Morgunblaðið - 02.03.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
29
Gunnar Pétur Lár-
usson - Minning
Fæddur 16. september 1907
Dáinn 19. febrúar 1994
Gunnar Pétur Lárusson var fædd-
ur 16. september 1907 í Miðhvammi
í Dýrafirði. Foreldrar hans voru hjón-
in Guðrún Helga Kristjánsdóttir og
Lárus Ágúst Einarsson en þau eign-
uðust alls 12 böm. Eftirlifandi af
þeim stóra systkinahópi eru Rann-
veig Lára, Kristján Ágúst og Svein-
borg. Gunnar minntist uppvaxtarára
sinna í Hvammi með mikilli hlýju.
Heimilið var mannmargt og marga
munna þurfti að metta en aldrei
skorti þó mat. Sjávarfang var nýtt
og búskapur stundaður. Gunnar var
aðeins 14 ára þegar hann byijaði að
sækja sjóinn og var þá á sumrin á
svokölluðum kútterum. Fjölmennt
var í Hvammi á þessum árum en þar
voru sex ábúendur allir með stórar
íjölskyldur og því mikið um að vera,
líf og íjör.
23 ára gamall kom Gunnar fyrst
til Reykjavíkur og réðst á bát en síð-
an á togara. Hann vann á togurum
í flölda ára, og.sigldi m.a. til er-
lendra hafna öll stríðsárin, sem var
mikið hættuspil. Hann talaði oft um
þrældóminn og vinnuhörkuna á tog-
urunum í þá daga, en áður en vöku-
lögin tóku gildi var unnið svo lengi
sem stætt var. Seinna réðst Gunnar
á Gullfoss, sem þá var nýtt og glæsi-
legt skip, og vann þar í 12 ár. Hann
ræddi oft um að árin hans á Gull-
fossi hefðu verið þau bestu af sjó-
mannsferli hans, skipið nýtt og
glæsilegt, vinnan léttari og andrúms-
loftið um borð hlaðið spennu og
ævintýrum. Gunnar hafði alla tíð
brennándi áhuga á öllu sem viðkom
sjósókn og sjómennsku og fylgdist
vel með á þeim vettvangi.
Gunnar kvæntist 9. ágúst 1959
Sigurlaugu Sigurðardóttur frá Vest-
mannaeyjum. Þau voru þá bæði á
besta aldri, hann 52 ára og hún 45
Fæddur 24. desember 1906
Dáinn 19. febrúar 1994
Tengdafaðir minn, Eggert
Sveinsson, andaðist laugardags-
kvöldið 19. febrúar sl. og langar
mig að kveðja hann og minnast
hans með nokkrum orðum.
Eggert lagðist inn á Landspítal-
ann 21. janúar og vonuðumst við
aðstandendur hans til að hann
mundi brátt koma heim aftur hress
og glaður eins og áður hafði verið,
þegar hann hafði þurft að leggjast
á spítala um stundarsakir. En nú
kom brátt í jjps, að hér var um
mjög alvarleg veikindi að ræða og
átti Eggert ekki afturkvæmt af spít-
alanum.
Eggert Sveinsson var fæddur á
aðfangadag, 24. desember, árið
1906 á Hálsi í Grundarfirði. Háls
stendur undir Kirkjufellinu og þeir,
sem til þekkja þar um slóðir, vita
að Kirkjufell er eitt fegursta fjall á
Islandi. Svo er Mýrarhyrnan og
Helgrindur á hina hliðina, svo að
umgjörð æskustöðva Eggerts var
hrikaleg og fögur.
Foreldrar Eggerts voru sæmdar-
hjónin Sveinn Sveinsson og Guðný
Anna Eggertsdóttir. Sveinn var
fæddur á Vörðufelli á Skógarströnd
og var hann búfræðingur frá
Ólafsdal. Guðný Anna var fædd í
Miðgörðum í Kolbeinsstaðahreppi.
Böm þeirra hjóna voru Jón, Vil-
borg, Hallgrímur, Ingibjörg, Eggert,
Bárður og Kristján og em þau nú
öll látin. Systkinin frá Hálsi vora
öll hið vænsta fólk, falleg og mynd-
arleg og þeir bræðumir annálaðir
fyrir hugrekki í klettum og fjöllum.
