innflutn-
ingstakmarkana (tollígilda, innsk.
Mbl.), heldur en hin almenna regla
um verðjöfnun miðað við heims-
markaðsverð segi til um á hveijum
tíma, eigi Alþingi þann kost að
ákveða með breytingu á tollalögum
að leggja ákveðna tolla á innfluttar
landbúnaðarvörur eða rýmka há-
mark verðjöfnunargjaldaheimildar
landbúnaðarráðherra frá því sem
gert sé í breytingartillögunum.
Skiptar skoðanir eru um hvort
heimilt verði að beita breytilegum
verðjöfnunarheimildum eftir að
GATT-samningarnir taka gildi en
ekki liggur endanlega fyrir hvernig
GATT-samningarnir verða útfærðir
að þessu leyti.
í breytingartillögunni sem lögð
var fram í seinustu viku var gert ráð
fyrir að þegar ákveðin er upphæð
verðjöfnunargjalda og ekki er hægt
að styðjast við viðmiðunarverð skv.
fríverslunarsamningum skuli miða
við heimsmarkaðsverð, sem ákvarð-
að er m.a. á grundvelli birtra upplýs-
inga frá fríverslunarsamtökum og
efnahagsbandalögum. Alþýðuflokk-
urinn vildi að þessi setning yrði felld
út. Niðurstaðan varð hins vegar
umorðun á málsgreininni þar sem
segir m.a. að miða skuli við viðmið-
unarverð sem birt er sem heims-
markaðsverð einstakra landbúnað-
arhráefna af hálfu Evrópusam-
bandsins eða fríverslunarsamtaka
og að ráðherra ákveði í reglugerð
við hvaða verð skuli miða á hverri
hráefnistegund. Komi í ljós að fram-
leiðendur vöru eigi kost á að kaupa
hráefni á lægra verði heldur en not-
að er sem birt viðmiðunarverð geti
ráðherra svo heimilað að við það
verði miðað, skv. ákveðnum reglum.
Ósoðið pasta og búðingur út
af listanum
Talsverðar breytingar vora gerðar
á viðaukalistunum tveimur sem
fylgja frumvarpinu. Samkomulag
varð um að fella niður ýmsar vörar
af listanum yfir vörur sem ráðherra
er heimilt að leggja verðjöfnunar-
gjöld á, s.s. ósoðið pasta, majones,
olíusósur og búðingsduft. einnig
voru ýmsar vörur færðar af viðauka-
lista I (bannlistanum) yfír á viðauka-
lista II, (verðjöfnunarlistann), s.s.
smjörlíki, fyllt pasta, brauð, kökur,
súpur og seyði.
Steingrímur J. Sigfús-
son, Alþýðubandalagi
Sjálfstæð-
isflokkur-
inn bakkaði
FULLTRÚAR stjórnarandstöð-
unnar segja að samkomulag
stjórnarflokkanna um búvöru-
frumvarpið skapi áfamhaldandi
óvissu og illdeilur um þessi mál
þar til Urúgvæ-samningar GATT
taki gildi. „Það er ljóst að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur bakkað að
verulegu leyti til móts við kröfur
Alþýðuflokksins á lokasprettin-
um,“ sagði Steingrímur J. Sigfús-
son, fulltrúi Alþýðubandalags í
landbúnaðarnefnd.
Stjórnarandstöðufulltrúar munu
flytja sameiginlegt nefndarálit en
ekki hefur verið gengið frá hvaða
tillögur þeir munu sameinast um að
leggja fram.
„Verðjöfnunargjaldaheimild land-
búnaðarráðherra er þrengd og það
er sérstaklega tekið fram að það tek-
ur eingöngu til innlendra landbún-
aðarvara. Það kann að valda deilum
í framtíðinni milli landbúnaðarráð-
herra og hugsanlega fjármálaráð-
herra og viðskiptaráðherra," sagði
Steingrímur. „í öðra lagi hefur teng-
ingin við niðurstöður Úrúgvæ-lotu
GATT-samninganna verið tekin út.
Það er alveg ljóst að landbúnaðarráð-
herra hefur samkvæmt þessum tillög-
um ekki heimild til að beita að fullu
verðjöfnunargjaldamöguleikum á
innfluttar búvörur sem Úrúgvæ-
samningarnir fela í sér. Í þriðja lagi
skiptir máli það pólitíska samkomu-
lag sem stjórnarflokkamir virðast
hafa gert um málið og utanríkisráð-
herra túlkar sér mjög í hag,“ sagði
hann.
