Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Þarfaverk á tíma atvinnuleysis Ætlum við að spara aurinn en kasta krónunni? eftir Guðmund J. Guðmundsson Hversu mikils virði er mannslífið? Hvers virði er það að hafa heilsu og líkamlega burði til þess að bera sig um og til að bjarga sér í dag- lega lífinu? Vitanlega er erfitt að slá á slíkt einhveiju peningalegu mati og þykir víst heldur ekki við- eigandi. Hins vegar fara þeir nokk- uð nærri um tjón sitt sem örkuml- ast hafa í umferðarslysum og geta lýst fyrir okkur sem heilir erum þeim mannlega harmleik sem yfir hefur dunið. En það er hins vegar hægt að slá peningalegu mati á eignatjón í umferðarslysum og það er hægt að taka saman tölur um slysa- og dán- arbætur, vinnutap, sjúkrahúsa- og lækningakostnað og það eru gríðar- legar tölur. í nýrri skýrslu um arðsemi gatna- framkvæmda í Reykjavík sem tekin hefur verið saman fyrir umferðar- deild borgarverkfræðings í Reykja- vík er gert ráð fyrir því að beinn kostnaður vegna sérhvers áreksturs sé að meðaltali 620 þúsund krónur. Ekki skulum við gleyma því að sum- ir árekstrar eru bara minni háttar nudd þar sem enginn meiðist og eignatjón er óverulegt. En sé nú „meðalverð" hvers áreksturs 620 þúsund þá eru alvarlegu umferðar- slysin dýrari. Kunnugir segja að þau kosti stundum yfir 12 milljónir í beinhörðum peningum og er þá mannlegi þátturinn ótalinn. Slysahorn Það er hægt að draga úr þessu. Eitt mesta slysahorn landsins eru gatnamót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Þar verða í kring um 60 slys á ári; og mörg þeirra mjög alvarleg, svo alvarleg að gera má ráð fyrir því að þau kosti í beinhörð- um peningum þegar allt er talið 60-90 milljónir króna á hveiju ári. Þessi slys má að mestu koma í veg fyrir með því að byggja þarna um- ferðarbrú - mislæg gatnamót - þannig að leiðir bíla í gagnstæðar áttir þurfi aldrei að skerast. Nú þegar ríkir neyðarástand í atvinnumálum á félagssvæði Dags- brúnar og moka þarf milljónum út úr atvinnuleysis'tryggingasjóði í at- vinnuleysisbætur ætti varla að þurfa að hugsa sig um tvisvar með að ráðast í gerð mislægra gatna- móta á þessum stað. Hönnunar- vinnunni mun nú lokið að mestu sem og gerð kostnaðaráætlunar. Talið er að framkvæmdirnar muni kosta 800-1.000 milljónir króna. Sé litið til þess hve slysin á þess- um gatnamótum kosta í beinhörð- um peningum, hver samgöngubót yrði af framkvæmdinni, og hve mikið myndi létta á atvinnuleysis- tryggingasjóði, og hver arðsemi framkvæmdarinnar í heild er mikil, þá getur það varla verið áhorfsmál hvenær ráðist skuli í verkið. Það er strax. Meira að segja núverandi samgönguráðherra ætti að geta séð að mislæg gatnamót við Kringlu- mýrarbraut/Miklubraut eru miklu arðsamari þjóðvegabót heldur en að bora göt gegnum Ijöll milli fá- mennra byggða. Ábatinn á Arnarneshæð Fyrir rúmum fjórum árum voru vegamótin við Arnarnes í Garðabæ mikil slysagildra. Þar urðu að jafn- aði um 20 umferðarslys á ári og flest alvarleg, svo alvarleg að íbú- unum blöskraði og að því kom að forstjóri stórs verktakafyrirtækis í Hafnarfirði gekk á fund þáverandi samgönguráðherra, Iagði fyrir hann tölur yfir slys við þessi vegamót og kostnað vegna þeirra og áætlanir um arðsemi mislægra gatnamóta á staðnum. Ráðherrann mun víst hafa hummað yfir tölunum og bent á að slík framkvæmd á þessum stað Andlit þjóðarinnar eftir Gunnlaug Þórðarson Öll listsköpun krefur sérstakra hæfileika, þar sern