Morgunblaðið - 02.03.1994, Qupperneq 44
ttngtuifrlðfeifr
V/SA
LECTRO
ir
i
RAFRÆNT
PJÓNUSTUKORT
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
Sím 091100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Allflestir
vertíðar-
bátar búnir
með kvóta
FLESTIR vertíðarbátar eru
búnir eða langt komnir með
þorskaflaheimildir sínar en
flestum ber saman um að veiði
sé með miklum ágætum nú, alls
staðar sé fisk að finna á grunn-
slóð. Afli línubáta fyrir Norður-
landi hefur verið afar góður
að undanförnu og togarar
reyna að forðast þorskinn til
að treina sér kvótann. Jóhann
Símonarson skipstjóri á Bessa
IS segir þorsk um allan sjó og
sumir bátar að vestan séu að
veiðum kvótalausir.
Óttar Guðlaugsson skipstjóri á
Auðbjörgu SH segir að vertíðin
hafi gengið vel en kvótann kláraði
skipið um síðustu áramót. Það hef-
ur verið að veiða leigukvóta með
dragnót frá áramótum.
Hann sagði að það virðist vera
töluvert mikið um smærri fisk „og
ef hann þyngist um svona % hluta
eða helming þá þurfum við ekki að
drepa eins marga fiska. En þetta
verður sjálfsagt mjög erfitt hjá öll-
um,“ sagði Óttar.
Farnir að veiða kvótalausir
Jóhann Símonarsson skipstjóri á
Bessa ÍS segir að menn geri sér
ekki grein fyrir ástandinu vegna
kvótaskerðingar á Vestfjörðum. Þar
sé spurningin orðin sú hvort menn
haldi áfram veiðum þrátt fyrir upp-
urinn kvóta eða svelti ella. Hann
segir að nokkrir bátar að vestan
séu þegar farnir að veiða kvótalaus-
ir.
Agæt veiði hefur verið hjá línu-
bátum fyrir norðan síðustu daga
og hefur afli báta frá Siglufirði
verið 150-200 kg á bala. Einn línu-
bátur frá Þórshöfn komst upp í tvö
tonn eftir daginn en að meðaltali
hafa bátarnir verið með um 1.200-
1.400 kg.
Sjá nánar í Úr verinu bls. Bl,
B2, B4 og B5.
Handknattleikur
Leikið fyrir
luktum dyr-
umíEyjum
MÓTANEFND Handknatt-
leikssambands Islands úr-
skurðaði í gær að leikur ÍBV
og KR í 1. deild karla, sem
fram fer í Vestmannaeyjum
í kvöld, yrði leikinn fyrir
luktum dyrum. Þetta er í
fyrsta sinn sem íslenskt
handknattleikslið er beitt
slíkri refsingu.
Mótanefnd HSÍ telur að ÍBV
hafi ekki staðið nægilega vel
að framkvæmd síðasta heima-
leiks milli ÍBV og Víkings í síð-
ustu viku. Öryggi og eftirliti
hafi verið ábótavant.
Sigbjörn Óskarsson, þjálfari
og leikmaður ÍBV, var úrskurð-
aður í sjö mánaða keppnisbann
af aganefnd_ HSI vegna
óíþróttamannslegrar fram-
komu í umræddum leik.
Sjá bls. 42.
Norðmenn frysta ekki loðnuhrogn og mikil eftirspurn í Japan
'ks l-
Morgunblaðið/Albert Kemp
Drekkhlaðinn
LOÐNUSKIPIÐ Jón Kjartansson siglir drekkhlaðið inn Fáskrúðsfjörð með fullfermi af loðnu með stolt fjarðarins, Skrúð, í baksýn.
Verð hefur hækkað um
allt að þriðjung milli ára
VERÐ á loðnuhrognum hefur hækkað
um allt að þriðjung á Japansmarkaði
milli ára, en framboð er nú lítið vegna
þess að Norðmenn frysta ekki loðnu-
hrogn í ár og er eftirspurn mikil. Gylfi
Þór Magnússon, framkvæmdastjóri hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsa, kveðst telja
að markaðurinn geti tekið við allt að
8.000 tonnum af hrognum. Frystihús
hérlendis hafa almennt ekki hafið loðnu-
hrognafrystingu, því hrognafyllingin
hefur ekki náð æskilegu marki, sem
talið er vera um 23-24%, og er nýtingin
í hreinsuninni ekki góð. Nokkur frysting
er þó hafin í«Vestmannaeyjum og í Þórs-
höfn. Gylfi Þór segir að frystihús innan
vébanda SH hafi þó allt til reiðu og
hafi vélabúnaður þegar verið yfirfarinn.
Loðnuveiði var dræm í gær vegna
brælu.
