Morgunblaðið - 02.03.1994, Page 31

Morgunblaðið - 02.03.1994, Page 31
vígður til þjónustu í Garðapresta- kalli á Akranesi hinn 16. júlí 1933. Hlé varð á prestþjónustu séra Jóns við Akurnesinga frá 1934 til 1946 meðan hann var sóknarprestur í Holti undir Eyjaijöllum, en frá árinu 1946 helgaði hann og kona hans, Jónína Lilja Pálsdóttir, ævistarf sitt Akurnesingum. Lilja var fædd á ísafirði hinn 15. janúar 1909, en hún andaðist 5. september 1980. Lilja og séra Jón gengu í hjónaband hinn 18. október 1930 og eignuðust þau ellefu böm. Frumburðurinn, - Ást, varð aðeins dægur gömul, en tíu barna þeirra uxu úr grasi og er nú ættbogi þeirra Jóns og Lilju bæði stór og mannvænn. Séra Jón M. Guðjónsson var gæfusmiður Akraness. Með kær- leika sínum og ástúð veitt hann sóknarbörnum sínum umhyggju og styrk, en af eldmóði gekk hann fram til verka, sem ætíð munu verða nafni hans tengd. Stafi sínu sinnti hann af fómfýsi, trúmennsku og alúð, sem enn er minnst nú tæpum tuttugu ámm eftir að hann lét af embætti og hugsjónum sínum fylgdi hann kröftuglega eftir bæjarfélag- inu Akranesi til heilla. Byggðasafn- ið á Görðum var hin stóra hugsjón séra Jóns og verður nafn hans vafa- laust ævinlega því tengt og séra Jón átti einnig sinn þátt í því að kútter Sigurfari stendur nú við safnið á Görðum. Þar hefur Gunnlaugur Haraldsson haldið merki þessa merka manns hátt á lofti, starfað í anda hans og minnt okkur á hug- sjónir frumheijans. Margt er það sem séra Jón lagði á gjörva hönd samfélaginu til heilla og verða því ekki gerð tæmandi skil hér í fátæk- legum línum. Hann var hvatamaður þess að sett yrði á stofn héraðs- skjalasafn á Akranesi og mikilvirkur athafnamaður á sviði menningar- og félagsmála á Akranesi. Á 70 ára afmæli séra Jóns var hann gerður að heiðursborgara á Akranesi í þakklætis- og virðingarskyni fyrir langt, fórnfúst og heilladtjúgt starf á Akranesi bæði sem embættis- manns og sem brautryðjanda á sviði menningar- og félagsmála í bænum. Séra Jón var hagleiksmaður og listhneigður. Eftir hann liggja m.a. teikningar af tofbæjum sunnan Skarðsheiðar og er þar um að ræða stórmerkilegt og ómetanlegt fram- tak sem snertir sögu Akraness og héraðsins umhverfis Akranes. Ég kynntist séra Jóni lítillega eftir að hann fluttist á dvalarheimil- ið Höfða og síðar leitaði ég til hans eftir að hann var orðinn rúmfastur á Sjúkrahúsi Akraness. Þrátt fyrir háan aldur lét umhyggja hans og gæska engan ósnortinn og hátt á. níræðisaldri var hann hafsjór fróð- leiks og einstaklega minnugur á atburði, fólk og staði og því veitti hann mér oftar en einu sinni lið þegar rifja þurfti upp það sem aðrir höfðu gleymt. Nú er runnin upp sú stund að kveðja séra Jón M. Guðjónsson, sem kveður sjálfur okkur bæjarbúa á Akranesi með því að óska þess að hans verði minnst með framlögum til þess sem orðið getur listafafn á Akranesi. Reisn þessa manns má glöggt sjá í þeirri ósk, en í þeirri ósk er einnig fólgin áminning til okkar hinna um að halda sjálf reisn okkar þótt andbyr tefji för. Þessi kveðja Jóns við brotthvarf hans er í anda þess sem hann starfaði. Hánn var ætíð auðmjúkur og lítillátur þjónn samfélagsins, sem gætti þess að athygli fyrir vel unnið verk væri ekki að honum beint og er þó fyrir löngu kominn tími til að minnast verka þessa manns með viðeigandi hætti. Þegar séra Jón kvaddi söfnuð sinn í lok árs árið 1974 voru loka- orð hans þessi: „Guð geymi Akranes og börnin þess öll í bæ og sveit nú og alla tíma.