Eggert var þar enginn eftirbátur.
Hann var snemma fimur og kraft-
mikill og óhræddur í fjallgöngum
ára. Sigurlaug átti fyrir uppkominn
son, Sigurð Pálmar Gíslason, sem
kvæntur er undirritaðri. Foreldrar
Sigurlaugar vora Sigurður Sverris-
son og Sesselja Guðmundsdóttir, en
þau bjuggu lengi á Laugvegi 27B í
Reykjavík.
Gunnar og Lauga stofnuðu heim-
ili sitt á Guðrúnargötu 4, og þar
bjuggu þau allt til þessa dags. Á
þeim áram sem Gunnar vann á Gull-
fossi hafði hann unun af að kaupa
erlendis húsgögn og fallega hluti til
heimilisins enda er heimili þeirra ein-
staklega fallegt og hlýlegt. Þar undu
þau sér vel og vildu helst hvergi
annars staðar vera. Gunnar var höfð-
ingi heim að sækja og rausnarlegur.
Þegar taka átti á móti gestum var
í engu til sparað og ekkert nógu
gott handa gestunum.
Gunnari varð ekki bama auðið,
en gran hef ég um að hans heitasta
ósk hafi verið að eignast eigin börn.
Hann var einstaklega bamgóður
maður og laðaði að sér böm hvar
sem hann kom. Þegar bömin okkar,
Helga og Gunnar, komu til sögunnar
urðu þau strax afabömin hans. Hann
vakti yfir velferð þeirra og vildi allt
fyrir þau gera, enda dvöldu þau löng-
um stundum á Guðrúnargötunni í
pössun hjá ömmu Laugu og þá var
nú afi í essinu sínu.
Böm Guðrúnar Helgu Hagalíns-
dóttur, systurdóttur hans, voru hon-
um líka einkar kær, enda heitir ann-
ar sonur Guðrúnar, Gunnar, í höfuð-
ið á frænda sínum.
Eftir að Gunnar hætti á Gullfossi
og kom í land vann hann ýmiskonar
störf sem til féllu þvi að iðjulaus gat
hann ekki verið eins og svo margir
af hans kynslóð. Hann vann við neta-
gerð, fiskvinnslu, og rak eigin fisk-
búð um tíma, en það var drauma-
starfið hans að reka eigin fiskbúð.
En aldurinn færðist yfir og líkamlegt
þrek leyfði ekki lengur slíka hörku-
og fór þangað, sem fáir aðrir fóm,
svo sem til að bjarga kindum úr
sjálfheldu úr Mýrarhymu og var
hann þá látinn síga niður í kaðli á
syllur og þetta fór enginn, nema
Eggert. Mörgum sinnum kleif hann
Kirkjufellið og fór létt með að þjóta
þar upp.
Eggert fór ungur að vinna og var
m.a. á sjó með föður sínum. Hann
var alla tíð vinnufús og hörkudug-
legur og vandvirkur.
Um 1930 kom ung stúlka vestan
af ísafirði til Grandarfjarðar. Það
var Helga Ágústa Halldórsdóttir.
Þau Eggert kynntust þar og felldu
hugi saman og stofnuðu upp frá því
heimili í Reykjavík. Þau vora sérlega
falleg og glæsileg hjón. Böm þeirra
era Halldór, Sigurður, Guðný,
Salóme, Sveindís og Ásgeir. Eggert
og Helga slitu samvistir.
Seinni kona Eggerts var Marsilía
Kristinsdóttir. Þeirra böm era Egg-
ert, Ómar, Kristín og Sveinn. Egg-
ert og Marsilía slitu samvistir.
Eggert átti 14 bamaböm og 14
langafaböm og hann var orðinn
langalangafi tveggja barna.
Hér í Reykjavík lagði Eggert
stund á nám í járnsmíðum I Vél-
smiðjunni Héðni og var jafnframt í
Iðnskólanum. Hann lagði sig sér-
staklega eftir málmsteypu og vann
við þau störf um nokkurt skeið og
stofnaði þá sitt eigið fyrirtæki í
þessari grein og nefndi Málmsteypu
Eggerts Sveinssonar.
