Morgunblaðið - 02.03.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
23
tarstefna
19931 I
1994M
Fiskiðnaður
Iðnaður , J!
-335
BvggingaraartS™i-17°S
Vísbendingar um
eftirspurn eftir vinnuafli
í helstu atvinnugreinum
»janúar 1993 og 1994
Verslunog -280 C
veitingastaðir
-160
Samgöngur
Sjúkrahúsrekstur _5 P
30
SAMTALS
-9101
Önnur þjónustustarfsemi _i eo'
■130 I
Atvinnurekendur vilja fækka starfs-
fólki í öllum atvinnugreinum
Spáð að 7.000
manns verði
atvinnulausir
ATVINNUREKENDUR telja þörf á að fækka starfsfólki í öllum at-
vinnugreinum, samkvæmt niðurstöðum atvinnukönnunar Þjóðahags-
stofnunar, en þörf á fækkun í einstökum atvinnugreinum hefur breyst
nokkuð frá síðustu könnun. í frétt -Þjóðhagsstofnunar segir að flest
bendi til þess að störfum fjölgi ekki á þessu ári og að um sjö þúsund
manns verði atvinnulaus að staðaldri á árinu eða um 5,5% af mann-
afla á vinnumarkaði. Áætlanir atvinnurekenda benda til að framboð
sumarstarfa verði svipað og í fyrra.
anir Bandaríkjamanna sem vind um
eyrun þjóta. Aðgerðum íslenskra
stjórnvalda eru því nokkur takmörk
sett.
Án EES samningsins hefði ekki
verið á annað að treysta en velvilja
Frakka. Ekki hef ég reynt Frakka
að öðru en því að bera til okkar
góðan hug. En jákvætt hugarfar til
fjarlægrar þjóðar fer fyrir lítið þeg-
ar innanríkisvandi brennur á stjórn-
völdum. Þá er betra að hafa samn-
ingsskuldbindingar að vísa til.
Ákvæði EES samningsins skapa
þann vettvang sem nauðsynlegur
er til þess að sækja málið og afla
bandamanna í baráttunni við þessar
aðgerðir. Framkvæmdastjórn ESB
hefur þegar sýnt vilja sinn til þess
að tempra aðgerðir Frakka t.d. þeg-
ar Frakkar settu fyrir hennar til-
stilli EFTA löndin inn á lista þeirra
landa, sem flytja mættu fisk inn til
Frakklands. Hún getur enn sem
eftirlitsaðili með Frökkum reynst
okkur notadijúgur bandamaður.
Skaðabætur
Þegar framkvæmdastjórn kynnti
ákvörðun sína um lágmarksverð á
fundi í febrúar bar íslenska sendi-
nefndin fram harðorð mótmæli gegn
innflutningstakmörkunum Frakka
og áskildi sér allan rétt til þess að
fara fram á skaðabæturvegna áorð-
ins tjóns. Einnig var þess krafist
að boðað yrði til sérstaks fundar
sameiginlegu EES nefndarinnar til
þess að taka á málinu. Sá fundur
var haldinn 1. þ.m. Framkvæmda-
stjórn gerði þar hvorki tilraun til
að verja aðgerðir Frakka né for-
dæma þær. Af íslands hálfu var þar
tekið fram að málið væri svo alvar-
legt, að ástæða væri til þess að
boða til ráðherrafundar allra EES-
ríkja ef engin úrbót fengist.
