Morgunblaðið - 02.03.1994, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Landbúnaður
í breyttu
efnahagsumhverfi
Við stöndum frammi fyrir
ftjálsari viðskiptaháttum
en áður í kjölfar GATT-samn-
inga. Innflutningur búvöru
verður til dæmis í grófum
dráttum gefinn fijáls innan
tveggja eða þriggja missera,
ef undan eru skildar hráar slát-
urafurðir. „Við skulum játa það
í hreinskilni," sagði Halldór
Blöndal landbúnaðarráðherra á
búnaðarþingi í fyrradag, „að
landbúnaðurinn er ekki vel
undir slíka samkeppni búinn.
Þýðingarmestu greinar hans,
mjólkur- og dilkakjötsfram-
leiðsla, hafa verið reyrðar í
íjötra framleiðslústýringar,
sem eingöngu hefur haft þann
tilgang að koma í veg fyrir
offramleiðslu. Slík einhliða
áherzla hlýtur til lengdar að
draga úr hagkvæmni og veikja
ijárhagslegan grunn bænda-
stéttarinnar, enda hefur hún
gert það . .
Landbúnaðarráðherra sagði
í ræðu sinni að forsendur bú-
vörusamnings um sauðijárrækt
væru brostnar. Megintilgang-
urinn, að framleiðslan héldist í
hendur við neyzluna, hafi ekki
gengið fram. Ástæður væru
einkum þrjár: 1) Færri bændur
hættu sauðfjárbúskap en geng-
ið var út frá, m.a. vegna þess
að atvinnutækifæri á öðrum
vettvangi þrengdust. 2) Neyzla
dilkakjöts og annarrar kjötvöru
dróst saman. 3) Engir nýtilegir
markaðir voru byggðir upp fyr-
ir dilkakjötið erlendis allan
þann tíma, sem útflutnings-
bætur stóðu bændum til boða.
Á hinn bóginn hefur mjólk-
urbúskapnum tekizt að byggja
sig vel upp, eiginíjárstaða
vinnslunnar er sterk og vöru-
þróun hefur verið mikil.
„Ég ætla það engum,“ sagði
ráðherra á búnaðarþingi, „að
hann vilji bændastéttina feiga,
enda skiptu þeir íslendingar
tugum þúsunda til sveita, í
þorpum og bæjum, sem misstu
atvinnu sína eða lífsviðurværi,
ef landbúnaðarframleiðsla
legðist niður eða yrði svipur
hjá sjón.“ Þessi orð eru íhugun-
arverð. Margir þéttbýlisstaðir,
eins og Húsavík, Akureyri og
Sauðárkrókur, svo nokkrir séu
nefndir, byggja helft afkomu
sinnar á úrvinnslu búvöru og
verzlunar- og iðnaðarþjónustu
við nærliggjandi sveitir. Aðrir
þéttbýlisstaðir, eins og Blöndu-
ós, Egilsstaðir, Hveragerði og
Selfoss, eru enn háðari land-
búnaðinum.
I máli ráðherra kom fram
að vandi landbúnaðarins yrði
vart eða ekki leystur nema að
nýir tekjumöguleikar opnist.
Nokkrar vonir væru að vísu við
það bundnar að takast megi
að vinna dilkakjöti okkar sess
sem náttúruafurð á „þröngum
lúxusmörkuðum" erlendis. Á
þessum forsendum væri nú ver-
ið að vinna að því að kynna
kjötið sem hollustuvöru vegna
lítillar mengunar og heilbrigðra
framleiðsluhátta. Þróunin yrði
þó líklega sú sama hér og í
öðrum vestrænum ríkjum, að
bændur sneru sér að öðrum
viðfangsefnum, samhliða mat-
vælaframleiðslu, svo sem
ferðaþjónustu. Þá hefði og
færzt í vöxt með batnandi sam-
göngum að heimilisfólk til
sveita sæki vinnu í þéttbýli.
Ráðherra minnti og á land-
búnaðarþætti, sem byggðu til-
veru sína að miklu eða öllu leyti
á markaðssetningu erlendis,
eins og útflutningur reiðhrossa.