Framtíðin óljós
„Það hafa verið gerðar breytingar
á málinu og öll tenging við GATT
er tekin út, þannig að framtíðin er
landbúnaðinum óljós og við það sætt-
um við okkur ekki. En Egill á Selja-
völlum hefur minnihluta í nefndinni
þegar við stöndum upp frá borði og
hefur látið kratana beygja sig,“ sagði
Guðni Ágústsson, fulltrúi Framsókn-
arflokks í landbúnaðarnefnd. Hann
kvaðst þó búast við að meirihluti
væri fyrir frumvarpj ríkisstjórnarinn-
ar á Álþingi.^
Kristín Ástgeirsdóttir, fulltrúi
Kvennalistans, segir að andstaða við
frumvarpið byggðist fyrst og fremst
á því að búið sé að taka þau atriði
sem snúi að GATT-samningunum út
úr frumvarpinu.
„Ég hef haft ákveðna fyrirvara
varðandi forræði landbúnaðarráð-
herra út frá stjórnsýslusjónarmiðum.
Það er búið að þrengja þessar heim-
ildir landbúnaðarráðherra frá því sem
til stóð á tímabili en ég tel að spurn-
ingin snúist um það hvar meðferð
tollamála og gjalda af þessu tagi eigi
að vera. Mér fínnst ekki gefíð mál
að það eigi að vera hjá landbúnaðar-
ráðuneytinu,“ sagði hún.
Davíð Oddsson um búvörulagasamkomulagið
Markmið stj órnarflokkanna náðist
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra segir að sá búvörulagatexti sem
nú er samkomulag um milli stjórnarflokkanna sé mjög vel unninn,
skýr og (jós og markmið stjórnarflokkanna hafi því náðst. Hann
segir það ekki skipta máli í því sambandi þótt flokkarnir séu ekki
sammála um hvernig orða eigi álit landbúnaðarnefndar til að fylgja
lagatextanum úr hlaði.
„Ég er ánægður með að þessi
deila er að baki, sem í mínum huga
stóð ekki um atriði sem skiptu
raunveralegu máli. Ég tel að laga-
textinn sem nú liggur fyrir sé af-
skaplega vel unninn, skýr og ljós,
þannig að það markmið hefur náðst
sem flokkarnir settu sér sameigin-
lega, að koma efnisatriðum lag-
anna í desember vel til skila nú og
tryggja jafnframt að þau séu lög-
fræðilega í besta búningi. Það hafa
verið stigin mikilvæg skref á und-
anförnum misserum til undirbún-
ings fijálsari viðskiptum í landbún-
aði og þau skref hafa ekkert
ruglast í þessu dæmi. Þess er jafn-
framt gætt að landbúnaðurinn viti
hvernig hann stendur og geti nýtt
þann tíma sem þarf til aðlögunar,“
sagði Davíð.
Úr mismunandi áttum
Alþýðuflokkurinn er enn ósáttur
við ýmis atriði í nefndaráliti sem
formaður landbúnaðamefndar hef-
ur samið til að fylgja breytingartil-
lögunum við búvöralagaframvarpið
úr hlaði. Um þetta sagði Davíð að
niðurstaðan um lagatextann væri
sameiginleg en fulltrúar flokkanna
kysu að nálgast þá niðurstöðu úr
örlítið mismunandi áttum og ekkert
þýddi að fjasa út af því, þótt það
væri lakara ef flokkamir skiluðu
hvor sínu nefndarálitinu. „Það er
algengt þegar dómarar í Hæsta-
rétti koma sér saman um niður-
stöðu, þá skrifa þeir álit þar sem
þeir nálgast niðurstöðuna frá örlít-
ið mismunandi sjónarhornum,"
sagði Davíð.
Eggert Haukdal, einn fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðar-
nefnd Alþingis, styður ekki endan-
lega breytingartillögu við búvöru-
lögin þar sem tengingin við GATT-
samningana hefur verið tekin út.
Davíð sagði um það, að Eggert
hefði haft sérstöðu, sem lýsti sér
í því að hann væri andvígur EES-
samningunum, andvígur tvíhliða
samningum við Evrópubandalagið
og andvígur GATT-samningunum.
Því fyndist Eggert varlegast að
hafa sérstöðu í þessu máli, en hann
hefði stuðlað að því að málið var
afgreitt úr landbúnaðarnefnd. En
Davíð sagði að í raun væri allur
þingheimur sáttur við málið, þótt
stjórnarandstaðan kysi að reyna
að gera það tortryggilegt á þeim
grundvelli að mál sem taki gildi í
fyrsta lagi eftir ár, væru ekki alger-
lega útfærð.
Leiðinleg deila
Þegar Davíð var spurður hvort
búvöralagadeilan hefði reynt mjög
á þanþol stjórnarsamstarfsins svar-
aði hann að deilan hefði verið af-
skaplega leiðinleg. „Ég get ekki
neitað því að hún hefur þreytt mig
mjög mikið en ég legg meira upp
úr því að stjórnarsamstarfið og
samgangur milli manna innan rík-
isstjórnarinnar hefur að öðru leyti
verið mjög góð. Leiðindin era því
einangruð við þetta mál og það er
að baki,“ sagði Davíð Oddsson.