Morgunblaðið - 02.03.1994, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
Séra Jón M. Guðjónsson fyrrum
sóknarprestur á Akranesi var einn
mesti atorku- og hugsjónamaður á
sviði íslenzkra safna og minjavörzlu.
Honum eiga íslenzkir menningar-
fræðingar mikið að þakka fyrir hið
mikla starf sitt að söfnum og safna-
málum, en þeim störfum hans hlaut
ég að kynnast nokkuð og vil því fyr-
ir hönd þjóðminjavörzlunnar flytja
honum kveðju- og þakkarorð nú að
entu æviskeiði.
Séra Jón mun, þótt hann gegndi
öðru og miklu starfi, snemma hafa
fengið áhuga á söfnun hvers kyns
menningarminja, sem snertu og lýstu
atvinnu- og starfsháttum liðinna
kynslóða. Hugur hans hneigðist í
þessa átt meðan hann var sóknar-
prestur í Holti undir Eyjaijöllum.
Síðasta árið, sem hann sem hann
þjónaði þar, flutti hann tillögu á
sýslufundi um stofnun byggðasafns
í Skógum og mun þeim Þórði Tómas-
syni báðum hafa búið safnhugmynd-
in í bijósti og þeir rætt hanna sam-
an. Séra Jón fluttist brott skömmu
síðar og það kom í hlut Þórðar að
koma safninu þar á laggimar og
stýra því síðan, en séra Jón hófst
handa á sama hátt á nýjum stað, er
hann var orðinn sóknarprestur á
Akranesi. Þar stóð þá enn gamla
steinhúsið í Görðum, sem reist var
síðla á síðustu öld og er talið elzta
steinsteypuhús landsins, merkilegur
minjagripur, og þar haslaði séra Jón
safni þeirra Akumesinga völl.
Húsið hlaut þó brátt að verða of
lítið en af stórhuga hans og fyrir
hans tilstilli var síðan reist nýbygg-
ing safnsins hið næsta Garðahúsinu,
og er þó enn ekki fullrisin eins og
hugmyndir vom.
Einhveijir kunna að hafa dregið í
efa, að saftiið í Görðum myndí verða
míkils vaxtar. Safnsvæðið er ekki
stórt og þá var víða orðið fátt um
verulega feita drætti úti um landið
hvað snerti minjar frá gamla bænda-
þjóðfélaginu, sem mest var þá sótzt
eftir til safna. En séra Jón hafði þá
víðsýni til að bera að einskorða ekki
söfnun við það eitt, sem afgamalt
var, heldur hvaðeina sem hafði eitt-
hvert menningarsögulegt gildi fyrir
þjóðina og héraðið. Mun hann einna
fyrstur safnmanna hafa metið ekki
minna gömul útvarpstæki, grammó-
fóna og símtæki en áraskip og sjó-
klæði. Mátti enda oft á vorin fyrr á
ámm heyra útvarpsauglýsingar frá
honum til Akumesinga og nágranna,
þar sem þeir vom beðnir að gæta
þess vandlega í vortiltektum sínum
að henda engu úr geymslum, sem á
einhvern hátt gæti komið byggða-
safninu til góða, heldur láta safnið
njóta þess. Mun þetta hafa átt sinn
þátt í, að þama reis síðan eitt merki-
legasta byggðasögusafnið, sem hófst
upp með skilningi og áhuga heima-
manna, sem séra Jóni tókst að glæða.
Það vom þó ekki aðeins smáhlut-
imir, sem hann glímdi við að afla.
Ekki þótti öllum sú hugmynd raun-
hæf er hann fór á flot með að fá til
varðveizlu við safnið gamalt þilskip
héðan, en þau áttu einna stærstan
þátt í efnahagslegri viðreisn íslenzks
þjóðfélags á síðustu öld og framan
af þessari. Þau vom þá engin til
hérlendis Iengur en til í Færeyjum,
og fyrir þrautseigju, bjartsýni og
þrotlausa vinnu, og þá ekki sízt góða
hjálp margra er séra Jón leitaði til,
því að margir vildu leggja honum
lið, tókst þetta og er nú kútter Sig-
urfari stærsti safngripur á íslandi
og stendur myndarlega þar við safn-
ið, einstæður gripur meðal íslenzkra
safnminja.
