Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 15 Á að útrýma náttúrulegum laxastofnum við Breiðafjörð? eftir Árna Baldursson Vestur í Hraunsfírði við Breiða- fjörð hefur verið rekin um nokkurra ára skeið hafbeitarstöðin Silfurlax. Það hefur ekki farið ýkja hátt um rekstur þennan nema smáræði, sem birst hefur í fjölmiðlum um fjölda slepptra seiða, árangur af seiða- sleppingum o.s.frv. Fiskeldið var á allra vörum um tíma og þóttust menn vissir um að þessi atvinnugrein ætti eftir að bjarga þjóðarbúinu. Allir þekkja eftirleikinn. Flestar þessara fisk- eldisstöðva urðu fljótlega gjaldþrota og þjóðarbúið sat eftir með millj- arðatjón. Örfáar stöðvar urðu lifðu þó af þessar hremmingar og er Silf- urlax ein þeirra. Silfurlax hf. hefur rekið sitt fyrirtæki af mikilli elju og er ekki að heyra annað en að menn þar séu tiltölulega ánægðir með reksturinn sem og margir aðr- ir aðilar sem áhuga hafa á fiskeldi og hafbeit. Loks er komið fyrirtæki sem hefur sýnt og sannað að haf- beit á íslandi er ekki óraunhæfur kostur. Það var fyrst fyrir tveimur árum að undirritaður fór að heyra sögu- sagnir um að ekki væri allt með felldu um hvernig staðið væri að töku á þeim laxi sem skilaði sér í þær hafbeitarstöðvar sem enn væru reknar hér á landi, þar á meðal hafbeitarstöð Silfurlax hf., en í grein þessari verður aðallega fjallað um þá stöð. Sagt var að fískeldis- stöðvunum gengi illa að fá laxinn til að ganga í svo til gerða endur- heimtugildru, laxinn dólaði sér dög- um saman í sjónum og kæmi ekki í gildrurnar nema í litlum skömmt- um í einu. Hermt var að starfsmenn hefðu brugðið á það ráð að fara með nót út í sjó á fjöru. Þegar sið- an sjávarflóðið kom og laxinn leit- aði upp að landinu þá var nótin dregin upp og gerð klár þannig að hún umkringdi laxinn, síðan fjaraði frá og þegar laxinn hopaði með fráfallinu lenti hann í nótinni og komst hvergi. Fyrst þegar þessar sögur fóru að berast mönnum og þá aðailega veiðimönnum, komu menn algjörlega af fjöllum. Gæti það verið rétt að drepnir væru á annað hundrað þúsund laxar í sjó við ísland ár hvert? Mikið var talað um þetta manna á meðal en það var hreinlega eins og enginn gæti trúað þessu, þetta gæti ekki verið rétt. Ekki hefur verið fjallað um þetta mál að ráði. Það er engu lík- ara en að ákveðnir aðilar keppist um að halda þessu leyndu. Þó hafa hagsmunaaðilar óskað eftir skýr- ingum frá Veiðimálastofnun, en þar hefur jafnan verið fátt um svör. Ég hef samt alltaf staðið í þeirri bjargföstu trú að Veiðimálastofnun hafi upphaflega verið sett á laggirn- ar til að vernda íslenska laxa og silungsstofna, en ekki að róa undir atvinnuvegum sem geta stofnað stofninum í hættu. Samkvæmt lögum eru laxveiðar í sjó bannaðar. Hafbeitarstöðvarnar virðast þó stunda þessar sjávarveið- ar með fullu samþykki yfirvalda þar sem Veiðimálastofnun hefur í um- boði Landbúnaðarráðuneytis gefið út undanþágur, þar sem hafbeitar- stöðvunum er heimilt að fara út í sjó með þessi net, allt að 200 m frá frárennsli stöðvanna, sem þýðir að þeim er fijálst að valsa um með netin fleiri hundruð metra ef ekki kíiómetra á stórstraumsfjöru. Það sér náttúrulega hver maður sem eitthvað hefur kynnt sér þessi mál, hversu óréttlát þessi veiðiaðferð er. Það er löngu sannað mál að laxinn hefur yfir að ráða fullkomnasta þefskyni sem um getur í dýrarík- inu. Viðkomandi hafbeitarstöð á ekki að geta slegið eign sinni á all- an þann lax sem er í sjónum fyrir utan stöðina. Reynum að skýra þetta. Þegar laxinn hefur gengið úr sjónum upp í ferskvatn, þaðan sem hann upphaflega gekki til sjáv- ar sem gönguseiði, þá er engum blöðum um það að fletta hver á fisk- inn. En