Morgunblaðið - 02.03.1994, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
Sveitarstjórnarkosningarnar í Eyjafjarðarsveit
Jóhannes Geir og
Sigurgeir hætta
Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit.
UNDIRBÚNINGUR er nú hafínn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
í vor í Eyjafjarðarsveit. E-listinn sem hlaut fímm menn kjörna af
sjö í síðustu kosningum hélt fund nýlega þar sem málin voru rædd.
Á fundinum lýsti Jóhannes Geir
Sigurgeirsson alþingismaður sem
skipaði 4. sæti listans fyrir fjórum
árum því yfír að hann gæfí ekki
kost á sér á listann í komandi
kosningum. Jóhannes var kjörinn
á þing fljótlega eftir að hann hóf
störf í sveitarstjóm og hefur 1.
varamaður listans, Ármann
Skjaldarson, því setið í sveitar-
stjóm í hans stað.
Sigurgeir Hreinsson fyrrverandi
oddviti í Saurbæjarhreppi lýsti því
einnig yfir að hann gæfí ekki kost
á sér á listann, en hann skipaði
þriðja sæti listans fyrir síðustu
kosningar.
Birgir Þórðarson á Öngulsstöð-
um og Ólafur Geir Vagnsson sem
vora í fyrsta og öðra sæti gefa
áfram kost á sér á listann.
Tveir listar vora í boði við síð-
ustu sveitarstjómarkosningar, E-
listinn sem saman stóð af fólki sem
áður hafði verið í hreppsnefndum
gömlu hreppanna þriggja og N-
listinn sem var nýtt framboð og
■ FÖSTUGUÐSÞJÓNUSTA
verður í kvöld, miðvikudagskvöldið
2. mars, kl. 20.30 í Akureyrar-
kirkju. Sungið verður úr Passíusál-
munum.
Osló
58
M
Það kostar minna
en þig grunar að
hringja til útlanda
rn
PÓSTUR OG SÍMI
*58 kr.: Verð á 1 mínútu
símtali (sjálfvirkt val) til Oslóar
á dagtaxta m.vsk.
hlaut tvo menn kjöma. Enn hefur
ekki verið tekin ákvörðun um
hvort N-listinn býður fram aftur.
Benjamín
Miðstöð fólks
atvinnuleit
Rættum
aukna at-
vmnui
fiskverkun
AUKIN atvinna við fiskverkun
á Akureyri verður rædd á opnu
húsi Miðstöðvar fólks í atvinnu-
leit í dag, miðvikudag, frá kl.
15 til 18 og þá verður staða
atvinnumála almennt á Norður-
landi til umfjöllunar.
Gestir verða Björgólfur Jó-
hannssón ijármálastjóri Útgerðar-
félags Akureyringa og Guðmund-
ur Omar Guðmundsson formaður
Alþýðusambands Norðurlands.
Rætt hefur verið um hvemig
auka megi vinnu við fullvinnslu
afla og auka hráefni til vinnslu
hér heima, en Björgólfur hefur
mikinn áhuga á þeim málum og
hefur m.a. beitt sér fyrir því að
Útgerðarfélagið fái rýmri heimild-
ir til landana úr þýsku togurunum
sem tengjast fyrirtækinu. Hefur
hann skoðað hvaða áhrif það hefði
bein og óbein á fjölgun starfa á
Akureyri.
Guðmundur hefur gott yfirlit
yfír stöðu atvinnumála hjá félags-
mönnum Alþýðusambands Norð-
urlands og mun reifa þau mál á
fundinum.
Ýmsar upplýsingar og dagblöð
liggja frammi og kaffí og brauð
verða á borðum þátttakendum að
kostnaðarlausu, en allir eru vel-
komnir sem áhuga hafa á þessum
umræðuefnum.
Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson
Einangrunarstöðin
skoðuð
FYRSTU svínin koma í ein-
angrunarstöðina í Hrísey í dag,
en um helgina skoðuðu stjórn-
armenn í Svínaræktunarfélagi
íslands stöðina.
Fyrstu svínin koma í einangrunarstöð svína í Hrísey
Fimm grísafullar gylt-
ur með flugi frá Noregi
FYRSTU svínin koma í einangrunarstöð svína sem reist hefur verið
í Hrísey í dag, miðvikudag, en um er að ræða fímm gyltur sem
sóttar voru til Hamar í Noregi. Gylturnar koma í 19 sæta Dornier-
vél Islandsflugs sem var sérstaklega útbúin til flutninganna.
Einangrunarstöðin var formlega
tekin í notkun síðastliðinn laugar-
dag að viðstöddum landbúnaðar-
ráðherra, Halldóri Blöndal, Hauki
Halldórssyni, formanni Stéttar-
sambands bænda, auk stjómar-
manna í Svínaræktarfélagi Islands
og fleiri gesta.