Þetta var erfið vinna og reyndi
mjög á og svo fór að lokum, að
Eggert hætti vinnu við málmsteypu
vegna veikinda í baki.
Upp frá því fór Eggert til sjós
og starfaði þá oftast sem mat-
sveinn. Á þeim árum, sem hann var
til sjós lenti hann þrisvar í sjávar-
vinnu og hann varð að leggja störfin
á hilluna. Hann átti við vanheilsu
að stríða síðustu árin en konan hans,
hún Lauga, annaðist hann af ein-
stakri umhyggju og samviskusemi.
Hann sagði oft þegar heilsufar hans
bar á góma: „Það er von að þessi
skrokkur gefi sig eftir allan þræl-
dóminn á langri ævi.“
Ég kveð Gunnar Lárasson með
kæra þakklæti fyrir allt það sem
hann var mér og fjölskyidu minni.
Kristín Eiriksdóttir.
Elsku afi okkar er dáinn. Hann
fékk loksins hvfldina eftir langvar-
andi og erfið veikindi, sérstaklega
vora síðustu vikumar honum erfiðar.
Við eigum margar góðar minning-
ar um hann afa. Hann var sérstak-
lega barngóður maður og nutum við
þess í ríkum mæli að vera heima hjá
ömmu og afa á Guðrúnargötu.
Fyrstu minningamar tengjast því
þegar afi var háseti á Gullfossi og
við fóram að taka á móti honum
þegar skipið kom að landi úr sigling-
um til fjarlægra landa. Fengum við
þá stundum að kíkja inn í þann ævin-
týraheim sem Gullfoss var og í leið-
inni nutum við góðs af gestrisni og
góðmennsku afa sem naut sín við
að sýna allt það sem fyrir augum
bar. Þegar afi hætti á Gullfossi keypti
hann fiskbúð og fóram við oft að
heimsækja hann þangað til þess að
fá að sitja bakvið og horfa á hann
með stóra svuntuna og í vaðstígvél-
unum pakkandi fiski inn í gömul
dagblöð. Seinna seldi hann fiskbúð-
ina og fór að vinna hin ýmsu störf.
Þegar aldurinn færðist yfir þurfti
hann að hægja á sér og hætta að
vinna og fannst honum það erfitt
enda vanur því allt sitt líf að vinna
hörðum höndum og hafa alltaf eitt-
hvað fyrir stafni.
En afí hélt alltaf sínu striki og
alltaf var jafn gaman og gott að
koma til ömmu og afa. Sagði hann
okkur gjaman sögur frá gamalli tíð
og t.d. hvernig það var að alast upp
einn af 12 systkinum í torfbæ vestur
í Dýrafirði og fannst okkur það allt-
af mjög áhugavert. Afi hafði sjó-
mannsblóð í æðum og hafði hann
því mjög gaman að segja ókkur sög-
háska, en mikil blessun hvíldi yfir
hohum og bjargaðist hann alltaf
giftusamlega.
Eftir að hann hætti á sjónum hóf
hann störf hjá Álímingum og vann
við að líma bremsuborða á bremsuk-
lossa og ávann sér miklar vinsældir
meðal viðskiptavina fyrirtækisins,
sem nutu þess, hve Eggert var góð-
ur verkmaður og vandvirkur og
samviskusamur í öllum sínum störf-
um.
Síðustu starfsár sín vann Eggert
hjá Guðmundi vini sínum og frænda
í Hraðhreinsun, sem honum þótti
álla tíð mjög vænt um og mat mik-
ils. I Hraðhreinsun var Eggert mjög
vel látinn og gekk þar í flest störf
og var raunar ómissandi maður. Þar
vann hann fram yfir áttrætt og lét
engan bilbug á sér fínna. Hann
hélt alltaf góðum kunningsskap við
fólkið þar og það vora hans bestu
vinir.
