Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 *** MBL. *** Rás2 *** DV ***** B.T. ***** E.B. NOTHÍNG ItíNNtTH ík' Nútímaleg feminisk mynd eftir Zhang Yimou (Rauði lampinn). Sigraði á hátíðinni í Feneyjum '93. Sýnd kl. 7. Undir vopnum Vanrækt vor Ys og þys út af engu Spennumynd með Al Pacino (Scent of a Woman, Scarface) og Sean Penn (Indian Runner) í aðalhlutverkum. Pacino afbragð að vanda. Sýran og diskóið nýtur sín fullkomlega í nýju DTS DIGITAL hljóðkerfi HÁSKÓLABlÓS. Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Sagan af Sýnd k\. 5 hreyfimynda JWé lagiö í nafni föðurins 7 ÓSKARSVERÐLAUNATILNEFNINGAR Grín- og spennumynd með CHRISTOPHER LAMBERT. Sýnd kl. 11.10. ORSON WELLES HÁTÍÐ 1. TIL 10. MARS THE THIRD MAN Stórkostleg mynd sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Sýnd kl. 5 og 9. PETE POSTEETHWAITE Berlin & \!2í/ IN THE NAME OF THE FATHER SÝND KL. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. jF A \ X CoWtmljh» X \ Berlin \ 1994 / Háskólabíó STÆRSTA BÍÖIÐn ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. ÓÞELLÓ Sýnd kl. 9 HASKOLABIO SÍMI22140 ■ í ÞÓRSHÖFN í Færeyj- um verður boðið upp á starf- skynningu á sumri komanda á vegum Nordjobb. Þessi starfskynning er ætluð ungu fólki á aldrinum 18-26 ára. Þátttakendur verða um 20 frá öllum Norðurlöndunum og borga þeir einungis ferðir og vasapeninga. Starfskynningin stendur í 3 vikur og verður seinni hluta júlí fram í byrjun ágúst. Þátttakencjur vinna við ýmis störf og flestir munu búa hjá fjölskyldum, 2-4 hjá hverri fjölsjcyldu. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast lífi og starfi Færeyinga svo og ung- menna frá hinum Norðurlönd- unum. Umsóknarfrestur er til 15. mars. Allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Nor- ræna félagsins, Norræna hús- inu, Reykjavík. ■ ALÞJÓÐLEG ung- mennaskipti, A US, halda kynningar- og valráðstefnu helgina 5.-6. mars. Ráðstefn- an er fyrir fólk á aldrinum 18-27 ára sem hefur hug á að vera skiptinemar 1994-95. Umsóknareyðublöð þurfa að berast til skrifstofu AUS hið fyrsta. *** MBL ** Rás 2 ★★★ DV ** NY POST **** EMPIRE DANIEL DAY-LÉWIS EMMA TIIOMPSON Uppáhaldsmynd meistarans og sú síðasta sem hann lauk fullkomlega. Gáskafullur óður til frelsisins í falsinu og blekkingunni. F FOR FAKE Welles íturvaxinn, ofsafenginn og yfirgnæfandi i hlutverki Óþellós. Vann í Cannes 1952. BESTA MYNDIN • BESTI LEIKSTJÓRINN Jim Sheridan • BESTI AÐALLEIKARINN Daniel Day-Lewis • BESTU LEIKARAR í AUKAHLUTVERKUM Emma Thompson og Pete Postlethwaite ★★★★ A.l. MBL. ★★★★ A.l. MBL. Heimsmeistararnir mætast í dag _____Skák_______________________ Margeir Pétursson SIGURGANGA Anatólís Karpovs á stórmótinu í Linares heldur enn áfram. Hann lagði Júdit Polgar að velli í fyrra- kvöld og hefur