Morgunblaðið - 02.03.1994, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
Með
morgunkaífinu
Ég lét ekki skítugar hendur
á dyrnar hjá þér. Ég sparka
hurðum alltaf upp.
Aster . . .
....strandferð með fjölskyldunni
TM Reg. U.S Pat Otl.—all rights reserved
© 1993 Los Angetes Times Syndicate
Ég er hræddur um að við sé-
um alla vega ekki þeir fyrstu
sem klífum hérna.
„EIZT þú ÍLiTLU SVÖRTU 3ÓK1NSJI HANSf"
BRÉF TDL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Innkomnir — velkomnir
Frá Sr. Kristjáni Björnssyni
Nauðsynlegt er að finna nýtt
orð um innflutt fólk af ólíku þjóð-
erni sem gerist íslendingar. Aður
fyrr var notast við orð eins og inn-
flytjendur og átti það orð líklega
sitt blómaskeið á meðan Norður-
Ameríka var að byggjast. Það hef-
ur fallið úr venju fyrir þær sakir
að það þykir vísa um of til heild-
sala, þ.e. innflytjenda varnings.
Nú í vetur hefur verið gerð áber-
andi tilraun til að nota orðið ný-
búi. Hugsunin er líkast til sú að
nýbúa-heitið sé ekki niðrandi og
hljóti að vea jákvætt vegna þess
að eitthvað nýtt felst í orðinu. Nú
hefur hins vegar komið á daginn
að fólkið sem hefur flutt hingað
og orðið samlandar okkar hefur
spurt spuminga eins og: Hvenær
hættum við að vera nýbúar? Er
það í samræmi við notkun orðsins
Hin 16 ára Oksana Baiul frá
Úkraínu var að mati Víkveija
vel að glæstum ólympíusigri sínum
í listhlaupi kvenna á skautum kom-
in síðastliðið föstudagskvöld. Það
var hrein unun að horfa á þessa
fíngerðu stúlku í ftjálsu æfingun-
um, sem hún lauk á nánast fullkom-
inn hátt, þrátt fyrir að hafa slasast
á fæti deginum áður við æfingar.
Fágaðar, Ijaðurmagnaðar og styrk-
ar hreyfingar hennar, ásamt ótrú-
legu öryggi hennar í erfiðum stökk-
um vöktu ómælda hrifningu þeirra
sem fylgdust með mjög svo spenn-
andi úrslitakeppninni. Eftir allt
dramað í kringum þær bandarísku
stöllur Nancy Kerrigan og Tonyu
Harding fannst Víkveija sem
heimsmeistarinn ungi, Baiui, væri
vel að sigrinum kominn. Það varð
enn ljósara, þegar að verðlaunaaf-
hendingunni kom, því þá var svo
að sjá sem Kerrigan væri ekki alls
kostar sátt við silfrið sem hún hlaut.
Að minnsta kosti virtist sem hún
ætti í stökustu vandræðum með að
brosa. Kannski hún hafi verið full-
bráð að fagna sigri.
xxx
Alltaf er jafngaman að því þegar
menn hafa ákveðinn húmor
nýburi, sem verður komabarn áður
en við vitum af? Sjálfsagt hefur
það átt að hljóma við orðið íbúar,
en vekur óvart upp drauga aðskiln-
aðar við þá sem búa hér fyrir.
í eldri kirkjubækur átti prestur
að skrá alla þá sem fluttu inn í
viðkomandi prestakall og einnig
hina sem fluttu úr kallinu. Þessir
tveir kaflar prestþjónustubóka
báru heitin innkomnir og burtvikn-
ir, þ.e. þeir sem komið höfðu inn
og hinir sem vikið höfðu burt.
Skrár þessar voru fyrri tíma skrán-
ing á búferlaflutningum og þjón-
uðu mikilvægu hlutverki sem þjóð-
skrá Hagstofunnar hefur tekið við.
Af þessari skrá er hægt að lesa
úr'tveimur dálkum innkomnir frá
og innkomnir til varðandi frekari
upplýsingar um flutninginn.
Hagstofan hefur tekið upp mun
andlausari orð um þessar búsetu-
færslur og notar jafnan orðasam-
fyrir umhverfi sínu, eða þeirri um-
ræðu sem efst er á baugi hveiju
sinni. Þannig þótti Víkveija í síð-
ustu viku sem það væri bráðsmellin
hugmynd hjá þeim sem stýra veit-
ingarekstrinum á Hótel Borg, að
nefna súpu dagsins Seljavallasúpu.
Egill Jónsson, formaður landbúnað-
arnefndar Alþingis og kartöflu-
bóndi frá Seljavöllum, hefur verið
ein aðalsöguhetjan í langri, lítt skilj-
anlegri og hundleiðinlegri landbún-
aðarþrætu stjórnarflokkanna. Hon-
um til heiðurs nefndu þeir Hótel
Borgarmenn því Seljavallasúpuna,
sem að uppistöðu til mun hafa ver-
ið samsett úr seljurót og kartöflum!
xxx
Umræða um veðurfar er alla
jafna mikil hér á landi. Veð-~
urblíðan í síðustu viku, í upphafi
góu, var mikið rædd manna á með-
al, enda mjög sérstakt að við fáum
að njóta slíks veðurs á þessum árs-
tíma. Flestir kunnu örugglega vel
að meta blíðuna og nutu útivistar.
