Morgunblaðið - 02.03.1994, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
27
Markús Örn Antonsson borgarstjóri leggur fram tillögu um átak í atvinnumálum
Allt að 800 millj. til sérstakra
verkefna á vegnm borgarmnar
Um 1.000 einstaklingar yrðu ráðnir af atvinnuleysisskrá í Reykjavík til tímabundinna verkefna
MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri leggur til að ráðist verði í
sérstök átaksverkefni á vegum borgarsjóðs og fyrirtækja borgar-
innar. Gert er ráð fyrir að til þeirra verði varið allt að 800 milljón-
um enda verði reglum um Atvinnuleysistryggingasjóð breytt og
honum gert kleift að styrlga verkefnin um 400 milljónir. Gangi
það eftir verður unnt að ráða um þúsund einstaklinga í 650 til
700 störf í tvo tíl sex mánuði. Er gert ráð fyrir að ráðningar af
atvinnuleysisskrá hefjist í mars hjá borgarsjóði, borgarfyrirtækj-
um og verktökum á þeirra vegum. Þá er gert ráð fyrir að ráðið
verði af atvinnuleysisskrá til afleysinga hjá stofnunum borgarinn-
ar umfram það sem gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun. Er reikn-
að með allt að 200 störfum í átta vikur að jafnaði og er áætlaður
kostnaður 30 milljónir. Loks er gert ráð fyrir að teknar verði að
láni allt að 430 millj. í áföngum til að standa straum af kostnaði
við verkefnin. Tillagan var lögð fram í borgarráði í gær og var
henni vísað til borgarsljórnar.
í tillögu borgarstjóra er lagt til
að borgarstjóm samþykki áskorun
um að ríkisstjómin beiti sér fyrir
að á þessu ári og á næstu tveimur
ámm verði unnið að gerð stofn-
brauta í Reykjavík fyrir 2 til 2,5
milljarða vegna ríkjandi atvinnu-
ástands. Bent er á brýn verkefni
svo sem mislæg gatnamót Suður-
lands- og Vesturlandsvegar, mis-
læg gatnamót Höfðabakka og
Vesturlandsvegar, breikkun Vest-
urlandsvegar, breikkun Miklu-
brautar að Skeiðarvogi, brýr á
Elliðaár og yfir Sæbraut, færslu
Hringbrautar og mislæg gatnamót
Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar.
Loks er lagt til að borgarstjóm
samþykki að beina því til ríkis-
valdsins að veija þeim auknu tekj-
um sem ríkissjóður fær af virðis-
aukaskatti vegna átaksverkefna
sveitarfélaga til nýrra verkefna
sem hafa hvað mesta íjölgun
starfa í för með sér. Virðisauka-
skattur af átaksverkefnum borg-
arinnar er áætlaður um 120 millj.
Atvinnuleysistryggingasjóður
í greinargerð með tillögunni
kemur fram að framlag borgar-
sjóðs til Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs var um 198 millj. árið 1993
en styrkir úr sjóðnum vegna átaks-
verkefna á vegum borgarinnar á
sama tíma verða að líkindum um
40 millj. Á þessu ári verður fram-
lag borgarsjóðs til sjóðsins 238,5
millj.
• Þá segir: „Reylq'avíkurborg hef-
ur tekist á við aðsteðjandi atvinnu-
leysisvanda af þrótti og framsækni
og það hlýtur að teljast eðlileg
krafa að framlög hennar í At-
vinnuleysistryggingasjóð reynist
ekki í meginatriðum hreinn viðbót-
arkostnaður heldur renni til þess
að skapa atvinnulausu fólki í
Reykjavík verðug viðfangsefni."
Um 7.000 manns hafa í einhveiju
formi notið sérstakra úrræða
borgaryfirvalda í atvinnumálum á
síðasta ári auk íjölmargra sem
notið hafa góðs af almennum
framkvæmdaframlögum. Lætur
nærri að á árinu muni allt að 8.000
manns njóta sambærilegra úr-
ræða, nái tillögurnar fram að
ganga.
Gatnaframkvæmdir
Vitnað er til nýútkominnar
skýrslu um arðsemi gatnafram-
kvæmda í Reykjavík, þar sem
bornar eru saman fimm mismun-
andi framkvæmdaleiðir við stofn-
og tengibrautir en verkefnin sem
getið er um í tillögunni eru þau
sömu enda talin álitlegust.