Sendiherra íslands í Brussel hef-
ur gengið á fund æðstu manna
framkvæmdastjórnar til þess að
skýra málstað íslands og gögnum
hefur verið dreift til allra aðildar-
ríkja EES samningsins. í París hef-
ur sendifulltrúi íslands ekki aðeins
sótt málið gagnvart þeim ráðuneyt-
um, sem málið varðar, heldur einnig
leitað til hagsmunasamtaka í fisk-
iðnaði sem eiga mikið undir því að
viðskipti haldist greið sem og til
þeirra sveitarfélaga sem byggja á
fiskinnflutningi. Hér í Reykjavík
hefur sendiherra Frakklands þríveg-
ideilan?
gjalda áður en ráðherra ákveður
gjöldin og málið fer fyrir ríkisstjórn
ef ágreiningur er í nefndinni tel ég
að ekki skipti mestu máli hvar for-
ræðið er staðsett í stjórnarráðinu,
heldur skiptir mestu máli hvernig
við skilgreinum landbúnaðarafurðir
og þar með valdsvið búvörulaganna.
Um þetta atriði hefur verið mikið
ijallað í fjölmiðlum, oftast á mis-
skilningi byggt, og er fjarri lagi að
þar hafi stjórnarflokkarnir tekist
sérstaklega á. Það hefur hins vegar
verið reynt að ná niðurstöðu um það
hvaða vörur væri eðlilegt að skil-
greina sem landbúnaðarvörur. Góð
sátt virðist nú hafa náðst um þenn-
an mikilvæga þátt.
— stjórnarhætti og orðalag á
lagatexta. Deilan hefur snúist um
það hvernig lögin eigi að marka
stjórnsýslunni ramma. Allar tillögur
sem unnið hefur verið með í land-
búnaðarnefnd hafa gengið í þá átt
að stjórnarhættir séu byggðir á
skýrum lögum en ekki á geðþótta
eða úrskurðum einstakra ráðherra.
Hæstaréttardómurinn sem féll í síð-
asta mánuði gerir það enn brýnna
en áður að lagatextar séu skýrir en
pólitískar deilur ekki leystar með
loðnum lagatexta. Ég fullyrði að
Jón Baldvin Hannibalsson
„Frönsk stjórnvöld kom-
ust þá greinilega að
þeirri niðurstöðu að út-
látaminnstu aðgerðirn-
ar og þær sem líklegast-
ar væru til að friða sjó-
menn fælust í því að
grípa til aðgerða gegn
innflutningi, enda segir
franskt máltæki (frjáls-
lega þýtt) að í fjarlægð
hafi enginn á réttu að
standa.“
is verið kallaður fyrir og ég hef
afhent honum bréf til starfsbróður
míns í Frakklandi, Alains Juppé.
Ohætt er að segja að ekkert tæki-
færi hafi verið ónotað til að afla
málstað okkar skilnings og fá aðra
samningsaðila á okkar band. Allt
hefur þetta starf verið unnið í sam-
ráði við stærstu útflutningsfyrir-
tækin.
Hvað er framundan?
Frakklandsmarkaður hefur á
undanförnum árum tekið við um
10% af öllum útflutningi íslendinga.
íslenskar vörur hafa áunnið sér þar
þegnrétt sem ekki kemur til greina
að afsala sér. Misbeiting sú á heil-
Árni M. Mathiesen
þær tillögur sem nú liggja fyrir af
hálfu sjálfstæðismanna og alþýðu-
flokksmanna í nefndinni gera lögin
mun skýrari en lögin frá því í desem-
ber eru og styrkja þannig stöðu
innflytjenda og neytenda.
Vandi bænda og neytenda
Vandi bænda og neytenda í land-
búnaðarmálum á sér langa sögu eða
allt aftur til kreppuáranna fyrir
rúmum 60 árum. Þar hafa mönnum
brigðiseftirliti sem viðgengist hefur
nú um sinn er tímabundið fyrir-
bæri. Ég er þess fullviss að frönsk
stjórnvöld hverfi að lokum frá villu
síns vegar, vegna samningsskuld-
bindinga sinna, vegna hagsmuna
eigin fiskvinnslu og síðast en ekki
síst vegna þess að vandi sjávarút-
vegs þar verður ekki leystur með
verndarstefnu og einangrun. Ef að
líkum lætur léttir á þrýstingi á
mörkuðum þegar líða tekur á árið.
