Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. MARZ 1994 9 DAMAN Fallegur sundfatnaður frá Finnwear Ný sending Sendum í póstkröfu Íl DAMAN Laugavegi 32, sími 16477. Skórhi. 38 þrep - JVC-húsiö, Laugavegi 89 Reykjavík, 4. mars 1994. Kœru landar! Við erum tvœr og erum að stíga fyrstu skrefin í skó- kaupmennsku á Laugaveginum. Fyrirtceki okkar heitir Skór en verslunina köllum við 38 þrep sem öll eru upp á við! Hún er í JVC-húsinu á Laugavegi 89. Skórnir sem við seljum í 38 þrepum eru glœsilegir italskir skór fyrir konur og karla með vandaðan smekk. Við bjóöum ykkur velkomin í skóverslun okkar viö Laugaveginn. Hún er opin frá 10 til 6 alla virka daga, Kœr kveðja, tvœr í ítölskum skóm. Fólk er alltaf að vinna t Gullnámunni: 37 milljónir Vikuna 24. febrúar til 2. mars voru samtals 37.189.500 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 24. feb. Háspenna, Hafnarstræti 161.764 1. mars Ölver...................... 330.429 l.marsÖlver........................ 109.603 1. mars Ölver........................ 57.943 Staða Gullpottsins 3. mars, kl. 12.00 var 6.533.598 krónur. s < o Silfurpottarnir byrja alitaf f 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta. I 1 •Hfpltjl U Metsölublad á hverjum degi! Varnaðarorð gegn lesskatti Magiiús Hreggviðsson kemst svo að orði í Frjálsri verzlun: „Það hefur nú |>egar sýnt sig að þessi vamað- arorð, sem stjórnvöld tóku ekkert mark á, fremur en varnaðarorð- um við annarri skatt- lieimtu, voru orð í tíma töluð. Ahrifin eru að koma í ljós. Eitt stærsta timaritafyrirtæki lands- ins er þegar orðið gjald- þrota, sömuleiðis eitt dagblaðanna og fyrir skönunu varð Stöð 2 að segja upp tveimur tugum starfsmanna, m.a. vegna áhrifa virðisaukaskatts- ins. Vitanlega var aðstaða fjölmiðla og útgáfufyrir- tækja til að mæta skattin- um misjöfn. Dagblöðin og sjónvarpsstöðvaniar veltu skattinuni að fullu út í verðlagið og fyrir Ríkisútvarpið hafði það engin áhrif. Þar er um skylduáskrift að ræða og greiði fólki ekki áskrift- argjöldin nui það eiga von á borðalögðum inn- heimtumönnum. Utgef- endur tímarita og bóka treystu sér hins vegar ekki til þess að velta skattinum út í verðlagið, einfaldlega af þeirri ástæðu að á þeim vett- vangi er n\jög hörð sam- keppni við innflutt tíma- rit og bækur. Voni bóka- útgefendur sanunála um að 14% hækkun á bókum á síðustu jólavertíð hefði þýtt hrun í bóksölu. Obreytt verð þýddi raun- Lesskattur og atvinnu- leysi Hefur „lestrarákatturinn", 14% virðis- aukaskattur á fjölmiðla og bókaútgáfu, leitt til þess að fyrirtæki í þessari atvinnu- grein hafi neyðst til þess að draga sam- an seglin og þann veg aukið á atvinnu- leysið og rýrt skattstofna? Sú er skoðun Magnúsar Hreggviðssonar sem hann setur fram í nýjasta hefti Frjálsrar verzl- unar. verulega 14% lækkun á bókum og fáir útgefend- ur munu hafa burði til þess að taka þá lækkun á sig, jafnvel þótt þeir reyndu af fremsta megni að draga úr kostnaði, m.a. með því að auglýsa ekki í Ijósvakamiðlum. Verður líklegt að teljast að áhrifin eigi eftir að koma í ljós á næstu miss- erum." Erlent skatt- frjálst „Sennilega hefur þó samkeppnisstaða tímarit- anna verið skert mest þar sem mikið er flutt inn til landsins af erlendum tímaritum án þess að af þeim sé greiddur virðis- aukaskattur. Sljórnvöld höfðu að vísu uppi til- burði til þess að inn- heimta skattinn af áskriftargjöldum erlendu tímaritanna en sáu fljótt að slíkt var næstum óframkvæmanlegt, nema þá að kalla til sérstakar stormsveitir sem falið væri það hlutverk að rannsaka rækilega allan þann póst til landsins sem bærist frá útlöndum. Ekki er fjarri lagi að ætla að þegar á árinu 1994 verði sair.dráttur í útgáfu tímarita og bóka á íslandi um nálega þriðj- ung. Það þarf ekki mikla spekinga til þess að sjá livað slíkt hefur í för með sér, sérstaklega í atvinnu- legu tilliti, en útgáfuiðn- aðurinn á Islandi liefur fært fjölda fólks atvinnu, bæði beint og óbeint. Með skattheimtunni verða þessi störf smátt og smátt. flutt til útlendinga og rík- ið muri þurfa að greiða því fólki, sem missir störf sin, atvinnuleysisbætur. Kannski er hugsað þar á bæ að það muni ekki um nokkra blóðmörskeppni í sláturtíðinni...