Virk vinnumiðlun
Þá segir að af hálfu borgarinnar
hafi verið lögð áhersla á virka
Höfundur hinna þekktu bóka um Basil fursta kominn í leitirnar
Dani sem samdi undir
mörgum dulnefnum
Sögurnar um Basil voru gefnar út í tugatali hér á landi
LJÓST er orðið hver var höfundur að sakamálasögunum um
Basil fursta og reyndist það vera danskur höfundur að nafni
Niels Meyn. Um árabil hafa menn velt vöngum yfir hver gæti
verið höfundur að Basil fursta en sögurnar um hann eru fyrir
löngu orðnar fágæti fyrir safnara hérlendis. Ásgeir Eggertsson,
Qölmiðlafræðingur, fékk vísbendingu frá íslendingi sem skoðað
hafði sýningu á dönskum glæpabókmenntum í Konunglega bóka-
safninu í Kaupmannahöfn árið 1984 og þóttist þekkja þar hefti
með Basil fursta. Samkvæmt upplýsingum sem Ásgeir aflaði sér
komu út 64 hefti með ævintýrum Basils fursta á árunum 1926-
1927 í Danmörku hjá þremur mismunandi forlögum og er Niels
Meyn að minnsta kosti höfundur fyrstu heftanna. Meyn fæddist
árið 1891 í Kaupmannahöfn og lést árið 1957 í Gentofte.
Basil fursti birtist fyrst í bók á hefti á sambærilegan hátt, þó að
íslensku árið 1939 hjá Sögusafni
heimilanna sem Ámi Ólafsson
stóð að. Talið er að Páll Sveins-
son, barnaskólakennari í Hafnar-
firði, hafí íslenskað Basil fursta
að mestu. Innihélt bókin sex sög-
ur, bók númer tvö kom út 1940
og þriðja bókin árið 1941 og inni-
hélt fímm sögur. í beinu fram-
haldi af þessari útgáfu var farið
að gefa út sérhefti með mynd-
skreyttum kápum, í einum lit að
jafnaði, og innihélt hvert hefti
eina sögu. Fyrsta heftið hét Konu-
ræninginn og er merkt sem fyrsta
hefti í fjórðu bók, og næstu tvö
fjórða bókin kæmi aldrei út. Alls
voru gefín út 52 hefti frá 1941
og til ársins 1947, að því talið er.
í seinasta heftinu sem kom út í
þessari útgáfu, Tvíburasystrun-
um, gekk Basil fursti, sem var
kunnur kvenhatari, í hjónaband
og lauk ævintýrum hans að því
loknu.
Kringum 1960 kom út þriðja
útgáfan af Basil fursta, og var
um að ræða endurprentun á sömu
heftum og voru í bókunum annars
vegar og hins vegar nokkrum
lausum heftum, alls 23—24 hefti.
Bláa þokan var fyrsta heftið af
þeirri útgáfu og Gulldúfan númer
23. Síðan voru endurprentuð
kringum 1970 tvö hefti af Basil
fursta í nútímalegri útgáfu og eru
þau almennt ekki hátt skrifuð af
sönnum Basil fursta aðdáendum.
Ótal dulnefni
Að sögn Ásgeirs samdi Niels
Meyn fjöldann allan af alþýðubók-
menntum í sama dúr og Basil
fursta, ásamt bamabókum og
dýrasögum, skáldsögum, smásög-
um og skrifaði jafnframt í blöð
og tímarit. Ásgeir segir að í
danska rithöfundatalinu séu 142
bækur eftir Meyn taldar upp, að
meðtöldum þýðingum á erlend
tungumál. „Um tíma starfaði
Meyn sem bókavörður á bókasafni
dagblaðsins Politiken, eftir enda-
sleppt nám í efnafræði. Skrifaði
hann fyrstu sögu sína 19 ára
gamall og birtist hún í tímaritinu
Hjemmet árið 1910. Eignaði hann
sér gjaman Stælingar og þýðingar
sínar á erlendum reyfurum því
greiðslur fyrir frumsamin skrif
voru hærri en fyrir þýðingar,"
segir Ásgeir. Hann segir að Meyn
Landflótta fursti
HEFTIN um Basil fursta báru
ætíð æsilegar myndir á forsíðu
í samræmi við efnisþráð, auk
þess sem Basil birtist þar sjálf-
ur með einglyrni og afturkembt
hár. Ýjað var að því í heftunum
að Basil væri rússneskur aðals-
maður, jafnvel náskyldur keis-
aranum, sem yfirgefið hefði
föðurland sitt eftir byltinguna
1917.
hafí notað ótal dulnefni á ferli
sínum, s.s. Charles Bristol, Anne
Lykke, George Griffíth, Harold
Chester, Rex Nelson, David
Gartner og Gustav Hardner, auk
þess að senda frá sér efni þar sem
höfundar var ekki getið, en sú var
raunin með Basil fursta.
vinnumiðlun og að starfsemi
Ráðningastofu Reykjavíkurborgar
hafí nýlega verið tölvuvædd. Um
leið og flutt verður í nýtt húsnæði
við Engjateig 11 muni heiti henn-
ar verða breytt og hún framvegis
nefnd Vinnumiðlun Reykjavíkur-
borgar.