þar með unnið sex fyrstu skákir sínar sem er fáheyrt á svo öflugu móti. I dag hefur hann svart gegn Gary Kasparov í sjöundu umferðinni og þarf Kasparov nauðsynlega á sigri að halda. Þessir tveir heimsmeistarar FIDE og at- vinnumannasambandsins tefldu síðast á Linares-mótinu fyrir réttu ári og þá vann Kasparov glæsilegan sigur með svörtu. Frí var á mótinu í gær svo góð- ur tími gefst fyrir keppinautana til að undirbúa sig fyrir þessa mik- ilvægu viðureign. Staðan eftir sex umferðir: 1. Anatólí Karpov 6 v. 2. Gary Kasparov 5 v. , 3. Vladímir Kramnik 4 v. 4. Gata Kamsky 3‘/2 v. og biðskák. 5. -6. Vyswanathan Anand og Aleksei Shirov 3>/2 v. 7.-8. Joel Lautier og Boris Gelfand 3 v. 9. Evgení Barejev 2'/i v. 10. Júdit Polgar 2 v. 11. Veselin Topalov Vh v. og biðskák. 12. Alexander Beljavskí P/2 v. 13. -14. Vasilí ívantsjúk og Miguel Illesc- as 1 v. Karpov var heppinn með drátt- inn í töfluröð að því leyti að hann dró númer 11, en Kasparov númer 10. Þetta þýðir að nærri allir kepp- endurnir á mótinu tefla fyrst við Kasparov og síðan strax á eftir á móti Karpov. Þeir eru þá sumir þreyttir og jafnvel niðurbrotnir eftir glímuna við Kasparov og verða þá tilvalin bráð fyrir FIDE- heimsmeistarann. Það er tæplega hægt að vinna sex skákir í röð í slíku móti án nokkurrar heppni og í fyrstu um- ferð vann Karpov varnarsigur á Joel Lautier, sem á endanum lék gróflega af sér í jafnteflislegri stöðu. I næstu umferð gerðist síðan það ótrúlega að Barejev lék sig í mát í aðeins einum leik gegn Karpov og tapaði hrók í leiðinni. Sú staða var alls ekkert flókin, Karpov átti örlítið betra endatafl: Svart: Barejev Hvítt: Karpov 35. Hd5!? Eina skýringin á næsta leik Barejevs er sú að hann hafi haldið að Karpov léki riddara sínum á d5, en ekki hróknum. 35. - Ba7??? 36. Hxd8 mát Kasparov sigraði ívantsjúk glæsilega í fjórðu umferð og í þeirri næstu lék Úkraínumaðurinn illa af sér peði gegn Karpov. Honum varð svo mikið um að hann gafst upp án frekari baráttu, Kasparov til mikillar gremju, en hann taldi sig sjá leið til að fá mótspil fyrir peðið. Lítum á vinningsskák Karpovs úr fjórðu umferð: Hvítt: Karpov Svart: Topalov Enski leikurinn 1. d4 - Rf6 2. c4 - c5 3. Rf3 Þar sem Karpov vill ekki loka stöðunni með 3. d5 kemur upp enskur leikur. 3. — cxd4 4. Rxd4 — e6 5. g3 - Rc6 6. Bg2 - Bc5 7. Rb3 - Be7 8. Rc3 - 0-0 9. 0-0 - d6 10. Bf4 - Rh5 11. e3! Sterk nýjung hjá Karpov, enn ein sönnunin um yfirburðastöðu- skilning hans. Áður hefur verið leikið 11. Be3. Eftir uppskiptin sem nú fylgja í kjölfarið verður svarta staðan afar þröng. 11. - Rxf4 12. exf4 - Bd7 13. Dd2 - Db8?! 13. — a5! Næsti leikur hans er líka vafasamur. 14. Hfel - g6 15. h4! - a6 16. h5 - b5? 