Sama máli gegndi um loðdýra-
rækt og fiskeldi, sem væru
ungar atvinnugreinar er orðið
hefðu fyrir miklum áföllum, en
skiluðu engu að síður um 900
m.kr. í gjaldeyri í þjóðarbúið
árið 1992 og trúlega um 1.000
m.kr. árið 1993.
í lok ræðu sinnar.sagði ráð-
herra óhjákvæmilegt að finna
leiðir til að draga úr fram-
leiðslutengingu til að rýmka
svigrúmið í búrekstrinum. Það
væri í senn forsenda fyrir því
að ná nauðsynlegri hagkvæmni
i greininni, miðað við íjárfest-
ingar, landkosti og mannafla,
sem og að ná fótfestu á erlend-
um mörkuðum. „Heilbrigð
stefna í landbúnaðinum og heil-
brigð byggðastefna er ekki
undir því komin að halda öllum
býlum í byggð ef það bitnar á
lífsafkomunni.“
Nauðsynlegt er að landbún-
aðurinn, sem aðrar atvinnu-
greinar og þjóðarbúskapurinn
í heild, lagi sig að því efnahags-
umhverfi og að þeim viðskipta-
háttum sem fyrirsjáanlega ráða
ríkjum í okkar heimshluta í
fyrirsjáanlegri framtíð. Til þess
þarf hann umþóttunartíma. Til
þess þarf hann skilning og
stuðning landsmanna en jafn-
framt þarf landbúnaðurinn að
sýna, svo ekki verði um villzt,
að atvinnugceinin sé tilbúin tií
að taka upp breytta starfs-
hætti.
Frönsk vernd
eftir Jón Baldvin
Hannibalsson
Nú í bytjun febrúar fóru sjómenn
í Bretagne með báli og brandi um
fiskmarkaði og réðust á vöruflutn-
ingabíla sem fluttu erlendan fisk.
Þeir kenndu innflutningi sjávaraf-
urða frá öðrum löndum um tekju-
missi og atvinnuleysi í greininni
þótt allar líkur bendi til þess að
rekja megi þá úlfakreppu sem sjáv-
arútvegur er í á svæðinu til annarra
orsaka t.a.m. þess að hann hefur
ekki lagað sig að breyttum mark-
aðsaðstæðum. Árvisst verðfall á
fiski um þetta leyti árs hefur þó
orðið meira vegna aukins innflutn-
ings ódýrs fisks frá Rússlandi.
Það er ekki einsdæmi í Frakk-
landi að einstakir þjóðfélagshópar
grípi til harkalegra aðgerða til þess
fá málum sínum framgengt. Má
minna í því sambandi á aðgerðir
franskra bænda gegn GATT og
mótmælaaðgerðir sem upp hafa
komið gegn fyrirhuguðum breyting-
um á skóla- og heilbrigðiskerfi á
undanförnum árum. Yfirleitt virðast
aðgerðir af þessu tagi líka skila
drjúgum árangri því stjórnvöld eru
undanlátssöm í aðdraganda kosn-
inga. Sú varð og raunin í þetta skipti
því franska ríkisstjórnin hefur þre-
faldað styrki til sjávarútvegs og
aukið félagslega aðstoð til bág-
staddra sjómanna.
I fjarlægð hefur enginn
á réttu að standa
Þessar aðgerðir snertu íslenska
hagsmuni lítið sem ekkert og rösk-
uðu ekki stöðu íslenskra afurða á
Frakklandsmarkaði. En óeirðirnar
héldu áfram og mótmæli bretónskra
sjómanna gegn erlendum fiski
mögnuðust.
Frönsk stjórnvöld komust þá
greinilega að þeirri niðurstöðu að
útlátaminnstu aðgerðirnar og þær
sem líklegastar væru til að friða
sjómenn fælust í því að grípa til
aðgerða gegn innflutningi, enda
segir franskt máltæki (fijálslega
þýtt) að / fjarlægð hafi enginn á
réttu að standa.
Var farið fram á það við önnur
aðildarríki ESB að innflutningur á
fiski frá ríkjum utan Evrópusam-
bandsins væri stöðvaður.