Með flutningnum skapist skil-
yrði fyrir bættri þjónustu við at-
vinnulausa, einkum á sviði vinnu-
miðlunar, atvinnu- og námsráð-
gjafar.
Aukið álag
Til marks um aukið álag hjá
Ráðningastofunni er bent á að á
sama tíma fyrir þremur árum voru
innan við 700 manns skráð at-
vinnulaus í borginni. Að morgni
28. febrúar 1994 voru 3.340 á"
skrá, þar af voru 3.059 á bótum.
Höfðu 632 verið á skrá í þijár
vikur eða skemur og 2.032 í 12
vikur eða skemur, 3.100 í 38 vikur
eða skemur en 239 höfðu verið
lengur en 38 vikur á atvinnuleysis-
skrá. Flestir eða 2.896 óska eftir
fullri vinnu en 369 vildu hluta-
starf. Rösklega þriðjungur karla
og rúmur helmingur kvenna voru
í hjónabandi eða sambúð en 824
voru einhleypir með böm á fram-
færi, þar af 522 konur.
Engin nýmæli
í lokaorðum tilögunnar segir að
í tillögunni sé miðað við að veita
sem flestum atvinnulausum tíma-
bundin úrræði í störfum á vegum
borgarinnar. Ljóst sé að ekki sé
fítjað upp á nýmælum um varan-
lega atvinnusköpun til framtíðar.
Henni verði ekki koniið á nema
með löngu undirbúningsstarfí í
samvinnu við atvinnureksturinn í
borginni. „Því hlutverki er Aflvaka
Reykjavíkur hf. ætlað að gegna
fyrir hönd borgarinnar og eru nú
þegar ýmis verkefni til meðferðar
á vegum Aflvaka í því skyni," seg- -
ir enn fremur.
Loks er bent á að tillögur þær
sem hér um ræði taki á brýnum
vanda einstaklinga og fjölskyldna
í þeirri vissu að sérhvert starf sem
unnt verði að bjóða fólki á atvinnu-
leysisskrá um lengri eða skemmri
tíma, geri það að þátttakendum á
atvinnumarkaðinum á nýjan leik
og veiti þá tilbreytingu og félags-
lega hvatningu sem þörf sé á.
Þingflokkur Alþýðuflokksins mótmælir frétt í DV
Einhugur í þingflokknum
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi ályktun:
„Vegna rangs fréttafiutnings DV
í dag af afstöðu þingflokks Alþýðu-
flokksins til deilu stjórnarflokkanna
um búvörulögin vill þingflokkurinn
taka fram eftirfarandi:
Þingflokkurinn var einróma í
þeirri afstöðu að hafa algjörlega
tillögu formanns landbúnaðar-
nefndar til breytinga á búvörulaga-
frumvarpi ríkisstjórnarinnar. s
Þingflokkurinn hefur staðið á
bak við málflutning formanns Al-
þýðuflokks og stutt hann. Enda
hefur hann fiutt sjónarmið þing-
flokksins í málinu.
Þingflokkurinn lýsir ánægju með
málalok sem hann telur að sé í sam-
ræmi við afstöðu þingflokksins og
upphaflegt samkomulag stjórnar-
flokkanna.
Fullur einhugur hefur ríkt frá
fyrstu tíð í þingflokki Alþýðufíokks-
ins um afstöðuna til búvörulaga-
breytinganna og fullyrðingar um
hið gagnstæða eru ósannar.
Samþykkt einróma:
F.h. þingflokks Alþýðuflokksins
Birgir Dýrfjörð, þinglóðs.
Sigurður Tómas Björgvinsson,
framk væmd astj óri. „
KRIPALUJOGA
Framhaldsnámskeið hefst 7 mars.
Kennt ó mánud. og mið. kl. 16.30
til 18. Farið dýpra í jóga og öndun.
Kennari: Helga Mogensen.
Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19).
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans! y
Við blöndum
litinn...
DU PONT bflalakk notað af
fagmönnum um land allt.
Er bfllinn þinn
gijótbarinn eða
rispaður ?
DU PONT lakk
á úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
Faxafeni 12. Sími 38 000