“ Við bæjarbúar kveðjum séra Jón með þeirri sömu ást og hann bar til samborgara sinna allra og minn- umst hans með djúpu þakklæti og virðingu. Guð geymi séra Jón M. Guðjónsson. Gísli Gíslason bæjarstjóri. Kveðja frá skólunum á Akranesi Látinn er í hárri elli heiðursmað- urinn og mannvinurinn séra Jón MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 M. Guðjónsson fyrrum sóknarprest- ur Akurnesinga. Um langan aldur var séra Jón nátengdur skólunum á Akranesi. Hann kenndi, var prófdómari og síðast en ekki síst sérstakur vel- gjörðarmaður skólanna. Nærveru hans og handtaki fylgdi sérstök hlýja og prófdómarastörf hans ein- kenndust af gæsku, umhyggju og virðingu fyrir nemendum, stórum sem smáum. Þegar landsprófsnem- endur þreyttu langar prófsetur sínar hressti hann margan námsmanninn með bijóstsykurmolum og mildum hughreystingarorðum. Séra Jón var listfengur maður, með glöggan skilning á gildi þess að varðveita menningarverðmæti og þessara þátta nutu skólarnir. Hann sá og skildi að í skólunum, vinnu- stöðum æskunnar, áttu mörg verk betur heima en á söfnum og því var hann sífellt að færa skólunum góðar gjafir svo sem myndir, líkön og styttur svo eitthvað sé nefnt. Aðrir munu verða til að skrifa um hin merku störf séra Jóns að slysavamamálum og uppbyggingu Byggðasafnsins í Görðum ásamt fleiru en við þökkum honum sérstak- lega allt sem hann gerði fyrir skól- ana á Akranesi og þann anda sem nærveru hans fylgdi. Skólarnir á Akranesi. In memoriam Lítill drengur leggur upp í rann- sóknarferð. Það er bjartur sumar- dagur, logn á himni og jörðu. Gufu- mekkir hnyklast upp úr strompum á verksmiðjum okkar. Framundan er ævintýraland — og kominn tími til að kynnast heiminum á eigin spýtur án leiðsagnar mömmu og pabba. Hann veður út í spegilfagra tjöm og ... Örskömmu síðar er hann á heimleið. Hlýr, stór lófi lykur um hönd hans. Það er pólití sem leiðir hann rennblautan í áttina heim til mömmu og pabba sem em farin að leita strokumannsins. Hún er styrk höndin sem leiðir hann og honum finnst ekki lítil upphefð að spássera með borðalögðu pólitíi sem meira að segja talar við hann notalegri röddu — þó að hann hafí verið að stelast. Tæpir þrír áratugir líða. Þá er höfundi þessara lína skákað á Akra- nes að stýra menntastofnun. Þar er þá fyrir sama höndin, hlý sem forðum og traust, og sama röddin, róleg, mild og örlát á hvatningu og uppörvun. Séra Jón M. Guðjónsson varð náinn vinur. Vísast hafði hann alla tíð verið það þótt í fjarlægð væri. Faðir minn minntist oft á hann, lögreglumanninn unga sem starfaði nokkur sumur á Siglufirði í vösku liði Christians Möllers, þess einstaka öðlings. Aðkomumaðurinn hafði bjargað syni hans smáum frá því að fara sér að voða og það gleymdist aldrei. Já, séra Jón varð vinur okkar hjóna og