hafbeitarstöðvarnar telja sig ekki geta beðið eftir þessum úrskurði náttúrunnar hver á hvað, heldur er vaðið út í sjóinn með net- ið hvern þann dag sem verður vart við fisk og hann hirtur, ekkert kemst undan. Nú er það þekkt að laxinn er hópfiskur og kemur hann oft á tíðum í stórum torfum upp að landinu í leit að æskustöðvunum, síðan dreifist hann í hópum hver í sina á. Það er því nokkuð líklegt að hafbeitarstöðvarnar taki toll af náttúrulegum fiski sem þær eiga ekki tilkall til. Oft á tíðum getur skapast þurrk- ástand í ánum svo vikum skiptir. Þá gengur sá lax sem er kominn upp að ströndinni ekki í árnar, held- ur lónar með ströndum fram í stór- um torfum, sem fylgja sjávarföllum. Alltaf stækka torfurnar og loksins þegar rignir þá notar laxinn tæki- færið og fer upp í árnar. Þessi lax getur auðveldlega í þessu ástandi blandast öðrum torfum svo sem hafbeitarfiski og endar svo ævidaga sína sem ísfiskur tilbúinn til útfiutn- ings. Ég hef ásamt öðrum orðið vitni að því að í nokkur skipti, þegar vænar iaxagöngur hafa komið upp í Laxá í Kjós og gengið upp ána framhjá ós í Bugðu (sem rennur í Laxá, 1 km frá sjó). Þegar gangan var komin nokkur hundruð metra upp fyrir ós Bugðu í Laxá komst mikið rót á laxinn. Eftir dálitla stund slitnaði hluti af göngunni og tók að synda niður ána á mikilli ferð og renndi sér síðan upp í sína heimaá sem var Bugðan. Þetta sýn- ir að laxatorfurnar geta ferðast saman og jafnvel ruglast augnablik á milli ósa. Ef þessi ganga hefði fylgt göngu hafbeitarlaxa hefði hún aldrei komist á sínar heimaslóðir. Umtalað er meðal veiðimanna sem stundað hafa laxveiðiárnar við Breiðafjörð síðastliðin ár, hversu lítið af fiski hefur gengið í árnar, t.d. í Laxá í Dölum sem er þekkt stóriaxaá. Þá var frekar lítill lax i ánni síðasta sumar og nánast ekk- ert af stórlaxi. Á sama tíma-er metveiði (á endurheimtum) í liaf- beitarstöð Silfurlax og óvanalega mikið af vænum tveggja ára laxi. Hafbeitarstöðin fær góðar endur- heimtur á sleppiseiðum, en aftur á móti skila náttúruleg seiði sér illa í upprunaár sínar. Staðið er vel að sleppingum í ár við Hvammsfjörð, endurheimtur eru ekki í samræmi við þær heimtur sem hafbeitarstöð Silfurlax fær. Þetta gefur tilefni til að ætla að hafbeitarstöðin taki ein- hvern toll af náttúrulegum laxi úr ánum í nágrenninu. Ef við gefum okkur einhveijar forsendur hvað þessi tollur gæti verið mikill, t.d. ef við förum mjög varlega og gefum okkur það 95% af laxinum sem tekinn er í netið séu sleppiseiði og um 5% af laxinum séu villtir laxar úr ánum, þá er útkoman sú, að af þeim 100.000 þúsund löxum sem talið er að hafi komið í nót þeirra Silfurlaxmanna á síðastliðnu sumri eru 5.000 villtir laxar teknir sem annars gengju i ár í Hvammsfirðinum, 5.000 laxar er nánast allur laxastofn ánna í Hvammsfirði. Ef þessi kenning á við rök að styðjast þá liggur það beint við að laxinn á þessu svæði er í bráðri útrýmingarhættu. Þetta er auðvitað leikur að tölum en skýrir samt alvöru málsins. Laxar gætu verið færri eða þá töluvert fleiri, en hitt er þó víst að umtalsvert magn af villtum laxi hlýtur að slæðast með í aflanum. Nú spyr ég, hvernig stendur á því að sönnunarbyrði hafbeitar- stöðvanna virðist nánast engin? Það gefur augaleið að þegar laxinn er halaður upp á þennan hátt hlýtur Árni Baldursson „En hvað er að gerast hér á landi: 300.000 lax- ar hafa verið háfaðir upp síðastliðin tvö ár í hafbeitarstöðvunum og- þeir flestir veiddir í söltum sjó. Þar að auki eru um 6.000-7.000 laxar veiddir I neta- lagnir í Hvalfirði og á ósasvæði Langár á Mýr- um.