Þetta er sá hluti ævistarfs séra
Jóns M. Guðjónssonar, sem við mér
blasir og ég hugsa, að flestir út á
við þekki. Við safnið var hugur hans
löngum og þar er áþreifanlegt lífs-
verk hans. Vel má vera, að hefði
séra Jón fæðzt síðar hefði hann kos-
ið sér ævistarf safnmannsins. En á
þroskaárum hans var ekki um mörg
störf að ræða fyrir skólagenginn
mann og því ekki óeðlilegt, að hann
veldi prestsstarfið, sem ég heyrði
aldrei þó annað um, en að hann hefði
rækt af mikilli samvizkusemi og
kostgæfni. En til þess má einnig
hugsa, að prestsstarfið er víðfeðmara
og nátengdara öllu mannlegu atferli
en flest störf önnur, og innan þess
rúmast fleiri áhugamál en það eitt
að vera sálusorgari, trúboði, embætt-
ismaður og þjónn kirkjunnar. Og
hygg ég, að séra Jón hafi fyrir þenn-
an áhuga sinn aldrei vanrækt köllun
sína sem prestur. Hann sinnti fjöl-
mennum prestaköllum og þar voru
skyldustörfin. Því gat hann sjaldnast
verið langdvölum íjarri sínu starfi
og þá lítt tekið þátt í samfundum
íslenzkra safnmanna, sem hann lang-
aði þó til. En frístundir heima fyrir,
þótt stuttar væru, mátti nota í þágu
áhugamálanna; eljumaðurinn finnur
alltaf not fyrir hveija stund. Og ótrú-
legt er, hveiju séra Jón fékk áorkað
fyrir safnið sitt, bæði í söfnun og
uppsetningu þess og sýningum. Má
t.d. nefna, hvemig hagleikur hans,
listfengi og hugkvæmni birtist í gerð
líkana og skýringarmynda í safninu
og ekki er minnstur fengur.að teikn-
ingum hans af gömlum bæjum og
húsum þar á Akranesi eftir Iýsingum
gamals fólks, sem nánast voru öll
horfin, er hann settist þar að.
Eg þekkti ekki séra Jón sem kenni-
mann, því að atvikin höguðu því aldr-
ei svo, að ég væri kirkjugestur hjá
honum. En tal hans var áheyrilegt
og er litið er yfir ræður hans og er-
indi, sem prentuð voru í afmælisriti,
er vinir hans gáfu út í tilefni áttræð-
isafmælis hans, sést glöggt að hann
hefur samið góðar ræður og sett
mál sitt vel fram. Útfararræða sú,
sem þar er prentuð, má teljast af-
bragð.
Séra Jón M. Guðjónsson var stór
maður vexti og kraftalega vaxinn,
enda víst þrekmaður og afrenndur
að afli. Síðustu misserin var sjónin
nær þorrin og fætumir bilaðir og var
hann þá rúmfastur. Ég heimsótti
hann á sjúkrahús Akraness sl. haust
og þótt sjónin væri farin og líkaminn
hramur var andinn samt óbilaður.
Við ræddum saman og brátt færðist
talið að safninu og sameiginlegum
áhugamálum. Þá varð allt eins og
fyrr á áram, er við áttum tal saman
og hann sagði frá áformum sínum
og verkum við safnið. Ahuginn var
hinn sami og hann spurði margs og
vildi frétta af störfum og samverka-
fólki á safnasviðinu. Svo bað hann
guð að fylgja mér og bað blessunar
öllu því gamla samverkafólki, er enn
kynni að taka kveðju sinni.
Kona séra Jóns var Lilja Pálsdótt-
ir, er lézt fyrir nokkram áram. Á
heimili þeirra var gott að koma og
vel minnist ég, er safnmenn komu
þangað margir saman í hópferð eitt
sumarið og þau hjón tóku á móti
þeim á heimili sínu og gáfu öllum
hádegisverð af mikilli rausn. Var
ánægja þeirra húsráðenda í Kirkju-
hvoli mikil yfir þeirri heimsókn og
okkar ekki síður. En séra Jón átti
sér þar mikinn bakhjarl sem Lilja
Elsku amma, nú þegar þú ert far-
in streyma fram minningarnar. Þú
varst nú engin venjuleg amma. Þú
bjóst hjá okkur í rúmt 21 ár og það
vora ófáar ferðimar sem við systkin-
in fóram upp á loft til þín til þess
að hlusta á þig lesa og segja sögur,
púsla með okkur eða spila á spil.
Alltaf hafðir þú tíma. Þú virtist aldr-
ei þreytast á því að hafa okkur yfir
þér og aldrei kvartaðir þú, þótt við
væram með húsið fullt af krökkum
og hávaðinn eftir þvi.
Amma var mjög myndarleg í hönd-
unum. Þegar við systumar voram
iitlar heklaði hún og pijónaði ótal
flíkur á okkur og oft og tíðum fengu
dúkkumar okkar alveg eins. Eftir
að amma hætti að vinna, ferðaðist
hún mikið, bæði innanlands og utan,
var og böm þeirra studdu einnig
föður sinn vel í áhugamáli hans,
hafa þau enda sum unnið að veru-
legu marki fyrir þjóðminjavörzluna í
landinu. Má ég sjálfur með þakklæti
minnast margra afburðaverka, sem
frá hondum þeirra hafa komið fyrir
Þjóðminjasafnið og þjóðminjavörzl-
una.