barnanna okkar, náinn vinur og kær, og sló aldrei fölskva á þá vináttu þó að fundum fækkaði þegar við fluttumst suður yfír Fló- ann. Við hlökkuðum öll til vordag- anna þegar unnið var í prófum og við sátum löngum stundum heima, lásum saman úrlausnir og gleymd- um okkur í samræðum um flest milli himins og jarðar, fornt og nýtt. Séra Jón var ekki einasta fjölfróður og minnugur og með allra skemmti- legustu mönnum sem við höfum kynnst. Hann var einnig djúpvitur og næmur á dýpstu rök mannlegRar tilveru. Hann var sálusorgari hvar sem hann fór. Persónutöfrar hans voru meiri en flestra annarra. I návist hans sveif yfír vötnum sá hugblær er kveikti jafnan tilfínningu fyrir því sem ósegjanlegt er en jafn- satt engu að síður, heilagt og eilíft. Stundum leit hann inn til okkar á síðkvöldum, örþreyttur eftir störf við beð sjúkra manna eða dauð- vona. Við sátum þijú og spjölluðum — og þegar hann var farinn sögðum við oft hvort við annað að okkur fyndist séra Jón vera enn í húsinu þótt horfinn væri. Svo sterk voru áhrif þessa hægláta og hógværa manns. Sagt var til forna um einn mesta afreksmann þjóðar vorrar að úr honum mætti gera þijá menn og alla ágæta. Svo hefur löngum verið um hina bestu íslendinga. Séra Jón M. Guðjónsson var ekki einungis prestur og prófastur, sálusorgarinn góði. Hann var og listamaður, drátt- hagur með afbrigðum, og hann var einnig ötull fræðimaður. Byggða- safnið í Görðum á Akranesi er óljúg- fróður minnisvarði um það. Hann má heita faðir þessa sérstæða safns, bjargaði frá glötun mörgum góðum grip og teiknaði sjálfur myndir af flestum gömlu bóndabæjunum í sveitunum sunnan Skarðsheiðar og mörgum tómthúsum á Skipaskaga. Vægt er til orða tekið að segja að Jón hefði ekki verið mikill fj'ár- málamaður. Ég hygg að fáum hafí auðnast sem honum að lifa í sam- ræmi við þá kristnu kenningu að líta fremur á annarra hag en sinn eigin. Enda varð hann aldrei auðug- ur að þessa heims fjársjóðum — en þeim mun ríkari af þeim andans auði sem kennt er að einn sé gjald- gengur þegar dagar vorir eru taldir hér á jörð. Sr. Jón M. Guðjónsson eignaðist góða konu. Frú Lilja Pálsdóttir var afbragð kvenna. Hún gafst manni sínum ung, ól honum ellefu böm og eru tíu þeirra á lífi. Hún var örugg stoð prestinum, fræðimann- inum og listamanninum og sjálf list- feng hagleikskona. Hún tók þátt í störfum hans, hæglát'og glaðleg, hógvær og hlý, þolinmóð, góðsöm og vingjarnleg. Mér er til efs að fjölþættir hæfíleikar séra Jóns hefðu notið sín jafnvel og þeir gerðu ef störf frú Lilju hefðu ekki komið til. Þegar séra Jón hverfur af heimi er margs að minnast. Hann var traustur samstarfsmaður í skóla og utan hans. Hann var fermingarfaðir barnanna okkar beggja. Hann skírði eitt bamabarnanna.. Sonur okkar var aðeins fimm eða sex ára þegar innsæi hans og mannþekking sáu fyrir hvert yrði ævistarf hans. Þegar alvarleg veikindi steðjuðu að reynd- ist hann vinur í raun, vinur sem kunni ekki að bregðast, vinur sem með heitum bænum sínum veitti styrk og hjálp er aldrei var kleift að þakka sem vert hefði verið. í stofum okkar hanga myndir eftir listamanninn Jón M. Guðjóns- son, myndir sem hann sendi okkur af örlæti sínu, gjarnan í sumarbyij- un til að minnast bjartra vordaga á Skaga. Á einni þeirra stendur með sérkennilega fagurri skrift hans: „Til minningar um ferðina sem ...