Stöðin hefur nú verið sótthreins-
uð og fær enginn að fara þar inn
nema dýralæknir og bústjórinn,
Kristinn Ámason. Stöðin var reist
í fyrrasumar og er hún tæplega
400 fermetrar að stærð.
Fluttar í sérstökum búrum
\
Fyrstu fimm gyltumar, norsk
landsvín, voru sóttar til Hamar í
Noregi og er áætlað að flugvél
með þær innanborðs lendi á Akur-
eyrarflugvelli eftir hádegi í dag,
miðvikudag. Smíðuð voru sérstök
trébúr með loftgötum undir gylt-
urnarauk þess sem vélin var klædd
með plasti að innan að sögn Sigfús-
ar Sigfússonar hjá íslandsflugi og
hefur verið unnið að breytingunum
undanfama daga.
Gyltumar eru allar með fangi
og er áætlað að sú fyrsta gjóti í
kringum 20. mars næstkomandi.
Þá koma fimm gyltur í stöðina í
lok þessa mánaðar, þannig að í
stöðinni verða tíu gyltur. Gert er
ráð fyrir að svínin verði send í land
úr einangrunarstöðinni þegar kom-
ið er að þriðja ættlið.
Um 250 lóðir óveittar eða
framkvæmdir ekki hafnar
2n
°r
NÆGT framboð er á lóðum á Akureyri um þessar mundir, en í
greinargerð byggingafulltrúa Jóns Geirs Ágústssonar kemur fram
að samtals eru til um 250 lóðir undir óveittar íbúðir og íbúðir
sem hefur verið úthlutað en framkvæmdir ekki hafnar á.
samtals 131 íbúð í fjölbýlishúsum
en byggingaframkvæmdir ekki
hafnar.
Nú era óveittar sjö lóðir undir
einbýlishús á Akureyri og þá hefur
13 lóðum fyrir einbýlishús verið
úthlutað en framkvæmdir ekki
HÁSKÓUNN
A AKUREYRI
Fyrirlestur
Tími: Miðvikudaginn 2. mars 1994 kl. 20.30.
Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti,
stofa 24.
Flytjandi: Þorsteinn Gyjfason, prófessor í heimspeki
við Háskóla íslands.
Efni: Gildi, boð og ástæður. Lesturinn fjallar um
undirstöður siðfræðinnar frá sjónarmiði dygða-
fræði nútímans og verklegrar rökfræði.
Öllum er heimill aðgangur.
hafnar á umræddum lóðum, þann-
ig að samtals eru 22 einbýlishúsa-
lóðir til um þessar mundir. Óveittu
einbýlishúsalóðimar era langflest-
ar í Síðuhverfi og ein við Hafnar-
stræti og önnur við Stórholt. Þær
lóðir sem búið er að úthluta en
framkvæmdir ekki hafnar á eru
flestar við Dvergagil og nokkrar
era í Síðuhverfi.
Alls era 58 lóðir fyrir raðhúsa-
íbúðir tilbúnar, þar af hefur 13
ekki verið úthlutað, en 45 þeirra
er búið að ráðstafa, en bygginga-
framkvæmdir ekki hafnar. Þessar
lóðir era á ýmsum stöðum í bæn-
um, þær sem ekki hefur verið út-
hlutað era í Giljahverfí, en hinar
m.a. í Síðuhverfi, Giljahverfí og
Lundahverfi.
Lóðir undir fjölbýlishús eru
samtals 171, ekki hefur verið út-
hlutað lóðum undir tvö 20 íbúða
fjölbýlishús við Drekagil og Trölla-
gil, en búið er að veita lóðir undir
Heimspeki-
fyrirlestur
ÞORSTEINN Gylfason prófessor
í heimspeki við Háskóla Islands
flytur opinberan fyrirlestur við
Háskólann á Akureyri í kvöld,
miðvikudagskvöldið 2. mars, kl.
20.30 í stofu 24.
Fyrirlesturinn nefnist Gildi, boð
og ástæður og í honum er íjallað um
undirstöður siðfræðinnar frá sjónar-
miði dygðafræði nútímans og verk-
legrar rökfræði. Þar verður snúist
eindregið gegn því höfuðatriði sið-
fræði Kants og margra annarra höf-
unda að mönnum beri skilyrðislaus
skylda til að hlíta kröfum siðferðisins
án þess þó að dregin verði sú álykt-
un af afneitun þessarar hugmyndar
um skilyrðisleysi sem margir vilja
draga, að siðferði sé óskynsamlegt.
(Fréttatilkynning.)