Sú tíð er líklegast senn liðin, að
menn vinni menningarleg stórvirki,
eins og séra Jón gerði, fyrir ánægj-
una eina saman sem frístundaverk.
En þannig hafa samt öll söfn hafizt
hér á landi og víðar, fyrir áhuga-
störf eins og manns eða fámenns
hóps. En þeir, sem þekkja ánægju
safnmannsins í starfi sínu vita, að
með henni tekur hann oft á tíðum
stærstu laun sín og svo mun einnig
hafa verið um þann þátt í lífí séra
Jóns M. Guðjónssonar. Hans megum
við minnast með virðingu og þökk.
Þór Magnússon.
og það var alltaf jafn spennandi að
fá hana heim því aldrei brást það
að eitthvað var í töskunum hennar
handa okkur.
Amma átti mörg áhugamál. Eitt
af þeim var ættfræði og þurfti hún
alltaf að spyija vini okkar hverra
manna þeir væra. Á unglingsáranum
þótti okkur stundum nóg um. Einnig
hafði' amma mjög gaman af enska
ög ítalska fótboltanum og fannst
henni að það mætti sýna miklu meira
af honum. Hún var engin venjuleg
amma.
Elsku amma. Við gætum skrifað
heila bók um allt sem þú gerðir fyr-
ir og með okkur og minningarnar
munum við ávallt geyma í hjörtum
okkar. Við söknum þín mikið.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um. Hugsið ekki um dauðann með harmi
og ótta. Ég er svo nærri að hvert eítt ykk-
ar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál
mín upp í mót til Ijóssins. Verið glöð og
þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég,
þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir
lífinu.
Guðrún, Sóley Halla
og Einar Kári.
Ó, Jesú bróðir besti
og bamavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á bamæskuna mína.
Mér gott bam gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla
(P. Jónsson)
Nú er hún langamma dáin og far-
in til Guðs, af því að hún var svo
góð. Það var alltaf gaman að koma
til „löngu“ því að oft sagði hún mér
skemmtilegar sögur og svo var líka
til fullt af nammi hjá henni. Ég hefði
viljað hafa þig lengur hjá mér.
Far þú í ffiði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Kristófer.
Midrvkkjur
Glæsileg kaíll-
hlaðborð íallegir
salir og injög
góð þjóniLSta.
Lpplýsingar
í síma 2 23 22
FLUGLEIDIR
lÍTEL Limilllt
t
HJÁLMAR GUÐJÓNSSON,
Lönguhlíð 3, Reykjavík,
áður til heimilis
íHáagerði 11,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 28. febrúar.
Elisabet Jónsson,
Eyþór Stefánsson,
Margrét Guðnadóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
JÓN SÆVAR ARNÓRSSON
skipstjóri,
Engjaseli 83,
varð bráðkvaddur 28. febrúar.
Berghildur Gísiadóttir,
Aðalheiður Jónsdóttir,
RagnarJónsson.
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
KÚRT SONNENFELD
tannlæknir,
Munkaþverárstræti 11,
__. Akureyri,
lést að kvöldi 28. febrúar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Jarðarförin auglýst síðar.
Úrsúia E. Sonnenfeld, Jón Kristinsson,
Áifgeir L. Kristjánsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
ERLENDUR ÓLAFSSON
frá Jörfa,
Stigahlíð 12,
er látinn.
Anna Jónsdóttir,
Ólafur Eriendsson, Helen Hannesdóttir,
Halla G. Erlendsdóttir, Trausti Kristinsson,
Pétur Erlendsson, Áslaug Andrésdóttir,
Agatha H. Erlendsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Sonur minn elskulegur,
HELGI MÁR JÓNSSON,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 28. febrúar.
Fyrir hönd sonar, systkina og annarra aðstandenda,
Jón Már Þorvaldsson.
t
Eiginkona min og móðir okkar,
GÍSLÍNA HARALDSDÓTTIR,
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi,
lést 27. febrúar.
Árni Þórðarson
og börn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞORBJÖRG
ÞÓRARINSDÓTTIR BENDER
hjúkrunarkona,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju í
dag, miðvikudaginn 2. mars, kl. 15.00.
Rós Bender, Erlendur Árni Garðarsson,
Fjóla Ósk Bender,
Sóley S. Bender, Friðrik Kr. Guðbrandsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR MARSELLÍUSSON
skipasmiður
frá isafirði,
Valiargötu 37,
Sandgerði,
Sem lést 22. febrúar sl., verður jarð-
sunginn frá Hvalsneskirkju föstudaginn
4. mars kl. 14.00.
Elín B. Benjamfnsdóttir,
Sigrfður B. Guðmundsdóttir, Bergur Jónsson,
Salóme K. Guðmundsdóttir, Gissur Þór Grétarsson
og barnabörn.
Minning
Guðrún Möller