Þessu fengu frönsk stjórnvöld
ekki framgengt en komið var til
móts við kröfur þeirra með því að
sett var lágmarksverð á innfluttan
fisk, svipað og gert hafði verið á
síðasta ári. Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins varði þessar
aðgerðir gagnvart EFTA-ríkjum
með því að segja að hér væri um
neyðaraðgerðir að ræða á grund-
velli öryggisákvæðis EES-samn-
ingsins. Ef frönsk stjórnvöld hefðu
látið þar við sitja væri ekki ástæða
til þess að gera mikið veður út af
þessu. Lágmarksverð skuldbundum
við okkur til þess að virða með frí-
verslunarsamningum okkar við ESB
1972 og þau hafa ekki verið til traf-
ala. íslenskur fiskur keppir ekki við
undirmálsfisk á útsöluverði. Það eru
sameiginlegir hagsmunir bretón-
skra fiskimanna og íslenskra útflytj-
enda að verð fari ekki niður úr öllu
valdi.
Landamæravarsla og
heilbrigðiseftirlit
En frönskum stjórnvöldum þótti
ekki nóg að gert. Frá 9. febrúar
hefur landamæravörðum og heil-
brigðiseftirliti í Frakklandi greini-
lega verið falið, auk venjulegra
skyldustarfa, að sjá til þess að sem
allra minnst af erlendum fiski rati
til franskra neytenda. Fyrst er farið
vandlega yfir öll innflutningsskjöl
og má ekkert út af bregða. Sé t.d.
dagsetning rétt en færð inn á rang-
an hátt þá er það frávísunarsök.
Séu allir pappírar gallalausir upp-
hefst heilbrigðisskoðun. Að lokinni
almennri skoðun eru tekin sýni og
þau send í rannsókn, sem varað
getur 9-10 daga.
Meðan beðið er eftir niðurstöðu
fer varan í kæligeymslu á kostnað
kaupanda eða útflytjenda. Hafi
fyrirtæki hug á að kaupa íslenskan
fisk er því ekkert hægt að segja til
um það hvort varan kemst á áfanga-
stað eða hver áfallinn kostnaður
getur orðið. Ófáir viðskiptavinir ís-
lenskra fyrirtækja afpanta frekar
en að sæta þessari meðferð.
Frönsk verndarstefna
Ekkert er við það að athuga að
haft sé uppi landamæraeftirlit.
Aldrei hefur verið um það samið
við ESB að afnema það. Ekkert er
heldur að því að fylgst sé með því
að allar heilbrigðiskröfur hafi verið
uppfylltar. Samkomulag var um það
milli EFTA-ríkjanna og ESB, þegar
EES samningurinn var gerður, að
gagnkvæm viðurkenning heilbrigð-
isvottorða mundi frestast fram yfir
gildistöku EES samningsins sjálfs,
svo að eftirlitsstofnun EFTA gæfist
ráðrúm til þess að taka út heilbrigði-
seftirlit. Ekki var hægt að sam-
þykkja gagnkvæma viðurkenningu
vottorða á svæðinu fyrr en gengið
hafði verið úr skugga um að eftirlit
sé samræmt alls staðar á svæðinu.
íslendingar hafa skilað sínum gögn-
um um eftirlitskerfi hér á landi. En
það breytir ekki því að kerfið í heild
kemst ekki til framkvæmda fyrr en
1. júlí. Það er því ekki fyrr en þá
sem íslensk heilbrigðisvottorð verða
að fullu viðurkennd en jafnvel eftir
það verður Ieyft að taka slembisýni
til öryggis. Engin ástæða er til þess
að hafa áhyggjur af því. Strangt
heilbrigðiseftirlit er okkur síður en
svo á móti skapi.
Hvorki Iandamæraeftirlit né heil-
brigðisskoðanir bijóta í bága við
EES samninginn. Það sem er hins
vegar að okkar mati skýlaust brot
á honum er það innflutningsbann,
sem í raun er framkvæmt með mis-
beitingu þessa eftirlits. Það er á
þeim forsendum sem við höfum tek-
ið málið upp við frönsk stjórnvöld.
Þannig höfum við sett málið fram
gagnvart framkvæmdastjórn ESB.