“ Nú hefur hannn lagt upp í þá ferð sem við eigum öll vísa. Hann var ungur þegar hann rétti smáum ferðamanni hlýja og styrka hönd og leiddi á rétta braut. Sú er trú okkar að nú leiði hinn dygga þjón enn styrkari hönd — í ríki ljóssins eilífa sem vera hans öll var endur- skin -af. Vin okkar kveðjum við hjónin, börn okkar og fjölskyldur þeirra með djúpri virðingu og heitri þökk og við biðjum honum og ástvinum hans öllum blessunar Guðs. Ólafur Haukur Árnason. Ég kynntist séra Jóni M. Guðjóns- syni fyrst haustið 1969 er ég gerð- ist skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi. í því starfi átti ég marg- vísleg samskipti við séra Jón. Hann var lengi prófdómari við landspróf og gagnfræðapróf og gegndi þeim störfum af eljusemi, nákvæmni og sanngirni. Auk þess sýndi hann skólanum hlýhug og ræktarsemi og lét sér afar annt um gengi hans og velferð, færði honum iðulega lista- verk og aðrar góðar gjafír. Ég kynntist séra Jóni einnig vel utan starfa okkar. Ég kynntist hin- um hógværa, hægláta og dómmilda eljumanni, og hugsjónatröllinu sem sífellt var vakinn og sofinn til fram- gangs áhugamálum sínum og hug- sjónum, sem á mínum árum á Skaga beindust emkum að Byggðasafninu í Görðum. Ég kynntist einnig nætur- hrafninum séra Jóni, sem hikaði ekki við að hringja löngu eftir venju- legan háttatíma til að ræða hugsjón- ir sínar og viðfangsefni þau sem gagntóku hann þá stundina. í fyrstu fannst mér þetta undarlegt hátta- lag, en það leið ekki á löngu unz ég tók að meta þessar næturhring- ingar. Ég fór vissulega betri maður í vinnuna að morgni. Séra Jón var sérstakur maður á flestan hátt. Sumir hafa eflaust tal- ið allt hugsjónabröltið einskæran vindgapahátt og þótt kergja hans vart einleikin. En þannig unnust honum verkin, þannig kom hann hugsjónum gínum fram við aðstæð- ur og umhverfí, sem ekki voru ávallt vinsamleg og ósjaldan skilnings- vana. Stefnufesta séra Jóns til að koma áhugamálum sínum í fram- kvæmd, þrautseigja hans og lang- lundargeð, ýtni hans og klókskapur, fórnfýsi hans á tíma sinn og fjár- muni eru nánast óskiljanleg. En með þessum eiginleikum sínum tókst honum að hnika málum fram, hann sofnaði aldrei á verðinum, missti aldrei sjónar af lokamarkinu. Afköst hans til framgangs hugðarefnunum voru með ólíkindum. Og verkin tala. Á síðustu starfsárum séra Jóns var Skagamönnum ljóst hvílíkan öðling og yfirburðamann þeir höfðu átt bæjarlífinu til menningarauka. Við starfslok hans var séra Jón gerður að heiðurborgara bæjarins. Flestum var þá ljóst hvað hugsjóna- eldur hans, óeigingimi, Tórnfýsi og þrautseigja höfðu fært bæjarfélag- inu og aukið hróður þess á sviðum sem bærinn hafði ekki getað státað sig af lengstum. Langa ævi naut séra Jón stuðn- ings sinnar ágætu konu, frú Lilju Pálsdóttur, en hún lést árið 1980. Það hefur eflaust ekki verið auðvelt verk að vera lífsförunautur séra Jóns. Frú Lilja hlýtur að hafa verið einstaklega