Morgunblaðið - 02.03.1994, Síða 43

Morgunblaðið - 02.03.1994, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 43 HANDKNATTLEIKUR Mikilvægir leikir í Ung- vevjalandi „Mjög óhress með að þurfa að leika báða leik- ina úti," sagði Erla Rafnsdóttir, landsliðsþjálfari ÍSLENSKA kvennalandsiiðið heldur utan í dag til Ungverja- lands þar sem liðið leikur báða leiki sína í Evrópukeppni kvennalandsliða. Þetta eru mikilvægir leikir því sigurveg- arinn kemst í úrslitakeppnina í Þýskalandi næsta haust. Eg er mjög óhress með að þurfa að leika báða leikina í Ung- veijalandi og lagði til að þeir yrðu báðir hér heima,“ sagði Erla Rafns- dóttir landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við fengum fyrst fáránlegt tilboð um að leika báða leikina úti og sendum gagntil- boð um að leika báða leikina hér heima. Þá kom annað tilboð um að leika báða leikina úti og það var víst þess eðlis að ekki var annað hægt en að taka því. Með þessu er verið að lágmarka kostnaðinn," sagði Erla. Ungverska kvennalandsliðið er mjög sterkt og það er gríðarlega mikið í húfi fyrir þarlendan hand- knattleik þvi stuðningsaðilar lands- liðanna, karla og kvenna, sögðust ekki tilbúnir að styrkja handknatt- leikinn nema annað hvort liðið kæm- ist í úrslitakeppnina. Karlamir náðu ekki að tryggja sér sæti í úrslita- keppninni og því ríður mikið á að konunum takist það. „Ég tel möguleika okkar ekki mikla enda eru þessar stúlkur allar atvinnumenn og æfa tvisvar á dag. Það er mikil pressa á þeim vegna framtíðar handboltans í landinu og það gæti hjálpað okkur eitthvað. Við mætum tiltölulega afslappaðar til leiks því við erum búnar að ná markmiði okkar og ef okkur tekst að stöðva harðaupphlaup þeirra, sem er þeirra sterkasta hlið ásamt mar- kvörslunni, getur svo sem allt gerst. En þetta verður erfitt," sagði Erla. Þess má geta að fyrri leikurinn verður á fóstudaginn, á sama stað og Selfyssingar léku í Evrópukeppn- inni á dögunum. Síðari leikurinn er í annari höll og þurfa stúlkumar að skipta um hótel, nokkuð óvenjuleg staða. Leikið á fóstudegi kl. 18, far- ið á annað hótel seint um kvöldið og leikið síðan í hádeginu daginn eftir. Erla sagði þetta dálítið furðu- legt og sagðist fegin að hafa Ninu Getsko, markvörð Stjömunnar, með í för, en hún lék í Ungveijalandi áður en hún kom til Islands og talar ungversku. Nina yrði fyrst allra til að bretta upp ermamar ef ekki yrði farið með þær eins og sæmir í svona samskiptum. Öm Magnússon, framkvæmda- stjóri HSÍ, sagði aðspurður um ástæðu þess að báðir leikimir skuli leiknir erlendis að þetta væri ein- URSLIT JMFG - Haukar 85:70 þróttahúsið 1 Grindavík, úrvalsdeildin í iðrfuknattleik þriðjudaginn I. mars 1994. Jangur leiksins: 2:0, 10:2, 13:13, 20:15, 10:32, 26:36, 26:41, 40:41, 40:43, 40:47, 18:47, 59:59, 72:60, 80:64, 85:70. 5tig UMFG: Wayne Casey 24, Nökkvi Már lónsson 16, Hjörtur Harðarson 13, Unndór Sigurðsson 11, Guðmundur Bragason 10, Pétur Guðmundsson 6 og Marel Guðlaugs- »n 5. 3tig Hauka: Jón Arnar Ingvason 20, John Rhodes 18, Tryggvi Jónsson 15, Pétur íngvason 9, Sigfús Gizurason 6 og Jón Öm Juðmundsson 2. Dómarar: Jón Otti Olafsson og Kristinn jskarsson sem stóðu sig vel. Áhorfendur: Um 550. 