Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 48
Jtemát -setur brag á sérhvern dag! Föstudagur til fjár MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I 103 IŒYKJA VÍK SlMI C91100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Hagnaður Landsbanka íslands 42,7 milljónir í fyrra Leggur 200 niillj ónir í afskriftir á mánuði LANDSBANKI íslands leggur fyrir í afskriftareikningi útlána 200 milljónir króna á mánuði, fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Upphæðin verður endurskoðuð innan tveggja mánaða. Að sögn forsvarsmanna Landsbankans voru endanlegar afskriftir Landsbankans í fyrra 2.306 milljónir króna, en á sama tíma voru lagðar í afskriftareikning 2.033 miHjónir króna, eða um 170 milljónir króna á mánuði að meðaltali allt árið. Afskriftareikningur Landsbank- ans stóð í árslok 1993 í 5.044 millj- ónum króna. Fram kom í máli Sverris Hermannssonar, banka- stjóra Landsbankans, á fundi for- svarsmanna bankans með frétta- mönnum í gær, að endurskoðendur bankans hefðu talið í hitteðfyrra að bankanum myndi nægja að leggja 75 milljónir króna á mánuði í afskriftasjóð árið 1993. „Þegar leið fram á árið, fórum við fijótlega að finna að það stefndi í aðra átt og endaði með þessum ósköpum,“ sagði Sverrir. Hann sagði að varúðarsjónarmið- in réðu því ferðinni nú, þegar ákveð- ið hefði verið að leggja 200 milljón- ir króna á mánuði i afskriftareikn- ing. Stöðugildum fækkaði um 109 í fyrra Hagnaður Landsbankans á liðnu ári, eftir skatta og óreglulega gjaldaliði var 42,7 milljónir króna. A liðnu ári fækkaði stöðugildum um 109 í Landsbankanum og hefur þeim fækkað um 234 frá árinu 1990. Stjórnendur bankans vonast til þess að ekki þurfi að koma til frekari hópuppsagna þótt hagræð- ingu og spamaði sé ekki lokið. Rekstrarkostnaður bankans lækk- aði á árinu um 225 milljónir króna, eða 13,2% miðað við árið 1992. Sjá ennfremur fréttir á miðopnu. Nær allar páskaferð- ir eru að seljast upp Biðlisti í leig'uflug með breiðþotu til Irlands o g Spánar 64 nýjar perur Morgunblaðið/Kristinn >*GATNAMÓT Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru fjölförnustu gatnamót landsins. Því er mikilvægt að götuvitarnir þar séu ætíð í fullkomnu lagi. Einu sinni á ári er skipt um perurnar 64 í vitunum og var það gert í gær. SAMVINNUFERÐIR-LANDSÝN hafa tekið á leigu Boeing 747 breiðþotu til að flytja leiguflugsfarþega til írlands og Benidorm um páskana. Að sögn Helga Jóhannssonar forstjóra ferðaskrifstof- unnar eru nær allar páskaferðir uppseldar. Ferðaskrifstofur hafa orðið varar við talsverða aukningu bókana í páskaferðir í ár og segir Guðrún Sigurgeirsdóttir hjá Úrvali-Utsýn að sala hafi geng- ið vonum framar, ferðirnar hreinlega fljúgi út og uppselt sé í flestar. Að sögn Helga hafði verið búist við samdrætti í ferðum um pásk- ana og á árinu í heild. Samvinnu- ferðir-Landsýn bjóða upp á 5 páskaferðir og er nú uppselt í fjór- ar þeirra. Kaupmannahafnarferðin sé meira að segja að seljast upp, en hingað til hafi aldrei gengið vel að selja ferðir þangað um pásk- ana. Tillögur um aðstoð við Vestfírði mælast misjafnlega fyrir í sjávarútvegi og sljómarflokkmium Aðgerðir þurfa að taka al- niemit á aðsteðjandi vanda FORMAÐUR Útvegsmannafélags Norðurlands segir að erfiðleikar í kjölfar aflasamdráttar séu síst minni á Norðurlandi en á Vestfjörð- um og að þeir muni ekki þola að gripið verði til sértækra aðgerða til aðstoðar Vestfirðingum. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Norður- landskjördæmis eystra, og Gunniaugur Stefánsson, þingmaður Austurlandskjördæmis, leggja áherslu á að þær aðgerðir sem grip- ið verði til þurfi að taka almennt á þeim vanda sem skapast vegna niðurskurðar á þorskafla. í sama streng taka forystumenn í sjávar- útvegi á Suðurnesjum og Vesturlandi. Forsvarsmenn sjávarútvegs- fyrirtíekja á Vestfjörðum eru ekki á einu máli um ágæti tillagn- anna, en flestir telja framlagið þó jákvætt skref. •^►Sverrir Leósson, formaður Út- vegsmannafélags Norðurlands, seg- ir að á fundi með forsætis- og sjáv- arútvegsráðherra síðastliðið vor hafi þeir verið fullvissaðir um að ekki yrði farið út í sértækar aðgerðir. „Það er óþolandi að menn geti sagt eitt og gert annað, maður vill geta treyst þessum mönnum. Við munum ekki þola þetta,“ sagði Sverrir. Hann sagði að stjóm félagsins myndi hitta sjávarútvegsráðherra á fundi strax eftir helgi. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra, segist líta svo á að þessar tillögur marki ný viðhorf hjá ríkisstjórninni til atvinnumála. Hann hefði ekki tekið neina afstöðu til þessara tillagna og hlyti að skoða þær í ljósi þeirrar almennu stefnu- mörkunar sem fylgdi þeim. „Vest- firðir standa mjög illa, það er öllum ljóst, en það er jafnljóst að niður- skurður á þorskafla hefur leikið ein- staka fyrirtæki og heil byggðarlög annars staðar á landinu afar illa,“ sagði Tómas Ingi. Gunnlaugur Stefánsson, þing- maður Alþýðuflokksms á Austfjörð- um, sagði að það væri við mikinn vanda að glíma á Vestfjörðum, en það væri víða annars staðar á land- inu við erfiðleika að etja í sjávarút- vegi hjá þeim útgerðum sem væru með kvóta sína bundna í þorski. „Mín afstaða er sú að það verði að skoða þetta, ekki út frá landshlut- um, heldur út frá aðstæðum á land- inu öllu," sagði Gunnlaugur. Kallar á heildaryfirsýn „Ég er á þeirri skoðun að aðgerð- ir í atvinnulífinu eiga að vera al- mennar í grundvallaratriðum,11 sagði Ólafur B. Ólafsson, útgerðar- maður í Keflavík. Hann sagðist líta svo á að þarna væri aðeins um fyrsta skref að ræða vegna vandamála sem stöfuðu af aflasamdrætti og sagði óeðlilegt ef ekki yrði einnig gripið til ráðstafana í öðrum landshlutum. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haralds Böðvarsson- ar hf., sagði að sér kæmi á óvart að gripið væri til sértækra aðgerða af þessu tagi. „Þetta hlýtur að kalla á heildaryfirsýn yfír landið allt, það eru fyrirtæki víðar í vandræðum." Arnar Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslu- stöðva, sagði ljóst að sjávarútvegs- fyrirtæki á Vestfjörðum glímdu við meiri vanda en flestir aðrir en við núverandi aðstæður væri ekki hægt að mæla með aukningu kvóta. Hann hefði viljað sjá almennari aðgerðir og væri ekki hrifinn af sértækum aðgerðum eins og þarna væri um að ræða en sagðist gera sér grein fyrir að eins og aðstæður væru í dag, væri erfitt að koma auga á til hvaða almennu aðgerða væri hægt að grípa. Sjá einnig bls. 19 og miðopnu. „Ferð til Túnis sem við vorum að velta fyrir okkur hvort þýddi að bjóða upp á um páskana er uppseld," segir hann. „Við sitjum bara hér og klórum okkur í höfð- inu.“ Helgi segist enga skýringu hafa á þessari óvæntu aukningu en honum virðist hljóðið í íslend- ingum vera mun betra um þessar mundir og það hafi örugglega eitt- hvað að segja að verð ferða hefur ekki hækkað nema um 2-3% á milli ára. „Það er létt á fólki brún- in og kreppan virðist vera á undan- haldi. Lífslöngunin virðist vera komin aftur í íslendinga," segir hann. Breiðþotan sem tekin hefur ver- ið á leigu tekur 480 farþega í sæti og segir Helgi að fyrst verði henni flogið til írlands, þaðan áfram til Spánar og þrátt fyrir farkostinn séu biðlistar í báðar ferðimar. Ferðirnar fljúga út Guðrún segir að uppselt sé í tvær ferðir Úrvals-Útsýnar til Kanaríeyja um páskana og í ferð til Portúgals. Sala í borgarferðir til Manchester og Edinborgar gangi vel. „Þetta er meira en við bjuggumst við, ferðirnar hreinlega fljúga út,“ segir hún. „Það höfðu allir gert ráð fyrir samdrætti. Þetta er því mjög óvænt ánægja.“ Einnig hefur gengið vel að selja í aðrar ferðir og segir Guðrún að til dæmis fari um 200 manns í svo kallaðar íþróttaferðir um páskana, til þess að keppa eða dvelja í æf- ingabúðum. En aukningin hjá Úrvali-Útsýn er ekki eingöngu í ferðum héðan, Guðrún segir að það hafi orðið „sprenging" í komu erlendra ferðamanna hingað til lands í apríl. Muni um 1.000 manns koma á vegum ferðaskrifstofunnar til fs- lands í apríl sem er met fyrir þenn- an mánuð, segir Guðrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.