þolinmóð kona og úr- ræðagóð til heimilisrekstrar, því þótt séra Jón hafí verið mörgum kostum búinn verður það varla um hann sagt að hann hafí verið fjáraflamaður til eigin heimilisút- gerðar nema í slöku meðallagi. Og þótt aflafé kunni á tíðum að hafa verið nægjanlegt grunar mig að það hafí viljað rýrna til hugsjónaverka húsbóndans. Það hefur því vissulega löngum þurft sterk bein og mikið þolgæði að vera innanstokks á heim- ili þeirra hjóna og framfærsluá- hyggjurnar hafa án efa verið frú Lilju frekar en bóndans. Kynnin af séra Jóni og þeim hjón- um báðum eru okkur Jónu afar dýrmæt. Ég tel það mikið lán að hafa fengið að kynnast þeim báðum. Séra Jóni verð ég ævinlega þakklát- ur fyrir þann gnægtabrunn hug- sjóna og lífsvisku sem hann leyfði mér að bergja af og sem hann var svo örlátur að ausa af. Kynni af slíkum manni láta engan ósnortinn. Ég efa ekki að kynnin af séra Jóni munu ávallt gefa mér meiri kjark og styrk til að fást við ókomið and- streymi. Gamli vinur, farðu sæll á nýjar lendur og hafðu hugheilar þakkir fyrir vinsemdina og kynnin. Böm- um, tengdabörnum og öðmm ástvin- um sendum við Jóna innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Hjartarson. Kveðja frá Eyjafjöllum í skærri birtu æskunnar sé ég enn fýrir mér árið 1934. Ég var þá 13 ára. Byggðin mín, Holtshverfi undir Eyjafjöllum, var fjölskipuð fólki. Miðdepill hennar var prest- setrið í Holti og hafði svo verið um aldaraðir. Presturinn var um margt forsjá bændanna ef út af bar með einhveija hluti og lengst af höfðu þeir verið leiguliðar hans. Þetta ár var ástsæl fjölskylda, frú Sigríður Kjartansdóttir og börn hennar, að yfírgefa staðinn og nýtt fólk að taka heima eins og sagt var, sr. Jón M. Guðjónsson og íjölskylda hans. Sr. Jón og kona hans, frú Lilja Pálsdótt- ir, voru þá í blóma lífs, glæsileg álitum, búin þess að vinna mann- hylli. Innan skamms tíma urðu þau likt og samgróin byggð og fólki. Áfram héldu gagnvegir að liggja heim að Holti, margir áttu erindi við prest sinn og í Holti var þá sím- stöð og bréfhirðing. Öllum var fagn- að af laðandi ástúð. í þann tíð var meiri friður og ró yfir lífi fólks en nú er, erill nútímans víðs fjærri, góður tími tekinn til þess að blanda góðu geði. Prestsstarfið í Holti kvaddi ekki til værðar, mörg störf kölluðu jafnt heima sem heiman. Annasöm bú- sýsla beið ungu prestshjónanna á 31 mikilli bújörð og áfram var haldið starfi forverans, sr. Jakobs Ó. Lár- ussonar, í því að húsa staðinn að nýju. íbúðarhúsið hafði verið byggt 1927 í burstabæjarstíl eftir teikn- ingu Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara. Útihús voru öll ofan tekin í tíð sr. Jóns og ný reist austur frá íbúðarhúsinu eftir listrænni teikn- ingu hans. Gamla kirkjugarðinum í Holti, framan við staðarhúsin, var heldur ekki gleymt. Sóknarbændur girtu hann að nýju vel og vandlega og í gamla kirkjustæðinu var steypt mikið minnismerki eftir teikningu og frumkvæði sr. Jóns tii minningar um 800 ára gamla kirkjusögu í Holti. Það var gömlu Holtshverfing- unum svolítil uppbót fyrir Holts- kirkju sem þeir höfðu þá harmað í hálfa öld. Eyjafjöll voru fólksmörg árið 1934 og útkirkjur tvær eins og enn í dag en kirkjugata prestsins á út- kirkjur þá dijúgum tlmafrekari en r.