Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Varar við Makedón- íustríði GEORGE Soros, frægur auðkýfingur og verðbréfasali af ungverskum ættum í Banda- ríkjunum, telur hættu á því að brotist geti út styijöid vegna Makedóníu sem verði miklu afdrifaríkari en átökin í Bosníu. Soros sagði að aðgerðir Grikkja, sem hafa meinað Makedóníu um aðgang að höfn- um, gætu haft í för með sér hrun síðarnefnda ríkisins. Búlgarar, Tyrkir og Albanir myndu síðan berjast við Grikki og Serba um leifarnar. Grunaður um íkveikju LÖGREGLA í London hefur nú í haldi 34 ára gamlan, heyrnar- lausan mann, David Lauwers, sem grunaður er um að hafa átt sök á eldsvoða í kvikmynda- og klámklúbbi homma, Dream City, um síðustu helgi. Níu manns týndu þá lífi. Lauwers gaf sig sjálfur fram við yfír- völd. Talið er að bensíni hafí verið hellt inn um bréfalúgu og kveikt í. Neyðarútgangi mun hafa verið læst til að hindra gesti í að nota skúmaskot við hann til ástarfunda. Verkfall ákveðið MÁLMIÐNAÐARMENN í Neðra-Saxlandi samþykktu í gær að efna til verkfalls. Er óttast að það verði upphaf versta ófriðar á vinnumarkaði í Þýskalandi í áratug. Nýr yfirmað- ur gagn- njósna BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti skipaði í gær Sergej Stepashín í embætti yfirmanns gagn- njósna í stað Níkolajs Golús- hkos sem forsetinn vék úr starfi fyrir skömmu. Stepashín er 42 ára gamall og var staðgengill Golushkos. Rúslan Khasbúl- atov, fyrrverandi þingforseti, sagði í gær að borgarastríð kraumaði undir niðri í landinu og myndi gera það meðan Jelts- ín væri við völd. Umbótasinninn Jegor Gajdar sagði að hætta færi sífellt vaxandi á blóðsút- hellingum í Rússlandi. Ráðherrar Noregs og Evrópusambandsríkja hittast á þriðjudag Leita enn málamiðlunar í deilu um fiskveiðimálin TÍU stunda langar viðræður norskra samningamanna og fulltrúa Evrópusambandsins um fiskveiðimál á miðvikudag nægðu ekki til að jafna ágreininginn en Jan Henry T. 01- sen, sjávarútvegsráðherra Noregs, var þó vongóður um lausn á næstunni. Hann sagði að ekkert yrði ákveðið endan- lega fyrr en á þriðjudag er hann og Grete Knudsen við- skiptaráðherra funda á ný með ráðherrum sambandsríkj- anna í Brussel. Fulltrúar samningsaðila munu á meðan ræðast við um ýmis tæknileg atriði. Komið upp um njósn- ara Breta í Rússlandi Moskvu, Lundúnum. The Daily Telegraph. Reuter. BRETAR hyggjast ekki bregðast sérstaklega við fréttum þess efn- is að Rússar hafi handtekið rúss- neskan vopnasérfræðing sem njósnaði fyrir bresku leyniþjón- ustuna. Talið er að þetta séu viðbrögð Rússa við handtöku Bandaríkjamannsins Aldrich Ames, sem sakaður er um njósn- ir fyrir Rússa. I rússneskum blöðum sagði að maðurinn væri stjórnandi í fyrirtæki á sviði stórskotakerfa og hernaðar- tækni. Sagt var að hann hefði verið nægilega háttsettur til að hafa samband við útlendinga. Breskur embættismaður sagði að stjórnin teldi ekki ástæðu til að gera meira úr málinu, slíkt myndi aðeins skaða samskipti ríkjanna. Þrátt fyrir fréttir þess efnis að maðurinn hefði valdið miklum skaða með því að ljóstra upp um hernaðarleyndarmál sagði talsmað- ur rússneska utanríkisráðuneytis- ins að Rússar myndu bregðast við á „siðaðan" hátt. Haft var eftir rússneskum embættismanni að Rússum væri ekki misboðið á sama hátt og Bandaríkjamönnum er upp komst um Ames fyrir skömmu. Virtist með þessum yfirlýsingum ætlunin að benda á hversu „barna- legir“ Bandaríkjamenn væru að mati Rússa, að telja að njósnir yrðu úr sögunni við endalok kalda stríðs- ins. Sú tilgáta hefur verið sett fram að Rússar hafi skáldað frásögnina