Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Talstöðvum smyglað með Flugleiðavél • • Oryggisreglur og tollalög brotin VERKSTJÓRI í hlaðdeild Flugafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur viðurkennt að hafa smyglað talstöðvum og bilavarahlutum til landsins. Smyglvarningnum, sem fannst við leit í bíl verkstjórans um síðustu helgi, hafði yfirmaður flugfraktar Flugleiða í New York kom- ið fyrir í Flugleiðavél. Þegar starfsmenn Tollgæslunnar leituðu í bíl verkstjórans í flugstöðv- arhliði fannst kassi með 6 talstöðvum og smærri bílavarahlutum. Maðurinn gaf þá skýringu, að hluti þessa hefði hann látið senda sér með Flugleiða- vél frá New York. Þar viðurkenndi yfirmaður í flugfrakt Flugleiða á Kenndyflugvelli við yfirheyrslur að hafa keypt hlutina að beiðni verk- stjórans, komið þeim fyrir í auð- kenndum kassa, svo verkstjórinn bæri kennsl á hann við komuna hing- að til lands og komið kassanum fyrir Farþega með fölsuð skilríki vís- að úr landi í Flugleiðavél. Starfsmaðurinn í New York lét með þessu móti hjá líðast að fylgja öryggisreglum flugvallarins og starfsmaðurinn hér á landi flutti kassann úr vélinni í bifreið sína, án þess að vamingurinn væri tollskoð- aður. Starfsmaðurinn í New York neitar því hins vegar að hafa vitað um að vamingurinn yrði ekki tollaf- greiddur hér á landi. Rannsókn lokið Óskar Þórmundsson, yfirlögreglu- þjónn rannsóknarlögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að mál sem þetta hafi ekki komið upp áður. Hann segir að rannsókn þess sé að mestu lokið, en mennimir megi vænta þess að fá sektir fyrir tolla- lagabrot sitt. Það sé þó í raun minnsta ávirðingin, því agabrot þeirra hljóti að teljast mjög alvarlegt. Kristín Ásta Kristinsdóttir sigraði í Elite-keppninni KRISTÍN Ásta Kristinsdóttir, 18 ára, bar sigur úr býtum í fyrirsætukeppni Elite sem fram fór á Hótel Islandi í fyrrakvöld. Tvær aðrar ljósmyndafyrirsætur voru valdar, Árný Hilmarsdóttir, 19 ára, og Ásdís Birta Gunnarsdóttir, 15 ára, en hún var valin ljósmyndafyrirsæta Elite og Nýs lífs. Á myndinni með Kristínu Ástu er Hendrikka Waage frá Icelandic Models (t.v.), sem valdi íslensku stúlkurnar í keppnina og Karen Lee sem kom frá Bandaríkjunum til að velja sigurvegarann. Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, um gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur Lækkun ekki tímabær vegna stórra verkefna framundan Hærri gjaldskrá dregur úr hækkunarþörf á útsvari HITAVEITA Reykjavíkur mun verða skuldlaus um næstu áramót en vegna stórra verkefna sem framundan eru, er ekki tímabært að lækka gjaldskrá veitunnar, að sögn Markúsar Arnar Antonsson- ar borgarstjóra. Gjaldskrá veitunnar hefur hækkað sex sinnum síðustu þrjú ár, en borgarstjórn samþykkti að miða hana við vísi- tölu byggingarkostnaðar á hverjum tíma. Árlegur arður af hita- veitunni er nær 15% af veltu fyrirtækisins sem rennur í borgar- sjóð eða um 440 millj. „Þeim fjármunum er varið til margvíslegr- ar uppbyggingar sem á sér stað á vegum borgarinnar og rekst- urs hennar," sagði Markús. „Þetta er samkvæmt ákvörðun borgar- stjórnar og kemur öllum borgarbúum til góða og dregur úr þörf fyrir hækkun á útsvari." FARÞEGI Flugleiða, sem ferðað- ist á fölskum skilríkjum, fór með vél félagsins til Stokkhólms í gær- morgun. Maðurinn flaug með fé- laginu til Bandaríkjanna síðastlið- inn laugardag en var neitað þar um landvist. Hann var með farm- iða sem hljóðaði upp á ferð frá Bandaríkjunum til Amsterdam um ísland og fór til Amsterdam á sunnudag, en einnig gerður aftur- reka þar. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að skilríkin hafi maðurinn útvegað sér í Belgíu og goldið fyrir þau 3.000 bandaríkja- dali, eða yfir 210 þúsund krónur. Næst lá leið hans til Berlínar þaðan sem hann flaug til Stokkhólms og steig þar um borð í Flugleiðavél. Flugvallarstarfsmenn á þessum stöð- um gerðu engar athugasemdir við skilríki mannsins. Maðurinn, sem kvaðst vera ind- verskur, dvaldist á Keflavíkurflug- velli í tvær nætur. Hann fór í gær- morgun til Stokkhólms og flugvallar- yfirvöld þar sendu hann áfram til Berlínar, eða öfuga leið við hina upphaflegu. Hagur hitaveitna í landinu er mismunandi og gjaldskrár misháar. Bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað fyrir skömmu að lækka gjaldskrá Hitaveitu Seltjarnarness um 10% frá og með síðustu áramótum en það þýðir að í stað 32 kr./m3 eru greiddar 29 kr./m3, sem er sama verð og hjá Hitaveitu Húsavíkur. Síðasta hækkun á gjaldskrá Hita- veitu Reykjavíkur var í nóvember 1993 en þá hækkaði gjaldskráin úr 46,50 kr./m3 í 47,30 kr./m3. Miklar framkvæmdir „Þess ber að gæta að Hitaveita Reykjavíkur hefur staðið í miklum framkvæmdum og ljóst að rekstur hennar verður í járnum næstu ár- in,“ sagði borgarstjóri þegar hann var spurður um hvort ekki kæmi til greina að lækka gjaldskrá veit- unnar, í ljósi góðrar fjárhagsstöðu. Markús sagði að margvíslegar framkvæmdir tækju nú við á Nesja- völlum og við Suðuræð, sem er lagning æðar í Garðabæ og Hafnar- fjörð og lagning Reykjaæðar frá Mosfellsbæ og er það í framhaldi af verki sem þegar er hafið. Kostn- aður vegna þessara framkvæmda fellur á Hitaveitu Reykjavíkur. Þá er í athugun hvort ráðast eigi í lagningu bakrennslisæðar til Nesjavalla í því skyni að nýta varma frárennslisvatns og ná betri nýt- ingu. Sagði Markús að bakrennslis- æðin kynni að kosta um einn millj- arð samkvæmt lauslegum áætlun- um en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær hafist verður handa. Ekki tímabært „Þetta sýnir að þó að hitaveitan hafi verið að borga niður þessi lán sín eða geri það á þessu ári þá eru stór verkefni framundan sem gera það að verkum að það er ekki tíma- bært að taka ákvarðanir um gjald- skrárlækkanir," sagði borgarstjóri. „En það hefur verið til umræðu í stjórn veitustofnana að lækka heim- taugagjöld til nýbygginga og það myndi koma sér vel fyrir húsbyggj- endur og aðra þá sem eru að eign- ast eigið húsnæði en ákvarðanir liggja ekki fyrir um það.“ Sagði hann að ef ekki yrði ráðist í þessar framkvæmdir væri sjálf- sagt að endurskoða fyrri ákvarðan- ir og lækka gjaldskrána þannig að notendur nytu bættrar afkomu. Hitaveitan hefði hins vegar staðið í miklum framkvæmdum og fyrir- sjáanlegt að svo yrði enn um skeið. Aðhald á heitavatnsnotkun Borgarstjóri telur ástæðu til að beitá aðhaldi í eyðslu á heitu vatni. Það sama ætti við um heitt vatn og aðrar orkulindir, það væri ekki óþijótandi og því ástæða til að beita aðhaldi. Verðskrá gæti meðal ann- ars haft áhrif á að vatn sé ekki látið renna að óþörfu. „Á síðustu árum