Engin efnisleg rök hafa verið sett
fram um að lífi og heilsu fólks í
Frakklandi stafi hætta af íslenskum
sjávarafurðum. Þvert á móti njóta
þær viðurkenningar þar sem gæða-
vara. Innflutningshindranirnar
byggjast því eingöngu á forsendum
byggðastefnu og þeim sjónarmiðum
að vemda beri franska sjómenn frá
erlendri samkeppni. Það innflutn-
ingsbann sem Frakkar ekki fengu
samþykkt af Evrópusambandinu
hafa þeir endurnefnt og framfylgja
því í nafni heilbrigðisreglugerða.
Ef við lítum í eigin barm og setjum
orðið bændur (í staðinn fyrir sjó-
menn) þá ættu menn að kannast
við ættarmótið á þessari hugmynda-
fræði. Hún heitir verndarstefna.
Aðgerðir íslenskra stjórnvalda
íslenskur utanríkisráðherra hefur
ekki boðvald yfir frönskum tollþjón-
um. Hótanir um gagnaðgerðir
hljóma hjáróma þegar litið er á
vægi íslands í utanríkisviðskiptum
Frakklands. Frakkar hafa látið hót-
Um hvað snýst búvöru
Athugasemdir við grein Þrastar Ólafssonar
cftir Árníi M.
Mathiesen
Síðastliðinn laugardag ritar
Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður
utanríkisráðherraj grein í miðopnu
Morgunblaðsins. I grein sinni reynir
Þröstur að skýra hina svokölluðu
búvörulagadeilu og það ekki að
ástæðulausu. Á Þröstur þakkir
skildar fyrir að leggja út í þetta
verk, því það er ekki auðvelt eins
og marka má af fréttum síðustu
vikna. Því miður tekst Þresti ekki
nægjanlega vel til í útskýringum
sínum og sé ég ástæðu til þess að
reyna að bæta um betur.
Búvörudeilan snýst ekki um:
— stefnuna í landbúnaðarmál-
um, hvorki með tilliti til GATT né
búvörusamnings. Þessi stefna hefur
verið mörkuð og fullt samkomulag
um hana á milli stjórnarflokkanna
eins og Þröstur segir í sinni grein.
Þetta er hins vegar svo mikið grund-
vallaratriði að ég tel ástæðu til þess
að taka undir með Þresti hvað þetta
varðar.
— viðskiptastefnu eða lífskjör.
Allar breytingar sem lagðar hafa
verið til á búvörulögunum hafa haft
þann tilgang að gera okkur kleift
að uppfylla skuldbindingar okkar
gagnvart fríverslunar- og milliríkja-
samningum. Deilan hefur heldur
ekki snúist um það hversu há verð-
jöfnunargjöld (price compensation,
variable duty) eða verndartollar
(custom) ættu að vera, heldur um
það hvernig á að reikna þau út og
hversu há þau mega hæst vera til
þess að uppfylla skilyrði stjórnar-
skrárinnar um framsal til fram-
kvæmdavaldsins á valdi til gjald-
töku. Ríkisstjórnin þarf hins vegar
að ræða og marka sér stefnu hvað
varðar álagingu gjalda á innfluttar
landbúnaðarafurðir.
Búvörudeilan snýst um:
— forræði ráðuneyta og skil-
greiningu á landbúnaðarafurðum.
Deilan snýst um hvaða ráðuneyti á
að fara með forræði við álagningu
gjalda á innfluttar landbúnaðaraf-
urðir, þ.e. landbúnaðarráðuneytið
eða íjármálaráðuneytið (tollalög).
„Eg tel að það fari best
á því að þetta vald sé í
fjármálaráðuneytinu en
ég get vegna þeirra
breyttu aðstæðna sem
við sjáum fram á í land-
búnaði og þeirrar tor-
tryggni sem gætir meðal
bænda vegna þessa fellt
mig við það að hluti
þessa valds sé í landbún-
aðarráðuneytinu.“
Ég tel að það fari best á því að
þetta vald sé í fjármálaráðuneytinu
en ég get vegna þeirra breyttu að-
stæðna sem við sjáum fram á í land-
búnaði og þeirrar tortryggni sem
gætir meðal bænda vegna þessa
fellt mig við það að hluti þessa valds
sé í landbúnaðarráðuneytinu. Miðað
við þá framkvæmd að nefnd sem
þijú ráðuneyti eiga aðild að mun
fjalla um upphæð verðjöfnunar-