Eggert Sveinsson var ákaflega
hjálpsamur og góður maður og rétti
mörgum hjálparhönd um ævina, þvi
að hann mátti ekkert aumt sjá.
una af þvi þegar hánn fór í sinn
fyrsta túr á skútu. Það vildi nefni-
lega þannig til að þann sama dag
átti hann að fermast og gat því orð-
ið tvísýnt um hvort hann kæmist
með. En afa fannst það nú lítið mál
því um leið og fermingin var afstað-
in gekk hann beinustu leið út úr
kirkjunni niður á bryggju, steig um
borð og af stað var haldið. Svo mik-
inn áhuga hafði hann á sjómennsk-
unni.
Þegar bamabamabömin hans afa
komu í heiminn upplifðum við aftur
gamla tíð því afi naut sín sjaldan
betur en þegar börn vora nálægt, svo
bamgóður var hann.
Við þökkum elsku afa fyrir allar
þær góðu stundir sem hann gaf okk-
ur. Blessuð sé minning hans.
Helga og Gunnar.
Vinur minn Gunnar P. Lárasson
er látinn 86 ára að aldri. Hann átti
langa og viðburðaríka ævi og mundi
tímana tvenna. Gunnar var alinn upp
á stóru sveitarheimili þar sem viðar
var sótt björg í bú en til hefðbundins
búskapar eins og tíðkaðist á þeim
tíma. Ungur byijaði hann að veiða
fisk, fyrst í bæjarlæknum heima en
á fermingardaginn fór hann til sjós
Hann var góður vinur í raun. Hann
var einstakt snyrtimenni og reglu-
samur um alla hluti.
Eggert bar sig vel og var hnar-
reistur og virðulegur og yfir honum
var alltaf mikil reisn. Hann var létt-
ur á fæti og fór allra sinna ferða
allt fram til hins síðasta. Dansmað-
ur var hann ágætur og hafði mikla
ánægju af að dansa. Einnig var
hann mikill spilamaður og spilaði
vel brids og alltaf skyldi hann vita
nákvæmlega hvaða spil hver maður
hafði á hendi. Veiðimaður var hann
mikill allt frá æskuáram og ákaflega
gaman hafði hann af því að fara í
góða laxveiðiá og renna fyrir lax.
Síðustu árin kom hann oft til
okkar í Safnaðarheimili Dómkirkj-
unnar og átti þar ánægjulega stund
með þe'im góðu vinum, sem hann
eignaðist þar. Öllum þótti þar vænt
um hann, sem kynntust honum og
hans verður saknað þar sem og víð-
ar. Það fylgdi honum alltaf svo
hressilegur og skemmtilegur and-
blær.
Eggert vildi ekki vera byrði á
neinum, þótt aldurinn færðist yfir
og heilsunni færi að hraka. Hann
vildi vera sjálfstæður og óháður og
sjálfbjarga, og hann stóð meðan
stætt var. Hann tók veikindum sín-
um af æðraleysi og hugarró og gerði
að gamni sínu mitt í baráttunni.
í veikindum hans kom vel í ljós
trúin á Guð og frelsarann Jesúm
Krist, sem hann átti í hjarta sínu.
Hann var sáttur við að kveðja, sátt-
ur við Guð og menn. Hann fól sig
Skapara sínum í fullu trausti til
kærleika hans. Bænin til Guðs var
ofarlega í huga hans og á hverju
kvöldi bað hann fyrir bömunum sín-
um. Með bæn á vöram og í hjarta
kvaddi hann okkur og fól sig Guði
á hönd.
Við sem áttum samleið með hon-
um, bömin hans og tengdaböm og
fjöiskyldan öll, kveðjum hann með
söknuði og þökkum fyrir allar góðar
samverustundir á liðnum árum.
Megi blessun Guðs hvíla yfir honum
um alla eilífð.
Hjalti Guðmundsson.
og kom vart í land næstu 50 árin
nema með stuttum stoppum.