skynsemi og tilfinningar mætast. Sama er að segja um það að njóta listar, en í því efni getur þjálfun opnað manni heim listarinnar. Heyrn og hlustun þarf að þjálfa til að geta metið tónlist sem skyldi. Einum kunningja minna er öll tón- list aðeins mismunandi hávaði. Slíkt hlýtur að vera leið vöggugjöf. Eins er með myndlistina. Þjálfuð augu þarf til þess að geta vegið, metið og notið myndverks. Fyrir sumum er það óyfirstíganlegur þröskuldur að geta hrifist af öðru en myndrænu verki. Mér eru minn- isstæð orð íslenskra ferðamanna, sem ég var með í París fyrir nokkr- um árum. Við stóðum fyrir framan verk eftir lismálarann Henri Mat- isse. Einn eða fleiri í hópnum sagði: „Þetta er ekki hús, ekki maður og ekki landslag, þetta eru bara mis- munandi strik, þetta getur ekki verið listaverk." Þarna var um gjör- samlega óþjálfuð augu að ræða, sem skynjuðu ekki verk hins mikla meistara. Húsagerðarlistin er slík, að það þarf meira en tilfinningar og skyn- semi ti! að skynja verkið, það þarf líka eins konar rýmiskynjun. Menn verða að geta bæði áttað sig á uppdráttum af mannvirkinu og á því hvernig hús muni njóta sín full- gert í því umhverfi, sem því er ætlað. Menn eru fæddir með mis- jafna hæfileika í ofangreinda átt. Einn hópur listamanna lærir að þjálfa þessa skynjun og vex með henni, tn það eru arkitektar. Auð- vitað eru þeir arkitektar til, sem virðast skorta þess háttar listsýn, sem húsagerð er svo nauðsynleg. Líklegt er, að fæstir þeirra sem skrifað hafa undir mótmælin gegn byggingu Hæstaréttarhúss við Lindargötu hafi þá þjálfun, sem talað er um hér að ofan eða hafi skoðað uppdrætti af byggingunni, „Undirritaður hefur komið í hæstaréttar- dómshús í um 20 lönd- um, víðs vegar um heim. Fyrirhugað Hæstaréttarhús við Lindargötu er með þeim, sem mér þykir mest til koma, líka að því er tekur til nýtingar þess.“ þegar þeir voru almenningi til sýn- is á sl. sumri og því ekki getað áttað sig á hve vel af hendi leyst hið fyrirhugaða Hæstaréttarhús er. Hópur manna hefur að óathuguðu máli látið hafa sig til að mótmæla því með undirskrift sinni. Það er reyndar dæmigert fyrir svona undirskriftasafnanir og gerir þær marklausari en ella. Nú er líkan af húsinu og heistu uppdrættir til sýnis daglega á Hverfisgötu 6 og er sjón sögu rík- ari. Það er athyglisvert að a.m.k. 150 arkitektar standa með staðsetningu hússins og verkinu sem slíku með þátttöku í samkeppninni. Aftur á móti virðist sem einungis þrír arki- tektar séu á móti byggingu húss- ins, án þess að geta rökstutt and- stöðu sína. Undirritaður hefur komið í hæstaréttardómshús í um 20 lönd- um, víðs vegar um heim. Fyrirhug- að Hæstaréttarhús við Lindargötu er með þeim, sem mér þykir mest til koma, líka að því er tekur til nýtingar þess. Það er hvort tveggja í senn í skemmtilegri andstöðu við húsin, sem eru í kring vegna þess hve nútímalegt það er, en fellur á hinn bóginn vel við umhverfi sitt. Annar staður í höfuðborginni, sem sæmir því betur, finnst ekki. Meðal þeirra hæstaréttardóm- húsa, sem mér eru minnisstæðust, er dómhús Hæstaréttar Venezuela í Caracas, sem er ein sú glæsileg- asta bygging, sem ég hef komið í um ævina. Mér varð þá að orði við forseta réttarins, að mér þætti Guðniundur J. Guðmundsson „Nú þegar ríkir neyðar- ástand í atvinnumálum á félagssvæði Dags- brúnar og moka þarf milljónum út úr at- vinnuleysistrygg- ingasjóði í atvinnu- leysisbætur ætti varla að þurfa að hugsa sig um tvisvar með að ráð- ast í gerð mislægra gatnamóta á þessum stað.