af handtöku mannsins en hún er ekki talin líkleg. Kom Ames upp um Gordievskíj? Oleg Gordievskíj, hæst setti sov- Vegna breytinga á rekstri verslunarínnar höldum við ALVORU rýmingarsölu! Garöáhöld 40% afsláttur Fúavarnarefni 50% afsláttur AHskonar verkfæri 25% afsláttur Málning 25% afsláttur Fatnaöur 25% afsláttur DROFN VIÐHALI) SKIPA & FASTEIGNA Strandgötu 75, Hafnarfirði, sími 50393. éski njósnarinn sem flúði til Bret- lands, segir frá því í nýjasta hefti Spectator að hann telji að Aldrich Ames hafi komið upp um sig, en Gordievskíj gerðist gagnnjósnari Breta er hann starfaði í sendiráði Sovétríkjanna í Lundúnum. Að sögn Aftenposten er ríkis- stjórn Gro Harlem Brundtland nú undir miklum þrýstingi frá hags- munasamtökum bænda sem óttast um sinn hlut en þeir hafa notið víðtækra styrkja og niðurgreiðslna. Að sögn blaðsins er búið að semja um landbúnaðarmálin en fulltrúar Noregs vilja sem minnst segja á þessu stigi málsins. Talið er að komið gæti bakslag í samningana ef norskir ráðherrar færu að skýrá frá því hvemig þeir hygðust nýta sér samningsákvæðin, norskum landbúnaði í hag. Norsk stjórnvöld fá að styrkja bændur með beinum framlögum og ýmsum öðrum hætti eins og þau hafa gert. Vitað er á hinn bóginn að Norðmenn munu skuldbinda sig til að matvælaverð lækki smám saman til samræmis við matvæla- verð í löndum Evrópusambandsins en talið er að nokkur ár líði áður en þær lækkanir verða að fullu komnar til framkvæmda. Norska blaðið Dagens Nær- ingsliv sagði í gær að gagnrýni og kvartanir bændasamtakanna sönn- uðu að samningarnir myndu verða til hagsbóta fyrir langflesta Norð- menn. Kosturinn við samningana væri sá að stuðningurinn við land- búnaðinn yrði ekki dulinn neytend- um eins og tíðkast hefði heldur öllum ljós. Mikilvægast væri að menn reyndu að bera niðurstöðuna í landbúnaðarmálunum saman við þær breytingar sem óhjákvæmileg- ar væru í framtíðinni, jafnvel þótt landið gengi ekki í Evrópusam- bandið, til að menn áttuðu sig á því hve hagstæður samningurinn væri. Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, er Miðflokksmaður en þar á bæ er mikil andstaða við land- búnaðarákvæði samninganna í Brussel enda bændur fjölmennir í flokknum. Aho sagði í gær á fundi að fleira væri jákvætt en neikvætt við samninginn þótt ekki hefðu all- ar kröfur Finna fengið framgang. Blendin viðbrögð í Svíþjóð við aðildarsamningum í Brussel Carlsson lýsir ánægju en hvetur til umræðu Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. VIÐBRÖGÐ í Svíþjóð við fréttinni um að samninganefnd Svía með Ulf Dinkelspiel Evrópuráðherra í fararbroddi hefði náð viðunandi aðildarsamningum við Evrópusam- bandið hafa verið blendin, eins og við var að búast. Hægrimaðurinn Carl Bildt forsætisráðherra talar um sögulegan dag fyrir Svíþjóð, Ingvar Carlsson, leiðtogi jafnaðarmanna, lýsir ánægju með niðurstöðuna en varar við skjótri afgreiðslu á samningnum. Gudrun Schyman, formaður Vinstriflokksins, sem er vinstra megin við jafn- aðarmenn, segir samningana sjónarspil og með þeim festist Svíar í viðvarandi atvinnuleysi. Bent er á að álitamál sé hvort greiðslur til Evrópusambandsins og greiðslur þaðan hafi afdrifarík áhrif, en að takmarkanir á inn- flutningi áfengis muni gera Svíum kleift að skattleggja það á sama hátt og fyrr, á þann hátt verði haft taumhald á skaðlegum áhrifum áfengis og þar með kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sem fylgi ofnautn áfengis. Otta gætir um að landbúnaðar- styrkir Evrópusambandsins muni ýta undir kostnaðarsama offram- leiðslu. Matvæli lækka lítið sem ekkert