Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 13 Enn um handhafa veiðiheimilda eftir Ágúst Einarsson og Ragnar Árnason Þann 11. janúar sl. birtu.þeir Gísli Pálsson, prófessor, og Agnar Helga- son, félagsfræðingur, grein í Morg- unblaðinu þar sem þeir héldu því fram að botnfiskkvótinn hefði safn- ast á færri hendur frá því að afla- heimildir urðu framseljanlegar. Þessa skoðun byggðu þeir á gögnum um úthlutun botnfiskkvóta til fyrir- tækja. Undirritaðir andmæltu þessari kenningu í grein í Morgunblaðinu þann 27. janúar sl. Bentum við m.a. á að úthiutun kvóta til fyrirtækja segði ekkert um eignarhald kvótans. Það sem máli skiptí í því sambandi væru eigendur útgerðarfyrirtækj- anna, enda væru það þeir en ekki. fyrirtækin sem nytu þeirra hlunninda sem í kvótaúthlutun kunna að fel- ast. Gísli og Agnar birtu hins vegar engin gögn um eigendur fyrirtækja, hvorki um fjölda þeirra né stærðar- hlutföll. Þar með væru fullyrðingar þeirra um að botnfiskvótar hefðu safnast á færri hendur úr lausu lofti gripnar. Gísli og Agnar birtu nýja grein í Morgunblaðinu 8. febrúar sl. þar sem þeir svara gagnrýni okkar. Þau svör valda okkur vonbrigðum. Fyrri grein þeirra félaga var að ýmsu leyti gagn- legt framlag til skilnings á þróun íslenskra botnfiskveiða. Síðari grein- in ber á hinn bóginn meiri keim af þrætubókalist en áhuga á að upplýsa lesendur. Við höfum engan áhuga á að taka þátt í slíkri umræðu en telj- um okkur þó knúna til að svara þeim skeytum sem að okkur er beint. Eigendum sjávarútvegsfyrirtækja hefur fjölgað Gísli og Agnar viðurkenna að gögn þeirra sýni ekki að eigendum kvóta hafi fækkað. Þar með hafa þeir fall- ist á grundvallaratriðið í gagnrýni okkar. Gögn um úthlutun kvóta til fyrirtækja fela einfaldlega ekki í sér upplýsingar um það hvort kvótinn hafi safnast á færri hendur eða ekki. Enn síður gefa þau tilefni til þeirra stórkarlalegu ályktana um málið sem þeir tefla fram í grein sinni. Gísli og Agnar draga á hinn bóg- inn í efa að eigendum kvóta hafi í raun fjölgað frá upphafi kvótakverf- isins. I fyrri grein okkar bentum við á að hluthöfum í sjávarútvegsfyrir- tækjum hefði fjölgað verulega frá upphafi kvótakerfisins. Þessa al- þekktu staðreynd reyna þeir að ve- fengja með yfirlýsingu um að fjölgun hluthafa í Útgerðarfélagi Akur- eyringa um 200 síðustu tvö ár, sem við nefndum sem dæmi, megi að hluta rekja til þess, að Akureyrarbær hafi selt um 4% af hlutdeild sinni og „í raun verið að draga sig út úr fyrirtækinu og í staðinn hafí komið allt að tvö hundruð „nýir“ hluthaf- ar.“ Þessi málflutningur er ekki traustvekjandi. Eignaraðild Akur- eyrarbæjar í ÚA hefur verið um 58% um árabil. Hún minnkaði vissulega lítillega í lok síðasta árs en ekki vegna sölu hlutabréfa heldur vegna þess að Akureyrarbær tók ekki að fullu þátt í síðustu hlutafjáraukningu félagsins. Hlutdeild Akureyrarbæjar í ÚA er nú um 53%. Það er því afar villandi og beinlínis rangt að halda því fram að Akureyrarbær sé að draga sig út úr fyrirtækinu og nýir hluthafar hafi þess vegna komið í staðinn. Við getum raunar bætt því við, úr því að Agnar og Gísli gera sérstak- ar athugasemdir við dæmi okkar af ÚA, að hluthöfum annars útgerðar- fyrirtækis, Skagstrendings hf., sem er eitt elsta almenningshlutafélag í sjávarútvegi, hefur fjölgað um hátt í 300 á síðustu tveimur árum og þannig meira en tvöfaldast. Gísli og Agnar virðast ekki hafa áttað sig á því að stór hluti lands- manna er nú ýmist beinn eða óbeinn eigandi að botnfiskkvótanum með eign í sjávarútvegsfyrirtækjum en þúsundir landsmanna eru beinir hlut- hafar. Enn fleiri eiga hlut í sjávarút- vegsfyrirtækjum með hlutdeild sinni í hlutabréfasjóðum. Þriðji hópurinn er eigandi að sjávarútvegfyrirtækj- um fyrir milligöngu lífeyrissjóða sem margir hverjir eiga hluti í sjávarút- vegsfyrirtækjum. Ekki