„Veðurfar og hegðun loðnunnar getur
sett strik í reikninginn. Loðnan getur horf-
ið á augabragði og hrygnt á tveimur dögum
án þess að nokkuð veiðist af henni, eins
og við þekkjum t.d. frá því í fyrra, þannig
að töluverð áhætta og óvissa fylgir þessari
framleiðslu,“ segir Gylfi Þór.
í fyrra tókst að frysta um 700 tonn af
hrognum. Sæmundur Guðmundsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri hjá íslenskum
sjávarafurðum, segir að ef veiðar takist nú
sé skynsamlegt að safna birgðum því íslend-
ingar séu nú einu framleiðendur loðnu-
hrogna fyrir Japansmarkað, og misfarist
veiðar á næsta ári sé öruggast að eiga til
eitthvert magn til að anna eftirspurn þá.
„Markaðurinn er algerlega tómur núna og
því skynsamlegt að framleiða aðeins meira
■ en menn áætla ársneyslu," segir Sæmund-
ur.
Yfir 300 þús. tonnum landað
Samkvæmt upplýsingum frá Félagi ís-
lenskra fiskimjölsframleiðenda er nú búið
að landa um 303 þúsund tonnum af loðnu
á vetrarvertíð eða rúmlega 756 þúsund
tonna heildarveiði á loðnuvertíð. Loðnukvót-
inn er rúmlega milljón tonn og eru eftir-
stöðvar hans um 315 þúsund tonn.
Borgin vill verja 800 millj.
til átaks í atvmmimálum
Formaður Atvinnuley sistry ggingasj óðs segir sjóðinn
að óbreyttu ekki geta lagt fram 400 milljónir til átaksins
Á FUNDI borgarráðs í gær lagði Markús Örn Antonsson
borgarstjóri fram tillögu til úrbóta í atvinnumálum sem felur
í sér að ráðist verði í sérstök átaksverkefni á vegum borgar-
sjóðs og fyrirtækja borgarinnar og til þeirra varið 800 milljón-
um króna, enda verði Atvinnuleysistryggingasjóði gert kleift
að veita helming þeirrar upphæðar, eða um 400 milljónir króna,
til verkefnanna. Tillögunni var vísað til borgarstjórnar til
umfjöllunar. Pétur Sigurðsson, formaður Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs, segist fagna öllum hugmyndum til úrbóta í atvinnu-
málum, en gerir ekki ráð fyrir að hugmynd borgarsljóra sé
möguleg og bendir á að sjóðurinn hafi einungis 600 milljónir
króna til ráðstöfunar.
Verði tillaga borgarstjóra að
veruleika verður hægt að ráða
nálægt eitt þúsund manns til
650-700 starfa í tvo til sex mán-
uði. Gert er ráð fyrir að byijað
verði að ráða fólk af atvinnuleysis-
skrá í mars hjá borgarsjóði, borg-
arfyrirtækjum og verktökum á
þeirra vegum. Þá er einnig lagt
til að ráða fólk af atvinnuleysis-
skrá til afleysinga í sumar umfram
það sem er ráðgert í fjárhagsáætl-
un. Miðað er við 200 störf í átta
vikur að jafnaði og er reiknað með
að kostnaður verði um 30 milljónir.
600 milljónir til ráðstöfunar
Pétur Sigurðsson sagði að fyrir
það fyrsta væri það ekki í verka-
hring borgarstjórnar Reykjavíkur
að samþykkja að borgin fengi 400
milljónir króna úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði og því komi þessi
samþykkt á óvart þar sem talað
sé um að borgin ætli að leggja
fram ákveðna upphæð og hinn
hlutann eigi að sækja í Atvinnu-
leysistryggingasjóð. „Sjóðurinn
hefur 600 milljónir til ráðstöfunar
samkvæmt þessum bráðabirgða-
ákvæðum í lögunum um átaks-
verkefni á vegum sveitarfélaga.
Auðvitað er hver umsókn fyrir sig
afgreidd sérstaklega. Eg á samt
ekki von á því, miðað við það sem
var framgangsmátinn á síðasta
ári, því nú eru þetta mjög svipaðar
reglur, að þessi hugmynd borgar-
stjórans sé möguleg," sagði Pétur.
Hann sagði að ef hugmyndin
væri möguleg og sjóðurinn yrði
að setja fé í verkefnið reiknaði
hann með að önnur sveitarfélög
myndu fylgja í kjölfarið og þá
myndi talsvert vanta upp á að
endar næðu saman. Hins vegar
myndi ekkert gleðja hann meira
en ef áhugi yrði hjá sveitarfélög-
unum að framkvæma góða hluti
og eyða þar með atvinnuleysi.
Hann talaði nú ekki um ef yfir-
völd fjármála væru tilbúin til að
leggja meira fé til þessara mála.
Sjá nánar bls. 27