“ væri ekki á vegaáætlun í náinni framtíð. Verktakinn bauðst þá til að fjármagna þetta verk og fram- Gunnlaugur Þórðarson magnað að sjá í þessari byggingu hvílíkan sóma Venezuelar sýndu dómsmálakerfi sínu. Honum varð þá að orði: „Dómhús hæstaréttar hverrar þjóðar er andlit hennar og á okkur dómurunum hvílir sú skylda að störf okkar rísi undir því, sem vandanum fylgir, noblesse kvæma það og varð það ofan á. Nú eru fjögur ár síðan þessi vega- mót komust í gagnið og slys eru þar fátíð. Mislæg gatnamót á Arn- arneshæð eru víst hins vegar á vegaáætlun þessa árs. Hversu mörg mannslíf hafa spar- ast á þessum ijórum árum þarna? Hversu 'mörgum slysum og örkuml- um hefur verið forðað? Hversu margir tugir milljóna hafa sparast? Ætli ekki megi gera ráð fyrir að framkvæmdin hafi ríflega borgað sig nú þegar? í ljósi þess hve mikið trygginga- félögin myndu spara á endurbót á umræddum vegamótum er ekki ómögulegt að þau muni vilja lána svo sem eins og 150 milljónir og ég á von á því að lífeyrissjóðir verkafólks muni vera til viðræðu um að lána til hennar allt að 300 milljónir króna - samtals um helm- ing áætlaðs kostnaðar við verkið. Rökin með framkvæmdum við Kringlumýrarbraut-Miklubraut eru ekki léttvægari en með fram- kvæmdum við Arnarneshæð á sín- um tíma. Það þarf að heijast handa nú þegar. í þessu máli verður ekki sagt um borgaryfirvöld að þau hafi unnið slælega að þessu máli, né verður efast um góðan vilja þeirra. En það er hægt að byija strax á fram- kvæmdum og það þarf að byija strax. Höfum við efni á að bíða? Eigum við að halda áfram að horfa upp á mannslíf glatast, fólk örkuml- ast á þessum stað og ijármuni fara í súginn af því að við tímum ekki að heijast handa? Viljum við spara aurinn en kasta krónunni á glæ? Dagsbrúnarmenn segja nei. Höfundur erformaður Dagsbrúnar. obligé.“ Vonandi tekst dómendum Hæstaréttar að sanna að starfi þeirra sæmi hið glæsilega en jafn- framt yfirlætislausa „andlit ís- lensku þjóðarinnar", sem felst í hinu fyrirhugaða Hæstaréttarhúsi. Það skal ítrekað, að vonandi verður Landsbókasafnið varðveitt slíkt sem það er sem eins konar þjóðarskrín utan um dýrmætustu eignir íslensku þjóðarinnar, hand- ritin. Auðvitað er líka sjálfsagt að varðveita þar handritasafn Lands- bókasafnsins og að ættfræðigrúsk- arar haldi þar aðstöðu sinni. Það sýnir best skilningsleysi for- ustumanna andstöðunnar gegn Hæstaréttarhúsinu á menningu, þegar það kallar menningarslys að lóð verði tekin til sinna eðlilegu nota, en hætti að vera bílaplan. Skammsýni starfsfólksins í Lands- bókasafninu er óskiljanleg. Skyldi það heldur vilja sjá Landsbóka- safnshúsið tekið undir Hæstarétt, eins og ráðherra hefur hótað, en að reist verði vegleg bygging, heild- ar blæ þessa svæðis til upplyfting- ar? Það er auðvitað ijarstæða að áfellast ríkisstjórnina fyrir að vilja skapa Hæstarétti íslands löngu tímabær starfsskilyrði með bygg- ingu Hæstaréttarhússins. Höfundur er hæstarétt&r- lögmaður. ------♦-------- Fræðsluer- indi í Háfn- arfjarðar- kirkju SÉRA Þórhallur Heimisson flyt- ur fræðsluerindi um Kristna trú og stjörnuspeki á morgun, laug- ardaginn 5. mars, klukkan 11 í Safnaðarathvarfi Hafnarfjarðar- kirkju, Suðurgötu 11. Boðið verður upp á léttan hádeg- isverð í hádeginu. Sr. Þórhallur fræðsluerindi fyrra laugardag um kristna trú og nýöldina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.