ú er, óþekkt var að bíll væri á hveiju hlaði. Sóknarfólkið sótti vel kirkju sína og hlýddi opnum huga á fagurlega fram borna kenningu prestsins sem borin var upp í anda þeirrar bjartsýnu guðstrúar sem sr. Matthías Jochumssson hefur túlkað best í þekktum sálmi: „Trúðu fijáls á guð hins góða“. í þann tíð söfnuð- ust kirkjugestir eftir messu saman á heimilum kirkjuhaldara og þar heyrði maður löngum spaklegar samræður um nútíð og fortíð. Hús- vitjanir voru sjálfsagður þáttur í starfí prestsins og þær áttu mikinn þátt í að styrkja samband prests og safnaðar. Sr. Jón gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sveitunga sína. Full- trúi Vestur-Eyjafjalla í sýslunefnd Rangárvallasýslu var hann árin 1936-1946 og mun gerðabók sýslu- nefndar lengi vitna um fagra rithönd hans. Á þessu sama tímabili hafði sr. Jón mikla og góða forystu um stofnun fjölmargra félagsdeilda í Slysavarnafélagi íslands með þeim Sigmundi Þorgilssyni skólastjóra, Leifí Auðunssyni í Dalsseli, Þórði Loftssyni á Bakka og Jóni Berg- sveinssyni erindreka Slysavarnafé- lagsins. Slysavarnadeild Vestur- Eyjafjalla, Bróðurhöndin, sótti nafn sitt til sr. Jóns og segir það sögu um manninn sjálfan og hvað jafnan bjó í huga hans til náungans. Persónulega stend ég og fjöl- skylda mín í mikilli þakkarskuld við prestshjónin í Holti og börn þeirra. Hjá þeim kom ég ætíð í vinahús og sr. Jón leiddi mig inn á braut náms sem hefur orðið mér notadijúgt á lífsleið, en hann hélt um skeið heimaskóla í Holti. Með mikilli þökk minnist ég þess jafnframt að sr. Jón var með vissum hætti faðir byggða- safnsins í Skógum. Nokkru fyrir sýslufund 1945 kom ég að Holti, þá fyrir nokkru farinn að safna gömlum minjum. Þá bað ég sr. Jón að bera fram á sýslufundinum til- lögu um stofnun byggðasafns fyrir Rangárvallasýslu. Hann svaraði að bragði: „Ég er fyrir nokkru búinn að ákveða það.“ Að tillögu hans á sýslufundinum var svo ákveðið að efna til safnsins og ég kosinn í fyrstu safnnefndina með Guðmundi Erlendssyni hreppstjóra á Núpi og ísak Eiríkssyni frá Ási. Þessa minn- ist ég alltaf með mikilli þökk. Fjór- um árum seinna, hinn 1. des. 1949, tók safnið svo formlega til starfa í Skógaskóla. Á Akranesi átti sr. Jón síðan það ævintýri að byggja upp veglegt byggðasafn af einstakri alúð, elju og listfengi góðs safnara. Það var erfið ákvörðun hjá sr. Jóni og fjölskyldu hans að flytja frá Holti 1946 og Eyjafjöll urðu draumaland fjölskyldunnar til kom- andi tíma. Með mikilli hlýju var jafn- an hugsað til fólksins sem bjó í hinni fögru Fjallabyggð. „Ljúflyndi yðar sé öllum kunn- ugt“ segir í helgri bók. Þau orð gætu verið einkunn fyrir farinn veg sr. Jóns M. Guðjónssonar og þær minningar sem vinir hans varðveita um hann. Með virðingu og þökk er hann kvaddur. í nafni Eyfellinga, eldri og yngri, sendi ég fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Kærkomin er hvíldin eftir langan og starfsaman dag. Þórður Tómasson, Skógum. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.