1. DEILD KVENNA: tR-UMFG.....................32:128 göngu spuming um peninga. „Við fengum tilboð þess eðlis að það marg borgar sig fyrir okkur að leika báða léikina úti,“ sagði Öm. Nú voru fslensku strákamir kall- aðir heim íleikinn gegn Finnum þrátt fyrir að vonlítið, eða vonlaust^ væri að vinna upp þann mun sem þurfti. Það hefur væntanlega kostað eitt- hvað en síðan er þessi mikilvægi leik- ur seldur úr landi. Hefði slíkt verið gert ef karlalandsliðið hefði átti í hlut? „Við kölluðum strákana heim í leikinn gegn Finnum því við vildum einskis láta ófreistað að vinna upp þann mun sem þurfti þó svo munur- inn væri ef til vill fjarstæðukenndur. Það verður að segjast eins og er að áhorfendur koma á karlaleikina þeg- ar við emm með okkar sterkasta lið en því miður er það ekki enn svo með kvennaleikina. Lið þeirra er mjög sterkt og væntanlega mun sterkara en okkar lið. Ef leikið hefði verið heima og að heiman hefði fyrri leikurinn verið úti og þá væntanlega ekki verið mikil aðsókn á síðari leik- inn hér heima. HSÍ á í fjárhagsörðug- leikum og við sáum okkur ekki ann- að fært en að taka tilboðinu. Það er ekki verið að hygla strákunum. Þetta er bara blákalt reikningsdæmi," sagði Örn. IÞROTTIR FATLAÐRA / OLYMPIUMOT I LILLEHAMMER Landslidid Erla Rafnsdóttir hefur valið 13 stúlk- ur til að leika gegn Ungveijum. Herdís Sigurbergsdóttir úr Stjörrt- unni gaf ekki kost á sér en annars er hópurinn þannig skipaðun Markverðir: N Fanney Rúnarsdóttir........Gróttu Hjördís Guðmundsdóttir....Víkingi Aðrir leikmenn: Inga Lára Þórisdóttir.....Víkingi Halla Maria Helgadóttir...Víkingi Auður Hermannsdóttir....—Virum Laufey Sigvaldadóttir......Gróttu Ragnheiður Stephensen.-.Stjömunni Andrea Atladóttir.............ÍBV Heiða Erlingsdóttir.......Víkingi Svava Sigurðardóttir......Víkingi Una Steinsdóttir........Stjömunni Guðný Gunnsteinsdóttir ...Stjömunni Hulda Bjamadóttir.........Víkingi Morgunblaðið/Ámi Sæberg Svanur Ingvarsson mætir á æfingu á skautasvellið í Laugardal. Hann mætir með sleða sinn í skottinu, en tek- ur síðan við æfingar í sleðastjaki á svellinu. Svanur eini keppandinn frá íslandi Svanur Ingvarsson verður eini íslenski keppandinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra sem hefst í Lille- hammer í Noregi 10. mars. Þetta verður í fyrsta sinn sem íslendingar senda keppenda á Vetrarólympíumót en mótið er nú haldið í sjötta sinn. Þátttakendur verða um eitt þúsund frá 31 landi og er það um 40% aukn- ing frá mótinu í Albertville fyrir tveimur árum. Svanur mun keppa í sleðastjaki og ætlar hann að taka þátt í 100, 500, 1.000 og 1.500 metra stjaki. íþróttasamband fatlaðra leggur áherslu á að rennt er blint í sjóinn með árangur enda er verið að keppa í sleðastjaki í fyrsta sinn á vetrarleikunum og er þátt- taka Svans fyrst og frekst hugsuð sem stuðningur við þessa nýju íþróttagrein. Þegar fatlaðir íþróttamenn taka þátt í mótum erlendist hefur stefnan iðulega verið sett á sigur, en að þessu sinni eru kröfumar ekki eins miklar enda ætlar Svanur bæði að taka þátt í stuttum sprettum og einnig í millivegalengdum. Svanur, sem er nýorðinn 31 árs, er þekktari sem sundmaður en þegar Norðmenn leituðu aðstoðar ís- lendinga til að fá sleðastjak inná leikana var haldið námskeið hér á landi og sýndu margir áhuga á grein- inni, meðal annars Svanur og var hann valinn til að keppa í Lillehammer. Vetrarólympíumótið hefst fimmtudaginn 10. mars og iýkur laugardaginn 19. mars. Svanur keppir í 100 metra sieðastjaki mánudaginn 14. mars og einnig í 500 metra stjaki. Miðvikudaginn 16. mars keppir hann i 1.500 metra stjaki og föstudaginn 18. í 1.00 metra sleðastjaki. KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD Grindvfldngar komnir í úrslK GRINDVIKINGAR unnu Hauka 85:70 og tryggðu sér þar með rétt til að leika í úrslitakeppni úrvalsdeildar. Haukar geta náð þeim að stigum en þar sem Grindvíkingar hafa betur í inn- byrðisviðureignum félaganna í vetur, hafa sigrað í þremur við- ureignum en Haukar í einni, komast þeir ekki upp fyrir þá. Það var augljóst í byijun að bæði lið ætluðu sér ekkert annað en sigur í leiknum. Mikil barátta í báðum lið- Frímann um og taugaspenna Óiafsson í leikmönnum. skrífar Nökkvi Már Jónsson sem spilaði mjög vel í fyrri hálfleik dreif heimamenn áfram og um miðjan hálfleikinn voru þeir yfir 20:15. Nökkvi fékk þá sína 3. villu og fór útaf en Hauk- arnir sneru leiknum sér í vil með 17 stigum án svars og komust í 32:20. Þá loksins skoraði Nökkvi tvær körfur fyrir heimamenn og hafði þá skorað 13 af 24 stigum þeirra. Pétur Ingvason kom Hauk- um 15 stigum yfir með 5 stigum í röð og staðan 41:26 tveimur mínút- um fyrir hlé. í næstu sókn stal Unndór Sigurðsson boltanum af Jóni Arnari, skoraði og fékk víta- skot sem hann skoraði úr. Þá var eins og Grindavíkurliðið vaknaði af dvala og þeir skoruðu hverja körf- unar á fætur annarri án svars og minnkuðu muninn í 1 stig rétt fyrir hlé en John Rhodes skoraði síðustu körfuna fyrir Hauka. Haukamir byijuðu seinni hálf- leikinn af krafti og komust 7 stigum yfir með körfm frá Jóni Amari og John Rhodes en Guðmundur Braga- son og Wayne Casey komu Grind- víkingum yfir með 4 stigum hvor. Jafnt var á næstu tölum og á 11. mínútu jöfnuðu Haukar 59:59. Heimamenn skoruðu 2 stig og Pét- ur Ingvason skoraði 1 stig úr víti. Heimamenn tóku þá góða rispu og gerðu nánast út um leikinn á tveim- ur næstu mínútum með 12 stigum og komust í 72:60. Ingvar Jónsson þjálfari Hauka fékk dæmda í sig tæknivillu á þessum kafla og gerðu heimamenn 5 stig eftir þann dóm. Þennan mun náðu Haukamir aldrei að vinna upp og máttu játa sig sigr- aða á lokakafla leiksins. „Þessi leikur skipti milku máli. Það er érfitt að halda einbeitingu allan leikinn og við lentum undir í fyrri hálfleik en sýndum góðan kar- akter er við unnum upp forskotið í fyrri hálfleik. Spiluðum síðan mjög vel í þeim seinni og héldum þeim í 27 stigum," sagði Nökkvi Már Jóns- son fyrirliði Grindvfkinga. Nökkvi spilaði mjög vel í iiði Grindvíkinga og var í miklu stuði í fyrri hálfleik. Unndór Sigurðsson einn af ungu strákunum stóð sig mjög vel, skoraði mikilvæg stig og var fastur fyrir í vöminni. Guð- mundur var í mikilli baráttu allan leikinn við Rhodes í vörninni og var umsetinn í sókninni og skilaði sínu • vel. Casey lifnaði við í seinni hálf- leik og, Hjörtur var sterkur. Jón Öm Guðmundsson fyrirliði Hauka var ekki glaður í leikslok. „Þessi ósigur kostaði okkur þann litla möguleika sem við áttum á að komast í úrslitakeppnina. Ég var þó bjartsýnn í fyrri hálfleik þar sem við náðum góðum kafla og forskoti en það hvarf eins og dögg fyrir sólu. Það má aldrei sofna á verðin- um gegn Grindavíkurliðinu. Þeir eru með það góðar skyttur og eru fljót- ir fram. Við náðum síðan ekki að halda haus og þeir komu miklu grimmari til leiks í seinni hálfleik og unnu verðskuidað" , sagði Jón. Haukamir spiluðu oft á tíðum vel í fyrri hálflei og framan af seinni hálfleik en misstu síðan einbeiting- una þegar þeir lentu undir. Jón Amar, John Rhodes og Tryggvi Jónsson spiluðu vel en hinir náðu ekki að fylgja þeim eftir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.