“ það að vera réttlát krafa allra hags- munaaðila villta laxins að hafbeitar- stöðvarnar sanni að þær eigi tilkall til þessa fisks. Þetta er hægt að gera með því að taka hreistursýni af veiddum löxum og aldursgreina fiskinn. Sleppifiskur er yngri heldur en villtur fiskur. Villt seiði dvelja lengur í ferskvatni heldur en seiði sem alin eru upp í fiskeldistöð. Frá aldursgreiningu á að vera hægt að sjá mun á hafbeitarlaxi og villtum laxi. Einnig má örmerkja þau seiði sem sleppt eru til hafbeitar til að taka af allan grun. í raun þyrfti ekki að leggja út í þennan kostnað nema kannski i 2-3 ár eða á með- an rannsóknir stæðu, sem skæru úr um hvort stöðvar þessar eru í raun að veiða villtan lax. Ef þessar stöðvar væru reknar samkvæmt lögum og laxinn yrði að ganga alla leið upp í ferskvatn áður en honum er slátrað, þá væru þessi orð óþörf. Enginn ætti þá að efast um að við- komandi ætti fiskinn með réttu. Ef hins vegar kemur í ljós að stöðv- arnar taka villtan fisk, þá verður að stöðva þessar veiðar strax áður en það verður um seinan. Furðulegt í þessu máli er að ein- hvetjar rannsóknir ltafa verið í gangi. Hreistursýni hafa verið tekin af fjölda laxa, en legið er á niður- stöðunum. Veiðimálastofnun hefur verið beðin um þessar upplýsingar af hagsmunaaðilum, en stofnunin hefur svarað því til að þetta sé trún- aðarmál. Getur verið að legið sé á þessum upplýsingum vegna þess að komið hefur í ljós að villtir laxar séu i aflanum? Annað er að þegar tekin eru hreistursýni til rannsókn- ar í svona viðkvæmu máli verður það að vera gert af hlutlausum aðila, því oft má auðveldlega sjá hvort laxinn er villtur eða hafbeitar- lax. Áreigendur við Hvammsfjörð liafa lagt mikinn kostnað í árnar, vegna ýmissa rannsókna svo og vegna seiðasleppinga til að styrkja laxastofninn. Þetta starf er búið að vinna svo ártugum skiptir. Allt í einu er komin hafbeitarstöð til skjalanna sem virðist ógna þessu lífríki og hún fær umsvifalaust starfsleyfi og það án undangeng- inna rannsókna á vatnasvæði Hraunsfjarðar. Ef laxinn gengur illa inn í stöðina, þá er það ekkert stórmál, bara gefin út undanþága frá lögum. Farið með net í sjóinn og fiskurin sóttur. Fiskirækt og rannsóknum á þessu svæði er hent fyrir róða vegna einnar hafbeitar- stöðvar sem er að stórum hluta í eigu erlendra aðila. Flestir vita hvað íslenski laxinn er verðmætur. Hingað flykkjast erlendir veiðimenn í stórum hópum til að komast í tæri við konung allra fiska, Atlantshafslaxinn. Þessir menn borga stórar upphæðir til að fá að veiða hér á landi, íslandi, Mekka allra laxveiðimanna. Tekjur þessar skipta hundruðum milljóna króna á ári í gjaldeyri fyrir þjóðar- búið. Á meðan hafbeitarstöðvarnar fá 1.000 til 2.000 krónur fyrir hvern veiddan lax, þá gefur hver lax veiddur á stöng upp úr íslenskri laxveiðiá 10 til 20.000 krónur, fyr- ir utan alla þjónustu sem veiðimenn greiða háu verði. Hér er verið að tala um verulega hagsmuni sem getá tapast ef ekki er rétt að málum staðið. Síðastliðið ár er íslenska ríkið búið að ausa ómældum fjármunum í misheppnaða atvinnuvegi, þar á meðal má nefna minka- og refrækt- ina og núna síðst fiskeldið. En nú stefnir í það að þjóðarbúið hafi ekki bara tapað öllum þessum fjár- munum, heldur ætlar þessi mis- heppnaði atvinnuvegur að eyði- leggja atvinnuvegi sem hafa blómstrað árum saman og það án lánsfjár frá ríkissjóði. Góð fjárfest- ing það eða hitt þó heldur. Erlendis hafa íslandingar um árabil verið taldir alþjóðlegur frum- kvöðull um verndun villtra laxa- stofna. Við höfum vakið athygli og aðdáun um allan heim vegna okkar ströngu lax- og silungsveiðilaga, svo sem um stangafjölda og veiði- tíma, en þó aðallega fyrir það sem við mest hreykjum okkur af, lax- veiðar í sjó eru bannaðar. Greinar