Rétt eins og ekki var tilkynnt opin-
berlega né formlega þegar innflutn-
ingstakmarkanirnar hófust mun
ekki vera blásið í lúðra þegar þær
hverfa.
En undirbúa verður nú jarðveginn
til þess að tryggja að sama staða
komi ekki upp að ári, í aðdraganda
frönsku forsetakosninganna. Við
eigum heimtingu á því að fá fríð-
indameðferð á Frakklandsmarkaði,
greiðari aðgang en aðilar utan Evr-
ópska efnahagssvæðisins. En á
móti er ekki nema sjálfsagt að
leggja nokkuð á sig til að sýna
frönskum embættismönnum fram á
að öll framkvæmd hér á landi, hvort
sem er við heilbrigðiseftirlit, útgáfu
upprunavottorða eða frágang toll-
skjala sé óaðfinnanleg. Eg hef því
lagt til við frönsk stjórnvöld að efnt
verði til embættismannaviðræðna
um þessi mál svo öllum mögulegum
misskilningi verði eytt.
Byrjunarerfiðleikar
Enginn samningur er án sinna
byrjunarörðugleika, síst af öllu jafn-
viðamikill samningur og EES samn-
ingurinn. Það stendur Alþingi nærri
að viðurkenna að í vissum tilfellum
getur verið erfitt t.d. að ganga frá
þeirri löggjöf, sem nauðsynleg er
til þess að hægt sé að uppfylla
samningsskuldbindingar. Énn
lengri tíma getur tekið áður en
samningurinn er svo samgróinn
hugsunarhætti stjórnvalda að engar
aðgerðir þeirra bijóti í bága við
hann. Þannig höfðu tollyfii-völd inn-
an ESB ekki frá byijun fengið nauð-
synleg fyrirmæli til tollafgreiðslu
frá fyrsta degi skv. EES reglum.
Ekki voru allar skrifstofur ESB
landa sem sjá um atvinnu- og dval-
arleyfi með tilbúnar reglur EES frá
fyrsta degi. Þetta er nú meira og
minna komið í lag. Það mun einnig
taka einhvern tíma áður en það síast
inn í t.d. franska stjórnmálamenn,
hvar mörkin liggi þegar gripið er
til neyðaraðgerða. En til þess eru
stofnanir EES að leiða samningsað-
ilum fyrir sjónir að þeir verði að
halda samninga.
Höfundur er utanríkisráðherra og
formaður Alþýðuflokksins -
Jafnaðarmannaflokks íslands.
orðið á mörg mistök, sem við erum
að reyna að leiðrétta núna. Alþýðu-
flokkurinn hefur átt hlut að þessum
málum, ekkert síður en aðrir flokk-
ar, og jafnvel má færa rök fyrir því
að hann eigi meiri sök en aðrir, því
miklu veldur sá er upphafinu veld-
ur. Það var Alþýðuflokkurinn sem
studdi Framsóknarflokkinn til for-
ystu í íslenskum stjórnmálum þegar
grunnurinn var lagður að landbún-
aðarstjórnkerfinu.
Tortryggni bænda og neytenda
Stór hluti vandans sem við stönd-
um frammi fyrir í þessu máli er
tortryggni bænda gagnvart breyt-
ingum. Sá vandi verður ekki leystur
nema með víðtækri umræðu um
hvaða áhrif þær breytingar sem við
sjáum fram á hafa á landbúnað og
bændur. Umræðan þarf að vera í
anda þess sem rætt er um í Reykja-
víkurbréfi síðastliðinn sunnudag,
sem er að aukið fijálsræði í landbún-
aði og aukin samkeppni styrkir inn-
lendan landbúnað en veikir hann
ekki. Stöðug upphlaup í málefnum
landbúnaðarins grafa hins vegar
undan sameiginlegri stefnu
stjórnarflokkanna og ala á tor-
tryggni bænda í garð ríkisstjórnar-
innar og tortryggni neytenda í garð
bænda.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í
Reykjaneskjördæmi.