Það var gaman að koma í kaffi til
Gunnars og Laugu niður á Guðrúnar-
götu því Gunnar hafði frá svo mörgu
að segja. Það sem unga fólkið les nú
í bókum eða sér í kvikmyndum hafði
Gunnar sjálfur upplifað. Hvort heldur
hann sagði frá lífinu í sveitinni, sjó-
sókn á opnum bátum fyrir vestan,
vetrarvertíð í brunagaddi á Suður-
nesjum, síldinni á Sigló, löngum og
erfiðum túrum á gömlu síðutogurún-
um, eða lífinu á Gullfossi, þá lifanði
yfir gamla manninum og hann varð
ungur á ný. Sérstaklega var gaman
að upplifa sjómannslífið á stríðsárun-
um og þá spennu sem fylgdi því að
sigla með fulifermi til Engiands með
þá hættu yfirvofandi að fá tundur-
skeyti í skrokkinn á hverri stundu.
Á siglingum sínum fór Gunnar víða "
og kynntist lífinu í erlendum stórborg-
um löngu áður en utanferðir urðu
almennar hér á landi. Síðustu sjó-
mannsár sín var Gunnar háseti á
Gullfossi og sagði hann gjaman sögur
af lífinu um borð, sem hjúpað var
ævintýraljóma í hugum Islendinga,
því á þeim áram var það draumur
flestra að sigla með þessu glæsilega
skipi. Gunnar var skemmtileg blanda
af sveitastrák, sjómanni og heims-
borgara, enda af þeirri kynslóð sem
séð hefur meiri framfarir og upplifað
hraðari breytingar en flestar aðrar.
Kynni okkar hófust fyrir tæpum
15 áram, hann þá rúmlega sjötugur
ég tæplega tvítugur. Þrátt fyrir mik-
inn aldursmun náðum við vel saman>
Gunnar var hjartahlýr, góður og örlát-
ur maður sem gott var að eiga að.
Hann haðfi mikið dálæti á börnum
og hændust þau fljótt að glettnu en
vingjamlegu viðmóti hans. Hann var
einstaklega góður og gjafmildur þeg-
ar böm áttu í hlut og fengu synir
mínir ríkulega að njóta þess, enda
voru þeir mjög hændir að langafa
sínum. Gunnar og Lauga voru höfð-
ingjar heim að sækja og minnisstæð
verða alltaf jóla- og páskaboðin, þar
sem ætíð var boðið það besta í mat
og drykk sem völ var á.
Minninguna um góðan vin mun ég
ávallt geyma. Blessuð sé minning
Gunnars Péturs Lárassonar.
Björn Jónsson.
Ég lifi’ í Jesó nafni,
í Jesú nafni ég dey,
þó heilsa og h'f mér hafni,
hrasðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí kraftí ég segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(H. Pétursson)
Þetta vers Hallgríms Péturssom*^
ar vil ég gera að orðum föður
míns, en hann andaðist í Landspít-
alanum að kvöldi 19. febrúar eftir
stutta en erfiða legu, sæll og sátt-
ur við Guð og menn. Hann átti
því láni að fagna að að hafa fulla
meðvitund fram í andlátið og gat
því miðað við aðstæður notið nær-
veru bama sinna og bamabama
sem vom hjá honum þar til yfir
lauk.
Ég get hugsað stolt til baka er
ég leiði huga að þessum góðlátlega
og fallega manni. Faðir minn var
mjög sterk persóna og gæddur
mörgum kostum, sterkur á sál og
líkama og alltaf mjög geðgóður,
réttlátur og víðsýnn. Þrátt fyrir
háan aldur fylgdist hann með öllu,
var skynsamur og tók ákvarðanir
í samræmi við það. Eins og geng-
ur og gerist á lífsleiðinni mætir
maður ýmsu mótlæti og fór faðir
minn ekki varhluta af því, en hann
tók því með æðruleysi og leysti
sín mál sem best hann mátti.
Ég vil að lokum þakka þér sam-
fylgdina, elsku pabbi minn, við
áttum kannski ekki margar stund-
ir saman og hefðum bæði viljaSi.
hafa þær fleiri, en þær voru góðar
og innihaldsríkar og föðurum-
hyggja þín alltaf í fyrirrúmi.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)-
Þín Kristín.
Eggert Sveins-
son - Minning