hefur blessunarlega tekist að sjá svo um að heitt vatn hefur ver- ið til í nægjanlegu magni til að mæta löngum frostaköflum en við þurfum ekki að leita langt aftur í tímann til að fínna slíkt ástand," sagði Markús. Gunnar Helgason fyrrverandi forstöðumaður Ráðningarstofu Reykjavíkur Ríkur skilningnr á vanda- málum atvinnulausra GUNNAR Helgason, forstöðumaður Ráðningarstofu Reykjavíkur- borgar, lét af störfum forstöðumanns nú um mánaðamótin eftir 23ja ára starf. „Það sem mér er efst í huga er að þrátt fyrir mikla erfiðleika margra hefur skilningur verið ríkur á vandamál- um atvinnulausra," sagði Gunnar. „Ráðningarstofan hefur gert það sem í hennar valdi hefur staðið til að koma til móts við þetta fólk og reynt að leysa úr þeirra málum miðað við aðstæður á hverjum tíma.“ Gunnar sagði að miklar breyt- ingar hefðu átt sér stað í rekstri Ráðningarstofunnar frá því hann tók við árið 1971. Þá var Ráðning- arstofan til húsa í Hafnarbúðum við Tryggvagötu en síðan flutti hún í Borgartún 1 og loks í Borgartún 3. Og enn standa flutningar fyrir dyrum og er gert ráð fyrir að starf- semin verið komin í nýtt húsnæði við Engjateig 11 í lok júní í sum- ar. Auk almennrar ráðningarstofu verða ráðningar skólafólks og Vinnuskólinn, sem starfar sjálf- stætt undir saman þaki við Engja- teig en milli þessara aðila hefur verið mikið og gott samstarf. Nýtt húsnæði „Þetta nýja húsnæði skapar möguleika á að sinna betur þeim verkefnum sem Ráðningarstofunni er ætlað að sjá um,“ sagði hann. „Verkefnin hafa breyst mikið á undanfömum árum. Atvinnuleysi hefur aukist og þá sérstaklega síð- astliðin þrjú ár. Það er ljóst að atvinnuleysi eins og við stöndum frammi fyrir í dag er ekki sambæri- legt við það sem áður hefur sést mest á árunum 1968 og 1969.“ Gunnar sagði að hlutverk Ráðn- ingarstofunnar hefði tekið talsverð- um breytingum þann tíma sem hann hefur veitt henni forstöðu og var Ráðningarstofan meðal annars tölvuvædd á síðasta ári. „Það hefur verið reynt að auka starfsráðningar á undanförnum árum og verður stefnt að enn frekari áherslu á þann þátt,“ sagði hann. „Það hefur komið í Ijós og þá sérstaklega upp á síðkastið að atvinnurekendur hafa leitað til okkar í ríkara mæli auk þess sem Reykjavíkurborg hef- ur snúið sér að átaksverkefnum sem skapað hafa atvinnutækifæri. Á það sérstaklega við um síðastlið- ið ár og er stefnt að áframhaldi á þessu ári.“ Stór þáttur í starfi Ráðningarstofunnar er að útvega skólafólki sumarvinnu og á und- anförnum árum hefur tekist að ráða allt það skólafólk sem sótt hefur um vinnu. Sagði Gunnar að það hefði fyrst og fremst tekist vegna sérstaks átaks borgaryf- irvalda og aukinna fjárveitinga. Þakkar samstarfið Gunnar sagðist vilja þakka sam- starfið við þá mörgu sem leitað Gunnar Helgason hafa til Ráðningarstofunnar á liðn- um árum vegna atvinnu. „Ég sakna þess sérstaklega hvað mörgum úr þeim hópi hefur ekki reynst unnt að hjálpa," sagði hann. „Atvinnu- leysi er böl sem brýtur niður besta fólk sem í einlægni vill hjálpa sér sjálft. Mín von og trú er sú að með sameiginlegu átaki þjóðarinnar megi takast að byggja upp atvinnu- vegi okkar á þann hátt að enginn sem vill vinna fái ekki starf við sitt hæfi. Framtíð þjóðarinnar get- ur oltið á því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.