Morgunblaðið - 02.03.1994, Síða 17

Morgunblaðið - 02.03.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 17 Peningamál Varkár vaxtalækkun þýzka seðlabankans NYJA ÞYSKA SEGULLESTIN Þýsk stjórnvöld taka (dag ákvörðun um hvort þau leyfi nýstárlega hraðlest sem gengur fyrir segulkrafti, en henni er ætiað aö tengja Hamborg og Berlín. Frankfurt. Reuter. ÞÝZKI seðlabankinn leyfði á þriðjudag lítils háttar lækkun mikilvægra vaxta á peninga- markaði, sem hefur verið haldið óbreyttum síðan í desember, og vextir fóru niður fyrir 6% í fyrsta skipti í fimm ár. Mikilvægir vextir á endurkeypt- um verðbréfum, sem hafa áhrif á aðra skammtímayexti, lækkuðu í minnst 5,97%. Sérfræðingar telja að gripið verði til frekari ráðstafana á næstu vikum og að þær geti leitt til þess að forvextir, sem hafa verið lækkaðir í 5,25%, lækki meir á öðr- um ársfjórðungi. Þótt fyrirfram hefði verið búizt við að lækkun vaxta á peninga- markaði. yrði lítil urðu fjárfestar fyrir vonbrigðum þegar þeir komust að því hve lítilfjörleg hún var í raun Bandaríkin Yfirráð Viacom mæta mótspymu Wilmington, Deleware. Reuter. LÖGFRÆÐINGAR óánægðra hluthafa í bandaríska fyrirtæk- inu Blockbuster Entertainment reyna að koma í veg fyrir fyrir- hugaðan samruna þess og kapal- sjónvarpsfyrirtækisins Viacom Inc, sigurvegarans í „tíu millj- arða dollara baráttunni“ um yfir- ráðin yfir Paramount Communic- ations. Hluthafar í Blockbuster hafa gagnrýnt fyrirhugaðan samruna við Viacom vegna þess að hlutabréf þeirra hafa stöðugt lækkað í verði síðan stungið var upp á sameining- unni fyrr á þessu ári. Hluthafarnir hafa lagt fram kröfu í Wilmington, Delaware, um bráðabirgðalögbann til þess að hindra samrunann, sem var kunn- gerður 7. janúar þegar Viacom háði harða baráttu við sjónvarpsvið- skiptafyrirtækið QVC Network um yfirráðin yfir Paramount. Block- buster er mesta myndbandasölufyr- irtæki Bandaríkjanna og lögbanns- beiðnin er lögð fram í Wilmington, því að dómstólar þar geta fjallað um flókin fyrirtækjamál. Hluthafarnir segja að að þar sem eigendaskipti verði í fyrirtækinu eigi þeir kröfu á aukagreiðslu fyrir hlutabréf sín. í lögbannsbeiðninni er því haldið fram að Blockbuster hafi greitt allt- of hátt verð fyrir B-flokks hlutabréf í Viacom. Alls voru 23 milljón slík bréf keypt fyrir 55 dollara hvert ^^^Vaskhugi íslenskt bókahaldsforrit! Fjárhags-, sölu-, launa-, birgðaT, viðskiptamannakerfi og margt fleira er í Vaskhuga. Einfalt og öruggt 1 notkun. Vaskhugi hf. Sími 682 680 og verðið er talið of hátt þar sem hlutabréf í Viacom hafa lækkað í verði að undanförnu. Með kröfunni um bráðabirgðalögbann er reynt að stöðva þessi hlutabréfakaup. Bretland Tap og upp- sagnir hjá Britísh Gas London. Reuter. Tap varð á rekstri British Gas í Bretlandi á síðasta ársjórðungi í fyrra og 5.000 starfsmönnum verður sagt upp til viðbótar 20.000, sem þegar hafa misst vinnuna. Tapið nam 1,65 milljarði punda, en skilaði 223 milljóna punda hagn- aðifá sama tíma árið á undan. Alls varð 553 milljóna punda halli á rekstri British Gas allt árið í fyrra, en fyrirtækið skilaði 473 milljóna punda hagnaði 1992. og veru. Skuldabréf og hlutabréf lækkuðu í verði í Þýzkalandi og vonbrigði vegna lítillar vaxtalækk- unar Þjóðveija leiddu einnig til verðlækkana í París, London og á öðrum helztu peningamörkuðum Evrópu, sem hafa verið að ná sér eftir miklar lækkanir í síðustu viku. Belgíski seðlabankinn fór að dæmi hins þýzka og lækkaði aðal- vexti sína í 6,25% úr 6,40% og lok- unarvaxtastig úr 7,75% í 7,90%. Þetta var önnur lækkunin á tæpri viku og sýnir að staða belgíska frankans er er enn sterk gagnvart markinu. í Bretlandi benda skattahækkan- ir, lítill hagvöxtur og skattalækkan- ir til þess að vextir verði aftur lækk- aðir. Á sama tíma riðar pundið til falls. „Óvissan er mikil í efnahags- málum og stjórnmálum,“ sagði brezkur hagfræðingur. „Sífelldir erfiðleikar John Majors forsætisráð- herra og litlar vinsældir vegna skattahækkana bæta ekki úr skák,“ sagði hann. Stýri og hreyfiafl Stýrisegull halda lestinni á sporinu Segulpúðahraðlestin Jafnvægissegull Togar lestinaaö neöanveröu aö sporinu Sporið Hreyfanlegt segul- sviö gregur lestina áfram með jafnvægisseglinum Langdræg gerð lestarinnar Hraði: 300 - 500 krrVklst. Lengd: 252m Farþegar: 1.500 Buröargeta (farþ.+farmur): 1241. Heimild: Magnetschnellbahn AG ÞJONUSTU- Við tökum við ábendingum op tillögum sem varða þjonustu SVR í símsvara 814626 Strætisvagnar Reykjavíkur hf FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða bf. verður haldinn fimmtudaginn 17. mars 1994 í efri þingsölum Hótels Loftleiða og hefst kl 14.00. Dagskrd: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, blutabréfadeildd2. hceð frd og með 10. mars kl. 14:00. Dagana 14. til 16. mars verða gögn afgreidd frá kl 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Stjórn Flugleiða hf. FLYTUR AÐ SKUTUVOG11 - F0STUDAGINN 4. MARS! .ioatanH .bci&ra b Lia

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.