í verði, andstætt því sem verða mun hjá Norðmönnum og Finnum gangi þeir í sambandið, þar sem Svíar hafa síðustu árin lagað matvælaverð að markaðn- um í Evrópusambandinu. Talið er að fatnaður hækki eitthvað í verði, Svíar hafa flutt mikið inn af ódýrum fatnaði frá Asíu, en með aðild mun meira verða flutt inn frá hinum Evrópulöndunum. Frammámenn í viðskipta- og efnahagslífinu fagna, en bindind- ishreyfíngin, sem er mjög sterk í Svíþjóð, ráðleggur fólki að greiða atkvæði móti inngöngu í Evrópusambandið. Og spurningin um hvort samningurinn um evr- ópska efnahagssvæðið, EES, nægi ekki alveg Svíum heyrist oft. Þó samningnum sé tekið sem staðreynd, þá eru þó enn nokkur atriði hans ófrágengin, svo sem aðild Svía að Evrópska myntsam- bandinu, að stjórnkerfi Evrópu- sambandsins og hvernig farið verður með kröfur Svía um opin- beran aðgang að upplýsingum, líkt og reglur eru um í Svíþjóð. Klappað á þingi Þegar Ulf Dinkelspiel, með sól- arhringsgamla skeggbrodda eftir rúmlega tveggja sólarhringa samningalotu, tilkynnti blaða- mönnum í Brussel að aðildar- samningur væri í höfn, voru við- brögðin fljótlega þau að Svíar hefðu unnið hálfan sigur. En þeg- ar hann gekk í þingsalinn í Stokk- hólmi á miðvikudag risu þing- menn úr sætum og klöppuðu hon- um ákaft lof í lófa. Síðan hefur athyglin beinst að því að hvaða áhrif samningurinn muni hafa og hvernig kjósendur muni taka hon- um. í Svíþjóð eru þijár mjög áhrifa- miklar alþýðuhreyfingar; bind- indishreyfingin, umhverfishreyf- ingin og friðarhreyfingin. Þrátt fyrir að Svíar fái að takmarka innflutning almennings á áfengi, þá mælir bindindishreyfingin ekki með inngöngu í Evrópusamband- ið. í hreyfingunni eru um níutíu þúsund manns. Meðal umhverfis- verndarsinna gætir tortryggni á að Svíar fái að framfylgja ströng- um umhverfisverndarlögum, eftir íjögurra ára aðlögunartímann sem þeir fá áður en þeir þurfa að fara að Evrópusambands- ákvæðum. Og friðarhreyfingarn- ar eru andvígar því að sænsk öryggismál verði sameiginlegt viðfangsefni i Evrópusamband- inu. Innan þessara hreyfinga verður því vart að sækja stuðning við inngöngu í sambandið. Frammámenn í efnahags- og viðskiptalífinu hafa í fjölmiðlum lagt áherslu á að eftir aðildar- ' samninginn horfi málin að mörgu leyti öðruvísi við. Sænsk fyrirtæki hafi þegar góðan aðgang að evr- ópskum mörkuðum vegna EES- samningsins, en í ákveðnum greinum sé aðild þó til bóta. Ekki sé þó við því að búast að um batnandi hag verði að ræða í ein- um grænum, heldur að erlendar fjárfestingar muni leita til Sví- þjóðar, þegar til lengri tíma sé litið. Fundir um þjóðaratkvæði Meðal sænskra stjórnmála- manna sem styðja aðild að Evr- ópusambandinu er eindregið lögð áhersla á að ekki þýði að gera einstök atriði upp hvert fyrir sig, heldur beri að líta á að með ágæt- um inngönguskilyrðum, sem fengist hafi, komist Svíar nú með góðum kjörum að háborðinu í Evrópu, þar sem málum sé ráðið. Ingvar Carlsson, formaður Jafn- aðarmannaflokksins, hefur lýst ánægju með samninginn, en hvet- ur til að ekki verði flanað að neinu, heldur verði þjóðarat- kvæðagreiðslan höfð seint á ár- inu. Bildt forsætisráðherra vill að hún verði ekki dregin lengi, hann vill tryggja að Svíar geti gerst aðilar í byijun næsta árs. Bildt mun funda með formönnum þeirra stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á þingi um það hvenær atkvæðagreiðslan verði og önnur framkvæmdaatriði í kjölfar samn- inganna. Aðeins einn flokkur hef- ur tekið einróma afstöðu á móti aðild, en það er Vinstriflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.