hafa verið skrifaðar í fjölmörg er- lend tímarit þar sem okkur Islend- ingum er hælt á hvert reipi og þeir hafa viljað læra og gera það sama og við. En hvað er að gerast hér á landi: 300.000 laxar hafa verið háfaðir upp síðastliðin tvö ár í hafbeitar- stöðvunum og þeir flestir veiddir í söltum sjó. Þar að auki eru um 6.000-7.000 laxar veiddir í neta- lagnir í Hvalfirði og á ósasvæði Langár á Mýrum. Þessi laxafjöldi er margfaldur íslenski laxastofninn. Netalagnirnar eru aðeins kippkorn frá laxveiðiánum. í þurrkatíð þegar laxinn gegnur ekki í árnar, þá veiða þessar lagnir aftur og aftur laxa úr sömu göngunni þegar torfurnar dóla sér með ströndum fram. Á Suður- og Vesturlandi eru þtjár stórtækar- hafbeitarstöðvar sem veiða nú um 150.000 laxa á ári, en þær eru Vogavík, Kollaijarð- arstöðin og Silfurlax. Allar þessar stöðvar eru staðsettar í gönguleið villtra laxa. Hin ríkisrekna hafbeitarstöð, Kollaljarðarstöðin, er í farabroddi í þessum sjávarveiðum. Oft hefur manni orðið hverft við þegar leiðin liggur um Vesturlandsveg framhjá hafbeitarstöðinni í Kollafirði. Þar stekkur lax um allan sjó, en hvað er að sjá. Þeir draga fyrir laxinn með nótum og tæki eru önnum kafin við að hala laxinn upp í kör þar sem hann bíður slátrunar. Allt. í kring eru laxveiðiár, þar sem veiði- menn bíða eftir laxagöngunum. Þessir veiðimenn verða að bíða þangað til að aðstæður verði þann- ig að laxinum þóknist að ganga. Flestum er kunnugt um það geysistóra átak sem hefur verið gert í kaupum á úthafskvótum víðs- vegar. Þar hafa mörg lönd stillt saman strengi sína og safnað hundruðum milljóna til kvótakaupa. Að Alþjóðakvótakaupanefndinni standa ýmis stangaveiðifélög og veiðiréttarhafar í viðkomandi lönd- um. íslendingum hefur verið treyst til að hafa forystu í þessum málum, með Orra Vigfússyni í fararbroddi sem reynst hefur óþreytandi að koma samningum heim og saman. Hefur honum tekist það sem flest- um þótti ganga kraftaverki næst, að kaupa upp laxakvóta Færeyinga, svo Grænlendinga, auk þess að hafa unnið að mörgum öðrum mál- um, svo sem sjóræningjaveiðum Dana á laxi milli Færeyja og ís- lands. Orri Vigfússon og kvóta- kaupin hafa vakið verðskuldaða athygli í flestum erlendum veiði- tímaritum. Virtasti félagsskapur i heimi um verndun laxastofna er án efa Atlantic Salmon Federation. Eins og nafnið bendir til hefur þessi alþjóðlegi félagsskapur sett á odd- inn verndun á Atlantshafslaxinum. ASF gefur út tímaritið Atlantic Salmon Journal. Þar hefur verið mikið fjallað um forystu og dugnað okkar Islendinga í þessum málum. Allt er gott á yfirborðinu, en þegar betur er að gætt þá kemur í ljós að við íslendingar göngum ekki hreint til verks í þessum mál- um. Á meðan við vinnum þrekvirki á alþjóðavettvangi erum við með allt niður um okkur hér heima. Ég hef haft þá atvinnu um árabil að skipuleggja veiðiferðir fyrir erlenda veiðimenn. Þeir fara ekki varhluta af þessum váfréttum þegar _þeir eru hér að veiðum á sumrin. Ég lendi nú í því hvað eftir annað að gefa þeim skýringar á því hvað er hér á seyði. í þessari aðstöðu sem ég er, geri ég mitt besta til að gera sem minnst úr þessum málum, en nú dugir það ekki til. Þessir menn kreljast skýringa, þeir hafa greitt það hæsta verð sem um getur fyrir að veiða lax. Þá peninga reiða þar fram í þeirri trú að þeir séu í landi þar sem lax er friðaður fýrir sjávar- veiðum. Ég vona að þessi grein verði til þess að vekja einhveija til umhugs- unar um hvort ekki sé vert að taka á þessu máli áður en laxastofnar hljóta varanlegt tjón af. Höfundur er áhugamaður um að banni við laxveiðum ísjó sé framfylgt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.