“ Skattáhrifin á atvinnustigið „Það, sem vekur hvað mesta grenýu hjá þeim, sem láta sig þessi mál varða, er að stjómmála- menn gerðu lítið til þess að setja sig inn í málin áður en þeir tóku ákvörð- un um skattheimtuna. Það virðist vera orðið lög- mál á Islandi að auka sí- fellt skattbyrðina og liorfa á öll rök með blind- um augum þegar verið er að hækka skatta. Nú er það hins vegar viður- kennt í nágrannalöndum okkar, þar sem skatt- heimtan hefur verið á svipuðu stigi og á íslandi, að of langt liafi verið gengið og þar hafa menn verið i þjóðarsáttarsamn- ingum um að taka skref til baka. Það er engin til- viljun að í Evrópu er at- vinnuleysið hvað mest i þeim löndum þai’ sem skattheimtan er mest...“ Þingsályktunartillaga um útflutningssjóð búvara Vinni íslenskum hágæða- búvörum sess í útlöndum FIMM þingmenn Framsóknarflokks hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um að komið verði á fót útflutningssjóði búvara sem hafi það hlutverk að vinna íslenskum hágæðabúvörum sess á erlendum mörkuð- um. Er gert ráð fyrir því að ríkissjóður leggi framlag í sjóðinn til aldamóta á móti framlögum frá samtökum bænda og nýju áhættufé og vegi framlag ríkisins upp þann samdrátt sem boðaður er á sama „Ef íslensk búvöruframleiðsla á að halda stöðu sinni á næstu árum verða menn í alvöru að skoða þá nýju möguleika sem hugsanlega eru að skapast í útflutningi. Að því verk- efni þarf að vinna markvisst og það kostar töluverða peninga sem geta skilað sér margfalt til baka,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrsti flutningsmaður tiilögunnar, við Morgunblaðið. í greinargerð með tiliögunni kemur fram að margt bendi til þess að markaður sé að skapast erlendis fyrir búvörur sem eru framleiddar án fúkkalyfja, horm- óna og illgresiseyðingarefna. Samningar gefa möguleika Jóhannés sagði að ekki væri með tillögunni verið að leggja til beinar útflutningsbætur heldur að fjár- magn verði lagt í markaðsstarf og innlent rannsóknarstarf. „Við bend- um meðal annars á þá möguleika sem milliríkjasamningar, til að mynda GATT-samningarnir, gefa okkur. Það bendir til að mynda margt til þess að við eigum gott með að nýta okkur þann lágmarks- aðgang að erlendum mörkuðum fyr- ir vörur á lægri tollum, sem samn- ingarnir tryggja," sagði Jóhannes. í greinargerðinni kemur fram að ný stefnumótun í landbúnaði verði meðal annars að fela í sér að í opn- ara viðskiptaumhverfi haldi land- búnaðurinn frá upphafi óbreyttum tekjum með útflutningi á móti því sem kann að verða flutt inn. Til lengri tíma litið verði stefnt að því að ná aftur þeim tekjum sem iand- búnaðurinn hafði áður en núverandi samdráttartímabil hófst og mætti til dæmis miða við árið 1985. Jó- hannes sagði að samkvæmt samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið hefðu íslendingar sama rétt til að verðjafna við útflutning og við innflutning á landbúnaðarvör- um. Ýmsar þjóðir, til að mynda Norðmenn, noti það fé sem fæst við að leggja á jöfnunargjöld við inn- flutning aftur í verðjöfnun við út- flutning. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10-12 f.h. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 5. mars verða til viðtals Katrín Fjeldsted, 2. varaforseti borgarstjórnar, í borgarráði, formaður heilbrigðisnefndar, í umhverfis- málaráði, og Hilmar Guðlaugsson, formaður bygginganefndar Reykjavík- ur, formaður húsnæðisnefndar Reykjavíkur, í íþrótta- og tómstundaráði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.