Víkveija fannst því skondið um
miðja síðustu viku þegar hann ók
með leigubíl BSR og ræddi m.a.
um þetta dásamlega veður við bíl-
stjórann, þegar hann sagðist svo
sannarlega vona að þessi góða tíð
böndin þeir sem flutt hafa til lands-
ins og þeir sem flutt hafa af landi
brott, ef ég man þetta rétt eftir
fréttatilkynningum á janúardögum
ár hvert. Getur hver séð það fyrir
sig að slíka útþynningu er erfitt
að nota í heiti um fólk sem tekur
sig upp í heimalandi sínu af fúsum
vilja eða nauðbeygt til að setjast
að í öðru.
Ef brýnt þykir í einhveijum til-
vikum að gefa innkomnum íslend-
ingum sérstakt heiti, til dæmis í
umræðu um stöðu þeirra hér á
landi, tel ég rétt að hafna orðinu
nýbúar. Innkomnir er orð sem
hætt er að nota í færslum til kirkju-
bóka og liggur ónotað í málinu í
sambandi við flutninga fólks. Að
vera innkominn vekur hugrenning-
artengsl við orð eins og velkominn.
Það getur líka minnt okkur á að
fólkið sem sest hér að er vonandi
komið til að vera. Fólkið á það
sameiginlegt að vera af ólíku bergi
brotið og er nú komið inn til lands-
ins. Það ætti líka að minna afgang-
inn af þjóðinni á þá staðreynd að
íbúar þessa lands eru allir inn-
komnir ef við förum aftur um fá-
einar aldir. Varpa ég því hugmynd-
inni fram við innkomna að þeir
taki þetta orð til skoðunar og komi
því inn í málið ef þeim líkar það vel.
SR. KRISTJÁN BJÖRNSSON,
sóknarprestur á Hvammstanga og
ritstjóri Kirkjuritsins.
Gagnasafn
Morgmiblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
héldist ekki lengi. Hann sagði að
þegar svona viðraði, væri ekkert
að gera hjá leigubílstjórum. Það
færu svo margir fótgangandi, sem
í verra veðri notuðu leigubíla, og
eidra fólk, sem væri stór hluti við-
skiptavina leigubílstjóra, færi held-
ur með strætisvögnum, þegar ekk-
ert væri að veðri og færð. Nú þeg-
ar allar götur og gangstéttir væru
í þokkabót auðar, færu viðskiptin
niður úr öllu valdi.
xxx
Skíðaunnendur á hinn bóginn
hafa vel kunnað að meta veð-
urblíðuna undanfarna daga. Blá-
fjöll, Skálafell og Hengilssvæðið
löðuðu til sín fjölda manns nú um
helgina. Víkveiji var í hópi þeirra
sem sóttu Bláfjöllin heim, bæði á
laugardag og sunnudag. Satt best
að segja kom það Víkveija á óvart,
að ekki skyldu enn fleiri halda á
fjöll um helgina, því veðrið var
hreint dýrlegt, þótt skíðafærið hafi
ekki verið upp á það allra besta.
Vonandi að það snjói nú svolítið til
ljalla, því þannig mun færið batna
til muna og þá er aldrei að vita,
nema hægt verði að stunda skíðin
vel fram í aprílmánuð.
Dónaskapur
Frá Ásgerði Halldórsdóttur:
Það er greinilegt að sameiginlegt
framboð vinstri flokka til borgar-
stjórnar Reykjavíkur á sér marga
talsmenn meðal greinahöfunda
Pressunnar. Ýmsir róttæklingar og
marxistar, sem unnu með væntan-
legu borgarstjóraefni vinstri flokk-
anna í stúdentapólitíkinni fyrr á
árum, skrifa nú reglulega í blaðið
og hlaða Ingibjörgu slíku lofi, að
venjulegu fólki sem alla tíð hefur
haft óbeit á persónudýrkun er farið
að ofbjóða.
En langt er seilst, þegar byggja
á upp ímynd Ingibjargar. í síðustu
Pressu fer aðdáendalið hennar í
sérkennilegan mannjöfnuð. Þar
kemur eftirfarandi fram:
„Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Það er makalaust að engum skuli
hafa tekist að skjóta niður geisla-
bauginn af henni. Henni hefur tek-
ist hið ógerlega, þ.e. að sameina
vinstri menn í Reykjavík án þess
í fjölmiðlum
að hafa nokkuð fyrir því sjálf. Skyn-
söm, yfirveguð og greind með for-
ystuhæfileika. Með eiginleika sem
myndu nýtast í hvaða embætti sem
er í heiminum."
„Vigdís Finnbogadóttir. Ætti að
fá heiðursnafnbót fyrir þessi enda-
lausu leiðindi. Hún er meistari hins
fyrirsjáanlega og fyrirsegjanlega.
Hún er svo fyrirsjáanleg. Eins lífleg
og spennandi og hríslurnar sem hún
er alltaf að gróðursetja."
Hvað gengur þessu fólki til? Hef-
ur það enga sómatilfinningu? Á því
að líðast að halda þessu áfram?
Stöðvum það. Ég kann ekki ráð við
því ein en vonast til þess að almenn-
ingur sé tilbúinn til að snúast gegn
yfirgangi slíkra dóna sem eru að
leggja ýmsa fjölmiðlana undir sig
og ætla að komast til æðstu áhrifa
í þjóðféiaginu með lúalegum starfs-
aðferðum.
ÁSGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR,
Bollagörðum 1,
Reykjavík.
Yíkveiji skrifar