þarf að orð- lengja það að allri þessari eignar- aðild, hvort sem hún er bein eða óbein, fylgir samsvarandi hlutdeild í þeim gæðum sem í kvótaeign felst. Hér er um að ræða mjög mikla breyt- ingu frá því sem var í sjávarútvegi fyrir aðeins 10 árum. Tal Agnars og Gísla um að fjölgun hluthafa í sjávar- útvegsfyrirtækjum sé ósönnuð ber vott um að þeir hafi hvorki fylgst með þróun eignarhalds í sjávarút- vegsfyrirtækjum né hlutabréfamark- aðinum hérlendis undanfarin ár. Önnur atriði í svari sínu frá 8. febrúar freista þeir Gísli og Agnar þess að drepa málinu á dreif. Ekki eru tök á að eltast við það allt nema í mjög iöngu máli. Við látum okkur því nægja að stikla á örfáum dæmum Við bentum á í grein okkar að tímabilið sem þeir Gísli og Agnar velja, þ.e. 1991-1994 sé óheppilegt vegna samdráttar í afla og misvægis vegna smábáta. Agnar og Gísli leið- rétta þetta í svargrein sinni þannig að nú taka þeir til samanburðar allt tímabilið frá 1984 til 1994. Þetta er skýrara en þó gleymist veigamikill þáttur, nefnilega að fyrir 1990 voru fjölmörg fiskiskip á sóknarmarki þannig að allur samanburður á út- hlutuðu aflamarki, sem ekki var allt- af nýtt, er í reynd ekki mikils virði. Agnar og Gísli tala í vandlætinga- tón um að „litlu fyrirtækin neyðast til að leigja kvóta annarra eða veiða fyrir stóru fyrirtækin til að geta haldið rekstri sínum gangandi". Við bentum á í grein okkar á að hag- kvæmni í rekstri ræður stærð fyrir- tækja og leiga kvóta er að jafnaði í átt að hagkvæmustu fyrirtækjagerð. Ef lítil fyrirtæki eru hagkvæm þá Qölgar þeim. Þá þurfa þau væntan- lega að verða sér út um kvóta frá stærri fyrirtækjunum. Ferlið snýst svo við ef stærri fyrirtæki eru hag- kvæmari. Þá stækka fyrirtæki og þeim fækkar væntanlega. Sama máli gegnir um hagkvæmni sérhæf- ingar sem gæti endurspeglast í sér- hæfðum veiðiaðilum sem sjá sér hag í því að veiða leigukvóta. Þetta er alþekkt og væri fengur að því að Agnar og Gísli gæfu hinum hagrænu öflum fiskveiðjstjórnunar meiri gaum í umræðu sinni. Ágúst Einarsson Lokaorð Grein þeiira Agnars og Gísla sver sig því miður í ætt við þá einföldu fullyrðingaumræðu og þrætubókalist sem er alltof tíð um þjóðmál í fjölmiðl- um. Jafnframt sjá þeir ástæðu til að krydda grein sína með stóryrðum eins og „lénskerfi", „kvótabrask", „ólög- legt og siðlaust" og „mesta þjófnað íslandssögunnar“. Þótt þeir beri vissulega oft aðra fyrir stóryrðunum verður tæpast sagt að þessi orðanotk- un gefí til kynna áhuga þeirra á hlut- Ragnar Arnason lægri skoðun viðfangsefnisins og skynsamlegri niðurstöðu umræðunn- ar. Okkur þykir miður að skoðana- skipti sem byijuðu ágætlega skuli með síðustu grein þeirra félaga hafa tekið þessa stefnu. Við höfum ekki áhuga á að taka þátt í umræðu af þessu tagi. Af okkar hálfu verður því ekki um framhald að ræða. Höfundar eru prófessorar við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. R E N A U L T R N - með hörkuskemmtilegri og sparneytinni 1400 vél. HAGSTÆÐUSTU BÍLAKAUP ÁRSINS? Fallegur fjölskyldubíll á aðeins kr. 1.169.000,- STAÐALBÚNAÐURINNIFALINN í KYNNINGARVERÐI: * l400cc vél - bein innspýting. 1 80 hö. din. ► Eyðsla 8,1/100 km, innanbæjar . * Rafdrifnar rúðuvindur framan. * Vökvastýri. * Olíuhæðarmælir í mælaborði. * 460 lítra farangursrými. vUtvarp með kassettu. * Ryðvörn, skráning. • Fjarstýrðar samlæsingar. • Fjarstýrðir útispeglar. • Oryggisbitar í hurðum. • Vönduð innrétting. • Snúningshraðamælir. • Vetrardekk. • Málmlitur. • Veghæð 17 cm. RENAULT fer á kostum! Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 • Reykjavík • Sími 686633 „Stór hluti landsmanna er nú ýmist beinn eða óbeinn eigandi að botnfiskkvótanum með eign í sjávarútvegsfyHrtækjum en þúsundir lands- manna eru beinir hluthafar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.