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar töldu atvinnurekendur
æskilegt að fækka starfsfólki um
850 manns í janúar en það svarar
til um 1,1% af þeim fjölda sem könn-
unin nær til. Þetta er vilji til meiri
fækkunar en kom fram í síðustu
könnun sem gerð var í september,
en mjög svipað og var á sama tíma
á síðasta ári. Á höfuðborgarsvæðinu
vilja atvinnurekendur fækka um
570 manns og á landsbyggðinni um
280 manns, Þetta er verri útkoma
á landsbyggðinni en var í september
og stafar afturkippurinn af minna
framboði starfa í fiskvinnslu og iðn-
aði.
Minni fækkun í þjónustu
Könnunin náði til 250 fyrirtækja
í öllum atvinnugreinum nema fisk-
veiðum, landbúnaði og opinberri
þjónustu að undanskildum sjúkra-
húsum og bárust svör frá 228.
Umsvif þessara fyrirtækja eru um
35% af umsvifum í atvinnugreinun-
um sem taka yfir um 75% af allri
atvinnustarfsemi í landinu. At-
vinnurekendur í þjónustu vilja nú
fækka um 160 manns eða um 0,7%
í greininni sem er umtalsvert minna
en í síðustu tveimur könnunum.
Menn vildu fækka um 190 manns
á höfuðborgarsvæðinu en fjölga um
30 manns á landsbyggðinni. Aftur
á móti er meiri vilji til fækkunar í
iðnaði en verið hefur. Þar eru óskir
um fækkun um 335 manns sem
jafngildir 2,9% af mannafla, en áð
frátöldum málm- og skipasmíðaiðn-
aði er ekki meiri vilji til fækkunar
en verið hefur.
í fiskiðnaði var vilji til fækkunar
um 40 manns og í byggingarstarf-
semi var vilji til að fækka um 120
manns, þar af 70 á höfuðborgar-
svæðinu og 50 á landsbyggðinni,
sem er svipað og var í síðustu könn-
un. I verslun og veitingastarfsemi
var vilji til fækkunar um 160 manns
eða urn 1,1% af mannafla í grein-
inni. Í september vildu atvinnurek-
endur fækka um 80, en fyrir ári
vildu þeir fækka um 280 manns. í
samgöngum var vilji til fækkunar
um 30 manns og á sjúkrahúsum var
vilji til að halda starfsmannafjölda
óbreyttum.
Stjórn Fiskveiðasjóðs
A
Oskað eftir sam-
vinnu við ráðherra
STJÓRN Fiskveiðasjóðs sendi í gær Þorsteini Pálssyni, sjávarút-
vegsráðherra, og Sighvati Björgvinssyni, iðnaðarráðherra og
viðskiptaráðherra, símbréf þar sem óskað var eftir samstarfi við
ráðuneytin til að efla íslenskan skipasmíðaiðnað.
Að sögn Más Elíssonar, forstjóra
sjóðsins, komst stjórn hans að þess-
ari niðurstöðu á fundi sínum í
gær. Hann sagði að stjórnin gerði
sér grein fyrir því að mjög óæski-
legt væri ef íslenskur skipasmíða-
iðnaður legðist af, því hefði hún
óskað eftir samstarfi við sjávarút-
vegsráðherra og iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, undir forystu hins
fyrrnefnda, um eflingu íslensks
skipasmíðaiðnaðar.
Már sagði að stjórn sjóðsins
væri þeirrar skoðunar að óheppi-
legt væri að hann einn hætti að
lána fé til endurbóta og smíði á
skipum erlendis að svo stöddu, fleiri
lánastofnanir og sjóðir væru á
markaðinum og yrði að ákveða’
aðgerðir með tilliti til þess.