Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 41 ASÍ mótmælir breytingum á þátttöku í lyfjakostnaði MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands mótmælir þeirri breyt- ingu sem heilbrigðis- og trygg- inmálaráðherra gerði á reglu- gerð greiðsluþáttöku sjúklinga í lyfjakostnaði. í ályktun mið- stjórnar segir að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að einstakling- ar geti sótt um undanþágu frá þessum reglum hjá Trygginga- stofnun sé „óþolandi að verið sé að draga umfang heilbrigðis- þjónustunnar saman í að ná ein- ungis til undantekningatilvika Ráðstefna haldin um jafnrétti kynjanna RÁÐSTEFNA um jafnrétti kynj- anna verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 6. mars nk. Yfirskrift ráðstefnunn- ar er Jafnrétti - Lýðræði - Virkni, þátttaka, ábyrgð. Að ráðstefnunni standa ungl- ingahreyfingar allra stjórnmála- flokka og menntaskólanemar. Ráð- stefnan byijar kl. 13.30. Fyrst verða fyrirlesarar. í hléi verða skemmtiatriði frá menntaskóla- nemum og fleirum sem vilja leggja þessu málefni lið. Eftir hlé verða pallborðsumræður með öllum fyrir- lesurum og öllum er frjálst að taka þátt í þeim. Ráðstefnunni lýkur með ýmsum uppákomum og eru áætlað lok um kl. 18. Fyrirlesarar verða: Aðalheiður Sigursveinsdóttir, menntaskóla- nemi frá VMA, Ágúst Hjörtur Ing- þórsson, heimspekingur, Daði Ing- ólfsson, menntaskólanemi frá MH, Ingi Rafn Steinarsson, mennta- skólanemi frá FB, Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra, og Sigurður Svavarsson, kennari og starfsmað- ur karlaskýrslunnar. Einnig koma fram: Margrét og Kristbjörg úr hljómsveitinni Yiju, Leikfélag Menntaskólans að Laug- arvatni, söngvarar frá Verslunar- skóla íslands, Heiða trúbador, Her- mann Ingi Hermannsson, Toggi og Ármann, Siggi og Sverrir úr Texas Jesus, skólaskáld menntskælinga og fl. frá menntaskólunum. Ráðstefnustjórar verða nemar frá MR og VÍ. og gera þennan þátt velferðar- kerfisins nánast að ölmusuþjón- ustu.“ Ennfremur segir: „Samkvæmt rökstuðningi ráðherra með þessum breytingum virðist megin vandinn vera sá að læknar ávísi ótæpilega á umrædd lyf án þess að það eigi sér stoð í auknum veikindatilfellum. Lausn ráðherra er að stórauka kostnað sjúklinganna og því mót- mælir miðstjórn ASÍ og telur að rðalegra sé að taka á misnotkun lækna á kerfinu." Síðan segir: „Miðstjórn ASÍ át- elur sérstaklega þær handahófs- og tilviljunarkenndsu breytingar sem bæði fyrrverandi og núverandi heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra hafa gert á þessum mikilvæga þætti í velferðarkerfi landsmanna með skammtíma sparnaðaðarsjónarmið að leiðarljósi. Til þess að sporna við þessari þróun og hindra það að velferðarkerfið verði algjörlega rú- stað krefst miðstjórn ASÍ þess að tekin verði upp umræða við stjónr- völd um stefnumótun til lengri tíma um æskilegt þjónustustig." Diane Keaton og Woody Allen í hlutverkum sínum í myndinni Morð- gáta á Manhattan. Stjörnubíó frumsýnir nýj- ustu mynd Woody Allens STJORNUBIO hefur hafið sýn- ingar á nýjustu mynd Woody Allens, Morðgáta á Manhattan eða „Manhattan Murder Myst- ery“. Með aðalhlutverk fara Diane Langnr laugardagur á morgun LANGUR laugardagur verður nú hinn 5. mars nk. Kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti standa fyrir Löngum laugardög- um þ.e. fyrsta laugardag hvers mánaðar. Þennan Langa laugardag er fyr- irhugað að bjóða viðskiptavinum Laugavegs og Bankastrætis upp á léttan harmonikuleik eftir hádegi frá félögum úr Harmonikufélagi Reykjavíkur. Kodak-bangsinn skemmtir fjöl- skyldunni í Bankastræti, bangsa- leikurinn verður í gangi og munu stóri og litli bangsi gefa blöðrur og vera á svæðinu að leita að bangsan- um með krökkunum. í verðlaun verða fimm vinningar frá Bodv Shop, Laugavegi 51. Auk þess bjóða verslanir og veitingastaðir upp á afslátt eða sértilboð í tilefni dagsins. Á Löngum laugardögum eru verslanir opnar frá kl. 10-17. Keaton, Anjelica Houston og Alan Alda, allt gamlir félagar og sam- starfsmenn Allens, ásamt meistar- anum sjálfum. Allen er afkastamik- ill leikstjóri og handritshöfundur sem hefur leikstýrt, samið handrit og leikið í 26 kvikmyndum frá árinu 1969. Myndin segir frá miðaldra hjón- um í kynlífskrísu sem gruna ná- granna sinn um að hafa myrt eigin- konu sína. Carol (Keaton) fær morðgátuna á heilann og er stað- ráðin í að leysa hana. Hún fær til liðs við sig nýskilinn vin þeirra hjóna, Ted (Álda), rithöfundinn Marciu (Houston) og loks eigin- mann sinn (Allen), sem er heldur tregur í taumi og með lítið hjarta. Föstudag VINIRVORS OG BLÓMA Laugardag PÁLL ÓSKAR OG MILLJÓNAMÆRINGARNIR '»WÍG 3 • S I M I • J i t L áiénr •£ heil h*ré i Grensásvegi 7,: NSBARINN kvOldverður MIÐIÁ DANSLEIK, KR. 1480.- MONGOLIAN BARBECUE GRENSÁSVEGI 7, SlMI 688311 fUnMrSíni- Mabib í Kaupmannahöfn FÆST I BLAOASÖLUNNI AJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUQVELLI 06 A rAðhústorgi DANSSVEITIN í dúndurstuði ásamt Evu Ásrúnu Albertsdóttur Opið í kvöld Dansunnendur ath.: Miðaverð kr. 500 til miðnættis IdU if] VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI Ó85090 Gömlu og nýju dansarnir íkvöldfrá kl. 22-3 Hljómsveitin Túnis leikur Miðaverð kr. 800. Miða- og borðapantanir í I lEj^Pf SÍmum 685090 og 670051. WlhíÆ TVI'IUVlMlt ogiinmri frii Laugavegi 45 - simi 21255 í kvöld: Hinir snælduvitlausu strákar í hljómsveitinni HRESS sem er Sniglabandið fyr- ir utan Skúla Gautason. FRÍTTINN Laugardagskvöld: KK OG FÉLAGAR í öllu sínu veldi ætla að trylla lýðinn rétt eins og venjulega. Þorvaldur Halldórsson G unnarlfyygg vason ná upp góðri stemmningu Þægilegt umhverfi |i - ögrandi vinningar! OPIÐ FRA KLUKKAN 19:00 - 03:00 K EIT H 0 Y S E FRÁ PHODUCTION annað sánd annað umhverfi Irí' 3nstynnbliKbtb Metsölubladá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.