17. hxg6 - hxg6 18. Rc5! — dxc5 19. Dxd7 — Hc8 Nú mætti svartur vel við una eftir 20. Bxc6 - Ha7 21. Dd3 - Hxc6. En Búlgaranum hefur yfir- sést sterkur millileikur: 20. Hxe6! - Ha7 21. Hxg6+ - fxg6 22. De6+ — Kg7 23. Bxc6 - Hd8 24. cxb5 Með þijú peð fyrir skiptamun og sóknarfæri að auki stendur Karpov með pálmann í höndunum. 24. - Bf6 25. Re4 - Bd4 26. bxa6 — Db6? Hér varð svartur að reyna 26. — Dxb2. 27. Hdl - Dxa6 28. Hxd4! Glæsilega teflt. 28. Rxc5 — Db6 29. Hxd4 hefði einnig dugað til vinnings. 28. - Hxd4 29. Df6+ - Kg8 30. Dxg6+ - Kf8 31. De8+ - Kg7 32. De5+ - Kg8 33. Rf6+ - Kf7 34. Be8+ - Kf8 35. Dxc5-i— Dd6 36. Dxa7 — Dxf6 37. Bh5 - Hd2 38. b3 - Hb2 39. Kg2 og svartur gafst upp. Tveir ungir sigurvegarar á NM í skólaskák % Um helgina fór fram í Espoo í Finnlandi árlegt Norðurlandamót í einstaklingskeppni í skólaskák. íslenskir drengir sigruðu í tveimur yngstu aldursflokkunum. Bragi Þorfinnsson, Æfingaskóla Kenn- araháskóla Islands, varð hlut- skarpastur í flokki fæddra 1981-82 og Sigurður Páll Stein- dórsson, Grandaskóla, sigraði með miklum yfirburðum í yngsta flokknum, fyrir þá sem fæddir eru 1983 og síðar. Auk þess urðu tveir íslendingar í öðru sæti í sínum flokkum. Helgi Áss Grétarsson, Verslunarskóla íslands, missti naumlega af efsta sætinu á stigum í flokki fæddra 1977-78 og Jón Viktor Gunnarsson, Hvassaleitis- skóla, varð annar í flokki fæddra 1979-80. íslensku keppendurnir náðu langbestum samanlögðum árangri á mótinu, hlutu 38 vinn- inga, en Finnar komu næstir með 31 >/2 v. Úrslit í einstökum flokkum urðu sem hér segir. Tefldar voru sex umferðir eftir Monrad-kerfi í öllum flokkum: A flokkur (f. 1975-76) 1. Lars Borbjerggárd, Danm. 4'h v. 2. Daniel V. Pedersen, Danm. 4 v. 3. Erkki Lassila, Finnl. 4 v. 4. Magnús Örn Úlfarsson 4 v. Anatólí Karpov, 5. Arvid Wikner, Svíþjóð 3 v. 6. Ervik Hedman, Svíþjóð 3 v. 7. Sigurbjörn Bjömsson 3 v. 8. John A. Nilsson, Færeyjum 2'h v. o.s.frv. B flokkur (f. 1977-78) 1. Janne Mertanen, Finnl. 4'h v. 2. Helgi Áss Grétarsson 4‘/2 v. 3. Johan Upmark, Svíþjóð 4 v. 4. Gustaf Trolle, Svíþjóð 3 'h v. 5. Flóvin Þór Næs, Færeyjum 3 v. 6. Pál V. Hagesæther, Noregi 3 v. 7. Arnar E. Gunnarsson 3 v. o.s.frv. C flokkur (f. 1979-80) 1. Thorbjörn Bromann, Danm. 6 v. 2. Jón Viktor Gunnarsson 3'/2 v. 3. Heikki Lehtinen, Finnl. ?hh v. .4. Antti Lehttinen, Finnl. 3V2 v. 5. Matthías Kjeld 3'/2 v. o.s.frv. D flokkur (f. 1981-82) 1. Bragi Þorfinnsson 4'h v. 2. Anders Olsson 4 v. 3. Andreas Skytte Hagen 4 v. 4. Mika Karttunen 4 v. 5. Bergsteinn Einarsson 3'h v. E flokkur (f. 1983 og síðar) 1. Sigurður Páll Steindórsson 5V2 v. 2. Patrick Siegbahn 4 v. 3. Lars Grotmol 3V2 v. 4. Tapio Helin 3 v. 5. Hjalti Rúnar Ómarsson 3 v. F’ararstjórar fyrir íslensku kepp- endurna voru þeir Olafur H. Olafs- son og Ríkharður Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.